Morgunblaðið - 10.11.1933, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ
7
Egg.
Ný suðuegg á 18 aura.
Bökunaregg á 14 aura.
Ágœt epli á 75 aura V2 kg.
Bnnfremur alt til bökunar sjer-
lega ódýrt eins og vant er
Versl Bicrninn.
Bergstaðastíg 35. Sími 4091.
Lifstvkki,
frá 3.50,
og góð og ódýr
andklæði
Versl. Manchester.
Laugaveg 40. Sími 3894.
Til minnis:
Saftflaskan 1/1 95 aura.
Bóndósin 95 aura.
Kaffipokinn 95 aura.
Export frá 55 aurum.
Eldspítubúntið á 20 aura.
fslenskt smjör, sykur, kornvör-
nr og hreinlætisvörur mun ódýr-
ara en alment gerist.
Versiun
Sveins löhannssonar.
Bergstaðastræti 15, sími 2091,
Bankabygg.vmiðl,
Bankabygg
Bygggrjón
Bækigrjón
Vikt. Baunir
Hvítar Baunir
Linsur
Athugið.
Það færist meir og meir í vöxt,
«ð hinir svonefndu gleraugna „Ex-
pertar" framkvæmi mælingar og
rannsóknir á sjónstyrkleika og
sjóngöllum, sem orsakast af skökku
Ijósbroti í auganu.
Svo er það í Danmörku, þar
getur fólk fengið augun rannsök-
uð ókeypis.
Til þess að geta sparað við-
skiftavinum vorum mikil útgjöld,
framkvæmir gleraugna „Expert”
vor þessa ókeypis rannsókn, og
segir yður hvort þjer þurfið að
nota gleraugu og af hvaða styrk-
leika þau eiga að vera.
Viðtalstími kl. 10—12 og 3—7.
F. A. THIELE.
Austurstræti 20.
KlEINS
Kjötfars reynist best.
Baldurcgötu 14. Sími 3073
Sóknaneindarfandnrinii.
Ríkið reisi kirkjurnar.
Kirkjusöngur. Samvinna kenn
ara og presta o. fl.
Sóknarnefndarfundurinn, sá
8. í röðinni, hófst lijer í bæn-
um á þriðjudaginn var með
guðsþjónustu í dómkirkjunni,
þar sem sr. Brynjólfur Magnús-
son frá Grindavík prjedikaði.
Fundarhöldin sjálf fóru fram í
húsi K.F.U.M. og hófust kl. 4
síðd. á þriðjudag.
Formaður undirbúningsnefnd
arinnar, Sigurbj. Á. Gíslason,
setti fundinn. Fundarstjóri var
kosinn Ólafur Björnsson kaup-
maður á Akranesi, og til vara
S. Á. Gíslason; fundarskrifari
var kenslukona Halldóra Bjarna
dóttir í Háteig og til vara
Tómas Snorrason frá Grinda-
vík.
Fyrsta fundai*málið var
„Kirkjur og prestar". — Flutti
Gísli Sveinsson sýslum. sköru-
legt inngangserindi í því máli.
Mintist hann á m. a., að stein-
kirkjumar, sem nú væru alment
reistar, væru oft engan veginn
eins vönduð hús og skyldi. En
hins vegar væri svo komið hög-
um fólks í fámennum söfnuð-
um, að því væri ofvaxið að reisa
vandaðar kirkjur, ef ekki kæmu
til stórar gjafir eða annar
styrkur. Taldi ræðumaður eðli-
legast, úr því að þjóðkirkja
væri í landinu, að ríkið annað-
ist jafnt kostnað við kirkju-
byggingar og það annast laun
presta, — en tæki aftur alveg
við sjóðum kirkjunnar.
Umræður urðu miklar um
þetta erindi og var 5 manna
nefnd sett til að koma með til-
lögu í málinu daginn eftir.
Um kvöldið kl. 9 flutti Jón
Jónsson læknir fróðlegt innr
gangserindi um kirkjusöng og
rakti sögu hans sjerstaklega
hjerlendis. Á miðvikudagsmorg-
uninn flutti sr. Bjarni Jónsson
dómkirkjuprestur morgunbæn-
ir. Þá flutti sr. Sig. Z. Gíslason
langt og ítarlegt erindi um
skipulag kirkjunnar. Kom hann
víða við og vildi gera þar mikl-
ar breytingar. Urðu töluverðar
umræður um málið, en engin
ákvörðun tekin.
að íhuga og undirbúa þetta mál
frekar til næsta sumars.
Var tillaga þessi samþykkt í
e. hlj., og í nefndina kosnir:
Gísli Sveinsson sýslum., sr. Eir.
Brynjólfsson á Útskálum, Ól.
Björnsson, Akranesi, Ólafur
H. Jónsson, Hafnarfirði, og
Matth. Þórðarson þjóðmenja-
vörður.
Seinni hluta dags, kl. 3,30,
hóf Helgi Elíasson fræðslumála-
stjóri umræður um samvinnu
milli kennara og presta í upp-
eldismáhun. Urðu um það mál
miklar umræður og snerust að-
allega um kristindómsfræðslu.
Jón Norðmann Jónasson kennari
flutti eftirfarandi tillögu, sem
samþykt var með öllum greidd-
um atkvæðum:
„Fundurinn beinir þeirri á-
skorun til bamakennara, bæði
í Reykjavík og úti um land, að
þeir beiti sjer fyrir því, að börn
sæki kristilega sunnudagaskóla,
þar sem þeir starfa, og að þau
gangi í Kristilegt fjelag ungra
manna og Kristilegt fjelag
ungra kvenna, á þeim stöðum
sem slík fjelög éru til, þar eð
bömin eiga þar kost á ágætri
fræðslu um kristileg málefni".
I Um kvöldið kl. 8,30 flutti
biskup Jón Helgason útvarps-
erindi í dómkirkjunni um
kirkjulíf á Finnlandi.
Opið land.
Síðastliðinn sunnudag (29. okt.)
birtist í Morgunblaðinu grein með
þessari fyrirsögn eftir Guðmund
Kamban rithöfund. Hann heldur
því þar fram, að vjer eigum að
opna landið fyrir innflutningi út-
lendinga, óxl nokkmira athuga-
semda, og jafnvel leggja fram
nokkurt fje til þe^s að fá þá til
að flytja inn í landið.
Jeg verð nú fyrst að taka það
fram, að jeg veit ekki betur, en
að fsland sje opið fyrir öllum, sem
hingað vilja flytja. Það eru að
vísu til lög, sem hanna útlending-
um_ að koma hingað í atvinnuleit
Nefndin, sem sett var daginn
áður, flutti þá þessa tillögu:
„í tilefni af því, að Gísli
Sveinsson sýslumaður hefir í er-
indi því um ,Kirkjur og presta',
er hann flutti á fundinum, hald-
ið því fram, að hin rjetta leið í
kirkjubyggingarmálum þjóð-
kirkjunnar væri:
1) A^ð ríkið taki að sjer að
reisa á almanna kostnað öll
kirkjuhús í landinu, er til þess
kemur, en söfnuðir annist síðan
hið venjulega viðhald kirkn-
anna með lögskipuðum tekjum
þeirra; og
2) A(S jafnframt falli sjóðir
kirknanna til ríkisins, enda taki
ríkissjóður að sjer greiðslu
þeirra skulda, er söfnuðunum
hvíla vegna kirkjubygginga, —
samþykkir fundurinn að
kjósa 5 manna nefnd til þess
nema þeirra sje sjerstaklega þörf,
af því að tilsvarandi kunnáttu-
menn vanti hjerlenda, og Dönum
eru engin takmörk sett. En jeg
veit ekki til að þessum lögum sje
að neinu verulegu léyti framfylgt.
Þa<5 eru einnig til lög, sem fyr-
irskipa eftirlit með þeim útlend-
ingum, sem hingað koma, en mjer
er ókunnugt um, að það eftirlit
sje framkvæmt. Og hvar eru þá
hömlumar? Þa<5 eru að vísu til
nokkrir borgarar, sem vilja vera
löghlýðnir og sækja um leyfi, ef
þeir þurfa á útlendum manni að
halda, og er það leyfi þá venju-
lega veitt. En það eru ekki nærri
því allir sem hafa fyrir því, að
sækja um þetta leyfi, heldur fá
sinn útlenring óaðspurt, og við
við því er venjulega ekkert gert;
og ef einhver annmarki væri á
því, að ná honum þannig, þá er
hann látinn koma sjer til gamans
eða fróðleiks og síðan tekinn í ■
vinnu, þegar hann hefir dvalið
hjer eftirlitslaust stuttan tíma.
Jeg get nú verið Guðmundi I
Kamban sammála um það, að oss j
sje hagur að því að fá hingað
útlendinga, sem eitthvað gott geta
kent oss, á hvaða sviði sem það
er, og að vjer eigum að stuðla
að því, að þessir menn setjist
lijer að. Jeg get jafnvel verið
með því, að vjer eigum að vera
frjálslyndir um innflutning út-
lendinga, sem vilja vinna og gera
hjer gagn, jafnvel þótt það væri
í samkepni við jafnhæfa innlenda
starfsmenn, svo framarlega sem
fullnýtum innlendum starfsmönn-
um er ekki bolað frá vinnu þeirra
vegna. En það er bara ekki þetta
fólk sem kemur, þegar landið er
opnað fyrir útlendingum, heldur (
úrhrakið, ónytjungarnir, sem ekki
nenna að vinna og ekki fá að
vinna, sakir ódugnaðar eða ann-
ars verra, heima í sínu ættlandi.
Oss vanhagar ekki um þess háttar
fólk og þurfum ekki fleiri lcenn-
ara í listum þess, en vjer höfum.
Ef Guðm. Kamban getur útvegað
oss duglega útlendinga, er vilja
yrkja og pæla jörðina og gerast
íslenskir borgarar, þá skal jeg
sjá um að koma nokkrum þeirra
fyrir. En jeg hefi ekki trú á að
hann geti það.
Það er misskilningur, að vort
mesta mein sje fámennið. Þroski
þjóðanna og gildi fer ekki altaf
eftir fjölmenni, heldur menningu
og manngildi einstaklinganna. —
Rússa vantar ekki fjölmennið, en
hvaða Evrópuþjóð stendur lægra
á öllum sviðum? Standa fjöl-
mennustu þjóðir heimsins, Kín-
verjar og Tndverjar nokkuð fram-
ar öðrum þjóðum i menningu eða
framkvæmdum? Jeg hefi ekki sjeð
því haldið fram, að minsta kosti
ekki af Evrópumönmim. Sann-
leikurinn er sá, að það er fjöl-
mennið, sem þjáir þessar þjóðir.
Jafnvel Evrópnþjóðimar, Italir,
Þjóðverjar, Englendingar o. fl.,
eru orðnar svo fjölmennar, að þær
eru í vandræðum með atvinnu
handa verulegum hlnta þjóðarinn-
ar, og hanga í hárinu hver á
annari vit af hvaða möguleika, sem
um getur verið að ræða fyrir heim-
ili eða atvinnu handa þessu ofauka
fólki. Að vísu leggja sumir stjórn
málamenn áherslu á fólksfjölgun
þjóðar sinnar, en það er oftast
með tilliti til herafla, og þeir
hinir sömu eru sjaldnast færir um
að sjá þjóð sinni borgið fjár-
hagslega eða atvinnulega.
Þar sem offjölgun er og atvinnu
leysi, sitja þeir bestu og dugleg-
ustu venjulega fyrir vinnunni,
hverjir á sínu sviði. Það sem
hingað mundi sækja, er því það
fólk fyrst og fremst, sem aðrar
þjóðir vilja ekki hafa. En hverj-
um augum, sem vjer fslendmgar
(lítum á ástæður og aðferðir ann-
ara þjóða, þá ættum vjer að geta
verið sammála um það, að það
fólk, sem þær vísa frá sjer eða
vilja ekki hafa, geti ekki verið
eftirsóknarvert fyrir oss, og að
full ástæða sje til þess, að vera á
verði gagnvart innflutningi þess
hingað.
Það sem oss vantar í atvinnu-
málum íslendinga, er ötulan vinnu
kraft í sveitirnar, örfáa sjerfræð-
Hið viðurkenda
Barnalý§i
frá
Laugavegs Hpsteki
inniheldur í einu grammi:
2000 A bætiefnaeiningar
1000 D bætiefnaeiningar.
Nú er tíminn til þess að gefa
börnum þetta viðurkenda þorska-
lýsi.
Nýkomíð:
inga í tækni og vísindum, og
fjármagn til þess að geta komið
á fót nýjum atvinnufyrirtækjum.
Það er að vísu rjett, að líklegt
er, að því fleiri sem vjer erum,
því meiri mannvirkjum getum
vjer komið á fót, og því fleiri
kaupendum hefðum vjer að ritum
skálda vorra og rithöfunda, en þó
er það ekki alveg víst, og heldur
ekki hitt, að menning og efna-
hagur þjóðarinnar væri að nokkru
betri þar fyrir. Það er ekki fjöld-
inn, stærðin eða magnið, sem mest
er um vert, heldur gæðin.
Annars virðist mjer að ekki sje
hægt að segja, að vjer höfum
farið illa með þá vitlendinga, sem
hafa sest hjer að. Vjer höfum
tekið þeim sem íslands eigin böm-
um og stundum betur, enda hafa
margir þeirra reynst hjer ágæt-
lega og orðið góðir íslendingar.
Og hvað snertir stjettárhræður
Kambans sjálfs, listamennma, þá
hefir þeim jafnan verið tekið
tveim höndum, ef þeir hafa ekki
verið verstu fúskarar þótt ís-
lensku listamennirnir sjálfir hafi
annað hvort orðið að flýja land
eða lifa við sultarkjör hjer heima.
Reykjavík 4. nóv.
H. H. Eiríksson.