Morgunblaðið - 30.09.1933, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.09.1933, Blaðsíða 2
ANDBANNINGUR Afnám bannlaganna Eftir Kristján Albertson. Reynslan. Þeir hinna upphaflegu bannmanna, sem ekki berja höfðinu við steininn, heldur horfast í augu við staðreyndim- ar og kæra sig um það eitt, að skilja rétt hvað gerst hefir og hvað gera þarf, viðurkenna, að eins og nú sé komið, sé það aðallega þrennt, sem hafst hafi upp úr bannlögunum: 1. Að þjóðin hafi vanist á að smygla áfengi og lært að brugga það, og er hið síðara miklu hættulegra og erfiðara að vdnna bug á. 2. Að þjóðin sé nú drykkfeldari en áður en bannlögin voru sett, meira drukkið og miklu almennar í Reykja- vík, meira drukkið og miklu tíðar í sveit- unum, þar sem drykkjuskapur var víð- ast hvar að hverfa úr sögunni fyrir bann, nema við örfá tækifæri á á|ri hverju, aðallega í kaupstaðarferðum og í réttum. 3. Að bindindisstarfsemin sé nú þróttvana og áhrifalaus, í samanburði við þann mikla kraft, sem í henni var fyrir bann. Engum getur dulist, að áfengis- málunum er margfalt ver komið nú en fyrir bann, að bannið er'nú nálega ger- samlega gagnslaust, en á hinsvegar beina sök á því hve illa er komið, og a<5 allt stefnir í þessu efni til vaxandi vandræða. Það ætti að vera hverjum skynbær- um manni auðskilið mál, að bannið er óframkvæmanlegt — hlýtur að vera l>að. Ástæðan til þess er ofur einföld, og hverjum manni kunn: íslenzka þjóðin er vínhneigð — og einstaklingur- inn fær ekki skilið, að þjóðfélaginu né öðrum einstökum mönnum varði neitt um það, hverjar tegundir víns hann árekkur. Eg á ekki við það, að þjóðin sé yfir- leitt ofurseld drykkjuskap og svalli. Því fer mjög fjarri. En það er ekki of- mælt að annarhver fullorðinn maður í landiínu neyti víns, vilji mega neyta þess, telji sig ekki of sælan af lífinu hér norður í fásinninu, þó að hafnn geti öðru hverju gert sér glaðan dag yfir glasi. Og hver sá einstaklingur, sem á annað borð bragðar vín, getur ekki sannfærst um það af neinni löggjöf, að honum beri að drekka portvín og sherry, en ekki koníak né whisky. Hann veit að liann brýtur lög lands síns, ef hann afl- ar sér eða þiggur hina sterkari drykki, -— en bað er nú einu sinni svo í reynd- inni, að lögin njóta virðingar borgar- anna eftir því hvort þeim finnast þau néttlát og viturleg eða ekki. Og sami maður, sem aldrei myndi stela, þó að I>að væri leyft í landslögum, hann drekkur whisky, hvenær sem honum sýnist, þó að það sé bannað í lögum. Eg Ref aldrei heyrt getið um svo „heiðar- legan“ mann í þessu landi, að hann hafi vílað fyrir sér að drekka whisky — af þeim ástæðum, að það væri ólöglega innflutt. Og eg hef þráfaldlega vitað ■ólögleg vín drukkin, þar sem bann- menn voru viðstaddir, en aldrei vitað líl þess að neinn þeirra léti í ljós að hon- um þætti slíkt hneykslanlegt. Og til þess liggur sú einfalda ástæða, að bann- menn skilja það auðvitað með sjálfum sér, hver og einn, að úr því að lög lands- ins leyfa vínnautn og ríkið selur vín, þá er fyllilegn eðlilegt að einstaklingarn- ir vilji fá að ráð t þvi s jálfir hvaða vín þeir drekka. Auðvitað átti að afnema bannið með öllu um leið og Spánarvínin voru leyfð. Það er ekki snefill af viti í því banni á sterkum drykkjum, sem við nú eigum við að búa. Spánarvínin eru ekki holl- ari en annað áfengi, nema síður sé. Fjöldi sligaðra drykkjurnanna og drykkjukvenna um heim allan drekk- ur aldrei annað en t. d. portvín og ann- að viðlíka áfengi. Og miljónir hófs- manna aldrei annað en whisky og aðra sterka drykki. Hver ávinningur er að afnámi bannsins? Ef bannið stendur til langframa, þá má telja alveg víst að heimabrugg — sem fyrir fáum árum var óþekkt hér á landi, sem fer hraðvaxandi, sem mun verða auðveldara með ári hverju, eft- ir því sem ódýrari og einfaldari tæki koma til sögunnar og þjóðin lærir bet- ur allt, sem að þessum iðnaði lýtur — það má telja alveg víst, að bruggið aukist og leggi undir sig hverja sveit- ina og hvert kauptúnið af öðru. Þessari fullyrðing er ekki slegið fram út í blá- inn — hún styðst við reynsluna, sem ,með ári hverju verður ljósari. Og það er einmitt þessi hætta, á sívaxandi heimabruggi, sem að dómi margra er höfuðástæðan til þess, að bannið ber að afnema, — áður en innlent kák við framleiðslu áfengis hefir náð þeirri út- breiðslu, sem mest má verða, og vanið þorra þjóðarinnar á að drekka þefvont og bragðvont rammáfengt sull, sem hverjum manni er skemd og spilling að láta inn fyrir varir sínar. Eg skal ekki fullyrða að bruggið muni hverfa úr sögunni við afnám bannsins, — en það myndi öllu öðru fremur, þefi og njósnum og uppljóstr- unum, hefta frekari útbreiðslu þess. Hitt má telja alveg víst, að smyglið leggist að mestu leyti niður, mjög fljót- lega eftir að bannið verður afnumið. Þúsundum manna, sem nú smygla inn sterkum drykkjum til eigin þarfa eða kaupa það af smyglurum, myndi aldrei til hugar koma að afla sér þeirra drykkja með ólöglegu móti, eftir að bannið væri afnumið. Og þessi fullyrð- ing er heldur ekki gripin úr lausu lofti. Allir vita, að mest kveður að smygli í hinum stærri höfnum, en einmitt þar eru áfengissölur ríkisins. Hvers vegna skyldu menn nú smygla inn sterkum drykkjum í þessum bæjum, eftir að hverjum er frjálst orðið að kaupa þá hjá ríkinu? I hagnaðarskyni, munu einhverjir svara, tollurinn yrði hár, á- lagningin mikil, smyglaða vínið ó- dýrara. En þá er mér spurn: Hvernig stendur á því, að smygl Spánarvína er nálega óþekkt hér á landi — þrátt fyr- ir gegndarlaust okur ríkisins á þessum vínum? Hvernig stendur á því að aldrei heyrist talað um, að leynivínsalar í bæj- unum hafi smyglað Spánarvín á boð- stólum — en margir þeirra selja löglega innflutt Spánarvín, eftir lokunartíma áfengisverzlananna? Það er af því, að bæði fyrir bann og eftir að Spánar-und- anþágan kom til sögunnar hefir allur þorri manna sýnt það, að hann hefir enga tilhneigingu til þess að komast hjá tollum og álagningu ríkisins, dett- ur ekki í hug að afla sér lögleyfðra vína nema á löglegan hátt, meðan budd an leyfir það. Hér verður engin hætta á smygli, svo neinu nemi, eftir afnám bannlaganna, nema því aðeins að þing- ið láti heimska sig til hóflausrar á- lagningar á sterka drykki, og geri sér þannig leik að því að freista til lög- brota. Eg hefi heyrt margan mann segja, að hann myndi hvenær sem færi gæf- ist smygla inn whiskyflösku, en telja sig mann að minni ef hann smyglaði portvíni til. þess að fá það ódýrara. Þessir menn viðurkenna rétt ríkisins til þess að hafa miklar tekjur af neyslu munaðarvöru, en þeir viðurkenna ekki rétt þess til að ákveða hver vín menn skuli drekka í landi sem ekki er bann- land. í ræðu þeirri gegn afnámi bannsins, sem Vilmundur Jónsson landlæknir flutti á síðasta þingi, og bannmenn haf a nú látið prenta og dreift út, leggur hann höfuðáherslu á það, að í Kanada hafi vínnautn farið vaxandi eftir að bannið var afnumið þar. Þessa stað- hæfing reisir hann á eftirfarandi skýrslu um áfengisnautn þar í landi á árunum eftir afnám bannsins „(Tölurnar sýna gallónafjölda af hverskonar áfengi: öli, vínum og brenndum drykkjum) : 1923 ........... 38283727 1924 ........... 44029694 1925 ........... 48629625 1926 ........... 52478025 1927 ........... 53067289 1928 ........... 61432900 1929 ........... 70449110 1930 ........... 72478421 Drykkjuskapurinn hefir þannig, í slað þess að minka, aukist á þessum átta árum um 89,3%“. Eg er ekki í neinum vafa um það, að landlæknir dregur ranga ályktun af skýrslu sinni, að hún sýnir allt annað en hann vill vera láta. Á öðrum stað í ræðu sinni segir hann um bannið í Kanada: „Að vísu var bannað að selja áfengi og drekka áfengi, en hins veg- ar hvorki bannað að brugga áfengi né flytja það inn eða út“. Meðan bannið stóð í Kanada hefir auðvitað allt flotið þar í heimabrugguðu og smygluðu á- fengi, enda var það ástæðan til afnáms- ins. Og skýrslan sýnir þá ekkert ann- að en það, að leynibrugg og smygl, sem engar skýrslur ná yfir, hefir minnkað með ári hverju eftir afnám bannsins, en í stað þess afla menn sér drykkjar- fanga á löglegan hátt, og ríkið fær þær tekjur af áfenginu, sem atvinnu-lög- brjótar áður höfðu. Afnám bannsins í Kanada virðist því, eftir skýrslu landlæknis, hafa borið til- ætlaðan árangur, og eins mun fara hér á landi. Hundruð þúsunda króna, sem nú renna árlega í vasa erlendra skipstjóra, sjómanna og bryta, og íslenzkra at- vinnu-smyglara, munu eftir afnám bannsins falla ríkissjóði. Og mig grun- ar, að landlæknir hafi eitthvert hug- boð um að svo muni fara, því í ræðu sinni segir hann m. a.: „Eg dreg það ekki í efa, að ríkissjóði sé þörf tekna og tel víst að þetta (þ. e. afnám banns- ins) gæti orðið stórkostleg tekjulind, enda er það hið eina, sem stenst af rök- semdaleiðslum hv. flm.“. Baráttan gegn áfengisbölinu'. Enn er ótalin sú ástæða gegn bann- inu, sem að margra dómi vegur þyngst: Það er staðreynd, sem ekki verður á móti.mælt, að bannið hefir gert Templ- araregluna óvinsæla og þar með lamað alla bindindisstarfsemi í landinu, svo að hún hefir aldrei borið sitt barr síð- an bannlögin voru sett. Hér á landi er mikil þörf á öflugum bindindis-félags- skap, sem njóti virðingar, háfi hreinan skjöld, sé á allan hátt sem hæfastur til þess að laða að sér þá mörgu menn, sem svo er farið, að þeim er hollast algert bindindi. En baráttan fyrir hófsemi og bindindi hefir í alþjóðarvitund orðið samsek baráttunni fyrir óhæfum, skað- legum og ranglátum lögum, sem enn er haldið fast við af blindum þráa, af ýmsum Templurum, þvert ofan í skyn- semd og reynslu. Hundruð manna eru á ári hverju handteknir og sektaðir um 200—500 krónur fyrir að vera með flösku af ,,landa“ eða öðrum sterkum drykkjum í vasanum. Yfirgnæfandi meiri luuti þessara manna eru félitlir alþýðu- menn, eða umkomulitlir aðkomumenn í bæjunum, sem á rölti sínu um göturn- ar vekja á sér athygli lög*reglunnar fyrir að vera ölvaðir, — og þeir vita að verið er að rýja þá inn að skinninu fyr- ir brot, sem hundruð betur stæðra sam- borgara, yfirvöld og löggjafar, eru að fremja samtímis, inni í stofum sínum, víðsvegar um land, óáreittir og í fullu öryggi. Þetta ér ekki til þess fallið, að afla vinsælda þeim félagsskap, sem komið hefir bannlögunum á. Þetta er ekki leið- in til þess að efla bindindissemi. Þessi lög koma ómannúðlega niður, og hverj- um góðum borgara er smán að því, að láta undir höfuð leggjast, að gera sitt til þess að þau verði afnumin. Landlæknir segir í ræðu sinni: Að vísu mátti alltaf búast við, að bann- leiðin yrði skrykkjótt leið. En það er þó sú leiðin, sem fara verður og lengst dregur. Á öðrum leiðum fer allt í kaf“. Reynslan hef ir fyrir löngu dæmt þessi ummæli og önnur slík dauð og ómerk. „Á öðrum leiðum“ fer ekki allt í kaf. Á árunum 1881—1885 fluttum við inn 164.300 lítra af vínanda og brennivíni, og 94.300 lítra af öðrum vínum að með- altali á ári. En á árunum 1906—1910 fluttum við inn 107.800 1. af vínanda og brennivíni, og 48.200 1. af öðrum vín- föngum að meðaltali á ári — og þó var þjóðin bæði mun fjölmennari og stói'- um efnaðri orðin á þeim árum, en á ár- unum 1880—1885, enda hafði innflutn- ingur farið vaxandi á öllum munaðar- vörum — nema sterkum og léttum vín- um. Á árunum 1881 til 1910 var aðflutn- ingur og sala víns frjáls, og hvort- tveggja -minkaði, bindindishreyfingin var öflug og virt, og þjóðin að verða ein hófsamasta þjóð um neyslu áfengis. En svo kom bannið----------. Andbanningafélagið „Vörn“, sem gefur þetta blað út, hefir hátt á annað þúsund félaga, af öllum flokkum, hér í Reykjavík. Stjórn félagsins gerir ekki^ ráð fyrir að gefa út fleiri tbl. af blaði þessu, með því að hún telur það nægi til þess að skýra til nokkurrar hlýtar málstað vorn, en hins vegar megi gera ráð fyrir að vér fáum rúm í öðrum blöð- um landsins til þess að rökræða hann frekar. Stjórn félagsins hefir áður sent f jölda áhrifamanna um land allt bréf, þar sem heitið er á liðsinni þeirra í barátt- unni gegn banninu, en þó miklu færri mönnum en hún hefði kosið að skrifa, ef tök hefðu verið á. Væntir hún þess að blað vort verði nægileg hvöt þeim þús- undum andbanninga um land allt, sem ekki var hægt að snúa sér til persónu- lega. Bannið í Noregi var afnumið með þjóðaratkvæði 1926, eftir sjö ára dýra reynzlu. 1919 höfðu 489 þús. greitt því atkvæði, en 304 þús. verið því and- vígir. 1926 greiddu 410 þús. atkvæði með banninu, en 525 þús. á móti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.