Morgunblaðið - 06.01.1934, Blaðsíða 4
Moki. i
i ' tM *
:>má-augiysmgari
Ellsworth off Balchen-
leiðangurinn.
Morgunblaðið fæst í Café
Svariur við-Barónsstíg og Grett-
isgötu.
Góð eldhússtúlka óskast til
Keflavíkur. Hátt kaup. Uppl. á
Seljaveg 13 (miðhæð). .
Stúlka óskast hálfan daginn.
Upplýsingar hjá síra Garðari Þor-
steinssyni, Hafnarfirði.
Kjötfars og fiskfars heimatilbú-
ið, fæst daglega á Príkirkjuvegi
3. Sími 3227. Sent heim.
Málverkasýning sunnudaginn 7.
jan. í Goodtemplarahúsinu. Aðg.
kr. 0.50 og 0.25 fyrir börn.
Þakkarorð.
Þegar jeg á síðastliðnu suinri
varð fvrir slýsi og lá lengi rúm-
f'astur, gerðist margt gott fólk
til að gleðja mig á ýmsan hátt.
Vii jeg þar sjerstaklega nefna frú
Sigríði Sæland, sem gekkst fyrir
samskotum mjer til styrktar i
veikindum mínum. Fleiri nöfn
nefni jeg ekld, en flyt hjer með
lienni og' öðrum sem ljettu raunír
mínar, mitt innilegasta þakklæti.
Háfnarfirði, Hverfisgötu 22,
5. janúar 1934.
Jón Jónsson.
Balchen slasast.
Osio, 5. jan. NRP. FB.
Samkvæmt Sjöfarstidende er
skip Ellsworths og Balchens
komin út úr ísbreiðunni eftir 12
daga og eru nú í 400 mílna f jar
lægð frá Hvalflóa. Balchen
meiddist, þegar skipið rakst á
jaka. Slengdist á vegginn í
stýrisklefanum og meiddist á
eyra og hægri handlegg.
Viðskiítasamningar
milli Letta osr Breta.
London, 5. jan.
<1 IJress. FB.
----------------
Hernaðarhugur Bandaríkja
London, 5. .jan. F. Ú.
1 fjármálaræðu fór Roosevelt
forseti fram á 10% miljón doll-
ar fjárveitingu til þess að
byggja ný herskip og lúka við
þau er þegar væru í smíðum.
Baden Powell skátahöfðingi.
Vonlausf vivii
námumennina.
Öllum námugönffum lokað
fil að hefta útbreiðslu
eldsins.
Kalundborg 5. jan. F. Ú.
Það er nú álitið, að 130 menn,
sem teptust í kolanámunum,
sem sprengingin varð í í fyrra
dag í Tékkóslóvakíu hafi nú
farist, og að engin von sje til
þéss, að ná líkum þeirra upp
Eldur geysar ennþá niðri í nám-
unum, og ný.jar sprengingar
hafa orðið í dag, og af völdum
þeirra hefir mikiU eldur gosið
upp um þau námugöng, sem
björgunarstarfsemin fór fram
um. Þess vegna hefir orðið að
hætta björgunartilraununum, og
öllum námugöngunum hefir
verið lokað til þess að reyna að
hefta frekari útbreiðslu elds-
ins í námunum. Allmikill her-
vörður hefir verið settur kring
um námurnar, því að almenn-
ingur er mjög æstur út af slya-
inu.
Jafnaðarmaður sakaður um
fjárdrátt.
Oslo 5. jan.
United Press. PB.
Edward Mörk, verklýðsflokks
uaður hefir orðið að hverfa
rá störfam sínum fyrir bæjar-
jelagið í Osló, yegna ásakana,
r Slaatta segir, krafist hluta af
ior^ð fram. Mörk hefir, að því
r slaatta segir, krafist hluta af
óknun hans frá „Kampens
]ygningsselskap“, en í því er
Törk formaður. — Mörk hef-
r tilkynt, að hann muni höfða
aál á hendur húsameistaranum.
London, 5. jan. F. Ú.
Baden Powell lávarður,
sem skorinn var upp í fyrra-
dag, mun taka sjer algerða
hvíld frá störfum um tveggja
mánaða skeið, samkvæmt til-
kynníngu frá yfirskrifstofu
skátahreyfingarinnar.
Mútumál í belgiska
ráðuneytinu.
Kaiundborg 5. jan. F. Ú.
Belgiska lögreglan hefir tek-
ið fastan forstöðumann einnar
deildar dómsmálaráðuneytisins
í Bruxelles, þeirrar deildar, sem
fjaílar um náðun þeirra, sem
dómíeldir hafa verið. Maðurinn
er sakaður um það, að hafa
þegið mútur, til þess að sleppa
að ástæðulausu við refsingar
mörgum mönnum, sem dómstól
arnir höfðu sakfelt.
Frakkar hefta síldarinn-
flutning Norðmanna.
Osló 5. .jan. F. Ú.
Frakkar hafa nú ákveðið, að
takmarka mjög innflutning á
norskri saltsíld, og mega Norð-
menn nú ekki flytja inn, nema
% þess, sem þeir hafa áður
flutt inn. Þegar ákvæði þessi
voru látin ganga í gildi var
stór farmur á leið til Frakk-
lands, og er nú verið að reyna
að semja< um það við frönsk
stjórnarvöld, að hann fái að
sleppa inn, og jafnframt ætla
Norðmenn að reyna að fá tekna
upp nýja samninga, um málið
í heild sinni, því að innflutnings-
hömlunum hefir verið tekið með
Ukilli gremju af norskum síld-
arútflytjendum.
Ölvun fer minkandi í Noregi.
Oslo 5. jan.
United Press. FB.
Samkvæmt skýrslum lögregl-
unnar í Osló, hafa brot, framin
af ölvuðu fólki minkað úr
13.380 1 12.504 árið sem leið.
Viðskiftasendinefnd frá Lett-
landi kom hingað í gær til þess
að ganga að fullnustu frá við-
skiftasamningum Breta og Lett-
lendinga.
Ný byltingatilraun yfirvof-
andi á Spáni?
Madrid, 5. jan.
United Preso. Í’B.
Leiðtogar hægriflokkanna
hafa verið á ráðstefnu með
Lerroux forsætisráðherra í dag.
Að ráðstefnunni lokinni ljet for
sætisráðherrann svo um mælt,
að ýmislegt benti til, að ný
bylting væri yfirvofandi.
------------------
Flugslys í Þýskalandi.
London, 5. jan. F. Ú.
Þýsk flugvjel varð í gær fyr-
ir samskonar slysi og henti
ensku flugvjelina Apollo í
Belgíu á nýársdag. Slysið vildi
til í Brunswick, og rakst flug-
vjelin á útvarpsstengur. Hún
flaug lágt vegna þoku. Ekki er
þess getið hve margir hafi far-
ist.
Dagbók.
Veðurútlit í Rvík í dag: SV-átt,
stundum alllivasst og jeljaveður.
Messur. í dómkirkjunni á morg-
un kl. 11, síra Bjarni Jónsson, og
kl. 5, síra Friðrik Hallgrímsson.
í fríkirkjunni kl. 5, síra Arni
Sigurðsson.
Útvarpið í dag: 10.00 Veður-
fregnir. 12.15 Hádegisútvarp. 15.00
Veðurfregnir. — Endurtekning
frjetta o. fl. 18.45 Barnatími.
(Guðjón Guðjónsson). 19.10 Veð-
urfregnir. 19.'20 Tilkynningar.
19.25 Tónleikar (Útvarpstríóið).
20.00 Klukknsláttur. Frjettir.
20.30 Upplestur. (Einar H. Kvar-
an). 21.00 Tónleikar: Fiðlusóló.
(Einar Sigfússon). Grammófón-
kórsöngur. (Norðurlandakórar)
Danslög til kl. 24.
Eimskip. Gullfoss fór frá Kaup-
mannahöfn í gær. Goðafoss er í
Kaupmannahöfn. Brúarfoss er í
Kaupmannahöfn. Lagarfoss er 'í
Kaupmannahöfn. Dettifoss fer frá
Hamborg í dag. Selfoss fer hjeð-
an til Hull og Antwerpen á mánu
daginn.
Togarinn Gyllir mun hafa farið
á veiðar í gærkvöldi.
Kolaskip kom hingað í gær með
kolafarm til Gasstöðvar Reykja-
víkur.
Skíðafjelagið. Fyrsta skíðaferð
fjelagsins er ákveðin kl. 10 í
fyrramálið upp að Lögbergi, ef
veður og færð leyfir. Áskriftalisti
liggur frammi hjá L. H. Miiller
til kl. 7 í kvöld.
f Vestmannaeyjum eru menn
um þcssa r mundir í óðaönn að húa
sig undir vertíðina. — Er bú-
ist við að heldur fleiri bát-ar verði
gerðir út þaðan í ár. en ]>ar voru
í fjrrra.
Stjórn síldarverksmiðju ríkisins.
Sveinn Benediktsson framkvæmda
st.jóri og Jón Þórðarson frá Lauga
bóli. nú á Sigiufirði, hafa verið
settir í stjórn síldarverksmiðju
ríkisins í stað þeirra Guðm. Hlíð-
ual og Lófts Bjarnasonar, er sögðn
sig úr, stjórninni.
Forstjóralaun. Tímamenn eru |
byrjaðir á því að birta yfirlit yfir
laun nokkurra fórstjóra er hafa
útflutningsverslun með höndum.
Gæti sú skýrsla orðið fróðleg, ef
hún næði t. d. til forstjóra og
framkvæmdastjóra Sambands ísl.
samvinnufjelaga, og samanburður
yrði gerður á því hvað þeir menn
bera úr býtum — borið saman við
afurðasölu og efnahag fátækra
bænda. Er Mbl. ekki kunnugt nm,
að enn hafi birst ábyggilegar töl-
uj- um þetta efni.
Þeim orðrómi hefir verið revnt
að dreifa uin bæinn, að Elliðaár-
vatni hafi verið lileypt í vatnspíp-
ur bæjarius undanfarna daga. —j
Bæjarverkfræðingur skýrði Mbl. I
frá því, að þetta væri tilhæfulaust
með öllu.
Sjálfstæðisfjelögin í Hafnarfirði,
Stefniv og Fram, hjeldu samsæti í
Templarahúsimi í fyrrakvöld. —
Þáfttakendut voru um 200. Var
samsætið hið á.nægjulegasta, og
endaði með dansi, er stóð til kl.
3)4 um nóttina,. Mikill hugur er í
hafhfirskum Sjálfstæðismönnum
að vinna bæjarstj órnarkosn in gai'i 1
ar. —
Axel prins hefir verið skipaður
framkvæmdastjóri í Austur-Asíu-
fjelaginú. Hann h'efir á.tt sæti í
aðalstjórn fjelagsins síðan 1927,
en í þjónustu fjelagsins hefir hann
verið síðan 1921 meðal annars sem
skipstjóri. (FÚ.).
Glímufjelagið Ármann. Fim-
leikaæfingar hefjast aftur mánu-
daginn 8. þ. m.
Næturvörður verður í nótt í
Reykjavíkur Apóteki og Lyfja-
húðinni Tðunn.
Árni Skúlason húsgagnasmiður
liefir opnað ný-ja húsgagnavinnu-
stofu í Mjóstræti 6, niðri, (þar,
sem áður var prentsmiðjan Acta).
Ái’ni lauk sveinsprófi lijá Jóni
Halldórssyni & 'Oo. árið 1930 með
ágætiseinkunn og hefir síðan
stundað nám erlendis. Hann nýt-
ur mikils trausts í starfi sínu.
Sleðaferðir. í blaðinu í gær
auglýsir lögreglustjóri að börnum
s.je heimilt að renna sjer á sleð-
um á Arnarhóli, Frakkastíg frá
Hverfisgötu að Skúlagötu, Baróns
stíg frá Hverfisgötu að Skúlagötu,
Njálsgötu frá Barónsstíg að Hring
braut, Barónsst.íg frá Egilsgöt.u að
Flosagötu, Bragagötu frá Laufás-
vegi að Sóleyjargötu, túni frímúr-
ara við Laufásveg og Skothúsveg,
Biskupsstofutúni, VesturgÖtu frá
Seljavégi að Hringbraut og Vest-
urvallagötu frá Holtsgötu að Sel-
landsstíg. Jafnhliða er bönnuð
bílaumferð um þessar göt.ur.
Þrettándabrenna er á íþrótta-
vellinum í kvöld og standa Vals-
menn fyrir henni. Hafa þeir mjög
vandað til brennunnar. KI. 9 verð-
ur bálið kynt. Bálkösturinn verð-
ur hinn prýðilegasti, enda ekkert
til sparað; hann verður um 10 m.
hár, allur rjóðaður tjöru og öðr-
um eldfimum efnum, en olíu ó-
spart ansið á bálið. — Söngkrafta
hefir fjelagið trygt sjer svo góða,
að ekki er á betra völ. í álfabún-
ingum verða um 30 af'bragðs söng-
menn. Flugeldar miklir og fagrir
verða meðan brennan stendur yf-
ir. Lúðrasveit leikur á Austur-
velli frá kl. 8 og verður haldið
suður á íþróttavöll. — Að lokum
skal það brýnt fyrir fólki, að
búa sig sem best, því að kalt get-
ur orðið suður á velli, þrátt fyrir
langelda og aðrar ráðstafanir af
bálfu brennumanna.
Hin nýja óperetta. Bæjarbnum
er t.íðrætt um þær fregnir, sem
Avextir
Epli Delicious ex. íancy 80 aura
1/2 kg. Jonathan epli 65 aura.
1/2 kg. Vínber, ágæt teg. Gló-
aldin frá 12 aur. stk. Ailar teg-
undir af niðursoðnum og þurk^-
uðum ávöxtum.
Verðið hvergi lægra.
Uetsl Bicrninn.
Benrstaðastr. 35. Sími 4091-
Bypggiíón
Perlugrjón,. Mannagrjóny.
Semulegrjón, Sagogrjón og
Hrísgrjón.
Uersi. Eínars tyjilfssonac
Týsgötu 1.
Binstakup hæstsriettap dámuF
ætti þetta að teljast:
Þeir, sem ætíð biðja
um það besta, og
milda þekkingu liafa
á bökunardropum,
nota ávalt
Lillu-bökunardropa
frá
EíaaoiS Mlaiiir
Til helgarinnar:
Svellþykt hangikjöt og allskon-
ar nýir, niðursoðnir og þurk-
aðir ávextir.
Jóhannes Jóhannsson
Grundarstíg 2. Sími 4131-
borist hafa mu, að Hljómsveit.
Reykjavíkur sje að undirbúa sýn-
ingu á liinni fyrstu reglulegu ó-
perettii, sem hjer hefir verið sýnd..
, ,Meyjaskemman“ er húu nefnd og
iniinu ýmsir íslenskir ferðamenn.:
hafa sjeð óperettu þessa undir-
ýmsum uöfnum erlendis.. „Das
Dreimádelhans" er hún nefnd í
jiýskiun löndum. Óperettan er frá
Vínarborg og þar fer liún fram.
,.Jomfrubnret“ er hiin nefnd á
Norðurlöndum, en ,,Tjí1hc Time“
í enskum heimi. Er mikill þokki
og æskufegurð yfir söngleik þess-
um, enda er uppistaðan í honum
sönglög eftir sjálfan Sehubert. •—
Mun Iiaíá verið vandað eftir föng-
um til valsins á söngfólki og öðr-
um leikurum, en leiðbeiningu og
leikstjórn annast Ragnar E. Kvar-
an. Dr. Mixa, hljómsveitarforingi,
undirbýr alt,- er að söng og hljóð-
færaleik lýtur. Mun mörgum virð-
ast sem Hljómsveit Reykjavíkur
eigi þakkir skyldar fyrir þessa
tilraun til þess að koma hjer
óperettu á laggirnar og munu all-
ir bæjarbúar óska, að tilraunin
megi sem best takast.
Farsóttir og manndauði í Rvík
vikuna 17.—23, des. (í svigum töl-
ur næstu viku á undan): Háls-
bólga 23 (37). Kvefsótt 76 (110).
Kveflungnabólga 1 (3). Tðrakvef 2'
(11). Taksótt 1 (1). Skarlatssótt
0 (3). Hlaupabóla 0 (10). Sting-
sótt 0 (2). Kossageit 1 (0). Manns
lát 7 (9). Landlæknisskrifstofan
(FB.).
—-——-—