Morgunblaðið - 30.08.1933, Qupperneq 3
M O R G'U'NT* L A ÐIÐ
s
Hverf sfefnlr
i §ljómmálunum ?
Útget.: H.f. Árvakur, Reykjavlk.
Rltstjörar: Jðn KJartanaaon.
Valtýr Stefánaaon.
Rltstjórn og afgreltSsla:
Austurstræti 8. — Slml 1600.
AuKlýsIngastjöri: E. Hafbergr.
AuKlýsineraskrif stofa:
Austurstræti 17. — Slmi 3700.
Helmaslmar:
Jön Kjartansson nr. 3742.
Valtýr Stefánsson nr. 4220.
Árni Óla nr. 3045.
E. Hafberg nr. 3770.
Áskriftagjald:
Innanlanðs kr. 2.00 á mánuOl.
TJtaniands kr. 2.50 á mánuVL
1 lausasölu 10 aura elntaklO.
20 aura meS Lesbök.
Ofviðrið
á sunnudagsnóttina.
Holti undir Eyjafj. 29. ág. FB.
Veður á aðfaranótt sunnudags
var afar mikið lijer eystra, en
"tjón af völdum þess varð ekki mik-
ið á mannvirkjum. Heyfok ekki
mjög mikið, þar eð úrkoma á und-
•an versta storminum var afar mikil
og gegndreypti lieyin.
Vík í Mýrdal, 29. ág. FB.
Ofviðrið á aðfai'anótt sunnudags
náði að eins austui' að Mýrdals-
saiidi. Austan sandsins var að vísu
vont veður, en engin aftök. í Mýr-
dal varð ekkert stórtjón af völd-
um veðursins,. en nokkurar skemd-
ir á húsum og lieyfok.
Atvinnumálin
í Bandaríkjum.
Washington, 29. ágúst.
United Press. PB.
Roosevelt fcrseti og aðalráðgjafi
hans | iðnaðarmálunum,
Hugh Johnson.
Johnson yfirstjórnaiidi viðreisn-
sirframkvæmdanna hefir tilkynt,
®ð fullnaðarsamkomulag um við-
íeisn kolaiðnaðarins verði tilbúið
innan þriggja daga. Hefir nú
’ihiðst samkömnlag nm öll deiluat-
Oði milli kolanámueigenda og kola
h á m u v e ]• kam a u n a. — Námueigend-
Tir hafa fallist á að viðurkenna
-fjelög kolanámumanna.
Varaherlið í Austurríki.
Vínarborg', 29. ágúst.
United Press. FB.,
Vaugoin hermálaráðherra hefjr
lýst yfir, að Austurríki muni setja
á stofn varalierlið, með því að æfa
•^h'Iega 20.000 manna. Stórveldin
^afa fallist á þetta.
Samsteypustjórnin.
Samsteypustjórn Ásgeirs Ás-
.geirssonar tók við völdum í júní-
byrjun 1932, og hefir því setið
við stýrið í rúmt ár. Þessi stjórn
hefir frá upphafi notið stuðnings
Sjálfstæðisflokksins og meirihluta
Framsóknarflokksins.
Samsteypustjórnin var upphaf-
lega mynduð aðeins um eitt mál,
stjórnarskrármálið eða kjördæma-
málið, eins og það hefir oft verið
nefnt.
Stjórnarskrármálið er nú að
heita má komið í höfn. 1 þing-
lokin í vor náðist samkomulag um
þetta deilumál, með stjórnarskrár
frumvarpi því, sem samþykt var
þiá á Alþingi. Kosningarnar 16.
júlí skárn úr því, að þjóðin unir
vel samkomulaginu í stjórnarskrár
málinu. Má því telja víst, að þetta
mál verði samþykt til fullnustu
ágreiningslaust á aukaþinginu í
Iiaust.
Það er ekki nema eðlilegt að
lausn stjórnarskrármálsins hafi
orðið til þess að varpa fram ýms-
um sþurningum viðvíkjandi stjórn
landsins í framtíðinni. Samsteypu
stjórnin var mynduð um stjórnar-
skrármálið, o.g þar sem þetta mál
er nú að komast í liöfn, vaknar
þessi spurning: Hvað er fram-
undan?
Blöð Framsóknarflokksins segja.
]>að alveg ótvírætt nú upp á síð-
kastið, að samvinnunni við Sjálf-
stæðisflokkinn liljóti að vera lok-
ið. Tíminn kveður reyndar enn
fastar að orði, og segir, að sam-
vinnunni sje raunverulega slitið
nú þegar. Hann segir, að ástæðan
til þess, að' ráðherrar Framsókn-
arflokksins vinni enn í stjórninni
sje einungis sú, að þeir hafi talið
skyldu sína að koma í veg fyrir
haustkosningar! Þar sem þessu
verkefni er .nú lokið virðist, eft-
ir frásögn Tímans að dæma, hlut-
verki Framsóknar-ráðherranna í
stjórninni einnig lokið.
Framsókn, hlað Ásg. Ásg. og
Co. kveður ekki alveg eins sterkt
að orði. Þó er ekki um að villast
hvar hugurinn er. Þar segir meðal
annars: ,,Þeim málum, er sam-
vinnan í upphafi var bygð á, er
lokið. Enginn grundvöllur fyrir
framhaldandi samvinnu hefir ver-
ið lagður.“
Hvað skilur?
Þessi mjög svo ákveðnu um-
mæli blaða Framsóknarflokksins
gefa tilefni til að rifja upp í stór-
um dráttum livað það er, sem
aðallega skilur þessa flokka, Sjálf
stæðisflokkinn og Framsóknar-
flokkinn.
Yerða þá fyrst fyrir fjármálin.
Sjálfstæðisflokkurinn hefir frá
fyrstu tíð viljað fara aðrar leiðir
í fjárntálunum en Framsóknar-
flokkurinn. Þar liafa árekstrarnir
orðið stærstir og mest, áberandi.
Fjármálum ríkissjóðs er þannig
komið, að hvert tekjuhallaárið
rekur annað. Árið sem nú er að
líða, er fimta tekjuhallaárið í röð
á ríkisbúskapnum; nema tekjuhall-
arnir samanlagt 11—12 miljónum
króna.
Skuldir ríkissjóðs fara hraðvax-
andi. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn
skilaði af sjer í árslok 1927 voru
skuldir rikissjóðs 11.3 milj. kr.,
en eru nú komnar upp í 25 miljón-
ir króna.
Til þess að menn sjái livaða
blóðtaka það er fyrir ríkissjóð,
að hafa þenna skuldabagga í eft-
irdragi, er ágætt að minna á vaxta
greiðslu ríkissjóðs.
Þegar Sjálfstæðisflokkurinn skil
aði af sjer námu árlegar vaxta-
greiðslur ríkissjóðs um 700 þús.
kr. — sjö hundruð þúsundum
króna. — Á þessu ári mun ríkis-
sjóður verða að greiða í vexti um
2.000.000 — tvær miljónir króna.
Vaxtabyrði ríkissjóðs hefir þannig
nálega þrefaldast i stjórnartíð
Framsóknarflokksins. Ofan á
þessa blóðtöku, 2 miljónir króna
á ári, bætast svo umsamdar af-
borganir af skuldasúpunni.
Tvær leiðir.
Sjálfstæðisflokknum hefir frá
upphafi verið það Ijóst, að fjár-
málastefna Framsóknarflokksins
leiðir þjóðina fyr eða síðar í
fjárliagslega glötun. Hann hefir
því krafist þess, að breytt verði
um stefnu. Hann hefir mótmælt
þeirri stefnu Framsóknarflokksins,
að mæta árlegum tekjuhöllum
með nýjum sköttum og nýjum
lántökum. Hann hefir hvað eftir
annað bent- á þá einu færu leið
út úr ógöngunnm, að lækka stór-
lega útgjökl ríkissjóðs og koma
á þann hátt jafnvægi milli tekna
og gjalda ríkisbiiskaparins.
Sjálfstæðisflokkurinn hefir bent
á ýmsar leiðir, til' þess að spara
útgjöld ríkissjóðs. Hann hefir hent
á rándýrar og óþarfar ríkisstofn-
anir, svo sem Tóbakseinkasöluna,
Yiðtækjaverslunina, Landssmiðj-
una og Ríkisprentsmiðjuna. Þessar
stofnanir vill flokkurinn leggja
niður og losa fjármagn það, sem
í þeim er bundið. Hann hefir bent
á Skipaútgerð ríkisins, alóþarfa
stofnun, og telur sjálfsagt að
leggja hana niður og fela Eim-
slsipafjelaginu hennar störf.
Þú hefir Sjálfstæðisflokkurinn
bent á sukk og óreiðu i rekstn
ýmsra ríkisstofnana, þar sem
starfsmannahald og launakjör
keyrir fram úr öllu hófi. Mætti
spara stórfje með afnámi óþarfra
embætta, samræmingu launakjara
og gagngerðri skipulagshreytingu
á mörgum sviðum.
Ekkert af þessu verður gert ef
ríkisstjórnin fæst ekki til að beita
sjer fyrir umbótunum. Hingað til
hefir þetta strandað á andstöðu
Framsóknarflokksins og lians ráð-
herra (sósíalista þ.arf ekki að
nefnda í þessu sambandi; þeirra
stefna er að keyra alt í strand,
fjárhagslega). En andstaða Fram-
sóknarflokksins hyggist á því að
það var hans stjórn, með aðstoð
sósíalista, sem kom sukkinu á.
Rún stofnaði liinar rándýru rík-
Jisstofnanir, með feitum embættum
mg notaði þær sem einskonar pólit
ískar uppeldísstofnanir fyrir
|trygga flokksmenn.
Hvað er framundan?
Á þessu stig-i verður engu spáð
um það, hvað framundan er, ef
svo fer, sem blöð Framsóknar-
flokksins boða nú, að samvinnunni
við Sjálfstæðisflokkinn verður
slitið.
Fái Jónas frá Hriflu að ráða
í Framsóknarflokknum, þá þarf
ekki að ganga gruflandi að því,
hvað í vændum er. Hann mun á
ný tengja Framsóknarflokkinn
við sósíalista og kommúnista og
taka stjórn landsins í sínar liend-
ur á meðan Sjálfstæðisflokknrinn
liefir ekki hreinan meiri hluta á
Alþingi.
En þegar nýtt sósíalista-Hriflu-
veldi er komið á laggirnar aftur,
þarf ekki að spyrja um hvað verði
um fjármálin. Þá verður liugsað
um það eitt að eyða og sóa, með-
an nokkru er af að taka. Þegar
tekjur ríkissjóðs eru eyddar, verð-
ur reynt að leggja á nýja skatta.
Þá verður eignarskatturinn brátt
hækkaður um 150% og tekju-
skatturinn um 100%, eins og'
stefnt var að 4 síðasta þingi.
Þegar svo búið er áð rýja skatt-
þegnana inn að skinni, verður
reynt að „slá“ ný éýðslulán er-
lendis. Þannig verður háldið á-
fram, þar til alt er sokkið í kaf.
Þeir biðla nú ákaft hvorir til
annars, Hrifluliðar Framsóknar og
sósíalistar. Atlotin byrjuðu við
kosningarnar síðustu, þar sem
„lánaðir" voru kjósendur á víxl
til þess, ef ske kynni, að það
yrði til að fella frambjóðendur
Sjálfstæðisflokksins.
En það kom skýrt í ljós, við
kosningarnar 16. júlí, að þjóðin
vill ekki nýtt Hriflu- og sósíalista-
veldi. Sama verður áreiðanlega
útkoman þegar að því kemur, að
þjóðardóms verður leitað af nýju.
Sjálfstæðisflokkurinn mun halda
sinni stefnu í þjóðmálum hverju
sem fram vindur. Hann er þess
fullviss, að þjóðin dæmir þann
flokk hart, sem af valdagræðgi
gerir bandalag við niðurrifsflokk-
ana, en lætnr sig engu skifta
fjárhag ríkisins og afkomu at-
vinnuveganna.
Frá Lindbergh.
Khöfn, 29. ágúst.
United Press. PB.
Frá því Lindbergh kom hingað
hafa menn og konur í tugatali
gert tilraunir til þess að fá við-
tal við hann, en flestir árangurs-
laust. Á meðal þessa fólks er þýsk
spákona, sem lieldur því fram, að
sonur Lindberghs, sem bófarnir
námu á brott, sje enn á lífi, og
viti hún hvar hann sje niður kom-
inn. Vitanlega kemur ekki til
mála, að kona þessi fái tækifæri
til þess að tala við þan Lindbergh
eða konu lians.
Kommúnistar.
Yarsjá, 29. ágúst.
United Press. FB.
Undanfarna f jóra daga hefir far
ið fram leit að leiðtogum komm-
únista í austurhluta Galiziu og
miðhluta Póllands. Alls hafa 211
kommúnistar verið handteknir, m.
a. Alfred Lampe, sem verið hefir
fulltrúi pólskra kommúnista í
þriðja „internationale“.
Síldveiðin.
Er hún báln i ár?
Samkvæmt fregnum að norðan
hefir nú nær alveg tekið fyrir..
síldveiðina. Síðan um miðjan ágúst
hefir aðeins eitt og eitt skip hitt
í síld, en fjöldinn hefir ekkert
fengið. Hefir saltsíld nú hækkað
í verði úr kr. 14.00 tunnan frítt
um borð upp í kr. 20.00.
Fjöldi fólks sem síldarvinnu hef
ir stundað fer heim með Drotning-
unni, sem fer frá Siglufirði í dag
eða á morgun.
Sögukensla í Þýskalandi.
Berlín í ágúst.
United Press. FB.
Samkvæmt ákvörðunum innan-
ríkisráðherrans, Wilhelms Fricks,
verður kenslu í sögu Þýskalands
framvegis hagað öðru vísi en ver-
ið héfir frá því heimsstyrjöldinni
lauk. Lögð verður áhersla á, að
.fræða skólanemendur um „þjóð-
hetjur“ Þýskalands og vekja að-
jdáun þeirra á þeim, og yfirleitt
verður sögukenslunni hagað þann
veg, að þjóðerniskend nemand-
anna eflist og að þeir verði fyr-
ir þeim áhrifum, að þeir styrkist
í trúnni á núverandi valdhafa. —
Meiri rækt en áður á að leggja
við sögu Þjóðverja á fornum tím-
nm og Miðaldasöguna og seinast
en ekki síst nútímasögúna. Sögn-
kenslnna á að auka mikið í öll
jiim skólum landsins.
Kvikmyndahúsin.
Nýja Bíó sýnir nú mynd sem
heitir „Hjákonan“. Hún gerist í
Ameríku á vorum dögum og lýsir
því hvað hugsunarháttur manna
þar er ólíkur hugsunarhætti vor-
um. Ágætur lögfræðingur hefir
verið kosinn ríkisstjóri, en framur
blaðamaður, sem vill eyðileggja
framtíð hans, ætlar að ljósta því
u'pp, að hann hafi átt barn í
lausaleik. Þetta þykir svo afskap-
legt, ef upp kemst, að liægt er að
skapa lieila sögu um það og hverja
þýðingu það getur haft. Adolph
Menjou leikur aðalhlutverkið, og
er sjálfum sjer líkur í list sinni,
þótt hann leiki nú hlutverk á alt
öðru sviði en áður. ,,Barnsmóður“
hans leikur Barbara Stanwyck, ó-
kunn leikmær, en sýnir oft ágæt
tilþrif í leik sínum.
Gamla Bíó, Mynd þess heitir
„Bræðralag“ og styðst við sannan
atburð, sem gerðist 1906 á landa-
mærmn Frakklands og Þýskalands.
Frönsk náma hrvnur saman, f jölda.
margir farast,; aðrir eru innilok-
aðir í námunni. Þjóðverjar koma
til hjálpar og bjarga þeim. Til
þess að gera áhrif sögunnar enn
meiri, er hún látin gerast nú eftir
stríðið, og það er enginn efi á því
að hún mun hrífa fólk. Hjer er
ekki mn skáldskap áð ræða, held-
ur liið rannverulega líf, þar sem
mannúðin knýr livern að koma
þeim til hjálpar, sem fallinn ligg*
ur. I Englandi hefir myndin feng-
ið þann dóm, að betri mynd hafi
ekki verio sýnd þar í ár.
Bíógestur.