Morgunblaðið - 20.01.1934, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.01.1934, Blaðsíða 6
Betra er að veifa röngu trje en engu. Guðmundur Kristinn og Magnús Stefánsson nota aðstöðu sína, sem stjórnendur íþrótta- mála, til pólitísks undirróðurs. MORÖUNBLAÐIÐ Mjer duttu þessi orð í hug, er jeg las í dálkum Kollu-blaðs- ins um þá frambjóðendur Fram- sóknarflokksins við bæjarstjórn arkosningarnar, Guðm. Kr. Guð- mundsson og Magnús Stefáns- son, þar sem það eina, sem þeim var talið til hróss var, að Guð- mundur hafi setið í 10 ár í stjóm í .S. í., en Magnús í 4 ár. Jeg var annars alveg hissa, að blaðið skyldi hafa hug í sjer til að minnast á það atriði úr æfi þessara manna. Og hefir að sjálf sögðu verið af ókunnugleik. Hefði verið miklu betra að segja að Guðmundur Kristinn hafi unnið hjá klæðaverksmiðjunni Iðunni í gamla daga og Magnús hafi rolast gegn um Samvinnu- skólann einhvern tíma á árun- um. En þá var víst ekki Fram- sókn stofnuð nje hinir svo köll- uðu bændaforingjar farnir að skifta sjer af bæjarmálum. Báðir þessir menn hafa sem sagt verið harla lítilvirkir um framgang íþróttamála. Sundskálinn. Einu sinni var sundskálinn við Skerjafjörð, en með aðstoð Guð- mundar o. fl. var hann fluttur í krikann úti í örfirisey, við Grandagarðinn, þar sem næst- um er ómögulegt að synda, og að skálanum hænast helst strák- ar sem fremja óknytti og ein ósköp af rottum. Nú er víst í ráði að flytja skál- ann aftur í Skerjafjörð, alla leiS suður undir landareign Her- manris lögregluatjóm, óg þetta auglýst með stórum upphrópun- um í blaði þeirra fjelaga. Kanske Hermanní hafi nú hugkvæmst að selja íþrótta- mönnum kaffisopa, sítron og ís úr kofanum sínum við hliðina, þessa tuttugu daga, sem hægt er að öllu jöfnu að nota sjóböð hjer á landi? En hitt mun þó sanni nær, að með þessu eigi að stuðls að verðhækkun á landi Her- manns. Sundhöllin. Guðmundur veður nú alt í einu elginn um íþróttamál í grein sinni í Kollu-blaðinu, —r þar kom að því að maðurinn fekk málið, — meðal annars um Sundhöllina. Best hefði nú ver- ið fyrir manninn, að minnast ekkert á þá ómynd, hvernig Sundhallarmálinu hefir vegn- að. Stærsti svikarinn í því máli er flokksforingi Guðmu'ndar, Jón- as Jónsson, honum er það mest að kenna, að Sundhöllin er ekki fullgerð, hann sveik um fram- lag ríkissjóðs, sem átti að greið- ast í hans stjómartíð. — Þar næst kemur dugleysi Guðmund- ar Kristins, sem stjómarmanns f. S. f. og áhrifaleysi, meir að segja á sína eigin flokksmenn. Siutdlaugarnar. Guðmundur Kristinn hefir, eftir því, sem jeg veit best, ver- j ið daglegur gestur í sundlaug- j unum hjer í mörg ár. Hvar eru tillögur hans í þessi 25 ár, sem hann talar um? Þær finnast ekki. 13.000 krónur tapaðar á ráðs- mensku Magnúsar Stefánssonar við blaðaútgáfu f. S. f. Þá minnist Guðmundur á blaðaútgáfu f. S. í., — er nú alveg víst að manninn vanti ekki eitthvað. Þar hefir Magnús verið höfuð- paurinn. Er öldungis óskiljan- egt, hvernig mennirnir hafa far- ið að því að tapa 13000 krónum á nokkrum árum á málgagni,, þar sem ,jafn margir menn standa að og allir íþróttamenn á landinu. Endirinn varð sá, að Magnús gafst upp og blaðið hætti að koma út. íþróttamaður. Fjárhagsáætlun Svía. Nú á að kappkosta að lækka styrk til atvinnu- leysingja, en auka fram- leiðsluná sem mest. Berlín 19. jan. F. Ú. Sænska stjórnin hefir nú birt frumvarp til fjárlaga fyrir ár- ið 1934—1935. í frumvarpi þessu er eftirtektavert, að beinn styrkur til atvir.nuleysingja er iækkaður mjög rnikið, en hon- um snúið upp í. atvinnubóta- styrk, að svo miklu leyti sem unt er. Til atvinnubóta áætlar stjórnin 120 miljónir króna, en til atvinnuleysisstyrkjar aðeins 17 miljónir. Kjósið C-íistann! Sjálfstæöisfólk! Bæjarstjórnarkosningín hefst kí. ÍO í Miðhæjarskólantim. Komið sem allra fyrst að kjósa og bendið samherjttm vorttm á að koma sem allra fyrst á kjörstað til þess að sígar Sjálfstæðís- manna sje aagljós þegar frá byrjan. Æskulýðsfundur Heimdallar á fimtudagskvöld. Stjórnmálafjel. Heimdallur hjelt opinberan æskulýðsfund í fyrra- kvöld í Varðarhúsinu, og hafði fjelagið boðið á fundinn öllum pólitískum æskulýðsfjelögum hjer í bæ. Varð aðsókn brátt svo mikil að flytja varð fundinn út og tala af svölum hússins. Þessir voru ræðumenn á fundinum: Frá Heim- dalli Bjarni Benediktsson, Thor Thors, Guðm. Benediktsson og Jóh. G. Möller, frá kommúnistum Bðvarð Sigurðsson, Áki Jakobs- son og Hallgrímur Hallgrímsson, frá Framsóknarmönnum Magnús Björnsson, Þórarinn Þórarinsson og Stefán Jónsson, frá jafnaðar- mönnum Guðjón Baldvinsson, Guð mundur Pjetursson og Pjetur Hall dórsson og frá nazistum Helgi S. Jónsson, Gísli Bjarnason og Jón Aðils. Var auðheyrt á máli allra þessara fjögurra andstöðuflokka Sjálfstæðisflokksins, að þeir telja sig með öllu ófæra til þess að hrinda flokknum frá völdum í bænum. Ræður Framsóknarmanna voru allar þrjár samanlagðar hin gamla ræða Jónasar nm „verkin tala", nema öllu betur flutt, en þegar Jónas flytur hana, enda þótt hún væri hjer flutt í þremur köfl- um. Nazistaforinginn Gísli Bjarna- son talaði með miklum fjálgleik um „framtíð Islands", sem hann taldi standa og falla með fjárafla- og útgerðarplönum sínum og Ósk- ars Halldórssonar. Ræður hinna nazistanna voru að mestu upptugg ur úr ræðu Gísla og var þó orða- gjálfrið sínu meira. Jafnaðarmenn irnir og kommúnistarnir deildu mest hvorir á aðra og komu upp um hin ýmsu blekkingarloforð, sem þeir hvor í sjnu lagi hafa borið fram til þess að afla sjer fylgis verkalýðs, og mátti varla á milli sjá, hverjir höfðu í þeim leik. En inn í þessar deilur fljett- uðu þeir gömlum lygum og nýjum staðhæfingum um Sjálfstæðisflokk inn, sem voru af líku tæi og slúð- ursögur hafnsögumannsins um á- lit sjer meiri manna á bæjarút- gerð. Sjálfstæðismenn fluttu hins vegar mál sitt með mikilli festu og ■ sýndu með skýrum dæmum fram á hinn glæsilega málstað flokksins við þessar kosningar. Var auðheyrt af undirtektum öllum, að Sjálfstæðisflokkurinn var í miklum meirihluta á fund- inum, og reyndu þo nokkrir naz- istastrákar að gera ærsl að ræðu- mönnum flokksins. Annars brá svo við með þenna fúnd, að kommún- istarnir .sýndu þar óvenjulega prúðmensku, en nazistar og sendi- sveinahópur, ca. 17 alls, Ijetu því götustrákslegar, þegar þeir gátu því við komið. Fundur þessi sannar skýrt, að aiskumenn þessa bæjar fylkja sjer með yfirgnæfandi meirililuta und- ir merki Sjálfstæðisflokksins, og að þeir æskumenn ervf menn, sem með rökum vega en ekki með ærslum, hrópum og handalögmál- um, og má ungum Sjálfstæðis- mönnum , og flokknum í heild, vera að því mikill sómi. Pundarmaður. Rógberimi. Gísli Guðmundsson, Tímaritstjóri mintist við útvarpsumræðurnar, á kosninga-„bombu“ þeirra Tíma- manna við síðustu bæjarstjórnar- kosningar hjer í hænum. Þessi „bomba“ var, sem kunn- ugt er sú, að Knud Zimsen þáv.. borgarstjóri hefði stolið einni milj. króna úr bæjarsjóði: A þessari „bomhu“ komst vörður laga og rjettar hjer í bænum, lögreglu- stjórinn, í bæjarstjórn. Gísli Guðmundsson var ekki margorður um þessa „bomhu“, að þessu sinni. Kvaðst hann „ekki hafa tíma“ til að ræða þetta mál nú! Rógberinn Gísli Guðmundsson hefði átt að liafa vit á því, að þegja nú um þessa kosninga- „bombu“, því að alþjóð veit, að öll uppistaðan í róggreininni frá 1930 var dæmd dauð og ómerk og hann dæmdur í þungar fjár- sektir fyrir róginn. Rógberinn var dæmdur vorið 1931, fáum mánuðum eftir að lögreglustjórinn var sestur í bæj- arstjórn, en á rógnum flaut hann inn. En hinn stimplaði og dæmdi rógberi, Gísli Guðmundsson, segir nú í áheyrn alþjóðar, að hann hafi „ekki tíma“ til að ræða þetta mál!! Er unt að hngsa sjer aumlegri framkomu? ‘ Reykvíkingar! Varist rógberana sem enn þá biðla til ykkar, með lygum og blekkingum um menn og málefni. Burt með rógberana út íslensk- um stjórnmálum! Kjósið C-listann! Hitaveitan. „Ekki nema ein miljón —“ Rauðliðar, Tímamenn og sósíal- istar hafa átt erfitt með að verja andstöðu sína gegn hitaveitu Reykjavíkur, sem Sjálfstæðismenn beita sjer fyrir, undir ötulli for- ystu Jóns Þorlákssonar, borgar- st.jóra. Almenningur í hænum veit mjög vel, að hitaveitan er lang- stærsta framtíðarmál Reykjavíkur. Og þar senj nú eru erfiðir tím- ar hjá mörgu fólki í hænum, væri einkar vel til fallið að byrja á framkvæmd þessa nytjamáls Það mundi veita aukua atvinnu í hæn- um fyrir miljónir króna. Svona atvinnubót vilja sósíal- istabroddarnir ekki hafa. Hún | myndi þó gefa Reykjavíkurbæ margfalclan arð. Þegar Stefán Jóhann var í út- varpinu á dögunum að afsaka þessa frámkomu hroddanna, sagði hann, að hitaveitan myndi „ekki gefa meira en sem svarar miljón í viunulaun“. Myndi ekki atvinnu lausu fólki hjer í bænum þykja gott, ef þessi miljón væri nú til reiðu. Hún myndi nægja til þess að þurka út alt. atvinnuleysi hjer í bænum. En svona er fjandskapur sósíal- ista magnaður gegn þessu nytja- máli, að þeir geta ekki einu sinni unt verkamönnum að fá þá miklu atvinnu, sem fyrirtækið myndi í tje láta. Krossinn fyrir framan CT.. Brjefabindi fyrir skjöl, brjef, reikn— inga og víxla. Gcymslu- mappan ,,Ideal“ er nauðsynleg" þeim, er vilja geyma vel skjöl isín, brjef eða víxla. Einnig höfum vjer möppur með hólfi fyr- ir hvem bókstaf. Ðofuðbækur kladdar, sjóðbækur, dag- bækur, reikningseyðu- blöð. Skjala-umilog möppur með 60 skjala- umslögum í 8 stærðum, sjerstaklega hentugt fyr- ir hverja skrifstofu. iokUtú&QH Lækjargötu 2. sími 3736 Bara tvent. í dag á að kjósa í bæjarstjórn. Skyldi það vera vandi. Um tvent er að hugsa. Fjárhagur bæjarins þarf að vera í lagi. Annars er ekki hægt að bæta úr neinu nema af handahófi og í snöggbráð, hvort sem það eiga að heita efnamenn' eða fátæklingar, líður þeim ver á eftir. Hitaveitan- Hún gerir bæinn að annari ver- öld. Enginn fátæklingui' þarf þá að sitja loppinn og hálf verklaus aí' kulda, fjöldi lasburða manna getur farið fyr á fætur og unnið meira. Það verða miklu meiri vinnubrögð, vellíðan og betri af- koma. Þó ekki sje nema þetta tvent, þá þarf að kjósa þá, sem bera það mest fyrir brjósti, og jeg býst við að það sjeu C-listamenn. Hinir listarnir leiða til hörmunga fyr eða síðar. Það eru kommúnistar. Kjósandi, þú ert á leið á kjör- fund. Ef þú hugsar þjer að kjósa A, B eða H (E tel jeg ekki), þá mundu að þú ætlar að kjósa hörmungalista. Þótt þjer þyki eitthvað að, þá er engin leið að kjósa annað en C-listann. Mundu það, C-listann! Borgari. Utanríkisverslun Þjóðverja minkar. Berlín 18. jan. F. Ú. Skýrslur um atanríkisversl- un Þýskalands á árinu 1933 eru nýkomnar út. Útflutningurinn þetta ár var 4871 Mi miljón imarka, en var 5739 miljón árið áður. Er þetta fall talið stafa bæði af lækkuðu verðlagi, og minkuðu vörumagni. Innflutn- ingurinn fell einnig úr 4666 milj. marka í 4203 V2 milj. og er þannig 668 milj. minni en út- flutningurinn. Árið 1932 var út- flutningurinn rjettum miljarð- marka hærri en innflutningur.. 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.