Morgunblaðið - 12.01.1934, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
JpWðttní>laK&
Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Ritstjórar:, Jón Kjartansson,
Valtýr Stefánsson.
Ritstjórn og afgreiösla:
Austurstræti 8. -— Sími 1600.
Auglýsingastjóri: E. Hafberg.
Auglýsingaskrifstofa:
Austurstræti 17. — Sími 3700.
Heimasímar:
Jón Ivjartansson nr. 3742.
Valtýr Stefánsson nr. 4220.
Árni Óla nr. 3045.
E. Hafberg nr. 3770.
Áskriftagjald:
Innanlands kr. 2.00 á mánuöi.
Utanlands kr. 2.50 á mánuði.
í lausasölu 10 aura eintakiö.
20 aurá meö .Uesbók.
Vaxtabyrði
ríkis og bæjar.
Eftir fjármálaóstjórn þeirra
Framsóknarmanna og sósíalista,
er vaxtabvrði ríkissjóðs orðin
tvær miljónir króna á ári.
Meðaltekjnr ríkiss.jóðs fara ekki
fram iir 1 2 miljónum króna á ári.
Fvrir hverjar 5 krónur, sem
landsmenn greiða til ríkisþarfa,
verða þeir að greiða eina krónu
í ofanálag í vexti af ríkisskuld-
ijffi.
Þeir menn, er þannig hafa leikið
fjárhag ríkissjóðs. eru um þessar
mundir háværir um „sívaxandi
skuldir Revkjavíkurbæjar“, eíns
og þeir orða það.
Hvernig er þá samanburðurinn
a vaxtabyrði ríkissjóðs og- vaxta-
byrði bæjarsjóðs?
f grein, sem borgarstjóri skrif-
aði hjer í blaðið í fyrradag, skýr-
ir hann frá því máli.
Hann segir:
„Af skattgjöldum þeim. sem
bæjarbúar greiða í bæjarsjóð
(fasteígnagjöldum, útsvörum, m.
m.) ganga ekki nema 3% til vaxta
greiðsiu“, þ. e. 1 króna af 33%“-
Vextir ríkisskuldanna taka eina
krónu af hverjum sex. sem í rík-
íssjóSinn koma.
Hjer eru einfaldar og skýrar
tölur, er tala sínu máli um tvenns
konar fjárstjórn.
Bæjarstjómarkosningarnar sýna
hve margir bæjarbúar það eru, er
nfhenda vilja bæjarsjóðinn, og
fjármálastjórn bæjarins í hendur
jjeirra manna, sem sýnt hafa á
undanförnum árum í sameiningu,
að þá skortir gersamlega fyrir-
hyggju ti! þess að fara nieð fjár-
mál fvrin almenning.
Fjárhagur Austurríkis.
Genf 10. jan.
United Press. F.B.
Ríkisstjórnin í Austurríki hef-
ir sent Þjóðabandalaginu upp-
kast að tekjuhallalausu fjárlaga-
frumvarpi fyrir 1034.
Utanríkisverslun Breta.
United Press. F.B.
London 10. ján.
Tnnfluningurinn 1933 nam 675,-
847.000 serlingspundum en til
samanburðar skal þess getið að
1032 nam innflntningurinn 703,-
', 2.725 stpd.
IJtflutningurinn nam árið sem
leið 416.502.000. en 1032 416.051.-
378 stpd.
* Nfstúrvörðtir verður ,í nótt í
Laugavegs Apóteki og Tngólfs
Apóteki.
IVæsta kjörtimabil.
Itoktur bæíarmðl Reyklavfkur.
Eftir Jón Þorláksson.
3. Virkjun Sogsins.
Á nýliðna árinu heppnaðist að
stíga tvö af þremur úrslitasporum
til undirbúnings framkvæmdanna
í því máli. Á Alþingi tókst að út-
vega heimild fyrir ríkisábyrgð á
væntanlegu láni til virkjunarinn-
ar, á þeim grundvelli, að Reykja-
víkurbær tekur lánið, og þar með
á sig alla byrjunarerfiðleHca og
áhættu þessa mikla verks, en hjer-
uð og hjeir á Suðvesturiandinu
geta fengið af orkunni til hagnýt-
ingar handa sjer hvenær sem þeim
lientar, og ])á með sömu kjörum
og Réykjavík nýtur sjálf. Það var
Sjáifstæðisflokkurinn, sem beitti
sjer fyrir þessu máli á þinginn ár
eftir ár. Alþýðuflokkurinn var hik
andi í málinu á síðasta vetrar-
þingi, vegna „fjáraflaplana“ Sig.
Jónassonar, sem þá voru uppi, og’
vildi ekki eiga þátt í flutningi
málsins, en studdi það þó að lok-
um. Framsókn v.ar öndverð á móti
því þangað til á miðju þessu síð-
asta reglulega þingi. Þá þorðic
þingmenn Árnesinga elcki lengur j
að vera á móti því, vegna kjós-1
enda sinna, og við það bilaði and-!
staða Framsóknar, svo að lokum
var Jónas Jónsson einn á móti, |
eða við annan mann. Hann er al-i
gerlega andvígur þessu máli enn
í dag, og alveg vís t.il að hindra
framgang þess, ef Reykvíkingar'
trúa honum eða hans nánustu fyr- \
ir nokkrum vöklum.
Jafnframt þessu var lokið við
hinn verklega undirbúning máls-
ins, með því að fá hann í hendur
tveim hinrim færustu sjerfræðing-
um Norðmanna í vatnavirkjun.
Fyrir fám dögum lcom símslceyti
frá þeim um að þeir hefðu lokið
verkinu, og eru tillögur þeirra
væntanlegar hingað með næstu
skipum.
Annars hefir undirbúningur
þessa ináls m'i staðið yfir í 15 ár. I
Fyrstn drögin voru lögð í milli-:
þinganefndinni í vatnamálum |
1018. Átti jeg fvumkvæði að því j
að sú nefnd skilaði frá sjer — auk J
ýmsra annara — frv. til laga um
rannsókni^til undirbúnings virlcj-
unar Sogsíossanna. En svo drógst.
að legg.ja þetta frv. fyrir þingið,
og þegar jeg kom á þing, árið
1J2L var þetta itt af öllnm frv.
nefndarinnar enn í salti hjá stjórn !
inni. Þá ijet jeg .Jón heitinn Magn
ússon vita það, að stuðningur við
stjórn lians af minni liálfu væri
því skilyrði bundinn, að þetta frv.
yrði flutt af stjórninni og gert að
lögum og stóð þá ekki á því. Yar
þett.a fyrsta verlc mitt á þingi.
Síðan Ijet iandið gera þær mæling-
ar við Sogið, sem bygt hefir verið
á um verklegan undirbnning. En
gallinn var sá, að þessar mæling-
ar voru ófullkomnar að því leyti,
at þær náðu aðeins yfir landslagið
vestan árinnar, og á meðan svo
stóð, var eklci unt að gera full-
nægjandi samauburð á virlcjunar-
möguleikum vestan ár og aust.an.
TJr þessu hefir nú verið bætt á
kostnað Rafmagnsveitunnar, og
hafa verkfræðingar þeir, sem nú
vorn til þessa fengnir, haft að-
stöðu til þess að bera. saman og
meta alla hugsanlega möguleika
um verklega úrlausn þessa máls,
og |>að var auðvitað nauðsynlegt
til þess að tillögur þeirra gætu
orðið úrslitatillögur.
Þá er aðeins eftir þriðja og síð-
asta sporið til undirbúnings fram-
kvæmdanna í þessu máli, og það
er útvegun lánsfjár til fram-
kvæmdarinnar. Vonandi tekst að
fá það með aðgengilegum lcjör-
um, þegar ábvrgð ríkissjóðs er í
boði og fyrirtækið sjálft fjái’hags-
lega álitlegt. Vonandi eru nú í
glevmsku fallin þau skilaboð, sem
liingað bárust frá London þegar
Jónas Jónsson fekk þar eyðslu-
lánið milda 1930. Þau voru á þá
leið, að nú mættu íslendingar elcki
leyta eftír fleiri erlendum lánum,
því að þeir væru eklci álitlegir
borgunarmenn fyrir meiru.
Jeg hefi lagt mikla áhershi á
það bæði á þingi og annars staðar,
að þessi rnikla verklega fram-
lcvæmd á að koma til hjálpar ein-
mitt núna. meðan kreppa fram-
leiðslunnar stendur yfir, en ekki
að draga.st þaugað til kreppunni
ei’ afljett, og atvinnugreinir geta
t.ekið við öllu því verka.fólki, sem
býðst. Af þessari sömu ástæðu
legg jeg nú áherslu á })að, að
framkvæmdirnar dragist ekki, og
mun beita mjer fyrir fljótum fram
kvæmdum Sogsvirkjunar, ef jeg!
fer með mál bæjarins áfram. |
Hriflungar
óánægðír.
Kosningasnepill þeirra
orðinn leiður á eigin róg-
burði og blekkingum.
j
Hriflungar eru úrillir þessa
daga. Óánægja þeirra kemur
fram í kosningasneplinum.
Lengi vel fóru þeir sem þeyti-
spjöld um bæinn til þess að fá
ýmsa borgara bæjarins á listann
með Hermanni sínum Jónassyni.
Fóru þeir margar fýluferðir,
sem of langt yrði upp að telja
hjer.
Svo kom út listinn. Hermann
Jónasson efstur, sem fyr. Og
meðmæli Hriflunga með Her-
manni voru þau, að lögreglu-
stjórinn væri svo framúrskar-
andi gáfaður!!! Upp á þetta
átti að kjósa Hermann, þenna
þjóðfræga sauðarhaus, sem
Hriflu-Jónas hefir notað til
hverskonar skítverka, sem hon
um hefir hugkvæmst hin síðari
ár.
Samband þessara tveggja
manna kemur greinilegast í
ljós í hinum alkunnu ummæl-
um Jónasar, hjer um árið, er
fundum þeirra Hermanns bar
saman.
Að aflokinni hinni fyrstu við
kynningu komst J. J. þannig
að orði um þenna tilvonandi
vikapilt sinn, að Hermann þessi
væri þeim þrem gáfum fædd-
ur, að vera heimskur, fjegjarn
og metorðagjarn, og væri hann
þá illa svikinn, ef ekki væri
hægt að nota sjer þessa þre-
földu og að sínu leyti samstæðu
eiginleika mannsins.
Vikapilturinn stúrinn.
Þessi vikapiltur hefir nú skrif
að hverja lyga- og róggreinina
á fætur annari á hendur Reyk-
víkingum. En greinarnar eru
skrifaðar samkv. eiginleika nr.
1, er J. J. tilfærði, þ. e. a. s. svo
heimskulega, að menn gefa
þeim ekki gaum, virða þær
ekki svars, tala ekki um þær,
frekar en ómerkilegan kjafta-
vaðal.
En þetta skilur veslings Her-
mann ekki, af eðlilegum ástæð-
um .Þegar hann segir, að borg-
arstjóri Jón Þorláksson sje að
veita „eitruðu vatni“ í vatns-
leiðslu bæ.jarins, þá heldur
Hermann, að þessu sje trúað.
Þegar hann segir, að Jón Þor-
láksson beiti sjer alveg sjer-
staklega fyrir því, að hjer sjeu
slæmar íbúðir í bænum, þá
heldur hann, að þetta og annað
eins sje tekið alvarlega.
Þegar þessi fulltrúi í rógs-
sveit Hriflunga, talar um, að
hann, Hermann Jónasson sje
tilvonandi velgerðarmaður
Reykvíkinga, þá er hann alveg
hissa á því, að almenningur í
bænum skuli ekki virða þenna
Hriflupostula viðtals, manninn,
sem í embættisins nafni reyndi
að koma hjer á kommúnistiskú
skrílsæði í borginni, er hann
leiddi lögregluliðið undir gadda
kylfur hins óvandaðasta æsinga-
lýðs, sem enn hefir skotið upp
höfði hjer á landi.
Þegar þessi maður fárast
yfir því, að honum sje yökki
svarað, væri honum best, að
bera harm sinn í hljóði.
—------------—
Yínlollar
og ófriðarskuldir.
Normandie 11. jan. FU
Öldungadeild Bandaríkjaþings-
ins hefir samþykt víntollafrum-
varp stjórnarinnar. Samkvæmt því
verður lagður aukatollur á vín
frá þeim löndum, sem elclci hafa
greitt stríðsslcnidir sínar til Banda
ríkjanna.
§tórþingið
kom saman í gær.
Osló 11. jan. NR.B. FB.
Stórþing’ið kom saman tiT fuúda
í dag. Samkyæmt fregnum, sem
blrtar eru í blöðunum, ætlar
bændaflokkurinn sjer ekki að
greiða Hambro atlcvæði, er lcosinn
verður fvrsti forseti.
Áskorun
til
Hermanns Jónassonar.
Kosningasnepill Hermanns Jón-
assonar segir í dag, að það sje
lygasaga, sem jeg mintist á í fyr-
irspurn minni hjer í blaðinu ný-
lega, að hann, lögreglustjórinn
sjálfur, hafi skotið æðarkollu úti
í Örfirisey á fullveldisdaginn
1030.
í þessu sambandi getur snepill-
inn þess, að Björn Gíslason hafi
fyrir þremnr árum skýrt frá því,
í Stormi, að lögreglustjórinn hafi
skotið æðarlcollu úti í Örfirisey.
Þar, sem mjer er eklci lcunnugt
um, að Björn Gíslason hafi verið
sjónarvottur að lögbroti lögreglu-
stjórans á fullveldisdaginn 1930,
slcora jeg á kosningasnepilinn að
halda áfram a.8 upplýsa um þessa
ákæru, því ekki er ólíklegt. að
þar geti verið um nýtt brót að
ræða.
En vegna þess, að kosninga-
snepillinn segir það vera lygasögu,
að lögreglustjórinn hafi skotið
æðarltollu út.í í Örfirisey á full-
veldisdaginn 1930, skora jeg; hjer
með á Hermann Jónasson, að
hreinsa sig’ af þessum áburði,
annað hvort með því að krefjast
þess, að fram fari nú þegar rann-
sókn í þessu máli, ellegar á þann
hátt, að hann stefni mjer til á-
byrgðar >fyrir ummælin.
Jeg- er þess fullviss, að hvor
þessi leið, sem farin yrði, leiddi
hún til þess, að sekt lögreglustjór-
ans sannaðist.
En geri lögreglústjórinn elckert
til ])ess að hreinsa sig af þessum
áburði, verður það af öllum al-
menningi skoðað sem hrein upp-
gjöf af hans hálfu — og um leið
viðurkenning á sekt hans.
Reykjavík, 11. jan. 1934.
Sig. Jónsson, rafv.
Smalar
Iögreglu5íjöran5.
Hermann Jónasson lögreglustj.
virðist hræddur um, að Reylcvík-
imrar muni elcki sækja það fast
að koma honum aftur inn í bæjar-
. •
stjorn.
í óttanum hefir hann gripið til
þess óyndisúrræðis, að senda laun-
aða smala út um allan bæ, til að
reyna að fleka ístöðulítið fólk til
að skrifa undir skuldbinding nm
að kjósa lista Hermanns.
Furðulegar siigur ganga af ferð-
uin snialanna. Ein er til dæmis
sú, að samfylking ranðliða, Hrifl-
ungar. sósíalistar og kommúnist-
ar retli að stofna til byltingar í
laUdinu, ef rauðliðar verði undir
við al])ingiskosningarnar að vori.
Iíáðleggja svo smalarnir ístöðu-
litlu fólki að fylgja rauðliðum,
svo eigi þurfi að grípa til bylt-
ii i ga r!
Allir heiðarlegir menn hafa vit-
anlega megnustu skömm á þessum
lin-niu8.il smöhun . lögreglustjórans,
enda er slík bardagaaðferð sið-
uðum mönnum ósamboðin.
Suðurland fór til Borgarness kl.
0 í gærmorgun.