Morgunblaðið - 14.11.1933, Síða 2

Morgunblaðið - 14.11.1933, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Maður vcrður úfi. Þóroddur Jónsson heildsali og Sigurjón Guðmundsson skrifstofumaður, viltust á rjúpnaveiðum á sunnudaginn. Þeir komust niður undir Vogsósa, um kvöldið en þar var Sigurjón uppgefinn af kulda og þreytu og Ijest þar. Á sunnudaginn fóru þeir Þór- oddur Jónsson heildsali og Sig- urjón Guðmundsson skrifstofu- maður hjá honum á rjúpnaveið- ar. Höfðu þeir gist á Kolviðar- hóli um nóttina og voru tveir menn aðrir með þeim. Á sunnu- dagsmorgun óku þeir niður að Sandskeiði, skildu bílinn þar eftir og skiftu sjer, en um var talað, að allir hittust hjá bíln- um að ákveðinni stundu. Þeir Þóroddur og Sigurjón gengu suður að Bláfelli. En skömmu síðar brast á hríð. Og er þeir komu ekki aftur, urðu menn hræddir um, að þeir hefði vilst. Var nú farið að leita þeirra og tóku margir þátt í leitinni, en hún bar engan árangur. I gærmorgun fóru svo aftur margir menn að leita, meðal ann árs nokkrir varalögreglumenn hjeðan. En kl. rúmlega 10 kom íregn um það frá Selvogi, að Þóroddur væri kominn þangað, en Sigurjón hefði uppgefist og andast skamt frá Vogsósum. Morgunblaðið átti tal við Sel- vog í gærkvöldi til þess að fá nánari frjettir. Þeir fjelagar höfðu þegar vilst •er hríðin skall á, og hafa svo haldið suðvestur fjöllin. Hlupu þeir eitthvað fyrst og þreyttu sig á því. Um kl. 4 á sunnudag lomu þeir fram á heiðarbrún. Það mun hafa verið sem næst því beint upp af Hlíð í Selvogi. Sáu þeir þá út á Hlíðarvatn, en svo voru þeir viltir, að þeir heldu að það væri Hafnarfjörður. Var þá farið að draga mjög af Sigur- jóni vegna þreytu og hungurs, því að þeir höfðu ekkert nesti með sjer. Hvíldust þeir eitt- hvað þar á heiðarbrúninni og mun þá haía sett að þeim, því að illa voru þeir útbúnir. Fóru þeir nú að halda niður heiðina, en það gekk seint, og hvergi sáu þeir til bæja. Dró meira og meira af Sigurjóni, og er þeir voru komnir niður undir Vogs- ósa, gafst hann alveg upp og þar andaðist hann rjett á eftir. Það var um kl. 10 um kvöldið. Þóroddur sat yfir líkinu alla nóttina, en þegar birti, drógst hann heim til bæja í Selvogi. Kom hann að bæ, sem heitir Klöpp. Var honum þar vel tek- ið, byrgður niður í rúm og gefið heitt að drekka. Hrestist hann furðanlega fljótt. Lík Sigurjóns var flutt í Strandarkirkju, og geymt þar, og verður sent hingað í dag. Þóroddur lagði á stað frá Sel- vogi í gær um miðjan dag á- leiðis hingað. Var hann reiddur á hestum eitthvað áleiðis eða þangað, sem bílar komast lengst. Sigurjón var mjög vel látinn af þeim, sem kyntust honum. Hann kvæntist fyrir tveimur ár um eftirlifandi ekkju sinni, El- ínu Þorláksdóttur frá Hrauni í Ölfusi, og var heimili þeirra á Spítalastíg 6. Þýsku kosningarnar. Berlín 13. nóv. United Press. FB. Þjóðverjar hafa með yfirgnæf- andi meirihluta fallist á afstöðu þýsku ríkisstjómarinnar til þjóða. bandalagsihs og afvopnunarráð- stefnunnar. Segir Hitler sjálfur og helstu menn hans, að úrslit kosn- ínganna sjeu hetri en hann hafi gert sjer vonir um. Samkvæmt opinberum skýrslum greiddu 42,975,009 atkvæði í ríkisþings- kosningunum, þar af 39,626,647 með þjóðernisjafnaðarmönnum 92,9%, ógild atkvæði 3,348,- ÍÍ62. I þjóðaratkvæðinu greiddu 43,439.046 atkvæði, þar af sögðu 40,588.804, eða 93,4% já, en 2,200,- 181 nei, en ógild atkvæði 750,- 061. Þingmenn hins nýja ríkisþings verða 660 tatsins. Kosningarnar voru óeirðaminni en nokkrar kosn- iugar aðrar um langt skeið. Hitler hefir í ávarpi til ,,þýskra borgara“ látið svo um mælt, að þeir hafi látið vil.ja sinn ótvírætt í ljós og muni ])að verða s.jer mikill 'styrkui-. Þýska þjóðin verði að kappkosta að sækja fram og gegna skyldum sínum út á við og inn á við með óbifandi hugrekki. I ávarpi til flokksins ræðir Hitler um kosningarnar sem „einstæðan sigur“. Berlín, 13. nóv, FÚ. Þátttaka í þýsku ltosningunum í gær var meiri en nokkru sinni fyr og greiddu um 43 miljónir atkvæði í Ríkisþingskosningunum, og 43y2 miljón þjóðaratkvæði um úrsögn Þjóðverja úr Þjóðabandalaginu og afvopnunarráðstefnunni, Af atkvæðum þessum fjellu 91.1% á lista Natiónalsósíalista í Ríkisþingskosningunum, en aðrir seðlar voru auðir eða ógildir. Þjóð- aratkvæðið fór þannig, að 93.5% sögðu já við Utanríkisstefnu stjórn aj-innar. Úrslitin vek.ja mikinn fögntið í Þýskalandi. Verður flaggað á öll- um opinberum byggingum i dag, en klukkum hringt frá. kl. 18.00 til 18.15 í þakkarskyni. Hitler fór á fund Hindenburgs í morgun, og tilkynti hönum loka- úrslit kosninganna. Þakkaði Hind- enburg kanslarannm fyrir hve vel honum hefði tekist á stuttum tíma að skapa pólitíska einingu í Þýska, f Páll J. Ólafson tannlæknir, ljest að heimili sínu h.jer í bæn- um á sunnudagsmorgun, eftir þunga legu. landi, og kvaðst vona að starf hans yrði ekki síðra framvegis. Þegar úrslit kosninganna voru tilkynt í nótt, hjelt Göbbels ræðu í útvarpið, þar sem hann þakkaði þýsku þjóðinni fyrir það, hve vel hvin hefði brugðist við að sýna viðurkenningu sína á Hitler-st.jórn inni. Erlendum blöðum er tíðrætt um úrslit kosninganna, og telja flest blöðin að úrslitih kunni að hafa mikla þýðingu fyrir framtíðarpóli tík í Evrópu. Enska jafnaðar- mannablaðið, Daily Herald, segir meðal annars, að nú geti Hitler hætt að fiska eftir atkvæðum, og komið fram sem heimsstjórnmála- maður. Austurrísku blöðin eru þó nokkuð vafagjörn út af kosning- unum, og segja að þær hafi ekki farið löglega fram, heldur hafi verið beitt misr.jetti og nauðung. Segja þau, að ef frjálsar kosning- ar hefðu farið fram, hefði Hitler ekki fengið 50% af atkvæðunum. Kynningarkvöld Heimdallar á sunnudaginn var. Mikil þátttaka, margar ræð- Ur, ánægju'legt kvöld. Á sunnudagskvöldið var efndi fjelag ungra Sjálfstæðismanna, hjer í bænum, Heimdallur, til fundar í samkomusölum Odd- fellowa. Þó hvert sæti væri þar skipað, varð fjöldi manna frá að hverfa sakir þess, að salar- kynni urðu of lítil fyrir þá er þarna vildu vera. Setið var að kaffidrykkju meðan ræðuhöld stóðu yfir. Jóhann Möller, form. Heim- dallar stjórnaði samsætinu og ræðuhöldum. Hann bauð menn velkomna, er gestir voru sestir. Næstur tók til máls Ólafur Thors alþm. Talaði hann fyrir hönd form. Sjálfstæðisflokksins, Jóns Þorlákssonar, er gat ekki mætt þarna. Lýsti Ólafur stjórn málaviðhorfinu, eins og það er nú, og talaði nokkur hvatning- arorð til ungra Sjálfstæðis- manna. Þá tók Gísli Sveinsson alþm. til máls. Talaði hann m. a. um hinn gagnrýnandi anda í Sjálf- stæðisflokknum, er runninn væri frá ungum Sjálfstæðismönnum. Yrðu þeir eldri menn flokksins að skilja æskuna rjett. Þá talaði Jón Pálmason alþm. frá Akri um stjórnmálaáhrif Heimdallar úti um sveitir landsins. Næstur talaði Kári Sigurjóns- son alþm. Lýsti hann í ræðu sinni þeim þröngsýnisanda, sem hvíldi yfir sýslungum sínum mörgum, og hvílík viðbrigði það væri fyrir hann að koma þang- að, sem meiri víðsýni og frjáls- lyndi ríkti. Pjetur Halldórsson alþm. tal- aði fyrir minni Reykjavíkur, og Símí: í—2—3—4. Heildsðlublrgðir: Maggi’s Teningar, Kfötveig, Snpur. Maggí’s vörur eru víður kendar um allan heím. Bjarni Biörnsson. Ivðld- siemtun í Iðni í kvold kl. 9. ifll styrktar Hvennadeild Siysawarnafielaasins. Panta skíði, skíðastafi og ólar. Mj«% ódýrt. Bjarní Ágútsson, skíðakennari. Sími 1380. Atvlnua. Ungur duglegur maður, sem vanur er vjelritun, skriftum og pfgreiðslu, óskar eftir slíkri vinnu hálfan daginn eða nokkra tíma á dag. Þeir, sem vilja sinna þe.ssu geri svo vel að senda tilboð til A. S. í. fyrir 17. þ. m. merkt: „Hálfan daginn.“ E g g AðgönRumiðar seldir í Iðnó í dag frá kl. 1 og kosta kr. 1.50 og kr. 2.00. Sími 3191. til böknnar á 15 aura til suðn á 18 aura. Sykur — Hvéiti og alt anuað til bökunar með lægsta verði. Lúðuriklingur. Hlðrtur Hjartarson, Bræðraborgarstíg 1. Sími 4256. lýsti þeim framförum, sem hjer hafa orðið á síðustu árum. Magnús Jónsson alþm. mælti fyrir minni Thor Thors fyrsta þingmannsins úr fjelagsskap ungra Sjálfstæðismanna. Thor Thors alþm. mælti fyrir minni bænda, og þá einkum þeirra, sem eru fulltrúar Sjálf- stæðisflokksins á Alþingi. Guðm. Benediktsson bæjar- gjaldkeri mælti fyrir minni Sjálf stæðisílokksins. Þorvaldur Stephensen verslm. talaði um stjórnmálaflokka með ýmsum hnyttilegum samlíking- um. Bjarni Benediktsson tálaði um stjórnmálaforingja alment og hvert tillit þeir skyldu taka til æskunnar í Iandinu. Að lokum mælti Jóhann Möll- er fyrir minni Jóns Þorláksson- ar. — Þá var ræðuhöldum slit- ið, enda liðið á kvöldið. Síðan hófst dans, er hjelt áfram fram til óttu. Var kvöldið að allra dómi hið ánægjulegasta öllum þátttak- endum. Kartöilnmjöl 25 atira. Hrísgrjón 20. Haframjöl 20. Sveskjttr 65. Gttlróftir 10. Saft- flaskan 1 kr. Versl. Einars Eyjúlfssonar Baldursgötu 10. Týsgötu 1. BankJtbyggsinjöl, Bankabygg Bygggrjón Bækigrjón Vikt. Baunir Hvítar Baunir Linsur LiistykM, frá 3.50, og g-óð og: ódýr Handklæði, Ifersl.Manchester. Laugaveg 40. Sími 3894. y

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.