Morgunblaðið - 03.10.1933, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 03.10.1933, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ 3 :a Otgef.: H.f. Arvakur, Reykjavlk. Sltatjörar: Jön KJartanaaon. Valtýr Stef&naaon. 3 tíltstjörn og afgrelCsla: Austurstrætl 8. — Slml 1600. ; Auiflýslngastjörl: B. Hafberg. ’ AuKlýsinsraskrifstofa: Austurstræti 17. — Slml 8700. i Heimaslmar: Jön KJartansson nr. 3742. Valtýr Stefánsson nr. 4220. Árni Óla nr. 3046. E. Hafberg nr. 3770. i Aakriftagjald: Innanlands kr. 2.00 á. m&nudl. Utanlands kr. 2.50 á m&nuCL. | I iausasölu 10 aura elntaklC. 20 aura meC Lesbök. Skærur í Cork. Cork, 2. október. United Press. FB. t „írski lýðvelclisherinn“ og þjóð- varnarliðsmenn lijeldn hvorir um •sig fjölmenna útifundi hjer í gær «n á næstu grösum, enda fór svo, að hópum af báðum fundunum lenti saman. Lögreglan rjeðist á áflogaseggina og kom í veg fyrir frekari óeirðir. Menn meiddust í tugatali. Bifreiðastjóraverkfall. Xew York, 2. okt. United Press. FB. 10.000 bifreiðastjórar hafa gert "verkfall og er hætt við matvæla- 'slvorti í borginni ef ekki næst samkomulag bráðlega. — Tilraun til sátta verður gerð í dag. Siglunesvitinn. Siglufirði, FB. 2. okt. Kveikt var á Siglunesvitanum í fyrsta sinni í gærkvöldi. Er vita- foyggingin nú nærri fulgerð. Stærð liússins er 10.6X10.5 metrar, ein- lyft með 9 metra háum vitaturni, ;alt bygt úr steinsteypu. Hefir mestalt efnið verið aðflutt úr Eyjafirði og Skagafirði, sumt vest- ;an af Aðalvík. Léndingarlaust má kallast á Siglunesinu Hefir það tafið verkið. Auk þess er bakk- inn hár og brattur. Var þar settur krani og efni dregið upp með handvindu. Að byggingunni hafa unnið 20 menn. Vitavarðarhús er verið að byggja 16.5X7-6 metra, tvílyft, en verður eklii fullgert í haust, en þó gert íbúðarfært á neðri hæð. Þangað er verði að leggja vatnsleiðslu 850 metra úr ■steinsteypuþró við Engidalsá. Ráð- •gert er, að allmikið land verði lagt til vitans til ræktunar og af- uota vitaverðinum. — Verið er .að bvggja dagmerki fyrir Hellu- boðann, 12 metra hátt. Verður byrjað næstu daga að setja niður hljóðvjelarnar. Þær eiga ávalt að vera í gangi þegar dimmviðri er. Vitaverðir verða tveir, því að gera má rað fyrir að hljóðvitinn þurfi ■oft að ganga sólarhringum saman. Mun Siglufjörður einhver best merkta höfn landsins, þegar vit- inn er fullger. Lindbergh í Oslo. A sunnudaginn flugu Lind- herghshjónin frá Ta.llinn, höfuð- horg' Eistlands, til Oslo. Láta þau ekkert uppi um það hvað þau ætla fyrir sjer. Meðan þau verða í Oslo, verða þau til heimilis hjá ameríska sendiherranum þar. Eyðing jökla. 15. f. m. fóru þeir bræðurnir Þórður Kristjánsson húsm. hjer og Olafur Kristjánsson húsm. á Pæti við Seyðisfjörð frá Hraundal í Nauteyrarhreppi til Ofeigsfjarðar í Strandasýslu, yfir Ófeigsfjarðar- heiði. Vegurinn liggur yfir suður- sporð Drangajölmls, eins og liann var áður. En nú er enginn snjór á leið þessari, nenla í laut einni vestan til á fjallgarðinum; var þar skaflbrot lítið ummáls, um 1% mtr. á hæð í þykkri röndina- Hjá skaflinum lágu leyfar af hross- skrokk og sást greinilegur hára- litur á sumuin tætlunum. Þegar þeir bræður komu til Ófeigsfjarð- ar höfðu þeir Orð á fundi sínum við Pjetur bónda þar. Sagði hann að vera myndu um 30 ár síðan liestur þessi hefði farist í jökul- sprungu, eftir lýsingu þeirra bræðra á lit hestsins að dæma. Sannaðist að þetta var rjett, því síðar komu þeir bræður í Reykjar- fjörð í Strandasýslu og kannaðist Ólafur Thorarensen bóndi þar strax við, að hafa mist hestinn í jökulsprungu fyrir rjettum 30 ár- um. Var Ólafur þá ásamt fleira fólki á leið frá Ármúla á Langa- dalsströnd til Reykjarfjarðar. — Sprakk þá jökullinn svo, að fólkið varð statt eins og á eyju og bjarg- aðist með naumindum yfir sprung- urnar, en 3 hestarnir fjellu í jök- ulsprungur. Varð 2 bjargað, en ómögulegt reyndist að bjarga þeim 3ja, þrátt fyrir ítarlegar tilraunir, því sprungan var þröng og svo djúp, að langt á 4. mannhæð var niður að hestinum, sem karlmenn- irnir, er í förinni voru, lífljetu með svæfingu. Þeir bræður sáu hvergi snjó á vesturhluta fjallgarðsins annan en skaflbrot þetta og var þó skygni gott. Jóni Eyþórssyni veðurfr. hefir verið send skýrsla um hrossfund- inn, sem er merkilegt sönnunar- gagn um það, hve jökullinn hefir bráðnað mikið á þessum slóðum síðustu áratugina. Eru altaf að koma ný fell og hæðir upp úr aðaljöklinum og undirjökullinn í Kaldalóni og Leirufirði hefir eyðst stórlega. (Frásögnin um atburð þennan ei tekin eftir Þórði Kristjánssyni). Úr „Vesturlandi' ‘. Þjóðverjar og afvopnunarráðstefnan. Genf, 30. sept. ■ United Press. FB. Þýsku ráðherrarnir Göbbels og von Neurath eru lagðir af stað heimleiðis. Þeir áttu hjer klukku stundar viðtal við breska ráð- herrann Simon. — von Neurath ljet svo mælt um við brottför sína, að hann byggist við að hverfa aftur til Genf um miðbik næstu viku, og yrði hann þá búinn að gefa ríkisstjórninni skýrslu um viðtalið. — Talið er, að á svari þýsku ríkisstjórnar- innar velti hvort árangur muni nást á afvopnunarráðstefnunni. Ráðleggingarstöð fyrir baimshaf- andi konur Bárugötu 2, er opin fyrsta þriðjudag í hverjum mán- uði frá 3—4. Frá I. R. íþróttaæfingar í vetur. í 1. flokki kvenna og karla mæta fyrst og fremst þeir sömu og í fyrra, ásamt nýjum fjelög- um, sem að dómi kennarans hafa þroska og getu til þess að fylgj- ast með. I 2. flokki kvenna og karla mæta yfirleitt allir nýbyrjend- ur, sem æfa ljettari fimleika á- samt þeim eldri og yngri, sem vilja kappkosta að undirbúa sig til þess að geta flust í 1. flokka fjelagsins. Frúarflokkur og Old Boys verða með líku sniði og í fyrra. Megináhersla lögð á, að æfing- arnar sjeu við allra hæfi, flokk- unum skift eftir getu og þoli. Jiu'-Jitsu. Síðastliðinn vetur var lítilsháttar byrjað að æfa þessa heimskunnu japönsku sjálfsvörn. Fjekk þessi íþrótt svo góðar und- irtektir, að stjórn fjelagsins álít- ur sjálfsagt að gefa sem flestum kost á að vera með, er hún því tekin upp sem sjerstök kenslu- grein. Stjórn í. R. Dagbok. I. 0. O. P. Rb. st. 1, Bþ. 821038 — 01 TE. □ Edda 59331037 — Fyrirl. (rm.). Veðrið í gær: Milli Islands og Bretlandseyja er háþrýstisvæði; en lægð milli Yestfjarða og Græn- lands á hreyfingu A-eftir. Veldur . hún S- lægri átt hjer á landi og rigningu í flestum hjeruðum lands ins. Á. S- og V-landi hefir rignt mikið í dag, og mest suðvestan- lands (38 mm- á Hæli í Hreppum og annarsstaðar á SV-landi 20— 30 mm). Næsta sólarhring verður vindur SV-lægur með skúraveðri á S- og V-landi. Hiti er víðast 8—12 stig. Veðurútlit í dag: SV- eða V- kaldi. Skúrir. Kaldara. Mentaskólinn var settur kl. 1 í gær. Rúmir 200 nemendur verða í sltólanum í vetur, þar af um 130 í lærdómsdeild. Hefst kensla í dag. Gagnfræðaskóli Reykvíkinga var settur í gær kl- 2. Nemendur verða um 150, og er skólinn full- skipaður. Kensla hefst á fimtudag. Kvennaskólinn var settur kl. 2 í gær; um 125 námsmeyjar stunda nám í skólanum í vetur. Vjelstjóraskólinn var settur í gær. kl. 10. Nemendur 44. Stýrimannaskólinn hefst í dag kl. 8. Um 20 nemendur verða í I skólanum í vetur. Geir kom frá Englandi í gær- morgun og fór á veiðar kl. 4 síðdegis í gær. Sænskunámskeið heldur fjelagið ,Svíþjóð‘ eins og að undanförnu í vetur. Dr. Björg C. Þorlákson dvelur nú í Danmörku sjer til heilsubótar. Nýlega er komin út bók eftir hana, er heitir .Daglegar máltíðir‘. Er bókin að mestu sniðin eftir erindum þeim, er hún flutti í útvarpið hjer í fyrravetur. Bók þessi á erindi til allrar al- þýðu manna, og er þáð hverri ís- lenskri húsmóður til mikils gagns að eiga bókina og lesa hana. ,Skaftfellingur‘ kom að austan í gær. Suðurland kom frá Borgarnesi í gær. Ungbarnavernd Líknar, Báru- götu 2 er opin hvern fimtudag og .föstudag frá 3—4. Trúlofun. S.l. laugardag opin- beruðu trúlofun sína Guðfinna Guðmundsdóttir verslunarmær og Árni Stefánsson bílaviðgerðarmað- ur. Skipafrjettir: Gullfoss var í Höfn í gær. Goðafoss fór frá Hull kl. 5 í gær. Brúarfoss var á Sauð- árkrók í gær. Dettifoss er í Rvík. Lagarfoss var á Mjóafirði í gær- morgun. Selfoss fór frá Rotterdam í gærkvöldi. Góð sauðfjárhirðing. Til marks um það . hve sauðfjárhirðing er góð hjá þeim Æðeyjarbræðrum, segir Vesturland frá því, að sl. vetur hafi þeir haft 160 ær á fóðr- um og hafi fjárhöldin orðið í vor: 2 ær þrílembdar, 96 tvílembdar og 59 einlembdar, en 3 geldar. Aðeins tvö lömb dóu um sauðburð. Hafa því lömbin sem lifðu verið 97 fleiri beldur en mæðurnar. Sjófræðisnámskeið hófst í ísa- firði 20. sept. Ljeði skólanefnd eina af kenslustofum Gagnfræða- skólans til kenslunnar, og sóttu eins margir um kenslu og húsrúm frekast leyfði. Kennari var Eirík- ur Einarsson skipstjóri. Heyskapur í sveitum Vestan- lands varð í sumar mikill og nýt- ing ágæt. Töðufengur varð víða um 20 hestar af dagsláttu í einum slætti, sums staðar meiri. Seinni sláttur varð nærri jafngóður á sumum bæjum. Víðast var slegið lítið á engjum. Ferðafjelagið h'jelt skemtifund á föstudagskvöldið í Oddfjelaga- höllinni. Voru þar um 200 menn, en margir urðu frá að hverfa vegna þrengsla. Steinþór Sigurðs- son rakti fyrst starf landmæl- ingamannanna hjer. Síðan sagði hann frá öræfamælingunum í sum- ar og sýndi margar myndir og kort til skýringa. Fyrirlesturinn var hinn fróðlegasti og vel flutt- ur, enda var ræðumanni þakkað með dynjandi lófataki. Þá sýndi Gunnlaugur læknir Einarsson stutta en prýðilega kvikmynd frá Möðrudal og Jökuldal. Þá sýndi Jón Eyþórsson myndir frá Jökul- húsinu á Snæfellsjökli, lýsti 'því og legu þess; einnig sýndi hann nokkrar myndir af jöklinum. — Forseti færði þakkir þeim, er gáfu Ferðafjelaginu Jökulhúsið, en það voru þeir Fontenay sendiherra, Kr. Ó. Skagfjörð heildsali og Sig- urliði Kristjánsson kaupmaðnr. — Tóku fundarmenn undir með löngu lófataki. Að seinustu voru frjálsar skemtanir til klukkan 1 eftir miðnætti og fór skemtunin öll hið besta fram. Útvarpiði í dag: 10.00 Veður- fregnir. 12.15 Hádegisútvarp. 1500 Veðurfregnir. 19.00 Gram- mófóntónleikar. 19.10 Veðurfregn- ir 19.20 Tilkynningar. Tónleikar. 19.35 Erindi: Leiðbeiningar um rafmagnstæki (Eiríkur Ormsson). 20.00 Klukkusláttur. Tónleikar: Cello sóló (Þórhallur Árnason). — 20.30 TTpplestur ..Hunde bades“, eftir Jónas Rafnar. (Frú Soffía Guðlaugsdóttir.) 21.00 Frjettir. 21.30 íslensk lög (nýju plöturnar) Danslög'. Guðspekifjelagið. I kvöld kl. 8% flytur frú Kristín Matthíasson erindi um Starfsstöðina í Huizen. Hallgrímur Benediktsson stór- kaupm. og frú hans voru meðal farþega á Drotningunni til út- landa á laugardaginn var. Árni Jónsson frá Múla er ný- korninn lieim frá Austfjörðum. — Var liann þar í erindum fyrir FisksÖlunefndina. Undirritaður er kaupandi að notuðum Þarf að vera með steypi- útbúnaði. P. Stefánsson. Esfa fer hjeðan vestur um land, fimtudaginn 5. þ. m. Vörum verður veitt mót- taka í dag og á morgun. Sanmastofn Opnum við í dag í Hellusundí 3 (uppi). Góð meðmæli frá Magasin du Nord. Björg & Ólína. Alt á sama stað. Bflageymsla. Munið eftir hinni ágætu,. upphituðu bílageymslu. Verið sannglarnt. Egill Vilhiálmsson, Laugaveg 118. — Sími 1717. Sænskinámskeið íslensksænska fjelagsins „Svíþjóð“, fyrir byrjendur og lengra komna byrjar 10. október og stendur til jóla. Tveir tímar á viku fyrir hvorn flokk og kostar 20 kr. — Kennarar verða frú E. Brekkan og . Guðl. Rosin- kranz. Tekið á móti umsóknum í síma 2503, kl. 6—7. Gardinustangur. ódýrastar í Húsgagnaverslún Hristjáns Sigyeirssonar, Laugaveg 13.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.