Morgunblaðið - 23.08.1933, Síða 2

Morgunblaðið - 23.08.1933, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Beriberi á íslandi. Eftir P. V. G. Kolka sjúkrahússlækni í Vest- mannaeyjum. Jónas Kristjánsson hjeraðslækn- ir hefir nýlega látið það álit í ljós í Morgunblaðinu, að B-fjörvi niyndi bresta í fæðu allmargra is- lendinga, einkum þar sem notað ' væri liveiti, er ekki væri nýmalað. Þessi tilgáta er rjett, eins og síð- ar mun sýnt fram á. Skortur á þessu fjörvi, — B — orsakar, sem kunnugt er, beriberi, og er sjúk- tlómur »á. alltíður í Austur-Asíu, þar sem lifað er méstmegnis á hýðislausum lirísgrjónum, en hef ir verið talinn óþektur ineðal þeirra, sem ala aldur sinn í Ev- rópu, þótt hans hafi einstöku sinn- um orðið vart meðal hvítra sjó- mann eftir langa og harða útivist í hafi- Beriberi legst einkum á tauga- kerfið og æðakerfið og lýsir sjer fvrst og fremst með lömunum í fótum og með útvíkkun á hægra helmingi hjartans, ásamt breyting- um á blóðþrýstingnum. Þessi ein- kenni eru svo ótvíræð. þegar nokk- ur brögð eru að sjúkdómnum, að um hann er ekki að villast. Þessi aldagamli þjóðarkvilli lágt siandandi Asíulýða er nú orðinn íslenskur sjúkdómur. Hjer í Vest- mannaeyjum sá jeg á síðustu ver- tíð 16 beriberisjnklinga, er leituðu mín eða .Karls Jónassonar læknis. Sumir þeirra Iiöfðu veikina á það háu stigi, að þeir gátu varla dreg- ist áfram og einn liafði alveg’ gífurlega útvíkkun á hjartanu, á- samt algerðum lömunum í fótum. íslík breýting á hjartanu getur (lregið til dauða á örstuttum tíma. enda devja árlega i Japan skv. opinberum dánarskýrslum alt að öOOOO manns.-úr-beriberi. Sýnir’ ]iað. að hjer er um all-alvarlegn v eiki að ræða. Það er liafið upp yfir allan efa. að hjer í Vestmannaeyjum var um hreinan og beinan Asíu-beriberi að ræða. Auk venjulegra taugarann- - sókna og blóðþrýstingsmælínga röntgenskoðuðum við hjörtu þess- ara 16 sjúklinga, og annara, sem grunsamlegir voru, og fæst með því miklu ákveðnari vissa um hyrjandi li jartaberiberi en með hhistum. Fyrir nokkru sýndi lioll- •enskur læknir, Alsmeer að nafni, fram ó, að hjartaeinkennin má auka til muna í bili með adrenalin — inndælingu og var það einnig notað við ýms hinna vægari til- fella til þess að taka af allan efa. Þessi beriberitilfelli eru ekki hin fyrstu hjer á landi, því síðastliðið haust skýrði dr. Helgi Tómasson frá því í Læknablaðinu, að hann hefði fengið sjúklinga með beri- heri einkennum úr einni verstöð- ínni við Faxaflóa. Undanfarin ár hafa slík tilfelli einnig komið fyrir hjer í Eyjum þótt ekki hafi verið gei-ð gangskör að því að rannsaka þau ítarlega fyr en siðasta vetur. Verður árangur þeirrar rannsókn- ai hirtur síðar, enda varði jeg nokkurum tíma til að kynna mjer þetta efni betur í London nú í ssumar- Þessi beriberi tilfelli sýna það og sanna, að fæða margra íslenskra kaupstaðabúa er mjög fjörefna- snauð, því þessir sjúklingar okk- ar höfðu yfirleitt ekki búið við lakara víðurværi en fjöldi' fólks. Breytingar þær, sem mataræði al- þýðu hefir tekið á síðustu áratug- um, stefna mjiig í öfuga átt. ■— Mjólk, rúgur, bankabygg og baun ir innihalda allmikið af B-fjörefni og voru þetta algengar fæðuteg- undir fyr á tímum, en fátíðari nú. í þeirra stað hafa kornið grautar úr hýðislausum hrísgrjónum og liaframjöli. sætar sagosúpur, kaffi og allskonar hveitibrauð. Besti B- fjiirefnagjafinn áður fvr var á- saint mjólkinni flatbrauðið, sem var bakað í nokkrar mínútur að- eins, búið til úr nýmöluðum rúgi og hratið látið fylgja. I flestum korntegundum er B-fjörefnið að- éins í insta lagi hýðisins. í stað [æssa holla flatbrauðs er nú notað rúgbrauð, sejdt í alt að 15 klukku- stundir, en við svo langa upphitun eyðist fjörvið. Fjöldi fólks borðar alls ekki rúgbrauð, heldur allskon- ar brauð úr hýðislausu hveiti, eins og fransbrauði, kex, smíða, vínar- brauð og alls konar kökur. Þetta hveitibrauðsát er orðið landplága. Reynslan hjer í Vestmannaeyj- um sýnir það svart á hvítu, að einhliða hveitibrauðsát án mjólk- ur, eggja eða grænmetis Jeiðir til beriberi. Sama jæj'nsla hefir feng- ist á Xewfoundlandi. Þar fór beri- ber að gera vart við sig eftir að hveitibrauðsátið var tekið upp, en var óþektur áður. Annars mun tæði þar yfirleitt ljelegra í sjó- þorpunum en hjer. Þetta er einnig í samræmi við rannsóknir þær, er gerðar voru á hinum svokallaða seglskipaberiberi, sem gerði vart við sig um síðustu aldamót á segl- skipum í langferðum, er tekið var að liafa hveitibrauð í skipsforðan- um í stað rugbrauðs. Þó er segl- skipaberiberi ven.julega sambland, af beriberi og skvrbjúgi, stafandi af’ l.jelegum og gömlum mat. Hjer í Vestmannaeyjum var því ekki altaf til að dreifa. Kjúklingarnir höfðu haft nýjan fisk, saltkjöt, kartöflur og stöku sinnum nýtt kjöt. Þetta fæði. sem er betra en á norsku seglskipunum og hjá fá- tækasta fólkinu á Newfoundlandi, sýnir sig því að vera ekki fullgilt, þegar eingöngu er neytt með því liveitibraus, hafram.jöls og hýðis- lausra hrísgrjóna. Langódýrasta fæðan til varnar beriberi er kornhýði. An þess er brauðið ekki frambærilegt sem „daglegt brauð“. Maður lifir ekki á einu saman brauði — síst af öllu hratlausu hveitibrauði. Hallgrímshátíðin. Ekki má það minna vera en að opinberlega sje gerð grein fyrir fjárhagslegum árangri af Hall- grímshátíðinni, sem haldin var í Kaurbæ 30. f. m. Svo almennur var áhuginn fyrir hátíðahöldum þessum og svo mikil og prýðileg [látttaka fólksins í þeim, að það á rjett á vitneskju um árangur- inn. Dráttur sá, sem á því hefir orðið að þetta væri gert, stafart af [>vj, að alt til þessa hafa sum útgjöldin verið ógreidd og ekki fullkunnugt um þau.. Má vera að enn s.jeu einhverjir reikningar ó- framkomnir, en ekki getur þar verið um annað en hreina smá- muni að ræða. sem lítið brevta niðurstöðuuni. Eftir því, sem nú er frekast kunnugt, hefir árang- urinn orðið sem hjer segii-: Tekjur: Seldir farseðlar .... kr. 2286,50 Seld hátiðarmerki ... — 1960,15 Ágóði af veitingum . . — 394,22 Gjöf frá þeim sem veittu kaffi á hátiðinni .... — 62.00 Innkomið fyrir hestagirð- íngar. . . . . ... . — 83,75 Úr samskotabauk ... — 93,70 Samtals kr. 4880,32 Gjöld: Skipaleiga s/s »SuðurIand« m/b »Baldur« og >trillubátar« 520,00 Hátiðarmerki, uppdráttur og prentmót...........— 57,50 Bílkeyrsla............— 73,00 Matur og kaffi handa . . starfsfólki...........— 212,00 Auglýsingar .....— 96,25 Timbur og smíðavinna . — 72,60 Önnur vinna...........— 29,00 Flutningur á efni til veit-. inga ofl . ...................— 45,55 Veitingaskattur til ríkisins — 39,42 Símtöl................— 39,10 Lagt inn í bók Hall- . grímskirkju nr 1251 við Sparisjóð Borgarfjarðarsýslu — 3695,90 Saintals kr. 4880,32 Bílstjórar á Akranesi liafa lofað að gefa kirkjunni nokkrar krónur at kejTslu sinni þennan dag. Hve mikið það verður er ekki fullvíst enn. Mun því síðar vei-ða gerð grein fyrir þvi. ' — n Hreinar tekjur kirkjuiniar af hátíðahöldunum hafa þannig orð- ið kr. 3695.90, auk þess, sem hún hefir eígnast nókkra þá hluti, sem nauðsynlegir voru til notkunar vegifa samkomunnar og koma að liði við samskonar tækifæri fram- vegis. Þetta er sá árangur, sem með beinum tölum verður sýndur, en ekki er það efamál að í raun og veru hefir miklu meira áunnist. Fyrir utan það. að þjóðin hefir laknað til nýs og Ijósara skilnings ;i því. hve óendanlega dýrmætt verk Hallgríms Pjeturssonar hef- ir verið henni og verður meðan liún ej- til, hefir hún nú öðlast sterkari trú og dýpri sLilning á [>essu minnisvarðamáli. Það mun varla ofmælt. að nú hafi augu hennar mjög alment opnast fvrir [>ví, að hugmyndin um veglega Iíallgrímskirkju í Saurbæ er inn- an skamms orðin að veruleika og að jafnframt hafi þjóðin strengt þess heit, að svo skuli vera. — Hvarvetna verðum við nú varir bins starfandi áhuga, sem segir1 jeg vil og jeg skal. Ánægjulegt og eftirtektarvert er það, live ört gjafir og áheit kirkjunni berast nú, og er það trú okkar, að af áheitunum eigi hún í framtíð- inni mikils styrks að vænta. Það er einnig von okkar og traust, að þeim sem af einlægum hug heita1 á minningu Hallgríms Pjetursson- ar góðu máli til sigurs. megi sem ( ftast verða að ósk sinni. Þeim hinum mörgu, sem óskað hafa þess, að ræður fluttar á Kallgrímshátíðinni gætu komist, fyrir almenningssjónir, viljum við ,segja það, að fyrir góðra manna, atbeina er nú fylsta von um að svo verði. Ljúft er okkur og skylt að geta þess, að þeir, sem unnu að undir- búningi hátíðahaldanna, áttu að heita mátti alls staðar hinni al- úðlegustu góðfýsi að mæta. Hvar vetna voru hjálpfusar hendur a Hínar albektu Colmann’s vfirur: Karry 1 og 2 oz. Mustarður 1 og 2 oz. !4 og y2 lb. do. Savora í glösum. Línsterkja 63—125—250 og 500 gr. eru ávalt fyrirliggjandi. Sími 1234. lofti. Iiíkisstjórnin veitti allan þann stuðning. sem hún gat, og sama gerði hiim snauðasti dag- launamaður, sem bauð fram 'starfs krafta sína og Ijet sjer þó ekki íietta í hug svo mikil laun sem l'armiða eða hátíðarmerki. Efni og munir, sem á þurfti að lialda, var ýmist gefið epa þá selt íitlu verð.i, Prentsmiðja sú. er mest prentaði fyrir nefndina. gaf allan þann kostnað, en hafði áður gefið kirkj- unni mjög rausnarlega gjöf.. Það voru meira að segja fleiri en ís- lendingar, sem þarna virtust hafa gleði af af leggja fram sinn skeiT. Ollum þeim, sem þetta tekur til, jjáir hátíðarnefndin alúðarþakkir sínar, og við vitum að til þeirra beinast líka þakkir allra annara, ■þeirra er málefninu unna- Við þökknm hátíðargestunum, starfs- NýKomið: Hvítt damask í sængurver, í verið 5.25. Corselett fleiri gerðir, frá 2.95 og lífstykki frá 3,75. * •. . Nsg. 6. Bunnlaugsson & Gu. Austurstræti 1. I Hveití X. Haframjöl. I Hrísgrjón. Fást í fólki öllu við hátíðarhöldin, vfir- mönnum og skipshöfnum á ski]>- unum, sem fólkið fJuttu, gefendum öllura; blöðunnm, sem veitt liafa hinn hesta stuðriing. ríbisútvarp- inu og loks ríkisstjðrninni fvrir ])á ómetanlegu aðstoð, sem liún einliuga Ijet í tje. Hjer er hvorki unt nje nauðsynlegt að þylja nöfn en á meðal þeirra er þó eitt. sem naumast má ligg.ja í þagnargildi .— nafn Guðmundar Sveinbjörns- sonar skrifstofustjóra. Ollu þvi mikla starfi, sem hann var svo óþreytandi á sig að leggja, og öllum þeim góðu ráðum og bend- ingum, sem liann gaf, á ekki að gleyma. Reykjavík, 14. ágúst 1933. Fyrir hönd hátíðarnefndarinnar. Ól. B. Björnsson. Snæbjörn Jónsson. Atvinnuleysi í Þýskalandi minkar. Berlín 22. ágúst. United Press. FB. Samkvæmt nýbirtum skýrslum ríkisstjórnarinnar, hefir atvinnu- leysingjnm í landinu fækkað um 130.000 fyrri helming yfirstand- andi mánaðar og voru alls 15. ág- 4.334.158. Frá því í febrúar hefir afvinnuleysingjnm fækkað um 1.677.000, að því er hermt er í skýrslum þessum. Hungursneyðín Tvær miljónir manna hungurmorða. - Barna- morð og mannakjötsát. N ínarborg, 19. ágúst. United Press. FJ3. Imiitzer kardínáli og erkibiskup í Austurríki hefir birt ávarp til niHnua at öllum trúarbrögðum, að 'imia að því. að hafist verði handa uin alþjóðahjálp, vegna hungurs- neyða rinnar í Rússlandi. Telnr Innitzer nauðsynlegt, að stofnuð verði alþjóðanefnd, til þess að skipuleggja hjálparstarfsemina. —, 2.000.000 manna liafa, að sögn, orðið hungurmorða í landinu á uudanförnum mánuðum, aðallega i Kákasus og Ukraine, og fer á- standið nú dagversnandi. Barna- morð og mannakjötsát eru díig- legir viðburðir, að sögu kardínál- ans.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.