Morgunblaðið - 20.01.1934, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.01.1934, Blaðsíða 3
Laugardaginn 20. janúar 1934. MORGUNBLAÐIÐ 3 Halldór Hansen læknir skal í bæjarstjórn. Nýfnndnaland. Sorglegt dnml nm fjármála ásljára. Islendlngnm til viðvðrnnar. í hinu ágæta útvarpserindi Pjeturs Halldórssonar á dögun- um lýsti hann hörmungarástand inu í Nýfundnalandi, landi, sem býður landsfólkinu mjög lík skiiyrði og landið okkar. Hann komst svo að orði: „Þar mætast heitir straumar og kaldir í sjó og þar eru þorskmið sem líkjast okkar miðum — tai- in hin bestu í heimi. Á eyjum þessum býr enskumæiandi þjóð dugnaðarmanna — 260 þúsund manns. Þeir lifa að rnestu ieyti á fiskveiðum eins og íslending- ar. -— Þeir hafa haft sjálfstjóríi undir bresku krúnunni. Þeir keppa við okkur í markaðslönd- um okkar og hafa svipaða vöru að selja sem við. Þeir eru eins og við fátækt þjóðfjeiag — lík- lega samkvæmt þeirri reglu hagfræðinnar, að enginn er rík- ari en sá markaður leyfir, sem hann setúr afurðir sínar. Við seljum báðar, þjóðirnar, að- allega fátækavi hluta íbúa fá- tækra Miðjarðarhafslanda. Þar eru til, eins og hjer, pólí- tlsKÍr foringjar, sem lofa kjós- endum sínum gulli og grænum skógum við kosningar — þeir höfðu sigað stjett gegn stjett og haldið uppboð þar sem hver flokkur bauð fríðindi, einn öðr- um meiri á kostnað bæjarsjóða og sjóðs nýlendunnar, með lán- föku á lántöku ofan fjeflettingu skattborgaranna og eyðslu og sóun í alt og alla. — Nú er það alt í rústum — skipulagt í rústir. Vegna örðugleika og fjár- málaspillingar undanfarinna ára vofir gjaldþrot yfir þessu litla þjóðfjelagi. Breska stjórnin skipaði þegar svona var komið nefnd manna til þess að rannsaka og gera til- lögur um úrræði fyrir þjóðina. Nefndina skipuðu, maður frá Canada, annar frá Nýfundna- íandi og hinn þriðji frá hálfu Bretlands. Nefndarálitið er ný- komið út. Niðurstaðan er sú, að fjárráð eru tekin af nýlend- unni og fengin í hendur 7 manna ráði er fer með þau fyrst um sinn til ársloka 1936. — Þessa ráðstöfun samþýkti þing Ný- fundnalands — og má það Ijóst vera hverjum manni, hvaða erf- iðleikar og vandræði muni á undan gengin -- auk þeirrar iægingar fyrir sjálfstæða þjóð, sem í þessum málalokum felst. Jeg spyr nú: Er þetta lær- dómsríkt fyrir okkur á íslandi? Eru Islendingar — og það fyrst Qg fremst Reykvíkingar svo metnaðarsnauðir að þeim liggi það í Ijettu rúnai að eins fari fyrir vorri þjóð eins og Ný- f undnalandsmönnum ? Jeg held, að ef næstu árin verður farið eins með fjármál höfuðborgar íslenska ríkisins eins og farið var með fjármál ríkissjóðs Islands í stjórnartíð Framsóknar, og socialista, þá nálgist það bráðum vissu, að hjer fer eins og þar. Það er happ þessa lands, að meðan eytt var og sóað og spent í stjórnleysi og ráðleysi, árin 1927—1931 af hálfu ríkis- stjórnarinnar, þá var farið með fjármál þessa bææjar, þar sem einn fjórði hluti landsmanna býr, af gætni og viti. Jeg fullyrði að ef sömu flokk- um, sem þann óvinafagnað unnu á landsfólkinu, Framsókn armönnum og sósialistum tekst nú að ná völdum yfir skattþoli og pyngju Reykvíkinga, þá muni þeir menn söðla svo glæp á ó- happ sitt, að úr því rjetti fjár- hagur þessarar þjóðar og höf- uðstaður* hennar, Reykjavíkur ekki við aftur. Leiðbeinlngar) fyrir kjésendnr Kosningin fer fram í Miðbæjar- barnaskólanum og hefst kl. 10 ár- degis. Alls verða 26 kjördeildir, þar af 25 í barnaskólanum og ein í Laugarnesspítala. Kjördeildaskiftingin í barnaskól anum verður sem hjer segir: Á neðri hæð: 1. kjördeild A—Arnlieiður. 2. ---- Árni—Betzy. 3. —*— Biering—Cortes. 4. ---- Daði—Elvira. 5. ---- Emanúel—Grímur. 6. ---- Gróa—Guðmundsson. 7. ---- Guðmundur-Guðríður. 8. ----- Guðrún. .9. ---- Guðsteinn—Hanson. 10. ---- Haraldur—Höyer. Á efri hæð: 11. kjördeild Ida—Ivy. 12. •— Jacobsen—Jón Gunn- laugsson. 13. — Jón Hafliðason—Jör- undur. 14. Kaaber—Kristín Run ólfsdót.tir. 1)5. — Kristín Samúelsdótt- ir—Löve. 16. -— Maack—Margrímur. 17. -— María—Ólafsson. 18. — Ólafur—Petrónella. 19. — Pjetur—Sigrid. 20. — Sigríður—Sigtryggur 21. — Sigurást—Sivertsen. í Ieikfimishúsinu. (Gengið úr portinu inn í kjallar- ann að norðanverðu). 22. kjördeild Skaftfeld—Svanhvít. 23. --- Svanlaug—Yalgeir. 2:4. --- Valgerður—Þorbrand ur. 25. --- Þórdís—Orvar. Sjálf stæðismenn! Munið að mæta snemma á kjör- fundi í dag. Þeir, sem mögulega geta komið því við, ættu að kjósa fyrir há- degi. Fjölmennið á kjörfund og kjósið C-Kstann! Burt með rauða liðið! ÞifiðerníssiöBB er i Iœgólishroli (2 hnð). Sími 3837. Þjóðernishreyfing íslendinga var í upphafi stofnuð með það fyrir augum, að vinna bug á óaldarlýð kommúnista. I dag er barist um það, hvort Sjálfstæðismenn eigi að fara með völdin hjer í bænum næstu 4 ár, ellegar samfylking rauðliða. Þjóðernishreyfingin hefir að sjálfsögðu lagst á sveifina með Sjálfstæðisflokknum og gegn rauða liðinu. Hiln fylkir sjer einhuga um lista Sjálfstæðisflokksins, C-list- ann. — Allir sannir íslendingar fylkja sjer um C-listann. Kjósið C-listann! Yfir 1000 kr. á hvert mannsbarn Baráttan stendur milli Jóns Þorlákssonar og Jónasar Jóns- sonar. Á 4 árum eyddi Jón Þorláks- son til allra ríkisþarfa annara en afborgana af lánum 45 miljón- um króna. Á jafn löngum tíma eyddi Jónas Jónsson til sömu þarfa 78 miljónum, eða 33 miljónum rneira. Reykvíkingum er að lang- mestu leyti ætlað að greiða skuldir ríkisins. Óhófseyðsla. Jónasar Jóns- sonar nemur meiru en 1000 kr. á hvert einasta mannsbam í bænum. Þennan mann ætlar Hjeðinn og Stefán Jóhann að svíkja inn á ykkur. Hann er búinn að koma rík- issjóði á heljarþrömina. Nú er honum ætlað að taka við bæjarsjóði. Jónas frá Hriflu er eina fleytan, sem þeir rauðu ætla að gera út á kostnað bæjarbúa, en sú fleyta er líka fiskin. Jónas er piltur, sem ratar í budduna ykkar, góðir borgarar. Reykvíkingar rata í ófyrirsjá- anlega ógæfu, ef rauðliðar kom ast til valda. Gerist ekki ykkar eigin böðl- ar. Kjósið C.listann. Virkjun Sogsins og Hriflu-Jónas borg- arstjóraefni. Sósíalistar hafa mikið gasprað um forgöngu sína á Sogsvirkjun- armálinu. En öll þeirra „um- byggja“ fyrir þessu nytjamáli snerist. um fjáraflaplön Sigurðar Jónassonar, fyrrum borgarstjóra- efnis flokksins. Sogsvirkjunin komst fyrst í ör- ugga höfn á síðasta reglulegu AI- þingi. Þá fengust lögin samþykt, uin virkjunina og ríkisábyrgðin. Og það voru Sjálfstæðismenn, sem þá eins og endranær beittu sjer fyrir framgangi málsins. — Jóni Baldvinssyni var boðið að vera meðflutningsmanni að frumvarp- inu, en hann skoraðist undan því. Hefir sennilega þá, sem svo oft áður, verið að versla við Fram- sókn. En málið liafðist, samt í gegn fyrir ötula og einbeitta sókn Sjálf- stæðismanna. . Hrif lu-Jónas, borgarstjóraefni rauðliða, gerði alt sem hann gat til að koma, málinu fyrir kattar- nef — en hann beið ósigur. Ef Jónas yrði nú borgarstjóri í Rvík myndi hans fyrsta verk verða að leggja Sogsvirkjunina á hiiluna. Minnist þessa í dag, Reykvík- ingar. Fjölmennið á kjörfund og kjósið C-listann! Kosningin hefst kl. 10. lIiiiKi kokvíði Jón^A. Pjetursson Hann rennir niður lyg- um sínum frá í fyrra- dag, og bætir við nýj- um í gær. I gær var frá því sagt hjer í blaðinu, að Jón A. Pjetursson hafn sögumaður hafi sagt frá því, að þrír togaraskipstjórar fylgdu Al- þýðuflokknum í bæjarútgerðarmál um. — Morgunblaðið fekk vitneskju um það í fýrrakvöld, frá tveim þeirra, að Jón A. Pjetursson fór með lygi, hvað þá snerti. í gær fitjar Jón A. Pjetursson upp á nýjum lygum og segir nú, að ,,,vfirgnæfandi meirihluti“ tog- araskipstjóra sje með bæjarútgerð. Þá eru þessir þrír, sem hann að vísu laug upp á, og orðnir eru að einum, sem ekki hefir náðst. til, orðinn „yfirgnæfandi meirihluti“. En átyllan, sem þessi stóriðju- höldur kosningalyga flaggar með í Alþýðublaðinu í gær, er sú, að Aðalsteinn Pálsson hafi sagt, að bæjarútgerð sje betri en snjó- mokstnr. Þetta var alt og sumt. Út af þessu spann Jón A. Pjetursson — og spinnur sennilega framveg- is — þvætting sinn um fylgi við bæjarútgerð. Þá játar Jón A. Pjetursson, að hann hafi logið í fyrradag, segir, að hann hafi rangfært. ummæli Aðalsteins. En í sömu andránni bætir hann við nýrri lygi, þvert ofan í ummæli þau, sem hann Jurt.ir samtímis eftir Aðalsteini. Menn, sem þannig fara að ráði sínu, eins og Jón A. Pjetursson, ættu að hafa vit á því, að gera ekki sjálfum sjer hneisu og flokki sínum t.jón með því að taka þátt opinberum umræðum. Virðist Alþýðuflokkurinn hafa litlu mannvali á að skipa, meðan hann velur sjer forystu slíkra, sem Jóns A. Pjeturssonar. Böðullinn þegir. Reykvíkingar! Veitið því at- hygli, að Jónas Jónsson fæst ekki til að lýsa yfir að það $je ósatt, að rauðliðar hafi lotað honum borgarstjóraembættinu. Þó er þetta lýgnasti maður landsins, og rauðliðar nú óðir og uppvægir að fá hann til að hjálpa til að svíkja Reykvík- inga með slíkri yfirlýsingu. En Jónas er hjegómagjarn eins og allir útskúfaðir. Hann er fús að segja alt ósaft annað en þetta eina, sem snertir viðkvæma, særða hjegómagirnd hans. Það eru fullar sannanir fyrir hendi um það, að Jónas á að -ða borgarstjóri ef rauðliðar i sigra, og það eru þeir Hjeðinn og Stefán Jóhann, sem ætla að svíkja þennan böðul allra reyk- vískra hagsmunamála inn á ykk- ur, —- manninn, ^ sem stofnað hefir flokk á hatrinu til Reykja- víkur. Svarið fyrir slíka smán í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.