Morgunblaðið - 27.01.1934, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.01.1934, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ 3Horgu»Maí>ið Útgef.: H.f. Árvakur, fteykjavlk. Rltstjórar: J6n KJartansson, Valtjr Stefánsson. Rltstjórn og afgreiösla: Austurstræti 8. — Slmi 1600. Auglýsingastjöri: K. Hafberg. Auglýsingaskrlfstofa: Austurstræti 17. — Slmi 3700. Helmasimar: J6n Kjartansson nr. 3742. Valtýr Stefánsson nr. 4220. Árni 6la nr. 3046. B. Hafberg nr. 8770. Áskriftagjald: Innanlands kr. 2.00 á mánubi. Utanlands kr. 2.60 á mánnCl. 1 lausasölu 10 aura eintakJS. 20 aura me8 Lesb6k. Straadiö í DQrafirði. „Ægir“ náði enska togaranum á flot i fyrradag, en misti hann aftur í strand. Bins op,' skýrt var frá í blaðinu í gær, fór veður lægjandi vestra í fyrradag. Þó var ekki búist við því, að varðskipið mundi gera neina tilraun til að draga enska togarann „Cape Sabel“ af grunni. Þó gerði „Ægir“ tilraun til þess þá um daginn. Yoru þá fengnir verkamenn frá Þingeyri til þess að fara út með firðinum, þangað sem skipið strandaði (við Arn- arnes) og ljetta það, og eftir það tókst „Ægi‘‘ að draga skipið á flot, og eitthvað um 60 faðma út, en þá steytti togarinn á skeri og við það slitnaði strengurinn milli skipanna. Hrakti togarann þá upp í skerjagarðinn á öðrum stað, heldur en bann hafði verið áður. IJpp úr því gerði norðangarð og varð þá við ekkert rá.ðið. En í gærkvöldi var að lægja, og er búist við því að ,,Ægir“ muni gera aðra björgunartilraun í dag. Strandmennirnir af ,Cape Sabel' komúst fyrst um borð í annan enskan togara, og voru þar um borð frá mánudegi til fimtudags. í gær komu þeir allir inn til Þing- eyrar og leið þeim vel. Bíða þeir nú eftir skipsferð heimleiðis. slrandið. Skipiö talið af. í gær komu þær frjettir að aust- an, að flutningaskipið „Edda“, beldi áfram að liðast sundur á strandstaðnum. Yarðskipið „Þór“ v.ar komið á strandstaðinn, en komst bvergi nærri skipinu vegna brims. í gærkvöldi var þó sjó tekinn að lægja og var komin norðanátt, en menn óttast að „Edda“ sje svo illa farin, að henni verði ekki bjargað. „Esja“ kemur á Hornafjörð í dag til þess að taka strandmenn- ina. Var ekki ráðið í gærkvöldi hvort allir ætti þeir að fara hing- að suður með „Esju“, eða. skip- stjóri og 1. vjelstjóri yrði eftir eystra og biði þess bvað um Eddu yrði. Sjóslys við Dýraf jörðB Ásigling milli enskra togara. tveggja „Sabik“ eftir að það sökk, þeir liafi horfið jafnharðan djúpið aftur. en í Annar sekkur samstundis og 12 menn farast. Um „Sabik“. f baust var íslenskur skipstjóri um tíma á „Sabik“, Ólafur Ófeigs- son. Þess vegna hafa menn haldið Klukkan V/2 í gærdag rákust á út af Dýrafirði ensku togararnir „Sabik“ og „Eutha,nia“, báðir frá Grims- by. „Sabik“ sökk þegar og fórust 12 menn, en 2 var bjargað. Þessi sorglega fregn barst hing- að að vestan um kl. 2 í gær. -— Birti Morgunblaðið hana í glugga sínum, og linti ekki fyrirspurnum í síma allan daginn eftir það, því að menn bjuggust við að ein- hverjir íslendingar hefði verið á skipínu. En svo var -ekki, eins og nánar verðu^ ságt frá síðar. Það var erfitt að ná glöggum frjettum að vestan af strandi þessu fram eftir deginum í gær, en í gærkvöldi seint tókst Morg- unblaðinu að ná sambandi við Þingeyri í Dýrafirði, og fekk það- an þessar fregnir: Áreksturinn. Enskur togari leitar að líkum þeirra, er fórust og hvort nokk urir kunni að vera lifandi. Skömmu eftir að slysið varð, kom þriðji enski togarinn á vett- vang og fór að leita, hvort hann fyndi ekki neinn mann ofansjávar á lífi af skipshöfn ,,Sabiks“, eða þá lík þeirra, sem farist höfðu. En ,,Euthonia“ þorði ekki að bíða eftir því, bjóst við því að kunna iið sökkva þá og þegar og flýtti sjer því til liafnar. Er því ekki enn vitað hvort leitar-togarinn hefir fundið nokkra 1 lífi, en það ei talið fremur ótrúlegt. Mælt er, að skipverjar !á „Euthonia“ hafi sjeð skjóta upp mönnum af að íslendingar hefði verið á skip- inu. Ólafur fór af því í nóvember. En vegna. þess að Morgunblaðið vissi hann allra hjerlendra manna ninnugastan því, átti það tal við hann í gærkvöldi og spurði hann um skip og áhöfn. Hann svaraði svo: Það er áreiðanlegt, að enginn íslendingur hef- ir verið á skipinu núna Þess vegna má fólk hjer vera óhrætt um, að það hafi mist ást- vini sína eða ættingja. Jeg var fiskiskipstjóri á „Sabik“ í haust, tvær veiðiferðir, en fór af því 20. nóvember. Líkaði mjer vel við skipið, þótti það gott sjóskip, en ekki var það stórt, um 131 smá- lest. Það var smíðað í Selby árið 1918, eitt af þessum „Standard“ skipum, sem Englendingar smíð- uðu þá, mjög svipað og „Karls- efni“, íslenska togaranum. Eig- endur skipsins voru „Dahl Steam Pishing Co. Ltd “ Mjólkurmálið. i -- Hvað tekur nú við? Prásögn skipstjórans á „Euthonia‘‘. Breski togarinn ,Euthonia‘ kom hingað til Þingeyrar um kl. 3 í dag og lagðist hjer á ytri höfn- inni. Skipstjórinn segir svo frá, að kl. um V/2 hafi árekstur skip- anna orðið um 7 sjómílur út af firðinum. Var þá veður sæmilegt, og ekki mjög mikill sjór, og ekki dimmviðri. Hvers vegna slysið hefir hent, er enn eigi víst, að „Euthonia“ sigldi ])vert á „Sabik“ og lenti á skipinu um vjelarrúmið þvert, og hjó langt inn í það. Sökk þá „Sabik“ samstundis. Þegai' áreksturinn varð, var skipstjórinn á „Sabik“ og flestir menn á skipinu undir þiljum, nema, loftskeytamaður og annar vjelstjóri, sem voru á stjórnpalli við stýrið. Þessir tveir menn björguðust, en eng- ir aðrir, og fórust þannig 12 menn af 14, sem á skipinu voru. Eigi var það sannfrjett í með hverjum hætti þessir tveir menn höfðu bjargast, en sennilegt er að þeir hafi hlaupið á milli skipanna, áður en „Sabik“ sökk. Var sagt í gærkvöldi, að þeir lægi báðir um borð í „Euthonia“, væri þó ekki meiddir, en myndi hafa fengið taugaáfall af felmtri við þenna sviplega atburð. „Euthonia" ekki mik- ið skemd. Það er álitið að togarinn „Eu- thonia“ sje ekki mikið skemdur. Hefir liann ]jó laskast eit.tlivað að framan og mun kafari frá íslenska varðskipinu „Ægi“ athuga skemd- irnar á morgun (\ dag). Þar sem frá var horfið. Það var ekki laust við, að sein- asti þáttur mjólkurmálsins yrði skoplegur. Hennann Jónasson lögreglu- stjóri kvað upp dóma yfir tveim mönnum, sem kærðir voru fyrir brot á Mjólkurlögunum. Verkn- aður beggja var nákvæmlega hinn sami, sá, að selja ógerilsneydda mjólk í mjólkurbúðum hjer í bæn- um, en það banna Mjólkurlögin og- leggja sektir við. Lögreglustjórinn kvað upp dóm í öðru málinu föstudaginn 22. des. Það var sýknudómur, bygður á því, að ekki væri komin tilkynning frá atvinnumálaráðherra um það, hvaða mjólkip'bú hefðu hlot.ið ,viðurkenningu‘ samkvæmt Mjólk- urlögunum. Næsta dag, laugardaginn 23. des. kvað lögreglustjóri upp nýj- an dóm í nákvæmlega samskonar | máli. En nú var sektardómur upp kveðinn, enda var Lögbirtinga- blaðið þá komið út með auglýs- ingu um hin vjðurkendu mjólkur- bú. Eigi er ætlun vor að fara hjer að ræða þessa tvo dóma lögreglu- stjórans, enda þótt þeir — svona iilið við lilið — virðist næsta skop- legir. Hitt var ætlan blaðsins, að reyna að grenslast eftir því, hvað valdhafarnir hugsa sjer nú að gera; því svo virðist sem þeir sjeu byrjaðir að franikvæma hin marg umtöluðu Mjólkurlög. En sú frain- kvæmd byrjar svo einstrengings- lega, að það vekur grun um, að meira sje í aðsigi. Til hvers voru Mjólkurlögin sett? Enda þótt mikið flaustursverk yrði á afgreiðslu Mjólkurlaganna á Alþingi s.l. vor, og lögin sjeu mjög ófullkomin í alla staði, bera þau þess þó glögg merki, hver tilgangurinn var með setning þeirra. Hann kemur glegst fram í heiti laganna sjálfra: „Lög um heilbrigðisráðstafanir um sölu mjólkur og rjóma“, er heiti laganna. Og innihald laganna er í sam- ræmi við heitið. Þar segir m. a.: „í öllurn þeim kaupstöðum og kauptúnum lijer á landi, þar sem fram fer sala á mjólk og rjóma frá fUllkomnum mjólkurbúum, er viðurkend hafa verið af atvinnu- málaráðherra, skal óheimilt að Selja þessar vörur ógerilsneyddar. Undanþeg'in þessu banni skulu þó mjólkurbú, er að dómi atvinnu- málaráðherra liafa sjerstaka að- stöðu til þess að hreinsa mjólk- ina á annan hátt og koma henni oskemdri á markaðinn“. Þessu næst segir, að lögin nái ekki til svonefndrar barnamjólk- ur „nje til þeirrar mjólkur, sem framleidd er innau kaupstaðarins og framleiðandi selur utan mjólk- urbúðar beint til neytenda“. Af þessu er Ijóst, að Mjólkur- lögin miða fyrst og fremst að því. að tryggja að ekki sje seld í búð- um önnur mjólk en sú, sem er óskemd og góð verslunarvara. — Þetta er s.jálfsögð heilbrigðisráð-r stöfun. W ! Sanngjarnt mjólkurverð. En svo er önnur hlið á þessu máli og hún snýr eingöngu að neytendunum. Hún er: Hvernig er hægt að tryggja það, að neyt- endur fái á hverjum tíma mjólk kejjita sanngjörnu verði og að þeim sje ekki gert erfitt fyrir, að afla sjer þessarar nauðsynja- vöru ? Því verður ekki neitað, að Mjólkurlögin — jafnframt því að vera rjettmæt heilbrigðisráðstöf- un — veita þau hinum „viður- kendu“ mjólkurbúum sjerrjett- indi. Þessi mjólkurbú hafa ein tæki til að gerilsneyða mjólkina og gera hana að markaðsvöru fyr- i i' Reykjavíkurmarkaðinn. Þessi sjerrjettindi mjólkurbú- anna gera það að verkum, að bæj- arstjórn Reykjavíkur verður að láta þetta mjólkurmál meir til sín talra hjer eftir en liingað til. Bæjarstjórn verður að hafa eft- irlit með mjólkurverðinu framveg- is. Og það er mjög auðvelt, að koma slíku eftirliti á, því að Mjólk urbandalag Suðurlands hefir fyrir meira en ári boðist til, að láta nefnd ákveða verð- lag mjólkurinnar á hverjum tíma. Þessi verðlagsnefrid sje skipuð jafmnörgum fulltrúum frá bæjar- stjórn og Mjólkurbandalaginu, en oddamaður verði hagstofustjóri eða annar hlutlaus maður. Þó að bæjarstjórn Reykjavíkur liafi ekki viljað blanda sjer inn í þessi mál hingað til, horfir þetta alt öðru vísi við nú, eftir a.ð Mjólkurlögin eru komin í fram- kvæmd. Framkvæmd Mjólkurlaganna. Sektardómur sá, er Hermann Jónasson kvað upp fyrir jólin, bendir til þess, að nii eigi að ganga í skrokk á þeim mjólkur- búðum lijer í bænum, sem selt liafa ógerilsneydda mjólk, loka búðunum og sekta óigendur eða umráðamenn þeirra. Þessi karkalega aðferð nær vita skuld engri átt. Pjöldi fólks hjer í bænum hef'ir lagt í öiikinn kostn- að við að koma upp mjólkurbiið- um og gera þær þannig úr garði, að fullnægi kröfum heilbrigðissam þyktar bæjarins. Ef lokað er hjá þessu fólki fyrirvaralaust, myndi það bíða stórtjón við þá ráð- stöfun. Sjálfsagt geta mjólkurbúðir, öllum að 'skaðlausu, fækkað tals- vert frá því sem nú er. En það verður að veita þeim mönnum hæfi legan frest, sem loka eiga mjólk- urbúðum. Síðan verður að sjá um. að þær mjólkurbúðir, sem starf- ræktai' verða í framtíðinni, verði dreifðar sem hagkvæmast um all- an bæinn, svo að þær komi neyt- enduin að sem mestum og bestum notum. Bæjarstjórn verður að taka mjólkurbúðamálið upp frá nýju og sjá um, að neytendum verði ekki gert erfitt fyrir a.ð afla sjer þessarar nauðsynjavöru. Bændur utan mjólkurbúa. Allmargir bændur austan fjalls, sem standa utan mjólkurbúanna, baf'a undanfarið sent hingað nijólk, sem seld hefir verið óger- iisneydd í búðum hjer. Þessum mönnum verður nú bolað burt af

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.