Morgunblaðið - 18.10.1933, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ
3
m
JfHorgmtMaMA
Útgel.: H.f. Arvakur. R«ykJ»Tlk.
Sltatjörar: J6n KJartanason.
Valtýr StefAnuon.
Rltstjörn oe aferelCala:
Austurstræti 8. — Slmi 1600.
Auglýslngastjörl: H. Hafberg.
AuKlýslneaskrlfstofa:
Austurstrætl 17. — Slml 6700.
Helmastmar:
Jön KJartansson nr. 8742.
Valtýr Stefánsson nr. 4220.
Árnl Óla nr. 8046.
E. Hafberg nr. 3770.
Askriftagjald:
Innanlands kr. 2.00 4 mlnitL
Utanlands kr. 2.60 4 as4nnCL
I lausasölu 10 aura elntaklS.
20 aura msO Lesbök.
Kosningarnar í Noregi.
Oslo, 17. okt.
United Press. PB.
Samkvæmt fyrstu fregnum um
úrslit kosninganna í Noregi eru
korfuii’ á, að verkalýðsflokknum
hafi aukist fylgi, en fylgi hinna
flokkanna hrakað. Allar líkur eru
tii. að fylgi Quisling-flokksins
verði mjög lítið.
Osló 17. okt. FB.
,,Dagblaclet“ skýrir frá því, að
kosningaúrslitin verði sennilega
þau, að Yerkalýðsflokkurinn fái
62 þingsæti, hægrimenn 36, en
Ibændaflokkurinn 22. Mowinekel
forsætisáðherra segir í viðtali við
„Dagbladet“, að þau kosningaúr-
slit, sem kunn sjeu, bendi t-il, að
Verkalýðsflokkurinn og bænda-
flokkurinn fái saman meiri hluta
• atkvæða á hinu nýja ' Stórþingi.
Þessir tveir flokkair geti því sam-
einaðir steypt ríkisstjórninni, ef
þeir kæri sig um. „Staða ríkis-
stjórnarinnar er hin sama og áð-
ur. Hún fer því aðeins frá, að
tillaga um vantraust nái fram
að ganga. En vjeir erum þeirrar
skoðunar að ríkisstjórnin standi á
traustum grundvelli sem borgara-
leg vinstrimannastjórn“.
Atkvæðatölurnar kl. 1 í nótt
■voiru sem hjer segir:
Hægri 229 þúsund.
Vinstri 200 þús.
Bændaflokkurinn 171 þús.
Jafnaðarmenn 472 þús.
Quisling-flokkurinn 25 þús.
Kommrinistar 21 þiísund.
Snúa Þjóðverjar til baka?
Genf 17. okt-
Fregniir frá Þýskalandi henna,
að nokkrar líkur sjeu til þess, að
þýska ríkisstjórnin liafi í hyggju
og biii sig undir að .>emja um
það, að taka að nýju þátt í störf-
run afvopnunarráðstefnunnar og
Þjóðabandalagisins.
Hinsvegar er ekki búist við, að
■samningaumleitanir um þetta efni
verði teknar upp fynri en 'kosn-
ingunum til ríkisþingsins og þjóð-
aratkvæði er lokið, en kosningarn-
•ar og þjóðaratkvæðið fer fram þ.
12. nóvember.
Fjárlög Frakka og sparnað-
arráðstafanir.
París 17. okt.
Frakkneska þingið kom saman
til funda í dag og lagði fjármála-
ráðherra fjiárlagafi’umvarpið fyrir
þingið. Samkvæmt því eru gerðar
ráðstafanir til þess að mæta tekju-
halla, sem nemur 6 miljörðum
franka, með því að nema úr gildi
nokkur skatta-undanþáguatkvæði,
með því að lækka laun starfs-
manna ríkisins og eftirlaun her-
manna. Kíkísstjórnin er fastákveð-
ín í að halda frankanum í núver-
amdi gengi.
Bölvun bannsins.
Verður meira drultkið ef bannið
á aðflutningi sterkra drykkja
verður afnumið? Þessi spurning er
efst í huga margra ma.nna, er
þeir ráða það við sig, livernig
þeir greiði atkvæði fyrsta vetr-
ardag.
Baráttan fyrir banninu er ekki
háð vegna hinna hófsömu og vín-
vöndu, lieldur vegna hinna, sem
eru ofurseldir ofdrvkkjunni, —
og dettur nokkurum manni í hug
að halda því fram í alvöru, að
þessir menn eigi ekki, eins og nú
er lástatt, greiðan aðgang að öllu
því áfengi sem þeir geta fyrir
komið í líkama sínum? — Treystir
nokkur maður sjer til þess að
benda á einn einasta ofdrykkju-
mann, sem bannið á sterku vín-
unum hafi bjargað og muni halda
áfram að vernda fyrir víninu ?
Nei, — en bannið hefir gert ann-
að, það hefir neytt margan of-
drykkjumann til þess að leggja;
sjer að jafnaði til munns hina
óhollustu og svívirðilegustu drykki
— heimabruggað sull, trjespíritus,
koges og dúndur,#) — en er nokk-
urum bindindisvini fróun- í þvi að
bannið níði þessa ógæfusömu menn
sem hroðalegast niður í svaðið?
Jeg myndi skilja bannmenn, ef
jeg fyndi að þeir tryðu því, að
liægt væri að sigrast á smygli og
bruggi, en þeir trúa því ekki-
Þeir vita að hjer sem í öðrum
löndum, er bann hafa reynt, er
gersamlega árangurslaust fyrir
ríkisvaldið að ætla sjer a.ð hefta
sigurför bruggsins. Fyrir hvern
bruggara, sem tekinn er, skýtur
upp tveim nýjum í staðinn, og
harðari löggæsla og þyngri refs-
ingar leiða ekki til annars en hat-
rammlegra návígis milli liigreglu
og lögbrjóta. Enn hafa engin dráp
orðið hjer á landi í þeim viðskift-
um, eins og í Bandaríkjunum, en
þó lýstu blöðin nýlega bardaga
við bruggara, sem fór fram með
þeim hætti, að vel hefðu getað
stórslys af hlotist.
Þjóðin gengur ekki nú til at-
kvæða um bannlög, sem haldi
verndarhendi yfir ofdrykkjumann-
inum, svo að hann í skjóli þeirra
geti komist hjá freistni og falli.
Hún genguf tíl atkvæða um lög,
sem eiga ríkan þátt í því að gera
drykkjuspillinguna í landinu sem
ógeðslegasta og sorglegasta. Kjós-
endur eiga ekki að svara þeirri
spurningu, hvort þeir sjeu með
eða móti áfengisböli, eins og bann-
menn leggja kapp á að telja þeim
trú Lim. Þeir eiga að hugleiða
reynsluna af banninu, hjer og
annars staðar, og svara þessari
spurningu með sjálfum sjer, áður
en þeir greiða atkvæði: Er lífið
skemtilegra og yndislegra og holl-
ara sál og líkama í löndum smygls
og bruggs og leynisölu, þefs og
njósna og uppljóstrana, ofsókna
og refsinga fyrir brot, sem annar
hver borgari fremur, líka löggjaf-
arnir, sem samþykt hafa refsi-
ákvæðin, líka yfirvöldin, sem eiga
að beita þeim. — er lífíð fegurra í
*) Þeir sem taka. með sjer koges
á ölknæpurnar hjer í bænum, og
hella honum rit í ölið, nefna þessa
blöndu dúndur, og mun nafnið
dregið af því, að drykknr þessi
veldur skruðningum í maganum.
Jíkum löndum, en í hinum, þar
sem alt áfengi er frjálst og vel
fengið?
Kristján Albertson.
Um
Jóhann Sigurjónsson.
í fyrra kom út lítið kver á
dönsku, sem sennilega hefir verið
lítill gaumur gefinn hjer á landi,
að minsta kosti hefi jeg hvergi
sjeð þess minst. Kverið heitir
,Mindernes Besög‘ og er höf. ekkja
Jóhanns skálds Sigurjónssonar,
frú Ingeborg. Er þetta einskonar
æfisaga hennar, framsett í stórum
dráttum og með hispursleysi, sem
maður á ekki altaf að venjast lijá
æfisafnariturum, en það, sem vek-
ur eftirtekt íslenskra lesenda, er
sá kafli bókarinnar, sem fjallar
um vsamlíf þeirra hjóna, Jóhanns
og hennar. Frúin, sem er prests-
dóttir frá Langalandi, var tvígift
og var fyrri maður hennar skip-
stjóri. Fór hún víða um lönd með
manni sínum og bar margt fyrir
auga. sem hún stiklar á í fyrri
hluta æfisögu sinnar. En er fund-
um hennar og Jóhanns ber sam-
an, rennur upp fyrir henni nýr
heimur — heimur ástarinnar, og
hjer.byrjar hin eiginlega æfisaga.
Kaflann þann kallar hún „Digter-
kone 1912—19“ og hún byrjur
hann svo: „Þegar jeg rni ætla
að fara að segja frá manninum,
sem jeg hefi elskað, minnist jeg
þess, að hann ætlaði eitt sinn að
skrifa leikrit, sem hann ætlaði
að kalla „Heimsókn minninganna“
,,Þá finn jeg lífið aftur nærri
mjer, þá get jeg elskað og hat-
að!“ Þessi orð leggur Jóhann
manninum í munn.“
í þessum inngangsorðum getur
frúin um skáldverk, sem Jóhann
hefir haft til meðferðar og ef til
vill að einhverju leyti skilið eftir
í handriti eins og vitað er um
tvö önnur leikritabrot, ,Skyggen‘
og „Else“, sem hann Ijet eftir
sig ófullgerð. Handrit þessi og
fleiri, sem eftir Jóhann liggja,
eiga hvergi annarstaðar heima,
en í handritasafni Landsbóka-
safnsins.
Á yfirlætislausan hátt er sagt
frá ýmsu því helsta, sem dreif á
daga þeirra hjóna. Gleði Jóhanns
yfir sigrunum, sem hann vann
með leikritunum Fjalla-Eyvindi
og Galdra-Lofti er vel lýst, og
vina hans og þeirra hjóna er
margra getið. Alstaðar er frásögn-
in látlaus og hispurslaus og kýmni
bregður víða fyrir, svo sem í lýs-
ingunni á stælu vinanna Sigurðar
Eggerz fyrv. ráðherra og Jóhanns
i heimboði hjó þeim hjónum, þar
sem Georg Brandes var viðstadd-
— Kverið á það skilið, að
vinir og kunningjar frú Ingeborg
kaupi það og lesi, svo margir eru
það, sjerstaklega meðal fátækra
listamanna, sem htin bæði fyr og
síðar hefir sýnt ýmist umhyggju
eða hjálpsemi. En minning Jó-
hanns Sigurjónssonar, frægasta ís-
lendingsins á þessari öld, á það
skilið, að vjer leggjum eitthvað
í sölurnar til að eignast handritin
af ritverkum hans og alt, sem
hann kann að hafa átt óútgefið
og ófullgert, er hann dó-
L. S,
íslendingur látinn
í Skotlandi.
„Aberdeen Evening Express“
segir frá því 21. sept, að daginn
áður hafi andast þar í borginni
Helgi Jónsson frá Eyrarbakka. Dó
hann eftir uppskurð, sem á honum
var gerður.
Helgi heitinn fluttist til Aber-
deen fyrir 25 árum, ráðinn sem
flatningsmaður hjá útgerðarfjelag
inu Williamson & Co. En skömmu
eftir að hann kom þangað komst
firmað að því að hann var þjóð-
hagasmiður og lagði gjörva hönd á
alt, Var hann því látinn fást við
smíðar i ipp frá því og á stríðsár-
unum vann liann á skipasmíðastöð.
Helgi var drengur hinn besti og
í miklu áliti hjá húsbændum sín-
um, samverkamönnum og öllum.
sem honum kyntust,
Fyrir mörgum árum felrk hann
enskan borgararjett. En hann helt
fullkominni trygð við Island þrátt
fyrir það og heimili hans í Aber-
deen stóð jafnan opið öllum þeim
Islendingum sem þangað komu.
Fór hann jafnaðarlega um borð í
öll skip frá Islandí og Færeyjum,
sem komu til Aberdeen, boðinii
og búinn til að veitá lít’érja þá að-
stoð er þau þörfnuðust.
Helgi var sonur Jóns Áirna-
sonar kaupmanns og útgerðar-
manns í Þorlákshöfn. — Hann var
kvæntur Guðrúnu Ólafsdóttur frá
Hlíðarendakoti og lifir hún mann
sinn ásamt tveimur dætrum þeirra.
Dagbók.
Veðrið í gær: Við SV-land er
alldjúp lægð, sem veldur A- og SA
átt og úrkomu um alt land. Er
vindur víða allhvass og smnstaðar
hvass. Hiti er orðinn 6—-8 stig á
S-landi, en njirðra er víðast 1—3
stiga hiti. Lægðin mun vera farin
að hægja á sjer, en kemst þó
líklega austur fyrir land á morg-
un og veldur þá NA- og N-átt
hjer á landi-
Veðurútlit í dag: Sennilega vax-
andi N-átt með kaldara veðri, en
úrkomulitlu.
Leikhúsið. Annað kvöld verður
frumsýningin á ,Galdra-Lofti‘ eft-
ir Jóhann Sigurjónsson. Nú er
það svo um frumsýningar, að þær
eru öllu hátíðlegri en aðrar sýn-
ingar og hjer er á ferðinni eitt
frægasta ritverk okkar nafnkunn-
asta skálds, svo að það færi vel
á því. Á frumsýningunni annað
kvæmisklæddir. Eriendis þykir
eklti nema sjálfsagt, að menn komi
prúðbúnir í leikhúsið, en hjer
hefir oft viljað verða misbrestur
á því- Á frumýsninguna annað
kvöld er boðið ríkisstjóm, borgar-
stjóra, forseta bæjarstjórnar o. fl.
Austurbæjarskólinn enn. — í
fundargerð skólanefndar iirá 14.
okt. segir svo: „Það er upplýst
fvrir nefndinni, að skólastjóri
Austurbæjarskólans hefir falið
öðrum kenslustörf við skólann
en þeim, sem skólanefndin hefir
viljað ráða að skólanum, en gengið
fram hjá þeim kennurum, sem
i’áðnir hafa verið til þess að taka
að sjer kenslu við skólann. Skóla-
nefndin mótmælir þessari riáðstöf-
nn, og beiðist úrskurðar ráðuneyt-
isins um það tafariaust hvort
þessi ráðstöfun skólast.jóra sje
samkvæmt gildandi lögum. Skóla-
nefndin lítur svo á, að henni beri
V
ekki að láta greiða laun fyrír
kenslustörf við skólana, sem unnni
eru án samþykkis hennar.“
Hilmir kom af veiðum í gær
með 1100 körfur af fiski, hjelt
áfram áleiðis til Englands.
Flutningaskipið Urd fór hjeSan
í gærltvöldi áleiðis til Portúgah,
með fiskfarm.
Leikfjelag Reykjavíkvu'. Fjelagr
ið biður þess getið, að verð að-
göngumiða á sýningunum í vetpr
verði svipað og í fyrra, þó verð-
ur nú tekið 25 aura aukagjald.
af símpöntuðum aðgöngumiðum.
Hefir það oft og rjettilega vakíð
óánægju hjá fólki, sem komið vár
á sölustaðinn í Iðnó til að kaupa
aðgöngumiða, að það gat varla.
fengið afgreiðslu fyrir ífeldum
símapöntunum og oft alls ekki
ákjósanleg sæti, af því að aðrix
voru búnir að panta þau í síma.
Nú fá þeir, sem vilja njóta þæg-
indanna af því að panta sæti fyrir
fram í síma, að borga nokkyu
meira fyrir sætin, en flestir gete,
víst sent eftir miðunum ofan í
Iðnó og með því sparað Leík-.
fjelaginu ómak og sjálfum sjer
nokkra aura.
Leiktjöldin í ,Galdra-Lofti‘, seha
Leikfjelagið ætlar að fara að sýúa
hefir Freymóður Jóhannsson líst-
málari málað. Tjöldin í þriðja
þátt, sem fer fram í hir.ni forpn.
dómkirkju á Hólum, hefir hafin
gert eftir forsögn dr. Guðbrands
J ónssonar.
Olíuskipið .Brit.ish Pluek‘, fer
hjeðan í dag til útlanda.
Skipafrjettir. Gullfoss kpm a.ð
vestan og norðan í gærkvöídi, •—
Goðafoss er í Reykjavík. — Brú-
arfoss er væntanlegur til Londtm.
í kvöld. — Dettifoss er a irað
til Hull frá VestmannaéýjUm. —
Lagarfoss var á Sauðárkróki í
gær. — Selfoss er á leið til Leifh
frá Kaupmannahöfn.
Nýja Bíó sýndi 1 fyrsta sinn í
gærkvöldi sænska tal- og hljótB-
kvikmynd, sem heitir Drengskap-
arheit. Myndin er gerð un^r
stjórn sænska kvkimyndasnillings-
ins Gnstav Molander. Efni mynd-
arinnar er sótt til þeirra daga, ér
hvítu og rauðu hersveitirnar bör%-
ust um völdin í Finnlandi ðg
sýniir örlög finskra bræðra, ér
börðust sitt fyrir hvoru málefn-
inu- Bræðuma leika Uno Hennjjig
og Björn Berglund. Einnig vefH5*r
mikla eftirtekt leikur hinnar fögrn.
Ingert Bjuggren. — Myndin er
,,dramatiskt“ meistairaverk og nýr
glæsilegnr sigur fyrir sænska
kvikmvndalistina. — Aukamynd,
fylgir myndinni sem kallast Gamla
borgin, og ei’u það ýmsar sýn-
ingar frá Stokkhólmi.
Leiðrjetting. Misprentást hefsr
í auglýsingu frá Bókavershm
Snæbjarnar Jónssonar, verð á bók-
inni .Brúðarkjóllinn', 8 og 18 kr,
á að vera 8 og 10 kr.
Lárus Ingólfsson, málari, sem
undanfarin ár hefir veiiúð starfe-
maður hjá Konunglega leikhúsinú
í Kaupmannahðfn og meðal annai
gert nppdrætti að búningum pg
tjöldum, sem var voru notuð vio
sýninguna á ,Galdra-Loftr í fyri a.
haust, er nýkominn til bæjarins
og tekur nú til starfa hjá Leib-
fjelaginu. Hefir hann málað húfc-
gögnin í ,Galdra-Loft‘ og haft ui»-
sjón með gerð búninganna, en
uppdrættina af þeim gerði Tryggví
Magnússon málari-
í sunnudagshríðinni kyngdi nið-
ur miklum snjó fyrir norðan. — I.
Þingeyjarsýslu fenti fje og margt.
er ófundið. Bíll, sem kom að noro
an í gær, segir mikla ófærð á
lÖxnadalsheiði og Holtavörðuheiðh,