Morgunblaðið - 01.02.1934, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.02.1934, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánssón. Ritstjörn og afgreitSsla: Austurstrœti 8. — Simi 1600. Auglýsingastjóri: E. Hafberg. Auglýsingaskrifstofa: Austurstrœti 17. — Slml 3700. Helmasfmar: Jón Kjartansson nr. 3742. Valtýr Stefánsson nr. 4220. Árni Óla nr. 3048. E. Hafberg nr. 3770. Áskriftagjald: Innanlands kr. 2.00 á mánutíi. Utanlands kr. 2.50 á mánuSi. 1 lausasölu 10 aura elntakltS. 20 aura með Lesbók. Rússneski flugbelgurinn ferst. Allir mennirnir bíða bana. Kalundborg, 31. jan. PU. Rússneski loftbelgnrinn, sem í gær setti met í hæðarflugi, með því að fara rúma 20 km. upp í loftið (20600 m.) fórst í dag á leiðinni niður. Menn höfðu síðast loftskeytasamband við loftfarið um miðjan dag í dag, síðan hvarf ]>að alveg, og höfðu menn ekkert samband við það og óttuðust, að belgurinn hefði sprungið, en sum- ir hjeldu þó, að einungis hefði verið um loftskeytahilun að ræða. En nú hefir farþegakarfa belgsins fundist, og í henni lík þeirra þriggja manna, sem í henni voru. Belgurinn sjálfur hefir hinsvegar ekki fundist, og vita menn ekki með hvaða liætti þetta slys hefir borið að höndum. Þorbergur Þúrðarson Leiðangur Byrds i tiættu. íi: Þórbergur Þórðarson hefir nú undanfarið ritað í Alþýðublaðið framhaldsgrein, er hann nefnir „Kvalaþorsta Nazista“. Hefir grein þessi, sem eðlilegt/ •er, enga sjerlega athygli vakið. Hún er staglsöm þýðing á rótar- skömmum um hinn þýska st.jórn- arflokk, með fjöhnörgum meið- yrðum um nafngreinda menn. — Hefur greinin ekkert sjerstakt til- efni til eftirtektar, fremur en annað, sem þessi höfundur ritar um stjórnmál. En ræðismaður Þjóðverja hjer hefir, fyrir hönd þýsku stjórn- arinnar, farið þess á leit við rík- isstjómina, að hún höfðaði máJ gegn Alþýðublaðintt fyrir birtingu hinna meiðandi ummæla um þýska st jórnmái amen n. íslenskir bláðalesendur munu vera næsta sammála um, að þýska stjórnin standi jafnrjett, hvernig sem Þórbergur Þórðarson skrifar, og hefði því Þjóðverjar mátt lofa ekki merkari manni í ekki merk- ara blaði en Alþýðublaðinu, óátal- íð, að halda fúkyrðalopanum áfram. Og Þórbergur Þórðarson hlýt- ur, ef hann hugsar sig vel um, að vera á sama. máli, að skrif hans, lengri eða skemri, geti engum truflunum valdið á gengi þýskra Nazista. Tilgangur Þórbergs lilýtur að vera. allur annar. Enda er hann anðfundinn. Honum hefir tekist að leiða at- hygli liins þýska ræðismanns að skammagrein sinni. tekist að fá ræðismanninn til þess að skýra stjórn sinni frá. henni. Og getur þetta gefið höfundinum, blaði hans og flokki nokkra von um, að framhaldandi fúkyrðaskrif, kunni að geta torveldað viðskifti okkar íslendinga við Þjóðverja. Hagkvæmir viðskiftasamningar við Þjóðverja geta, sein kunnugt er, aukið stórkostlega atvinnu og tekjur manna hjer til lands og ■sjávar. Sjómenn og útgerðarmenn þurfa t. d. að selja Þjóðverjum fisk og síld í stórum stíl, ef vel á að fara. Með skrifum sínum kann Þór- bergur Þórðarsou að geta áorkað nokkru um. að viðskifti þessi mis- takist, og með því aukið á at- vinnuleysi og vandræði lands- manna. Til þess mun leikurinn gerður. K. P. U. M. A.—D.-fundur í kvold kl. 8]4. Þar talar Magnús Eunólfsson stud. theol. 4 menn einangraðir á ísnum, sem er að brotna, en skipið fast í ís. Kalundborg, 31. jan. PU. Suðurhafsleiðangur Byrds er enn í hættu staddur. Loft.skeyta- fregnir frá honum í dag segja, að 4 leiðangursmenn, sem sagt var frá í fyrradag, sjeu« enn í yfirvof- andi lífsháska. Þeir urðu viðskila við aðalleiðangurinn, er þeir reyndu að bjarga nokkuru a.f mat- vælaforða hans, sem lá undir skemdum af fannkomu. Nú hefir ísinn sprungið milli þeirra, og staðarins, sem matvælaforðinn er á, og er spöngin, sem frá sprakk óðum að losna og reka burtu. Skip leiðangursmanna getur ekki komið því við, að reyna að bjarga mönn- unum, því að það er fast í ís all- langt í burtu frá þeim. Slys Drengur slasast hættu- legra af sprengingu. í. gær voru tveir drengir á Sauðanesi í Asum í Húnavatns- sýslu. Þórður Pálsson 14 ára og bróðir hans ó ára, að leika sjer að tómri bensíntuímu fyrir ofan tún- ið. Tunnan sprakk í höndum þeírra. Plaug botninn 'úr henni yfir höfuð yngri drengsins, en lenti á höfðinu á Þórði og særði hann bættulega. Yngri bróðirinn hljóp þegar heim og skýrði frá slysinu. Þegai' rnenn komu að lá Þórður í blóði sínu meðvitundar- laus. Læknir var þegar sóttur og batt harm um sárið, en ekki hafði Þórður fengið meðvitund er sein- ast frjettist. DagbóÞ:. Veðrið (miðvikudagskv. kl. 5) : Djúp Jægð yfir norðanverðu Græn laridi á hreyfingu austur eftir. Veldur hún R\T-hvassviðri á Vest- fjörðum og N-landi með 6—10 st. hita. Á Austfjörðum er hæg SV- átt með bjartviðri og 9—11 st. hita sumst. Urkoma dálítil sumst. vestan lands. en þurt á Norður- og Austurlandi. Veðurútlit í Rvík í dag: V- kaldi. Dálítil úrkoma og kaldara. Útvarpið í dag: 19.00 Veður- fregnir. 12.15 Hádegisútvarp. 15.00 Veðurfregnir. 19.00 Tónleikar. 19.10 Veðurfregnir. 19.20 Tilkynn- ingar. — Tónleikar. 19.30 Lesin dagskrá næstu viku. — Tónleikar. 19.55 Auglýsingar. 20.00 Klukku- slát.t.ur. Prjettir. 20.30 Erindi: Nýjar bækur á Norðurlandamál- um, TTT. (Síra Sig. Einarsson). 21.00 Tónleikar; Útvarpshljóm- svöitiú.. Grammófónn : tslensk lög. Danslög. Fermingarbörn Dómkirkjusafn- aðarins eru beðin um að koma í kirkjuna til viðfals. til síra Prið- riks Hallgrímssonar í dag, og til síra Bjarna .Jónssonar á morgun, báða dagana kl. 5 síðdegis. Ólögiegt áfengi fundu tollverðir hjer í Lagarfossi er hann kom núna frá útlöndum, 5 flöskur af whiskv og eina flösku af ákavíti. Málið er í rannsókn, HáskólafyrirTestrar. Með tsiandi kemur hingað C. Perdinandsen prófessor við landbúnaðarháskól- ann danská, og ætlar hann að halda lijer hásfcólafyrirlestra. Skráning atvinnulausra hjer í bæ hefst í dag kl. 10 f. hád. í Göodtempla rahúsinu. Skráningin stendur í þrjá daga, fimtudag, föstudag og laugardag frá kl. 10—8 að kvöldi. Þeír, sem láta skrásetja sig, eiga að gefa ná- kvæmar upplýsingar um heimilis- ástæður sínar, hve marga atvinnu- daga þeir hafi haft seinasta árs- íjórðung, um tekjur konu og barna o. s. frv. Minningarathöfn fór fram hjá Ukhúsinu í gamla kirkjugarðinum í gær áður en þaðan voru fluttar kistur þeirra tveggja Þjóðverja, sem druknuðu hjá Svínafellsósi. Síra Bjarni Jónsson flutti bæn á þýsku, Viðstaddir voru ræðismað- ur Þjóðverja, allmargir Þjóðverj- ar búsettir hjer í bænum o. fl. Enskur togari kom hingað í gær til viðgerðar. * Dettifoss fór til Keflavíkur í gær til þess að lesta. fisk, var væntanlegur hingað aftur .í gær- lcvöldi. Lyra fer af stað 'frá Noregi í kvöld kl. 10 áleiðis hinga.ð. .fslandið fór fró Kaupmannahöfn á þriðjúdag áleiðis hingað, kemur við í Leith og Thorshavn. ísfisksölur. Hilmir seldi í Hull í gær 1332 kit af bátafiski fyrir 1127 stpd. Kópur seldi í Grimsby 70 smálestir af bátafiski fyrir 1147 stpd. Aðaldansleikur K. R. fer fram laugardaginn 10. febr. og verður sjerstaklega Arel til lians vandað. Fermingarbörn síra Árna Sig- urðssonar. eru beðin að koma í kirkjuna kl. 5 í dag. Franz Schubert heitir dálítið lcver eftir Helga Hallgrímsson, og er nýkomið út, Það fæst í bóka- versl. Sigfúsar Eymundssonar og, ITIjóðfæraverslun Katrínar Viðar. ! Námskeiði í vjelgæslu við Vjel-! stjóraskólann irar lokið í gær. 10 Það er sjálfsagt að kaupa Iijá okkur. Matborð. Borðstofustóla. Rúmstæði með dínu. Barnarúm. Dívana. Útvarpsborð. Dívanhillur. Skákborð. Stofuborð. Klæðaskápa. Skjalaskápa. & | I Stoppaða stóla. Stoppaða stóla þýska. Borðstofur, Betristofuhúsgögn, Skrifstofuhúsgögn. Buffe stök. Anretteborð. o. fl. ódýrast í bænum. Gott er að semja við okkur. Húsgagnav. við Dómkirkiuna mmm Verð: 25 aurar. (Clausensbræður). mm Nýtt skemtiblað. K v ö ldvaka 1. tbl. Pimtudaginn 1. febrúar. 1934 Tilkynning, í dag kemur út 1. tiilublaðið af nýju skemtiblaði, sem heitir Kvöld- vaka. Efni blaðsins er mjög fjölbreytt og skemtilegt, T. d.: Misti hægri höndina, en bjargað 10 mannslífum sönn saga). Ótrúlegt, en þó satt. Presturinn og djákninn (kýirmisaga). Tvíburarnir voru ekki samfeðra (einkenuileg'ur úrskurður). Hljómmyndir inn á hvert heimili (/merkileg nýjung), „Litla flónið“ (levnilögreglusaga). Brúðurin roðn- aði (smásaga). „Hann kemur ekki, asninn sá arna“ (kýmni). Maður- inn, sem allar stúlkur elskuðu, bráðskemtileg og spennandi ástarsaga, sem alt kvenfólk mun lesa með ánægju. Skrítlur og margt fleira. Sölubörn, sem ætla að selja Kvöldvöku, komi í dag í bókabúðinu á Laugaveg 68. - Kvöldvaka inn á hvert heimili! ÚTSALA Standlampar, borðlampar, vegglampar og silkiskermar selj- ast með 10, 20 og 30' / afslætti. Notið tækifærið og gerið góð kaup. Skermabúðin, Laugaveg 15. Komin Kieiin. Sigríður Snæland, nuddlæknir, Hafnarfirði. Nýkomið: Appelsínur Jaffa. Appelsínur Walencia 240 og 300 stk. Kartöflur. Epli Winsaps. Eggert Krisfjánsson & fto. nemendur sóttu námsskeiðið -og luku prófi. \Toru ])i)ð þessir: Tngv- ar Guðmundsson, Guðm. Hjálmars- son. Þórður Nikulésson. Guðm. Jónsson, Jósef Eggertssou. Stein- grimur Pálsson, Sigurður Krist,- jánsson, Olafur Stefánsson, Jón Bjárnason og Haraklur Kjartans- son. Er þetta fyrsta námskeið slíkt, sem lial.dið liefir verið við skólann, enda þótt lögin um skól- Mtm geri ráð fyrir slíku námskeiði. En fjárveiting til þess hefir ekki verið fyrir liendi, fyrri en nú. Magnús Guðmundsson ráðherrá oí! Torfi Hjartarson fulltrúi vorn meðal farþega á Dettifossi að norðan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.