Morgunblaðið - 26.10.1933, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.10.1933, Blaðsíða 3
MORGl’ NBLAÐIÐ J^TorgmtRaKð Útgeí.: BLf. Árvakur, RaykJarlM. Rltatjörar: Jön KJartansaon. Valtýr Stafknaaon. Flltstjöm og afgrrelOsla. Austurstrætl 8. — Stml 1600. ▲uffiyaiDg&atJórl: EL Hafberg. AuelÝalniraakrlfatofa: Austuratrætl 17. — Slml 1700. Belmasluar: Jön KJartansson nr. 8742. Valtýr Stefánsson nr. 4220. Árnl óla nr. 8045. E. Hafberg nr. 8770. Áakrtftagjald Innanlands kr. 2.00 á mánutll. Utanlanda kr. 2.50 A aaánnOL t lauaaaölu 10 aura alntakin. 20 aura maO Leabök. Einu sinni enn. Tíminn er nú nokkurum sinnum búinn að endurtaka þau ósann- índi, að það sje eitt og hið sama skuldir ríkis og ríkissjóðs, en þetta hefir jafnharðan verið rekið ofan í hann aftur. Samt þykir Tímanum viss- ara að halda þessum þvættingi á- fram, og í síðasta blaði segir hann að Mbl. hafi játað, að skuldir ríkis sjóðs við útlönd sjeu rjett tald- ar 23.6 mil. kr. í árslok 1927. — Síðan bætir hann við innlendum skuldum, án þess þó að greina hverjar þær sjeu, og staðhæfir svo, að heildarskuldir ríkissjóðs hafi í árslok 1927 numið alls 28 milj. kr. í stað 11.3 milj., eins og Sjálf- stæðisflokkurinn hefir haldið fram og landsreikningar sýna og sanna. Bágborið er ástand þess stjórn- málaflokks, sem ekki treystir sjer til að verja sínar syndir frammi fyrir alþjóð, á annan hátt en með blekkingum og lygum, .svo sem ritstjóri Tímans gerir- Ritstjóri Tímans þykist ekki vita það? að íslenka ríkið er talið fyrir miljónum skulda við útlönd, sem ríkissjóði er óviðkomandi og þess vegna snerta á engan hátt skattþegna landsins. Þannig er t. <d. um allar lántökur til Veðdeild- ar Landsbankans, til Ræktunar- sjóðs o. s. frv. Þessi lán hafa ekki verið tekin handa ríkissjóði og hann hefir enga byrði af þeim. Þeir einir, sem fasteignalán hafa tekið hjá þessum stofnunum, bera byrðar lánanna, greiða vexti og afborganir með árgjöldum sínum til stofnananna. Þetta eru m. ö. o. Lán til arðberandi fyrirtækja, sem sjálf standa undir skuldunum. Bf til vill er fjármálaþekking þeirra Tímamanna svo ábótavant, að þeir kunna ekki að gera grein- armun á lánum til arðberandi fyr- irtækja og eyðslulánum. Þar með er þá einnig fengin skýring á því, hveimig þeir fóru með Islands- banka um árið. Nokkur hluti enska lánsins frá 1921 fór til fslandsbanka og bankinn hafði allar byrðar síns hluta, meðan hann starfaði. Svo fundu fjármálavitr- ingar Tímans upp á því, með að- stoð sósíalista, að loka bankan- um. Til þess svo að endurreisa bankann aftur varð ríkissjóður að leggja fram 4y2 milj. kr. hlutafje, sem nú er tapað, að því er sjeð verður. Við þessa ráðsmensku urðu þau umskifti, að sá hluti enska lánsins frá 1921, sem íslands banki sá um að öllu leyti, komst nú á herðar ríkissjóðs og þar með á skattþegna landsins. Kemnr Lindbergh til Islandi at'lur ? Hann er kominn til Norður-Skotlands og menn ætla, að hann fljúgi þaðan hingað. Inverness, 25. okt. United Press. FB. Lindbergh og kona hans flugu liingað í dag frá Galway á írlandi. Þau lögðu af stað kl. 11.40 árd- og við, að þau fari frá Inverness á hádegi. Þau hafa eklii látið neitt ákveðið uppi um það hvert þau ætla, en menn ætla, að þau áformi að fljúga til íslands. lentu hjer kl. 3.15 síðd. Búist er (Invernesss er í Norður-Skotlandi) Alþjóðarannsóknir á lifnaðarháttum þorsksins. Árrii Friðriksson magister fer á fund samverkamanna sinna við þorskrann- sóknir. Vísindi, sem að gagni koma. í dag fer Árni Friðriksson mag- ister áleiðis til Kaupmannahafnar. Þar verður haldinn fundur fiski- fræðinga. Þar koma menn þeir á ráðstefnu frá Þýskalandi, Eng- landi, Frakklandi, Noiregi, Dan- m.örk og Íslandi, er lagt hafa stund lá að rannsaka þorskinn, þorskg’öngur, þorskveiðar og öll þau fjölmörgu atriði í lifnaðar- háttum þorskins, sem enn eru lítt kunn. 1 gær átti blaðið tal við Áma, og fekk hjá lionum eftirfairandi frásögn um þenna fyrirhugaða sjerfræðingafund og verkefni hans. Verkefni fundarins eru mikil og margvísleg. En af þeim er hægt að sjá, hve vandasöm og mikils- varðandi störf fiskifræðingarnir afa með höndum á þessu sviði. Eins og allir vita, mun vart nokkur grein náttúrufræðinnar geta gefið Íslendingum jafn mik- inn og fljóttekinn arð, eins og rannsóknir á þorskgöngum. Yrði það ekki með tölum talið, livílíkur árlegur ágóði af því ytði fyrir þjóðina, ef menn vissu betur en nú, hvernig þorskurinn hagar göng um sínum. Er því full ástæða fyrir almenn- ing að gefa öllum þeim fróðleik gaum, sem vísindin leiða í ljós um þetta efni. Friðun þorskmiða. Eitt liið fyrsta mál á dagskrá liins fyrirhugaða fundar fiski- fræðinga þessaira, er það, að leggja grundvöll að sameiginlegum fyrir- mælum um það, hvar þorsk skuli friða. Hingað til hefir hver þjóð otað sínum tota í því efni- En engir eru betur til þess færir en fiskifræðingarnir, að gangast fyr- ir alþjóðasamtökum í þeim efnum. Þeir geta best sagt til um það, hvar friðun gerir mest gagn, hvar hún er nauðsynleg, og hvar hún verður til sameiginlegra hagsbóta þorskveiðandi þjóðum. Þá ætlar fundurinn að ákveða reglur um, hvernig ákveða skal aldur þorska, svo sem greinilegust vitneskja fáist um það, hve þorsk- ur sá er gamall sem veiðist, eða hve mikið er í veiðinni af hverjum aldursflokki. Er það mikils vert, að aldurs- ákvarðanimar verði sem fljótleg- astar, en þó sem nákvæmastar. En einmitt um það efni hefir Árni Friðriksson vísindalegar nýjungar á döfinni. Kynþroski og ferðafýsn. Tilgátur hafa komist á loft um það, og jafnvel fengist fyrir því sannanir í einu tilfelli, að farfugl- ar taki sig upp í ferðalög sín, þeg- ar þeir eru kynþroska, að kyn- þroskinn hafi beint þau áhrif á þá, að vekja upp í þeim hina ómót- stæðilega sterku ferðafýsn. Nú geta menn hugsað sjer, að sje svo um fuglana, þá eigi hið sama sjer stað með fiskana, t. d. þorskinn. Hann taki sig upp frá uppvaxtarstöðvunum til hrygning- arsvæðanna, þegar sá tími er kom- inn að kynþroskinn beint kveilcir eðlishvöt hans til langferðalaga. En svo er eftir að vita margt viðvíkjandi þessu. T. d. hvort sami þorskurinn hrygni lá hvarju ári. Er sennilegt að svo sje. Svo og hve gamall hann er, þegar hann er kynþroska. En það vita menn að er mismunandi, m. a. eftir hitastigi sjávar- Þorskurinn í kalda sjónum við Austurland er t. d. vart kynþroska fyrri en hann er 8—9 ára. En þorskur, sem elst upp í hlýrri sjó við suðurströnd íslands er kynþroska þá hann er 5—6 ára. Óþektar uppeldisstöðvar. Eins og kunnugt er, eirtu ýmsir fiskifræðingar, og ekki síst Árni Friðriksson á þeirri skoðun, að einhversstaðar hjer í nánd við Is- land sjeu þorskmið og klakstöðv- ar sem enn eru ókunnar. Byggir hann þessa skoðun sína á því, að hvað eftir annað kemur það fyrir, að í þorskafla hjer við land kem- ur í Ijós mikil mergð af stálpuð- um fislti á vissu aldursári, án þess að á undanförnum- árum hafi orð- ið vart við sama „árgang“. Síðan kunnugt er, að þorskur gengur frá Girænlandi til íslands, geta mið þessi vitanlega verið niálægt Græn- landi. En eins og gefur að skilja, getur það haft geysimikla þýð- ingu, ef liaft yrði upp á miðum þessum. Enn vita menn ekki hvort þorsk- ur gengur milli Færeyja og fs- lands. En líltur telur Á. Fr. til, að svo sje. Á það bendir t. d. að íslenskur togari veiddi eitt sinn þorsk miðja vegu milli Færeyja og Islands. „Barnaheimili og „Elliheimili“ ■ En eitt svæði við strendur lands- ins er lítt rannsakað í þessu til- liti, segir Á- Fr. Er það Breiði- fjörður. Þar veiddu skútumar mikinn smáfisk, þairaþorsk, fyrr á tímum. Þar má vel vera að sje eitt aðal uppvaxtarsvæði þorsks- ins hjer við land, einskonar ,barna, lieimili fyrir þorskstofn landsins í sumum árum. En hitt er víst, að Austfjarða- sjórinn er aftur á móti einskonar „Elliheihiili", því þar eru þorskar jafnan veiddir, af eldri „árgöng- um“ en sjást í afla annars staðar á landinu. Og það sem kyndugra er: Gamli þorskurinn virðist hrygna þar austur frá. Virðist svo, sem hrygningar- göngnr þorsksins falli niður, þeg- ar hann hefir náð vissum aldri, og hrygni hann þá þar sem hann er ominn- Greinilegar aflaskýrslnr. Eitt af verkefnum fundarins er það, að gangast fyrir því, að afla- skýrslur fiskiveiðaþjóða verði greinilegri en eru nú, svo þær verði fullkomnari grundvöllur fyi*- ir vísindalegar rannsóknir. Um það sagði Á. Fr. m. a. Fyrir rannsóknirnar er það ekki full- nægjandi, að fá gert upp hve afla- magn sje mikið. Menn verða að geta gert sjer grein fyrir því, hve mikið fiskimagn er í sjónum á hverjum tíma. En aflamagnið fer ekki eingöngu eftir því heldur kemur þar til greina, live sjósókn er mikil. Til þess að geta gert sjer grein fyrir fiskmagninu á miðunum, þarf að fá vitneskju t. d. um hve margir þorskar veiðast á 1000 öngla að jafnaði. Eins eiga togar að gefa upp hve mikið þeir veiða í einum togtíma o. s. frv. Síðan er að gera sjer grein fyrir því, hve mikið gætir hvers „iárgangs“ í aflanum. Fjölmörg fleiri atriði mun þessi sjerfræðingafundur hafa með höndum er of langt yrði hjer upp að telja. Bretar vilja takmarka enn meira innflutning á dönsku fleski. Khöfn, 25. okt. United Press. PB. Breska ríkisstjórnin hefir fyrir nokkru farið fram á það, að Danir fjellist á það, að takmarkaður væri enn frekara innflutningur til Englands á dönsku fleski eða um 20%. Svar Dana við þessari miála- leitan hefir ekki verið birt, en þeir munu leggja milcla áherslu á, að koma í veg fyrir, að til þessara takmarkana komi, því að ef til þess kæmi, að þær næði fram að ganga, mundi svínarækt Dana bíða við það óbætanlegan hnekki. — Danska ríkisstjórnin hefir nú sent nefnd manna til London til þess að ræða þetta mál við bresku stjórnina. Gullverð í New York. New York, 25. okt. United Press. FB. Gullverðið var í morgun ákveð- ið $31.36 á únzu. Fcrmingargjöf. BrATSarkjöllinn, skáldsaga eftir Krist- mann Guðmundsson, 6b. 8.00, innb. 10.00. Áður er út komið eftir Krist- mann: Morgiinn llfsins, ób. 8.00, innb. 10.00. 1 by^g-ftuin, kvæði eftir Davíð Stefánsson v frá Fag-raskógi, ób. 8.00, innb. 10.00 og 12.00. Airna í G-rænuhlIð, skáldsaga fyrir ung- ar stúlkur eftir L. M. Montgomery, ób. 4.80, innb. 6.25. Þess bera menn sár, skáldsaga eftir Guðrúnu Dárusdóttur, kr. 2.80. Auk þess höfum við mikið og fallegt úrval af sálmabókum, sem ávalt eru vel þegnar fermingargjafir. í>á má ekki gleyma hinum ágæta Peli- kan-lindarpenna, sem er tilvalin ferm- ingargjöf. Bökkhdan Lækjargötu 2. simi 3736 Hörmulegt slys. Barn verður fyrir bif- reið og bíður bana. 1 gærdag um kl. 3% var bif- reiðin RÁ 30 bifreiðarstjóri Sig- urður Sveinbjömsson, að koma að austan og fór niður Njálsgötu. — Þegar hún átti skamt eftir niður að Frakkastíg, stóð önnur bifreið þar á suðurbrún götunnar. En gatan er þarna mjó og lægðir við hana beggja vegna, þar sem gang- stjettir eiga að vera. Tvær litlar stúllcur vora á göt- unni með sleða að leika sjer, því að þar var hálkuþlettur. Bifreið- arstjórinn á RÁ 30 gaf viðvörun- armerki, og færðu telpurnar sig út á vegarbrúnir, sitt á hvað. Bíl- stjórinn hægði ferðina mjög og rendi hægt fram á milli telpnanna. En þar á bálkublettinum, sem var í lialla á götunni, skrikaði bíllinn að aftan og slöngvaðist á telpuna sem þeim megin stóð, og varð það henni að hana. Telpan hjet Ásta og var 4 ára að aldri. Foreldrar hennar eru Lilja Guðnadóttir og Ástráður Jónsson á Njálsgötu 14. ntkuœðagreiðslan um bannið. í gær komu firegnir um at- kvæðagreiðsluna í Vestur-Húna- vatnssýslu og hafði hún farið þannig að 132 sögðu nei en 106 já. Er þetta önnur sýslan, þar sem bannmenn eru í örlitlum meiri hluta. Árið 1908 var Húnavatnssýsla óskift og er því ekki hægt að bera saman atkvæðatölurnar þá og nú. Járnbrautarslys. Þrjátíu menn bíða bana. Paris, 25. okt. United Press. PB. Stærsta járnbrautarslys, sem orð- ið hefir. í Frakklandi um langt skeið, varð í nánd við Evreaux í gær, þegar hraðlestin, esm fer á milli Parísar og Cheinbourg, hljóp af teinunum. Jámbrautarvagnam- ir hröpuðn niður í fljót. Þrjátíu menn biðu bana, en 32 meiddust, sumir mjög alvarlega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.