Morgunblaðið - 15.09.1933, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Æ
u
toMHmaM&OLSEwM
Biðjið kaupmann yðar um
Bensdorp’s Cacao.
Það er drýgst og best og því ódýrast. Fæst í pökkum með
1/8 og 1/4 kg. og pokum með 5 kg.
Heildsölubirgðir.
Sími 1234.
.Palais de oanse"
opnar í kvöld í stóra salnum á Café „Yífill“. Nýtt
parkettgólf. — Ný hljómsveit undir stjórn P. 0.
Bernburg.
Café Vífill.
Baldur
hvítemalj. eldavjelar, fyrirliggj-
andi í mörgum tegundum.
Verðið afar lágt, miðað við sam-
bærilegar tegundir.
J. Þorláksson & Norðmann.
Bankastræti 11> símar: 1280.
Til Eyrarbakka og Stokkseyrar
alla daga. Höfum ávalt til leigu 1. flokks 5, 6 ogi 7 manna
'vagna. Ökugjald hvergi lægi’a. Reynið viðskiftin.
BIFREIÐASTOÐ ÍSLANDS.
Slml 1540.
Úlboð.
Þeir, sem vilja gera tilboð í að byggja verbúðir við
höfnina, vitji teikninga og lýsingar á hafnarskrifstofuna,
gegn 20 kr. gjaldi, er endurgreiðist við afhendingu tilboðs.
Bafnarstjóri.
Hes§
þvoltapolfar
fyrirliggjandi.
Stærðir: 70, 85 og 105 lítra.
). Porláksson & Horðmann
Bankastræti 11’ símar: 1280.
Guðmundur Jakcbssun
trjesmíðameistari.
sem verður jarðsunginn í dag, and
aðist eftir langa legu, þann 3. þ.m.
Hann var f-æddur á Ríp í Skaga-
firði 16. janúar árið 1860. Voru
foreldrar lians, Jakob prestur öuð
mundsson og Steinunn Guðmunds-
dóttir verslunarstjóra Pjetursson-
ar í Reykjavík, og konu háns
Ragnheiðar systur Helga biskups.
Árið 1868 fekli sjera Jakob Suður-
dalaþing, og bjó fyrst á Kvenna-
brekku og síðar á Sauðafelli. —
Þangað fluttist Guðmundur rneð
foreldrum sínum. Arið 1877 fór
Guðmundur til Reykjavíkur, til
trjesmíðanáms hjá Magnúsi Arna-
syni trjesmíðameistara. Að loknu
námi, er honum. hafði einkar vel
gengið, fann Guðmundur þó til
þess> hve handtök ein á verkstæði
voru ófullnægjandi, bókleg ment-
un þurfti að fylgja. Tók hann því
að útvega sjer bækur er að iðn
hans lutu, og ias af kappi miklu,
er hann hafði tómstund til, enda
kom þar að lokum að hann um
skeið var talinn fremsti í þessari
grein, svo að hann þótti skara
fram úr öllum löndum sínum í
öllu þvi er að húsbyggingum laut,
og sáust þess ljós merki á húsum
þeim er hann bygði. Kirkjur bygði
liann í Hvammi í Dölum, á Kálfa-
tjörn og Akranesi, og þóttu allar
liinar fegurstu, og bera frá því
sem áður var. Þá hygði Guðm.
Kleppsspítalann, og var umsjón-
armaður við byggingu Safnhúss-
ins, og ennfremur eftirlitsmaður
við hafnargerð Reykjavíknr.
Mikill og þarfur starfsmaður
var hánn í Iðnaðarmannafjelagi
Reykjavíkur, er gerði liann að
lieiðursfjelaga sínum. Hann var og
stofnandi fjelagsins Völundur. Þá
námu og margir trjesmíði hjá hon-
um, og urðn margir þeirra meist-
arar annara. Einn hans lærisveinn
hefir minst hans á þessa leið:
,Guðmundur Jakobsson er sá mað-
ur er jeg minnist ávalt með inni-
legu þakklæti og virðingu. Honum
var ant um það- að við nemendur
hans yrðum að manni. Kensla hans
fór fram með mannúð og lipurð,
þó með hiklausri stjórn, er ávalt
var gagnorð og skýr.Ekki duldist
okkur að við vorum hjá hesta
meistaranum, er skaraði fram úr
öðrum í þeirri iðn er hann kendi,
og fundum við það vel að við vor-
um lijá bráðgáfuðum, mentuðnm
manni á mörgum sviðum, og lilust-
uðum þar á marga viturlega eggj-
un til dugnaðar og manndóms. —
Oft hefi jeg síðan leitað ráða til
hans, -svo sem fjöldi annara hafa
gert, og hefi ávalt reynt hann
ráðhollan og hjálpsaman, og munu
þetta margir mæla/
Guðmundi var veitt hafnar-
stjórastaðan í fyrsta sinn er sú
staða vár veitt, síðar var liann
bókari á hafnarskrifstofunni, þar
til bann, sökum aldurs ijet af þeim
slarfa, árið 1931. Síðan hefir hann
gert við strengjahljóðfæri, og
kvað enginn vera sá hjer’ er standi
honum þár á sporði.
Guðmundnr var giftur Þuríði
Þórarinsdóttur, jarðyrkjmnanns á
Stórahrauiii, og Ingunnar Magnús
dóttur, alþingismanns í Syðra-
Langholti. Yoru þau í hjónabandi
í 49 ár. Þar átti Guðmundur sjer
við h’Iíð, ágætis konu mikla, skör-
ung í athöfnum og ráðum. Börn
áttu þau 8, tvær dætur. Anna og
íngibjörg dóu í æsku, liin eru:
Anna, gift F. M. Bendtsen, bóka-
verði í Arósnm, Magnea gift Páli
Sæmundssyni, fulltrúa í fjármála-
ráðuneyti Dana, Jakob verslunar-
niaður, Eggert pianoleikari, Þór-
ai'inn fiðluleikari og Guðmundur,
læknir á Reykhólum. Á. Þ.
Mannælur
Mag. Árni Friðriksson:
Mannætur. Helstu sníkju-
dýr mannsins. 156 bls. —
Utgef. Isafoldarprent-
smiðja. Rvík 1933.
Arni Friðriksson, magister er
ungur maður og ekki langt síð-
an hann kom heim til Tslands
að afloknu ix-ófi í dýrafræíi. Sjer-
grein hans er fiskifræði og hefir
hann, síðan liann kom, verið önn-
uin kafinn við síldárrannsóknir og
fleira er að fiskiveiðum vorum
lýtur, en þó ekki svo, að liann
hafi ekki gefið sjer tíma til ann-
ara fræði-iðkana í vísindagrein
sinni og er auðsjeð, að hann er
starfsmaður góðm- og.hefir áhuga
á því að miðla öðrum af' fróðleik
sinum. Hann gefur út ,’Náttúru-
fræðinginn“ og á siðastliðnu ári
gaf hann út bók, „Aldahvörf í
dýraríkinu“, mjög’ fróðlega og
skemtilega aflestrar og nú kemur
önnur, sú er að ofan greinir.
Hann lýsir þar helstu sníkju-
dýrum mannsins, bæði þeim, sem
utan á honum lifa og þeim, sem
hafast við inni í líkamanum. Oll-
um dýrunum er lýst mjög greini-
lega og fylgja margar ágætar
inyndir til skýrínga'r, svo alt
verður ljóst fyrir lesendunum. En
lýsing á byggingu dýra verðnr oft
þur ef ekki fylgir lýsing á hátta-
lagi þeirra og lífsferli (sem er
miklu fallegra orð en lífshlaup,
sem víða kemur fyrir í bókinni).
lúfsferill sníkjudýranna og mynd-
breytingar, eftir því livar þau haf-
ast við á hverju skeiði þróunar
sinnar, gera sögu þeirra tilbreyt-
ingaríka og vekur menn til um-
hugsunar um það hve dásamlega
mörgu, og flestu, er fyrir komið
í náttúrunni.
Lífsferli sníkjudýranna er mjög
vel lýst í bókinni og fjörlega svo
sjálfar dýralýsingarnar verða
frekast eins og til skýringar á
lífskjörum þeirra og þess vegna
festist alt miklu betur í minni en
ella.
Jeg gæti trúað, að mörgum
þætti fróðlegt að lesa um sníkju-
dýr þan, sem þeir hafa sjálfir
haft af persónuleg kynni og ekki
síður um hin’ sem þeir þekkja a,ð
Stór nrOlakkna
á dilkakjöti.
KLEIN.
Baldursgötu 14. Sími 3073.
D.s. island
fer laugardaginn 16 ]i. m.
kl. 8 síðd. til Kaupmanna-
hafnar. (Um Vestmannaeyj-
ar og Thorshavn).
Farþegar sæki farseðla í
dag.
Tilkynningar um vörur
komi sem fyrst.
Skipaafgreiðsla
Jes Zimsen.
Tryggvagötu. Sími 3025.
Til Borgarfjarðar
og Borgarness
alla mánudaga og fimtudaga.
Nýja Bifreiðastöðia.
Sími 1216 (tvær línur).
eins lítilsliáttar af afspurn, en fá
nú glögg. deili á, enda er fyrsta
skilyrðið til þess að geta varist
sníkjudýrúm að þekkja þau og
kröfur þær, sem þau gera til lífs-
ins.
Yms nýyrði eru í bókinni, og
virðast nijer þau flest góð, en
reynslan ein verður að skera úr
hvort þau festast í málinu, eða
önnur finnast betri. Smásullí þá,
seni myndast innan í sullaveikis-
sullinum kallar höf. „aukasulli“
eða „dætursulli“! þeir hafa nú
um mörg ár verið kallaðir „sull-
ungar“ af læknum.
Fróðlegt liefði verið að fá dálítið
meira, en í bókinni stendur, um
sullaveikissullinn, vegna þess hve
algengur liann hefir verið hjer
á landi, en ef til vill er erfitt
að finna takmörkin, hvað á að
taka með og hvað ekki. Eina villu
liefi jeg rekist, á- um sullaveikina,
á bls. 118, þar stendur: „f mann-
inum myndast t- d. sjaldan hver
sullurinn innan í öðrum, eins og
algengt er í dýrunum“. Þetta mun
vera þveröfugt, enda er það skilj-
anlegt, þegar að er gætt. Sull-
ungar myndast sjaldan fyr en
sullurinn er orðinn gamall, en
elstur verður hann að jafnaði í
mönnum. TTjer á landi liafa á
seinni árum varla fundist sull-
ungalausir sullir í mönnum.
Árni magister á skilið miklar
þakkir fyrir bókina og vart trúi
jeg öðru en að hún verði mikið
keypt — og mikið lesin.
Guðm. Thoroddsen.