Morgunblaðið - 09.02.1934, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 09.02.1934, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ :Míh skoðun er sú, að ekki sje .annað fyrir hendi en að berjast \Tið keppinautana um markaðina — berjast eftir mætti um verð, vörugæði og magn — og þungíært ■ samlags-skipulag myndi tæp- lega ljetta það, sbr. Síldareinka-" sölnna sáluðu. Mætti ef til vill fara svo lirapallega að það gæfi Norðmönnum og Finnum fullnað- .arsigur yfir olckur eins og einka- salan ,stabiliseraði‘ atvinnu þeirra ;á hafinu. Auk þess hættir sam- lögum og einkasölum altaf til að hefja meira eða minna „einkasölu- brask“ í neyslulöndumun, og' það verður aldrei vel þokkað af þeim neytendum eða kaupendum, sem •fyrir því verða. — Einnið útilok- ar það stærri og minni framleiðslu krafta í landinu sjálfu. Það slral játað, að við stöndum mjög höllum fæti í samkeppninni við Norðmenn og sjei-stakiega við Pinna, með okkar gífurlegu inn- «og útflutningstollum á framleiðsl- unni, hafnargjöldum, farmgjökhim, stöðvaleigum og vinnulaunum, en við þessu er ekkert að gera. — Hvorki stjórnin eða aðrir aðilar þykjast víst geta mist þessi gjöld, því síður þurfum við þess að vænta að í neyslulöndunum verði gerðar neinar ráðstafanir til að verja okkur fyrir keppinautunum, því að altaf verður markaðurinn þægð þess, sem fær að selja, og engum er okkar framleiðsla nauð- synlegri en annara þjóða fram- leiðsla sömu tegundar. Nú er það svo, að það er afar- nauðsynlegt fyrir okkur, og' þó sjerstaklega Norðlendinga, að síld- ;arútflut.ningurinn sje mikill og veiti mikla atvinnu. —. En það getur því aðeins orðið, að um verð og annað sje 'kep't, reynt að selja alt sem hægt, •er jafnvel þótt verð sje lágt. Mitt álit, er, að við megum undir eng- um kringumstæðum láta þennan at vinnuveg leggjast í rústir, og því ■síður stnðla að því, að svo verði. Hækkun nýsíldarverðsins. •Jeg hefi heyrt að í ráði væri að 'hækka nýsíldina næsta sumar. Eklri er það að efa, að sjómönnum og' útgerðarmönnum veitti síst af hærra verði en verið hefir. En flestir, sem til þekkja, eru sann- færðir um, að árangurinn af verð- hækkunartogstreitu yrði meira tap. Hinsvegar yrði þetta ski'a.ut- f jöður í hatt Norðmanna og' Finna, þannig að þeir losnuðu við okkur aí mörkuðunum samkeppnis- og tapalaust. Nei. Getum við haldið sama nýsíldarverði og í fyrra, megum við kallast góðir. Um bræðslusíldarhækkun er víst líku máli að gegna. Ekki er airarkaðsverð bræðslusildarafurða svo hátt, að það þoli hráefnis- hækkun, og ekkert útlit, er fyrir verðhækkun. Ekki myndi heldur Ríkisbræðslan fær um að gefa ■slíkt verð, eftir því stofnfje, kvöð- um og starfsmannahaldi, sem á henni hvíla. Mundi láta nærri, að hún ætti að”geta unnið \ir 6000 málum á sólarhring, ef koma ætti .á móti stofnfje og reksturskostn- aði, miðað við reksturskostnað þeirra nýtísku verksmiðja, sem fremst standa í þessum iðnaði. Verður þetta eðlilega að koma niður á hráefninu aðeins, því að ekki getur það verið meiningin, 'að þetta fyrirtæki eig'i að reka með árlegum reksturshalla, sem komi niður á ríkið. Kartöflusýkin í Vestmannaeyjum. Síldaruppboð. Jeg' er annars undrandi yfir jví, úr því að menn vilja að hið opinbera skifti sjer af sölu síldar- innar, að enginn skuli beita sjer fyrir því að komið verði á uppboð- um á verkaðri síld og nýsíld. Því ekki að taka upp þetta marg- reynda fyrirkomulag, í stað þess ao taka upp solukerfi, sem er á tilraunastigi, ekki betra en eldri reynsla okkar er af þessháttar braski? Finst ekki fleirmn en mjer við hafa gert nóg að því að Ijá aðalatvinnuvegi okkar fyrir „til- raunalranínur“ handa æfintýra- kendum „patent-teóríum“ ýmsra óreyndra spákaupmanna ? Síldaruppboðin, þar sem öllum væri frjálst að kaupa síld og' hag- nýta, á hvaða stigi sem er, myndu stefna hingað mörgum kaupend- um, sem alls ekki líta hingað nú. Þetta leiðir óhjákvæmilega af sjer samkeppni, sem tryggir, að það verð næst, sem markaðurinn þol- ir í það og það skiftið, og hærra verðmæti hefir síldin ekki, frekar en önnur vara. Fyrirkomu- lag þetta er mjög ódýrt og óbi*ot- io. Útgerðin þarf ekki frekar en hún vill að sjá síldarversluninni fyrir fjármagni og losnar við töp- in. Þá njótum vjer þess að hafa samfeldari og fjörugri markað en þeir, sem salta á hafinu, og myndi það verða þeim hættulegra en all- ii varðbátar og þess háttar, sem menn setja traust sitt á. Aunars er hjer ekki rúm til að telja kosti nje fýrirkomulag, og læt jeg því staðar numið að sinni. Gísli Vilhiálmsson. Kelly bílagúmmí. x AHar stærðír. Semjíð við Sigurþór, Veltusundi 1, sími 3341. Stanölampar með kringlóttri Borðplötu seljast nú fyrir aðeins kr. 39,00. Notið þetta einstaka tækifæri. Skermabúðín, Laugaveg 15. Þeg’ar jeg kom til Vestmanna- eyja, haustið 1917, heyrði jeg gert ndkið orð á tjóni því er sýkin hafði valdið í eyjunum þá um sumarið. Lækning hafði verið reynd, og borið einhvern árangur, en þó þótti mönnum sem lítil von væri um garðana næsta ár, nema nýtt útsæði væri fengið, og það var gert. Sumarið eftir bar minna á sýkinni en þó varð hennar tals- vert vart, og hefir svo verið flest eða öll sumur síðan, og stundum hefir hún gert mikið tjón. Ekki er mjer kunnugt hversu langt er síðan að sýkinnar varð fyrst vart, en það er víst nokkuð langt síðan, eftir því sem eldra fólk liefir sagt mjer. Það liefir komið fyrir sum síðari árin að uppskeran úr flest- um görðum hefir gereyðilagst. Síðastliðið sumar voru mjög slæmar hoi'fur með' sýkina, og reyndist það svo, er leið á sumar- ið, að sýkin var mjög útbreidd og olli miklu tjóni. í byrjun júlímún. var útvegað nokkuð af dufti því er Hákon Bjarnason skógfræðing- ur hafði bent á. Menn voru ó- kunnugir meðalinu og áhrifum þess, og því varð eftirspurnin minni en vænta mátti. Þó var duftinu dreift á 32 garða og sást sýkin þá greinilega í sumum þeirra. ArangUrinn varð sá, að í 3 görðum virtist meðalið ekkert gagn gera, en í öllum hinum sá stóran mun á, J>ó varð vart við sýki í mörgum görðumun, er upp var tekið, en miklu minna en sum- arið áður. Sumir fengu nú alt óskemt, sem urðu að bera alt í sjó- inn sumarið áður. Það munaði þó mestu að í haust geymdust kartöfl ur úr hinum læknuðu görðmn miklu betur en undanfarin ár; skemdust yfirleitt ekki við geymsluna. Það vantaði þó ekki að sýkin herjaði í haust; eftir framtalinu að dæma hefir hún verið í frekasta lagi og /valdið miklu tjóni. Fyrir nokkrum árum ráðlagði garðyrkjuráðunautur Búnaðarfje- lags íslands að nota svonefndar Eyvindarkartöflur til útsæðis, og gerðu það flestir sem til þeirra náðu. Þær liafa reynst að þola sýkina betur en flest eða öll önnur afbrigði, sem hjer hafa verið reynd, en þó eru þær alls ekki öruggar, sýkjast talsvert í sumum árum. Mjög er það misjafnt livað afbrigðin eru næm fyrir sýkinni. Það er að sjá og heyra af ýms- um fregnum að sýkin sje orðin mjög útbreidd um Suðurland og reyndar víðar, og þykir nú loks- ins kominn tími til opinberra afskifta. Alvarleg áskorun á lands- stjórnina hefir verið gerð. um að bæta eitthvað úr þessu böli, en ekkert liefir enn lieyrst hvað hún hyggur lielst. til ráða. Tíminn líður óðum, og mun ekki seinna vænna ef einlxver rannsókn á sýkta svæð- inu á að fara fram áður en ráð- stafanir eru gerðar. Þa$ er sagt að mikill skortur sje á útsæðiskart- öflum Víða um Suðui'land, og svo er það hjer í Vestmannaeyjum, og' engin trygging fyrir að valið heppnist vel ef hver og einn á að útvega sjer iitsæði án allra leiðbeininga. Rófnasýki er orðin útbreidd f Osigur uerfcamanna í norska þinginu. Mowinckel. Við þingkosningarnar í Noregi í október unnu norskir verkamenn þingsæti frá öllum hinum flokkun- um. Verkamannaflokkurinn bætti þannig við sig 22 sætum. Þeir fengu þó ekki meiri hluta, hvorki í þinginu nje meðal kjósenda. Þeir fengu 69 af 150 þingsætum og h. u. b. y2 milj. af iyt milj. greidd- um atkvæðum. En þrátt fyrir þetta heimtuðu verkamenn strax eftir kosningarnar að fá stjórnar- völdin í sínar hendur. Þessi krafa mætti öflugri mót- spyrnu af hálfu hinna flokkanila. í fyrsta lagi vegna þess, að verka- menn hafa ekki meiri hluta í þing- inu. En þar við bættist, að borg- aralegu flokkunum þótti eðlilega varhugavert að leggja st.jórnar- taumana í hendur verkamanna- flokksins, sem er róttækur bylt- ingarfloklcur og andvígur þing- ræðinu. Sum af blöðum verka- manna hafa hvað eftir annað lýst því yfir, að norsk verkamanna- stjórn ætli ekki að víkja fyrir vantraustsyfirlýsingu. Sumir af leiðtogum verkamanna segjast þó ætla sjer að starfa á grundvelli þingræðisins. En fyrirfram verð- ur þó ekkert sagt með vissu um það, hvað verður ofan á í þessum efnum, ef verkamenn mynda stjórn. Af fleiri ástæðum telja borgara- legu flokkarnir áhættumikið að sleppa stjórnartaumunum í hendur verkamanna í Noregí. Það má lijer 1 Vestmannaeyjum síðustu árin, og reynist svo að þar sem luin kemst í garð, þar magnast hún svo á tveimur til þremur árum að gagnslaust er að sá til rófna í þann garð. Engin ráð hafa dugað til að hefta sýki þessa. Ekki hefir hún enn ráðist mikið á kálteg- undir; þó hefir þess orðið vart. Hjer í Vestmannaeyjum em góð skilyrði fyrir kartöflu- og rófnarækt ef ekki væri við þessa kvilla að stríða. Líkur benda til að kvillarnir sjeu að breiðast út um Suðurland, og mun mörgrtm koma illa ef leggja þarf niður ræktun rófna og jarðepla, því að þær jurtir hafa reynst. mörgum drjúgar til lífsbjargar síðustu ára- tugi. Vestmannaeyjum, 5. febrúar. 1934. Páll Bjarnason. nefnilega telja víst. að verk.i,- mannastjórn þar í landi mni strax valda stórkostlegum efna- hagslegum vandræðum. Pening- arnir streymdu burt frá NÖregi, begar verkamenn mynduðu stjór i fyrir nokkrum árum. Og síðr > fylgi verkamanna jókst við kósn- ingarnar á síðastliðhu liausti hef • allmikill fjárflótti frá Noregi át sjer stað. Strax eftir kosningarnar í óktó- ber neitaði norska stjórnin, vinstri manhastjórn Mowinckels, að segja af sjer, eins og verkamenn heiml uðu. ilowinckel benti verkamönn um á það. að í Noregi sje þa> lilutverk þingsins, • en ekki hlut verk einstaks flokks, að ákveða hvenær ríkjandi stjðrn skuli far; frá. Mowinckel kvaðst því ekk ætla að segja af sjer fyr en Stör- bingið ltæmi saman í janúar og' þá því aðeins að þingið lýsti van- trausti á stjórninni. Á síðastliðnum mánuðum hafa norskir verkamenn búið sig undir tað að mynda stjórn, þegar Stór- bihgið kæmi saman. En þeir mrftu þó að fella stjórn Mowincb- els fyrst. Eftir þingsethingu í janúar lögðu verkamenn því mik- ið kapp á að fella stjórnina og báru fram vantraustsyfirlýsingu í jinginu. Framtíð Mowineelstjórn- arinnar var nú undir því kotáin, að borgaralegu flokkarnir stæðil sameinaðir gegn verlcamönnum. — Hægrimenn voru fúsir til að styðja Mowinckel, en bændaflokk- urinn bar fram í þinginu tillögn æss efnis, að stjórnin skvldi segja af sjer og mynda skyldi í staðinao samsteypustjórn með þátttöku allra borgaralegu flokkanna. Mo winekel svaraði, að hann væri andvígur samsteypustjórn og gæti því ekki orðið við kröfu bænda. Hann lýsti því yfir, að stjórninni væri það ekki nægilegt, að tillaga bændaflokksins og vantraustsyfir- lýsing verkamanna yrði feld. — Stjórnin mundi segja af sjer, ef bændtrr og verkamenn, hver fyrir sig, greiddu tillögum sínum at- kvæði, því þá væri í reyndinni meiri hluti þings, 92 af 150 þing- mönnum á móti stjórninni. Eftír þetta tóku bændur tillögú sína aftur, fyrir tilmæli hægrimanna- V antraust syf irlýsing verkamanna fekk að eins 69 atkv. 80 voru A móti. Áhlaupi verkamanna á stjóm ina var þannig hrundið, og stjóm Mowinekels situr áfram við völd. En hann er þó langt frá fastur í sessi, og rauða hættan vofir yfir Noregi, ef Mowinckel fellur. Khöfn í janúar 1934. P. —.—<m»------------ Kreppan og hvíta þrælasalan. Það er sagt, að hinir slæmu tímar hafi ýtt undir hvítu þræla- söluna í Englandi. Ungar stúlkur fara til Londan, gintar af^fögnm loforðum og auglýsingum um góð- ar stöður. en hverfa síðan eitt.hvað út í buskann, þannig, að enginn, veit, livað af þeim verður. (

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.