Morgunblaðið - 30.09.1933, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.09.1933, Blaðsíða 4
ANDBANNINGUR Spásögn Hannesar Hafsteins. (Úr ræðu hans á Alþingi 1909, þegar bannlögin voru samþykkt.) Gáfnaprófið. Eftír Guðmand Fínnbogason. Banjiið, sem greiða á atkvæði um fyrsta vetrardag næstkomandi er, svo sem* kunnugt er, ekkert algert áfengis- bann. Þær ástæður, sem færðar hafa ver- ið til réttlætingar algerðu áfengisbanni, eiga því ekki hér við, þó að eitthvert vit hefði í þeim verið — sem aldrei var. Bannið, sem nú á að greiða atkvæði um, er bann gegn innflutningi áfengs ö!s, og vína með meira en 21% styrkleika að rúmmáli- Af veikari vínum voru sam- kvæmt síðustu verzlunarskýrslum árið 1930 fluttir inn um 259.300 lítrar. — Reynslan sýnir, að hver sem viH, getur drukkið sig blindfullan í slíkum vínum, og að margir gera það. Aðalmunurinn á þessum vínum og hinum sterkari drykkj- um, sem bannaðir eru, er sá, að sterkari drykkirnir eru fljótvirkari: Það þarf ekki að drekka jafnmikið af þeim til þess að verða jafnfullur og af hinum. Þeir spara því bæði tíma og magarúm þeim, sem ætla hvort sem er að drekka sig fulla, og svo þykir morgum þeir betri á bragð- ið og verður ekki eins bimbult af þeim. öll hin ægilegu refsiákvæði laganna, sem banna þessa drykki, virðast því miða að því, að tefja fyrir þeim mönnum, sem vilja drekka sig fulla, þemba þá upp og hafa af þeim ánægjuna af bragðinu. Er þetta þess virði, sem lagt hefir verið í sölurnar fyrir það? Úr því á atkvæða- greiðslan um bannlögin að skera. Og auðveldara gáfnapróf á þjóðina er erfitt að hugsa sér. Sýnir ekki reynslan, að þeir, sem á annað borð vilja drekka sig fulla, þeir gera það, þrátt fyrir refsiákvæði bannlaganna, annað hvort á löglega inn- fluttu vínunum, eða ólöglega innfluttum sterkari drykkjum, eða í ólöglega brugg- uðu áfengi, stundum hinum versta ó- þterra, sem svívirðing er að leggja sér tll munns! Hófsamleg vínnautn fæst ekki með þessum bannlögum fremur en skír- lífi með Stóradómi. Eg hefi það traust á þjóð vorri, að hún geti bráðlega lært að hafa vín um hönd með skynsemd og velsæmi, þegar burt verður kippt hinu fávíslega bann- fargani, sem hún illu heilli hefir búið við síðustu áratugi og spanað hefir marga til drykkju og lögbrota. Vegurinn til þessa er ekki að halda fram þeirri of- stækisfirru, að það sé einhver glæpur að bragða vín, heldur hinn, að uppala þann hugsunarhátt hjá ungum og göml- um, að óhóf í vínnautn sem öðrum nautn- um sé ógeðslegt og ósamboðið siðuðum mönnum. Þeir, sem ekki geta neytt víns í hófi, eiga sjálfs sín og annara vegna að vera bindindismenn og að meira metn- ir fyrir. En slíkir menn eiga ekki að heimta, að allir aðrir, sem öðru vísi eru gerðir og ekki þurfa þess með, gangi í bindindi með þeim, fremur en þeir menn, er heilsu sinnar vegna verða að hafa ann- að mataræði en aðrir, heimta, að enginn leggi sér annað til munns en þeir. Vér vorum komnir vel á veg með skyn- samlega nautn áfengra drykkja áður en bannið kom til sögunnar. Árið 1905 ferð- aðist eg í fræðslueftirlitserindum um mestan hluta landsins og hitti að máli flesta presta og barnaskólakennara. Eg hélt þá meðal annars spurnum fyrir um drykkjuskap, sérstaklega í sveitunum. Hann virtist alls staðar nálega alveg horf- inn úr sögunni. Eg heyrði getið um ein- stöku gamla menn, sem skvettu í sig einu sinni eða tvisvar á ári, er þeir fóru í kaupstað. Annars ekki. Á þremur sveita- bcimilium fékk eg í staupinu. Og hvergi sá>bg fullan mann. Þá var það talið ó- sæmilegt að sjást ofdrukkinn. Það sem vér höfum getað, ættum vér að geta enn. Bannhugmyndin. Eftir Árna Páísson. (Úr fyrirlestri fluttum 1917.) Mótspyrna okkar andbanninga gegn bannlögunum er þá aðallega sprottin af því, að við höfum rót- gróna vantrú og megna óbeit á þeirri meginreglu, sem þau byggjast á. Við erum sannfærðir um, að ef sú megin- regla gerir vart við sig á fleiri svið- um, þá sé úti um allt einstaklings- frelsi hér á landi, og við getum eigi séð neina skynsamlega ástæðu til þess að henni verði eigi víðar beitt en í áfengismálinu. Þeir sem á annað borð eru bannlagahugmyndinni hlyntir, geta þó ekki neitað, að úr því að slíkt einstakt hjálpræði er að henni, þegar henni er beitt gegn vínnautninni, þá ætti þó að mega grípa til hennar oftar og víðar, t. d. gegn tóbaksnautn og misbrúkun prentfrelsis. — En þó full trygging væri fyrir því, að bannpóli- tíkinni væri haldið svo í skefjum, að hún færði kvíarnar aldrei lengra út, en hún þegar hefir gert, þá er hún samt háskalegt frelsi manna og frið- samlegri sambúð borgaranna í land- inu. Eg skal nú leitast við að gera grein fyrir, við hvað eg á með þeim orðum. Þegar Pelopsskagaófriðurinn hafði staðið í eitt ár, hélt Perikles, — hinn sjálfkjörni foringi Aþenumanna, — minningarræðu um þá menn, sem fall- ið höfðu í ófriðnum á þessu fyrsta ári. Þessi ræða hins mikla málsnillings og stjórnmálamanns varð þó aðallega eld- heit eggjunarræða til þeirra, sem eftir lifðu. Hann minnti þá á, hve mikið þeir ættu í húfi, hve glæsilegum þroska borgarafélag þeirra hefði náð, hve listir og vísindi væru á háu stigi, hve stjórnarlög þeirra væru frjálsleg o. s. frv. — Á einum stað í ræðunni standa þessi merkilegu orð: „Og eins og frelsið mótar borgaralegt líf vort að því er til stjórnarfarsins kemur, þannig mótar það einnig alla daglega breytni vora. Vér höfum eigi sívakandi tor- trygnisaugu hver á öðrum. Vér reið- umst engum manni, þótt hann í ýms- um athöfnum sínum fari að eigin geðþótta, og eigi gerum vér hverir öðrum þess konar smán, sem minnk- un er að í augum borgaranna, þótt eigi hafi hún fjárútlát í för með sér“. — Þegar eg las þessi orð í fyrsta sinn, hafði eg heyrt ýmislegt um dýro hinn- ar fornu Aþenuborgar. En þó held eg að eg hafi fyrst þá fengið nokkurn skilning á því, hvernig á því stóð, að Aþenuborg var vermireitur lista og vísinda, miðdepill hinnar sterkustu og glæsilegustu andlegu starfsemi, sem nokkurn tíma hefir þekkst á þessari jörð. Það hefir tæpast verið hið stjórnar- farslega frelsið, sem skapaði hina veg- legu sögu Aþenuborgar, heldur þetta frjálslyndi, sem Perikles talar um, það frjálslyndi sem er umburðarlyndi, af því að það er sprottið af djúpum skiln- ingi á mannlegu eðli. Það var virðing Aþenumanna fyrir einstaklingsfrelsinu, sem gerði borg þeirra að griðastað alls hins bezta og göfugasta, sem þá var til í hinum gríska heimi. Mikilsvirtu bannmenn! ,,Vér höfum ekki sívakandi tortrygnisaugu hverir á öðrum“. Eg er ákveðinn og eindreg- inn mótstöðumaður bannlaganna með- al annars vegna þess, að eg á ekki heitari ósk heldur en að Islendingar gætu einhvern tíma með góðri sam- visku tekið sér í munn orð Perikless. Hvenær sem sú stund kemur, þá verða Islendingar orðnir hámentuð Eg fæ ekki séð, að á hinni löngu, strjál- byggðu strandlengju vorri sé unt að hafa nokkurt markvert eftirlit með því, að ekkert áfengi flytjist inn í landið. Til þess þyrfti mörg hundruð sinnum meira lögreglueftirlit en vér nú getum áskipað og við þeim kostnaði mætti landssjóður ekki. Og hversu góð, sem lögreglan væri, þá mætti allt af búast við sífelldum brot- um á lögum eins og þeim, sem þetta frum- varp fer fram á. Það er að vísu ekki unt að skýrskota í þessu efni beint til reynslu annarra landa, því að lög eins og þetta, eru óþekkt alls staðar um víða ver- öld, þau eru eins dæmi, sérstök í sinni röð. En alls staðar í siðuðum löndum, þar sem reynt hefir verið að beita laga- þvingun í þá átt að hefta áfengisnautn, hefir það komið í ljós, að lögin ná ekki tilgangi sínum, að þeim er traðkað leynt og ljóst, yfirhylming, yfirdrepsskapur og alls konar undanbrögð þrífast, vitni muna ekki, lögreglumenn sjá ekki, dómarar skilja ekki og gróðavonir upp- Ijóstursmanna og mútuþega togast á. Að slíkri niðurstöðu komst nefnd sú, sem sett var í Bandaríkjunum fyrir nokkr- um árum til þess að rannsaka áhrif bann- laga eða takmörkunarlaga er þar höfðu verið sett í ýmsum ríkjum, og er hún eigi glæsileg. Það er naumast efi á því, að líkt mundi ekki síður verða uppi á teningnum hjá oss, ef vér færum að sam- þykkja slík lög sem þau, er hér eru á ferð- inni. — Þau mundu framkalla lagabrot á lagabrot ofan, og stjórnarvöldin vera alveg máttlaus til þess að halda lögunum í heiðri og fylgja þeim fram. En að hafa í landi lög, sem gefa tilefni til sífelldra, daglegra lagabrota, sem ekki er hægt að hafa hemil á, er og verður siðspillandi og eitur fyrir hugsunarhátt þjóðarinn- ar. — Það er þessara laga siðferðisleg fylgja og væri þá illa. þjóð. En bannlögin ykkar, þau ófrið- helga „privat“-líf manna, þau setja einn borgarann til höfuðs öðrum, þau segja þeim að „hafa sívakandi tor- trygnisaugu hver á öðrum“, og glæða þar með allan þann ofsóknaranda og kúgunarlöngun, sem nóg var til af áð- ur í smásálunum. Það einkennir allvel þann anda, sem borið hefir fram bann- lögin, að í hinu fyrsta fáránlega laga- frumvarpi, sem bannmenn lögðu fyrir Alþingi, var uppljóstrunarmanni ætl- að sektarfé hálft til móts við lands- sjóð. Með öðrum orðum: hér átti að ala upp heilan herskara af vellaunuð- um njósnarmönnum. Á dögum Peri- kless og þó einkum síðar, voru til í Aþenu menn, sem gerðu það að at- vinnu sinni, að Ijóstra upp yfirsjónum náungans. Þeir voru nefndir syko- fantar, en það orð er nú notað sem smánaryrði í flestum tungumálum Ev- rópuþjóðanna. ——«<»>—-— Saga bannhreyfingarinnar. Riber-Mohns, ritstjóri í Noregi, hef- ir lýst henni á þessa leið: „Saga bannhreyfingarinnar í öllum löndum er hvarvetna á sömu leið. Hún byrjar sem bindindismanna hugsjón og upprunalega er takmarkið að minnka drykkjuskap og rétta þeim hjálpar- hönd, sem drykkfelldir eru. Bindindis- félög eru stofnuð og útbreidd, en síðan fara þau að blanda pólitík inn í málið. Það er reynt að fá löggjafarvaldið til þess að takmarka sölu og veitingar á- Eg held, að það sé ekki hollt voru fá- menna þjóðfélagi, að láta hafa sig eins- og nokkurs konar tilraunadýr, ef svo mætti að orði kveða. öllum ætti að liggja heill íslands svo þungt á hjarta, að þeim ætti að rísa hugur við að tefla hagsmun- um þess og framtíð út í aðra eins óvissu^. fyrir tómt hugsjónafum, sem ekki er nema bóla, sem blæs upp og hjaðnar. Því það er víst og satt, að eins holl og góð og sú hreyfing er, að innræta mönnum sið- gæði, hófstilling og sparneytni, eins óholf og óeðlileg er hver ofstækis- og öfga- hreyfing. En slíkar hreyfingar koma allt af við og við, og ganga yfir löndin eins- og sóttnæmur sjúkdómur. Það er eins og þær læsi sig hug úr hug, sýki manir af manni, en svo smá-hjaðna þær afturr og eftir verður að eins endurminning sög- unnar um gauraganginn. Sem dæmi vil eg að eins nefna galdrabrennuhreyfing- una. Vér vitum hvernig hún á sínura tíma gagntók hugi manna og hjörtu, svo að engir þorðu é móti að mæla. Líki. var um ýmsar aðrar ofstækisöldur, sem yfir hafa gengið og aftur horfið, og svo verð- ur og um bindindisofstækið fyrr eða síð- ar. — Það er eitt óbrigðult einkenni á öllum ofstækishreyfingum að þeim fylgir svo mikil hjartveiki og hræðsla, að f jöldí manna, sem í hjarta sínu hefir óbeit á þeim, þorir ekki annað en fylgjast með' og tjá sig samþykka. Einhvers svipaðs kennir í aðflutningsbannshreyfingunni hér, að það mun vera talsverður fjöldí manna, sem fylgja aðflutningsbanni, af því að þeir þora ekki annað, halda aðs hitt verði lagt sér til lasta eða komi sér í koll á einhvern hátt, eða þá þeir verða. svo ofurliði bornir af ákefð og ofstæki hinna trúuðu, að þeir þóra ekki að trúa rödd sinnar eigin skynsemi og leiðast blint þó að þeir skilji ekki. fengra drykkja, láta atkvæðagreiðslu skera úr því í hverjum bæ eða héraðir hvortleyfa skulisölu ogveitingu áfeng- is. Takist þetta, er róið að því öllum ár- um að koma á héraðabanni (local op- tion). Eitthvert hérað byrjar og smám saman bætast fleiri við. Þá er tekið að> stefna að algerðu aðflutningsbanni og: auðvitað banni gegn tilbúningi áfengis í landinu sjálfu. Við hvert. skref á þess- ari leið hefir ætíð verið þröngvað kosti. mikils minnihluta, og fyrr eða síðar leið- ir það til þess að óánægjan brýtst út og menn reka bannið af höndum sér. Það' er ekki auðvelt að breyta gömlum vana. og lifnaðarháttum með einföldu laga- boði, ekki síst þegar svo stendur á, að- fjöldi manna er fráhverfur því og skoð- ar það ólög ein, og þar á ofan mikiIE gróðavegur að gera þeim til hæfis. Óð- ar en varir þýtur upp smyglun og heima bruggun, læknar, lyfsalar, iðnaðar- menn o. fl. fara ekki ætíð eftir bókstaf laganna, og allt þetta verður til þess, að nóg fæst af áfengi, aðallega eldsterk- um spíritus, stundum eitruðum. Þessa. sterku, og oft óhollu drykki, drekka menn síðan í heimahúsum, jafnvel kon- ur og unglingar. Brennivínið kemst aft- ur til vegs og valda og þykir hinn bezti drykkur. Allt er hey í harðindum. — Fyr eða síðar opnast svo augu manna fyrir hættu þeirri og spillingu, sem bannið hefir í för með sér. Og svo er það numið úr lögum og þjóðin ver á vegi stödd en hún var fyrir bannið, því þá var hún að hverfa frá áfenginu". ísafoldarprentsmiðja h.f.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.