Morgunblaðið - 30.11.1933, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
•s
Fyrirliggjandi:
Norskar kart ö'f l]u r,
góðar og ódýrar.
Simi: einn — tveir — þrír — f jórir.
Gasstöð
H
Reykjavíkur
óskar eftir tilboði í ca. 1500 smálestir af Wearmouth gas-
kolum c. i. f. Reykjavík.
Andvirði kolanna og flutningsgjald greiðist með
þriggja mánaða víxli, í sterling.
Kolin eiga að afskipast á tímabilinu 25. desember til
10. janúar.
Tilboðin verða opnuð í skrifstofu borgarstjóra mánu-
daginn 11. desembcr kl. 11 f. h.
GasstOð Reykiavíkur.
AGENTUR.
Norsk fabrik (Etabl. 3871) i bygningsartikkel-
brancben söker forbindelse med vel indfört agent-
Bill. mrk. „8traks“, sendes A- S. I.
Rannsóknir, sem Vitamin-
rannsóknastofa ríkisins í Dan-
mörku hefir gert á Svana-
vitaminsmjörlíki og vanalegu
smjörlíki blandað 5% af
smjöri sannar þetta: ÞaS er
vafasamt hvort vanalegt smjör
Jíki blandað ca. 5% af ís-
lensku smjöri, inniheldur
nokkur A-vitamin (fjörefni).
Rottuungarnir, sem fóðraðir
voru á því, veiktust af vita-
minskorti, vesluðust upp og
drápust. Svana-vitaminsmjör-
líki sýndi sig að innihalda
jafnmikið A vitamin og
danskt sumarsmjör og rottu-
ungarnir sem fóðraðir voru á
því VEIKTUST EKKI. en
néðu eðlilegum þunga og
þroska á tilsettum tíma.
Dæmið siðlfir
j Fyrirlestur um viðreisn jarð-
ríkis er í Varðarhúsinu í dag
jkl. 8.30 e.m.
Aðgöngumiðar á 1 kr. fást
þar. — Þátttakið. —
P. JóliaiiKissoii.
'Veitingasalir
! Oddfellowhússlns
f
lokaðir í kvöld eftir klukkan
8'/2, vegna dansleiks.
m smlör
kemur í dag.
Verslunin
Kjöt & Fiskur.
Símar 3828 og 476 4.
GuIIbrtíðkaup.
Einar Guðmundsson og Mar-
grjet Bjarnadóttir, hjón á Vest-
urgötu 53A í Rvík, eiga 50 ára
hjúskaparafmæli í dag. Nokkrum
vikum lengur eru þau búin að vera
búsett hjer í Rvík. Æskustöðvar
þeirra eru í Hvammhreppi á Mýr-
um. Bæði eru þau af fátæku for-
eldri komin, en snemma numdu
þau þá list, sem reyndar var ekki
mjög fágæt meðal fátækra ung-
menna í þá daga, að ná efnalegu
sjálfstæði með iðni, þrautseigju
og sjálfsafneitun. Þegar þau
bundust trygðum, fundu þau að
aðstaðan til að ná þessu marki,
var örðug í fátæku og strjálbygðu
sveitarfjelagi, og fluttu því til
Rvíkur um sömu mundir og þau
giftust. Þrátt fyrir mikla ómegð,
tókst þeim að ná hinu setta marki.
6 mannvænleg börn þeirra, öll
gift, eru: Guðmundur seglsaum-
ari, á 2 börn, Ólafur vjélfræðing-
ur, á 5 börn, Árni klæðskeri, á 6
börn, Emilía, á 2 börn, Guðrún, á
2 börn og Ágústa, á 5 börn. Allir
þessir niðjar gullbrúðkaupshjón-
anna eru búsettir í Rvík, nema
Ágústa, sem gift er dönskum
manni, og hennar börn búsett í
Kaupmannahöfn.
Auk þess, sem þau Einar og
Margrjet hafa þannig átt mikinn
og farsælan þátt í borgaralegu
samfjelagi Reykjavíkur um hálfa
öld, hefir heimili þeirra verið
gestrisnu- og griðastaður fyrir
sveitafólk og sjerstaklega okkur
Mýramenn. Margir sjúklingar
hafa notið þar kærleiksríkrar um-
önnunar húsfreyjunnar og oft
hefir heimilið verið bráðabirgða-
sjúkrahæli.
Margir fjær og nær, yngri „og
eldri minnast þessara heiðurs-
hjóna á gullbrúðkaupsdegi þeirra
í dag, með hjartans þökk, hlýjum
hug og hamingju óskum.
Gaynall Mýramaður.
Kommandör H. Ravn
Hinn 13. þ. m. átti 65 ára af-
mæli einn af madustu embættis-
mönnum Dana, kommandör Hen-
nk Ravn, forstjóvi Sjókortasafns-
ins danska, en samkvæmt dönsk-
um lögum er þetta aldurshámark
þess flokks embættismanna, og
lætur hann því af störfum hinn 1.
desembermán. næstkomandi.
Kommandör Ravn er fæddur í
Kaupmannahöfn 13. nóv. 1868,
sonur N. F. Ravn Viceaðmíráls,
::íðar flotamálaráðherra. Gekk
hann ungur á Sjóliðsforingjaskól-
ann og lauk prófi þar árið 1890.
Lagði hann síðan stund á stærð-
Træði, mælingafræði, veðurfræði
o. fl. og hefir gegnt ýmsum mik-
ilsverðum störfum á þessum svið-
um og öðrum er að sjómensku
lúta, bæði heimafyrir og erlendis,
og oft átt sæti í alþjóðanefndum,
er um þessháttar mál hafa fjall-
að. Fer mikið orð af kommandör
Ravn sem stærðfræðingi, eins og
af föður hans N. F. Ravn aðmírál,
og hefir hann m. a. samið kenslu-
bók í sjómælingum, allmikið rit
í 2 bindum.
Mesta starí'ið hefir þó komman-
dörinn unnið í þarfir Sjókorta-
safnsins, en fastur starfsmaður
þeirrar stofnunar hefir hann
verið síðan árið 1910 og forstjóri
safnsins síðan árið 1919. Má ó-
hikað telja hann í fremstu röð
þeirra manna, er safninu hafa
veitt forstöðu. enda nýtur hann
mikils álits bæði út á við og hjá
starfsmönnum safnsins vegna
dugnaðar og mannkosta.
Kommandör Rafn er mörgum
að góðu kunnur hjer á landi, bæði
persónulega og gegnum starf sitt
við Sjókortasafnið, en eins og
kunnugt er, býr safnið til flest
öll sjókort, sem hjer eru notuð, og
hefir haft á hendi umsjón með
sjómælingum hjer við land fram
á síðustu ár. Mun láta nærri, að
vinna við íslensk sjókort eingöngu
nemi um þriðjung allrar vinnu
við safnið, sem alls hefir um 20
mönnum á að skipa.
Á yngri árum sínum var komm-
andörinn nokkur ár á skipum
danska flotans hjer við land, bæði
við landhelgisgæslu og sjómæl-
ingar, og árið 1900 var honum fal-
ið að ákveða að nýju þríhyrninga-
mælistaði og strandlengjuna á
Reykjanesskaganum, en eins og
kunnugt er leiddi það aftur til
þess, að ákveðið var að mæla alt
landið að nýju og er því verki ekki
Iokið enn. Á þessum árum kyntist
hann og lofaðist á Dýrafirði Ben-
the Marie, dóttur L. Berg skip-
stjóra, er um langt skeið rak
hvalveiðar hjer við land. Giftust
R.úsínur 65 aura % kg.
Svesk jur 65 aura '/< kg.
Hrísgrjón 20 aura */> ky.
Hrísmjöl 35 aura i/> kþ'.
Saftflaskan 1 krónu.
tfersl. Einars Eyiölfssonar
Týsgötu 1 — Baldursgötu 10,
Nú drýpur
smjör
af iiverju
strái.
. SiUisUSUU.
BLÖB
Hjemmét.. .. .. .. nr 48
Dansk Familieblad .— 35
TJde og Hjemme . ...— 47
Söndags B. T.........— 48
Aftenbladet Söndag./— 35
Köbenhavnerinden ..— 46
Tidens Kvinder ,. ..— 47
Vore Damer...........— 24
Tempo................— 48
TJgebládet...........— 47
Mit Magasin..........— 66
Novellc Magasinet . - 18
Jnlesne............. 1933
Spejder Jul......... 1933
Jnlélys............. 1933
og margt fleira nýtt'kom í gær
með Brúarfossi.
ídlchiúÍáH
Lækjargötu 2. simi 3736
þau árið 1899 og reistu bú í Kaup-
mannahöfn, þar sem þau hafa
búið síðan.
Mun ræktarsemi þeirra hjóna
og velvild til íslands og íslend-
inga, eiga alldjúpar rætur í sam-
vistum þeirra hjer á æskuárun-
um og fornri viðkynningu við
land og þjóð. Gestrisni þeirra
h.jóna er viðbrugðið, enda munu
hinir mörgu Islendingar fjær og
nær, sem notið hafa rausnar þeirra
og alúðar á hinu ágæta heimili
þeirra, senda þeim hlýjar afmæl-
is- og þakklætiskveðjur og óska
þeim langra lífdaga.
Kommandör Ravn hefir auk
margra erlendra heiðursmerkja
verið sæmdur Stórriddarakrossi
íslensku Fálkaorðunnar með
stjörnu.
Friðrik Ólafsson.
Esja var á Fáskrúðsfirði í gær-
morgun-
Lýra fer frá Noregi áleiðis
1) iugað í kvöld kl. 10.
i