Morgunblaðið - 10.01.1934, Side 4

Morgunblaðið - 10.01.1934, Side 4
 Asgeir Sigiirðsson. Indriði Einarsson. Einar 3. Kvarrn, iri Stefán Runólfsson. Stefanía Guðmundsdóttir. Halldór J ónsson. Svemn Jónsson. Þórður J. Thoroddsen. Sr. Bjarni Einarsson. Sr. Friðrilc Friðrilcsson. Guðm/imdur Þorbjarnarson. Sr. Árni Björnsson. Bergþór Jósefsson. í dag eru liðin 50 ár síðan að fýrsta templarastúkan var stofnnð kjer á landi. Það var norskti: skó- smiður, Ole Lied, er stofnaði liana. Hann hafði g’engið í Regluna í Noregi, og dvaldi þá á Akureyri við síldarvinnu. Hann sneri sjer þar fyrst til hr. Ásgeirs Sigurðssonar aðalræð- ismanns Breta og stórkaupmanns, iiann var þá 19 ára gamall versl- unarmaður á Oddeyri. Ástæður til þess að -hann sneri sjer til Ásgeirs munu hafa verið þær, að Ásgeir hafði verið í barnastúku í Edin- borg, og hann var þá glæsilegast- ur og ötulastur ungra manna þar nyrðra, minsta kosti þeirra er lik- legir voru til að taka hinn nýja fána upp og þera hann fram til sigurs. Hann og Ásgeir sneru sjer síðan til ýmsra þar á staðn- um, og að kvöldi 10. janúar stofn- uðu þeir heima hjá Priðbirni Steinssyni fyrstu stúkuna, stúk- una ísafold, og varð Ásgeir fyrsti æðsti templar hennar. Það var ekki lítið verk, sem þessi fámenni hópur tók að sjer, að breiða út kenningar bindindis. Þá var ofdrykkja hjer á landi mjög almenn, og sá þótti mestur er mest gat drukkið. Það mátti svo heita, að fjöldi manns tryði því að áfengið væri lyfi betra.- Akureyringar hentu því gaman að hinum nýju boðberum, en þeir ljetu það hvergi á sig fá. Ásgeir var sjálfkjörinn foringi þeirra, en Friðbjörn liinn trúi og tryggi starfsmaður sem aldrei vjek • af vígvellinum. Ole Lied var -í stúk- unni fyrstu árin, fór síðan til Noregs. Næsta vetur, eða 6. des. 1881 sendi Ásgeir út, nýtt blað, er hann yar útgefandi og ritstjóri að. Blað þetta lijet Bindindistíðindi og koin það út við og við, hið síðasta 27. október 1885. í síðasta blaðinu er grein frá Ásgeir Sigurðssyni ej- hann nefnir Áfram. Þar segir m. a.: „Oss miðar ávalt áfram. í versl- unarlegti, vísindalegu og fjelags- legu tilliti erum vjer altaf að full- komnast. Alt sem er gamalt og gagnslítið verður að víkja fyrir því sem nýrra er og þarflegra, og dagleg reynsla. kennir oss að við- halda því, sem lientugast er. Vjer segjum ekki þarmeð að vjer fyr- irlítum garnla hluti og það er langt frá að vjer tökum nýjung- ar fram yfir þá hluti sem staðið hafa ofveður margra ára og sem með reynslunni hafa náð lieiðar- legri elli, Vjer berum helga virð- ingu fyrir öilu sem í heiminum var fyrir vorn dag og fyrir þeim hlntum sem til voru á dögum feðra -vorra. Hver kvæði eru oss kærri en þau er fornskáld vor ortu? Hvert tún er fegurra en ]>að, sem vjer ljekum oss á sem börn? og hvar á jörðu njótum vjer lukku og rósemi sem á voru eigin heimili? Þrátt fyrir þetta hlýtur oss altaf að fara fram eða aftur.. .. Oss verður að miða á- fram. en sú framför þarf eltki nauðsynlega að eyðileggja þáð sem fvrir er nytsamt.... Hin óháða regla Góðtemplara er ekki mjög gömul stofnun, en samt er ekki hægt að lcalla hana nýa, því hún hefir haft tíma og tælri- færi til að sýna, að hún er fær um að standa móti þeim öflugustu aflraunum er gerðar liafa verið til að eyðileggja liana. Hún lifir, hefir lifað og mun lifa, vegna þess að hún innifelur í sjer „kraftinn til að liaga sjer eftir kringumstæð- um sínum“, og það er samkvæmt lífsfræðinni grundvöllur lífsins.. .. Vor elskaða Regla er sem viti, sem stendur á rammgjörvum f.Ietti, þar hefir hún staðið og þar mun hún standa og þola árásir hverrar komandi bylgju. Bræður! starfa vorum er ekki lokið, og hánn er ekki endaður fyr en st.oi-mar ofdrykkjunnar hætta að æða um löndin, fyr en haf of- Friðbjpm Steinsson. Jón Ghr. Stephánsson. GisU Lárusson. Sigvaldi Bjamason. m Árni Gísláson. Þorvarður Þorvarðsson. Jón Mathiessen. Sigurður Jónsson. Björn J ónsson. Þorsteinn Gíslason. Sr. Magnús Björnsson. Jónas Jónsson. 4 lllllBilllllIIllllilIliliilIIII

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.