Morgunblaðið - 30.08.1933, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 30.08.1933, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ f RagnhiMur BenediktsdAttir andaðist í Vífilsstaðahæli þann 23. þessa mánaðar. Oss skólasystkinum Ragnhildar sálugu kom m.jög á óvart, þegar "vjer heyrðum andlát hennar. Það var svo stutt síðan, að hún hafði staðið mitt á meðal vor frísk og glöð. Sterkar vonir um bjarfa framtíð fyltu hugann, en nú er hún hoi-fin hjeðan. Bftir eru að eins minningarnar. Þar sem Ragnhildur sáluga var, þar var traust en ekki tál að finna. Hjá henni fór saman ment- rn og meðfæddur gjörfuleiki. •— Hún var þýð og látlaus í fram- komu og vakti ósjáifrátt samúð allra, sem henni kyntust. Ragnhildur sáluga var fædd í Reykjavík 18. ágúst 1913, dóttir þeirra hjónanna Guðrúnar Pjeturs- dóttur og Benedikts Sveinssonar fyrv. alþingismanns. Hún innrit- íiðist í Mentaskólann haustið 1926 og lauk stúdentsprófi vorið 1932 með 1. einkunn. Hún hafði ekki kent sjer meins, svo teljandi væri, fyr en í vetur, í desember, að liún lagðist og komst ekki á fætur aftur, þrátt fyrir bestu vonir um hata í fyrstu. Nú hefir dregið ský fyrir sólu. Br þungur harmur kveðinn að for- eldrum hennar og systkinum. — Vjer skólasystkin hennar og vinir minnumst heniiar með söknuði, þökkum samveruna og allar Ijúf- ar minningar. B. G. Lindberghsedlar koma fram. Áður en Lindbergh lagði á stað 1 flug sitt, ljet hann það boð 'út ganga, að hann skyldi borga tvö- falda upphæð fyrir hvern þann seðil, er hann hafði greitt í lausn- argjald bófunum, sem myrtu barn hans. Jafnframt beindi hann þeirri áskorun til allra banka, að at- huga vel alla þá seðla sem inn kæmi. Fyrir skömmu kom maður inn í banka í. New York og ætlaði að leggja þar inn 1000 dollara í seðl- um. Þegar farið var að aðgæta númer seðlanna kom upp úr kaf- inu, að þetta var nokkuð af þeim seðlum, sem Lindbergh hafði sent bófunum. Lögreglan hefir tekið málið til athugunar. Rannsóknaleiðangur dr. Charcot á „Poarquoi-pas?“ — Franska hafrannsóknaskipið „Pourquoi-pas ?“ lagði af stað hjeðan til Frakklands í gærkvöldi, að afloknum rannsóknum sínum í sambandi við pólárið. Morgunblaðið hitti dr. Charcot, foringja leiðangursins, í gær í því skyni að fá upplýsingar um starf- semi vísindamanna leiðangursins í sumar, og sagðist honum svo frá: Þátttaka Frakklands í pólárinu hefir farið fram á þann veg, að sendur var leiðangur fyrir ári,síð- an til Scoresbysund, og lijelt þessi leiðangur heim á herskipinu „Pol- lux“, sem hjer kom til Reykjavík- ur fyrir seinustu helgi og fór á þriðjudagsmorgun. 1 leiðangri þess um voru allmargir veðurfræðing- ar, bæði liðsforingjar úr sjóhern- um og aðstoðarmenn þeirra. í saní- vinnu við þennan leiðangur unnu vísindamenn þeir, sem með „Pour- quoi-pas?“ hafa verið. Ber fyrst að nefna segulaflrannsóknir M. Che- wallier, sem beinst hafa í þá átt að rannsaka segulinnihald eld- fjallamyndaðra kletta. Hefir hann unnið að öðrum eðlisfræðirann- sóknum í samvinnu við M. Devaux, l>ar á meðal að jöklarannsóknum og athugunum á útbláum geisl- um. — „Plankton“-rannsóknirn- ar hafa verið gerðar af dr. Parat og M. Draeh. Fóru þær sjerst.ak lt-ga fram i Scoresbysund og með- fram Blosseville-strönd. Dregið hefir verið á með vörpum á sömu stöðum, og hafa fundist mörg fal- leg og einkennileg sjávardýr. Loks hafa þeir fjelagar fundið mjög merkilega steingervinga á eyjunni Milne Land í Seoresbysund. Stafa þeir frá sekondera og tertiera tímabilinu. Chatton, skipstjóri á „Pourquoi-pas ?“ hefir framkvæmt mikið af dýptarmælingum á þeim slóðum, er vjer höfum farið um og víða leiðrjett eldri skekkjur. Loks hefir verið tekið mikið af 1 jósmyndum og listmálarinn M. Chreston hefir málað allmikið af niyndum frá ströndunum. Ferðin hefir gengið vel, þrátt fvrir óhagstætt veður. Vjer höf- nm ferðast þar, sem ekkert skip af okkar stærð hefir enn farið, ]). á. m. sömu leið, sem danski land- könnuðurinn Einar Mikkelsen fór í fyrra á miklu minna skipi. Ár- angur ferðarinnar héfir verið mik- 511 og hefir hún aukið miklu við þær niðurstöður, sem orðið hafa af ferðum vorum áður, og vjer vonumst til að ferð vor nái til-' gangi sínum í sambandi við pól- árið. Vjer erum nú á heimleið, en iiiunum brátt halda af stað aftur í nýja rannsóknaferð. Dr. Charcot var algerlega ófá- anlegur til að tala neitt um sjálf- an sig, en allir vita, að hann er og hefir altaf verið lífið og sálin í ferðum skipsins „Pourquoi-pas ?“ enda er hann oða skipið aldrei nefnd öðru vísi en livert í sam- bandi við annað. .. ..---------- Áheit á kapelluna á Helgafelli, úr Hafnarfirði: ó kr. frá Ásu, 4 kr. frá S. E„ 1 kr. frá G. G. Mót- tekið með þökkum. Sigurður Lár- usson prestur. • Sjálfur lofa pú sjálfan þlg ef enginn gerlr það annar. 1 Alþýðublaðinu 17. ágúst, birt- ist. ritdómur um tímaritið Iðunni. Nefnist höfundur Tómas Jónsson- Það er ýmislegt skemtilegt við rit- dóm þennan fremur flestum öðr- um ritsmíðum af slíku tagi. Væri gaman að láta ritdóminn og höf- rnd hans fara undir nákvæma Röntgenskoðun og síðan Smiásjár rannsókn, og gefa ahnenningi sið- an greinilega skýrslu um niður- stöður. En hjer verður aðeins bent á fátt eitt, er ritsmíð þessa varðar. Fyrst er þá þess að geta, að grein þessi er alls 156 línur í dálkum Alþbl. I þessum 156 línum er lofsamlega getið flestra „stærri spámannanna“, sem skrifa í um- rætt Iðunnarhefti, alt frá Þór- bergi Þórðarsyni og niður í Skúla Guðjónsson (ekki dr. Skúla Guð- 'ónsson í Kaupmannahöfn). En ójafnt er lofinu skift. Af þessum 156 línum fær sr. Sigurður Ein- arsson 71 línu einn (eða 87 línur, ef 16 línur um . Jónas Jónsson frá Efstabæ eru taldar með). — Auk þess er lofið um menn þessa mjög misjafnt að gæðum, hita og krafti. Um Halldór Kiljan, Þór- berg', Kristinn Andrjesson og Jó- hannes úr Kötlum virðist hrósinu allsæmilega í hóf stilt. Aftur virð- ist oss fullmikið gert úr Skúla þessum Guðjónssyni (liann kvað vera úr kjördæmi Tryggva Þór- hallssonar), því að umgetin grein hans í Iðunni er leiðinleg og bragð laus, stirðlega skrifaður þvætting- nr. Það er hugsanagrautur síra Gunnars Benediktssonar upphitað- ur, en þó varla meir en hálfvolg- ur. En þó kastar tólfunum, þeg- ar kemur að því sem sagt er um Sigurð Einarsson. Sá hluti ritdóms ins er um hann fjallar, er meira en ritdómur. Þar er um að ræða gagngerða lýsingu á þessum glæsta rithöfundi, Ijóðskáldi, fje- lagsfræðingi, listfræðingi, uppeld- isfræðingi, stjórnmálaforingja og hver veit hvað, sem vjer eigum þar sem S. E. er. Hann hofir barist og berst enn við nesjamanna lýð landsins- Hann hefir frá 1929 lagt fram hið merkilegasta sem hjer hefir birst í blöðum, tíma- ritum og útvarpi. Enginn hefir túlkað mannfjelagshreyfingar eins glögt og skilmerlcilega og hann. Hann hefir stofnað nýjan skálda- skóla, beygt yngri skáldin inn á brautir mannfjelaganna og mætti því kallast „skáldasveigir“ (ekki skáldaspillir'). Hann er „tvímæla- laust fjölhæfasti og glæsilegasti i'itgerðahöfundur og sennilega langmálsnjallasti ræðumaður og fyrirlesari, sem nú er uppi í landinu.“ Þannig segist þá Tómasi Jóns- syni frá. Það virðist augljóst, að hann þekkir S. E. prýðilega, og er þakkarvert að fá slíka umsögn frá kunnugum manni. Þessar 71+16 linur, sem beint eða óbeint fjalla um S. E. eru ritaðar af óviðjafn- anlegum bita og krafti, og má S. E. vera hreyltinn af því að eiga slíkan málsvara. Tómas gæti eigi flutt sitt eigið mál betur en hann flytur hjer Sigurðar. Trúi jeg ekki öðru en að S. E. þyki svo vænt um Tómas Jónsson, sem væri hann skilgetinn sonur lians cða samborinn bróðir. Þegar litið er á ritgerð Tóm- asar í heild sinni, verður eigi bet- ur sjeð en að aðaltilgangur henn- ar sje að lofa S. E. Það afskamt- aða lirós sem hrýtur þar á aðra bræður fians 'í trúnni, er eins og gefið í skyn í greininni á einum stað, aða^ega framkomið til þess að ekki sje með öllu fram hjá þeim gengið — og máske líka til þess að grímuklæða ögn áður- nefndan megintilgang ritdóms þessa. Því að það virðist líkt um Tómas Jónsson þennan og hann segir um Jónas Jónsson frá Efsta- bæ, að hann „virðist ekki allur þar sem hann er sjeður.“ Og nú að lokum fáein orð um höfundinn, Tómas Jónsson sjálfan. Vjer höfum í huganum leitað að Tómasi þessum meðal þeirra manna sem vjer þekkjum með því nafni, en ekki fundið hann. Tómas Jónsson lögfræðingur kvað t. d. neita því þverlega, að hann sje höfundur ritdóms þessa; kveðst hafa öðrum hlutum að sinna. Enn fremur höfum vjer sannfrjett, að Tómas Jónsson kjötkaupmaður hafi annað að starfa nú í slátur- tiðinni en að rita um bókmentir. Niðurstaðan gf rannsókn vorri hefir orðið sú, að Tómas þessi Jónsson heiti eitth-vað annað í kirkjubókunum. Vjer höfum því reynt að ráða af stílnum og mál- bragðinu eitthvað um nafn og ætt erni þessa manns, og varð niður- staðan í sem fæstum orðum þessi: Tómas Jónsson og Jónas Jónsson frá Efstabæ eru skilgetnir bræð- ur, og hafa báðir eins og sagt var um Gyðinga Aþenu forðum, stokk- ið hervæddir út úr hausi föður síns. Nafn föðursins nefnum vjer ekki. Oss er nóg ef ritstjóri Ið- unnar og Einar ábyrgðarmaður Alþýðublaðsins þekkja það. — En þess erum vjer fullvissir, að hve nær sem að Sigurði Einarssyni þrengir, munu þeir báðir fúsir að veita honum brautargengi, bræð- urnir Jónas Jónsson frá Estabæ og Tómas Jónsson, jafn fúsir, sem að .veita sjálfum sjer. Með kveðju til bræðranna og föður þeirra. Jón Tómasson. Frá Færeyjnm. Ávextir liafa sprottið vel í Fær- eyjum 5 sumar og búist við að uppskera muni verða með mesta móti. Grasspretta var líka góð, en sumarið í ár afar óþurkasamt. Fiskafli við eyjarnar hefir verið með allra minsta móti og muna elstu menn ekki annað eins afla- leysissumar. í Vestmanna voru milli 600 og 700 smáhveli rekin á land, og var það mikil björg. Sauðfje er með vænna móti. en verð á kjöti lágt. (Eftir ,Tingakrossur‘). -----•*<*>*»__... Gamlir reikningar. í Ur í Litlu- Asíu hafa fundist reikningar frá slátrara, sem eru nokkur þúsund ára gamlir. Árangurslaust hafði, á sínum tíma, verið reynt að fá þá borgaða. Islenskar kartöflnr 10 aura V2 kg. Isl. rófur 10 aura y2 kg’. ísl. rabarbari 30 aura y2 kg. Wersl. finar Eyjólfssonar. Týsgötu 1. Sími 3586. Veítíð því athyglt hve fægingin er björt og ending- argóð úr Fjallkontí- fægtlegtntim. Samanburður æskilegur um þetta. H.f. Efnagerð Reykjavíkur. Tll söln nýtísku þvottahúsvjelar, með tæki- færisverði, hvort heldur allar sem heild, eða sjerstakár vjelar. Upp- lýsinga^- gefur. Jónas H. Jónsson. Hafnarstræti 15. Sími 3327. Nflar fslenskar kartöflnr á aðeins 20 aura kílóið. Kartöflur útlendar á 20 aura kílóið. Islensk- ar gulrófur á 30 aura kílóið. Af- bragðs pressaður saltfiskur á 40 aura kílóið. Allar matvörur mjög ódýrar í Versl. Biörninn. Bergstaðastræti 35. Sími 4091. Dppboð. Þriðjudagfinn 5. september verður selt á uppboði ýmsir munir, svo sem tvær kýr, búsáhöld margs konar, jiak- járn, timbur o. fl. Uppboðið byrjar í Lyng- holti í Garðahreppi klukkan 1 e. m. o£ heldur áfram í Móakoti í sama hreppi, síð- ari hluta daffsins. G.jaldfrestur langur. Lyng'holti 28. ág. 1933. Einar Sigurðsson. Barna- rámstæði nýkomin. JbvuUdmjflwaMm

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.