Morgunblaðið - 20.02.1934, Side 2

Morgunblaðið - 20.02.1934, Side 2
1 2 jSftorgimMisðiö Útgef.: H-f. Árvakur, Reykjavlk. Ritstjörar: Jön Kjartansson, Valtýr Stefánsson. Ritstjórn og afgreiBsla: Austurstræti 8. — Stml 1600 Auglýsingastjöri: B. Hafberg. Auglýsingaskrifstofa: Austurstræti 17. — Stml 3700 Heimaslmar: J6n KJartansson nr. 8742. Valtýr Stefánsson nr. 4220. Árni Óla nr. 3046. B. Hafberg nr. 3770. Áskriftagjald: Innanlands kr. 2.00 á mánuttl. Utanlands kr. 2.50 á mánuðl. í lausasölu 10 aura eintakltS. 20 aura með Lesbók. Fyrir démstóli almennings. 1 íf Aðalsteinn íáigmundsson hjelt á sunnudaginn var fyrirlestur í Ný.ja Bíó um frœðslu barna og' unglinga í kynferðismálum. Hann sagði að ákærur hefði fram komið á hendur honum, sem barnakennara í Austurbæjarbarna skólanum um það, að teiknikensla Iians um þessi efni ætti að hafa spilt siðferði nemenda hans. Með fvrirlestri sínum í Nýja Bíó, um uppfræðslu unglinga í kynferðismálum, kvaðst Aðalsteinn koma fram fyrir dóm almennings. Mikill hluti af fyrirlestri Aðal- steins voru tilvitnanir í erlenda liöfunda, skólamenn og uppeldis- fræðinga um nauðsyn þess, að unglingar fái hollar leiðbeiningar í þessum efnum. Af ræðu hans varð það helst skilið, sem hann hjer væri að berjast íyrir nýjung, <-r fengið hefði öfluga andstöðu í landinu. Almenningur fordæmdi enn í dag allar heilbrigðar og hollar leiðbeiningar. Hann stæði þama einn .brautryðjandinn* með sinn lærdóm og nýjungar. En áður en hann lauk máli sínu kom hann með það upp úr kafinu, að fyrir 28 árum hefði eand. theol. Sigurbjörn Astvaldur Gíslason rit- að um þetta mál. og verið alveg á sama máli og hann um nauðsyn iiollrar fræðslu í þessum efnum. Þá fór glansinn af ,.brautryðj- andanum". Því sennilega liefir það aldrei komið fyrir þessi 28 ár. wm liðin eru síðan. að neinn ts- ]<■ "dinv.-r Imfi lýst sig andvígan hollum leiðheíuingum um þessi m á 1. — Tilvitnanir þær í erlend rit, sem Aðalsteinn Sigm. las upp í Nýja Bíó, hnigu allar f þá átt, að benda á, að leiðbeiningar um þessi efni væru mjög' vandasamar, og jafn- vel ókleift fyrir suma kennara og uppfi'æðendur að fara út í þessa sálma. Nokkrar leiðbeiningar gefa sum- ír liinna erlendu uppeldisfræðinga. er A. S. vísaði til. um meðferð ■efnisins. En ekki nefbdi fvrirlesar inn það á nafn. að neinn þeirra teldi kynfærateikningar nemend- anna, sjerlega hentuga leiðbeiu- ingaaðferð. Getur Aðalsteinn bent á að hin- ir frægu og vel metnu unglinga- fræðarar, er hann vitnaði til í fyrirlestri sínum. leggi áherslu á sömu teikning'ar og hann? Eða er Aðalsteinn sjerstæður með þessa kensluaðferð ? TJm þetta talaði Tiann ekki. En eftir þessu hlýtur dómur almennings að fara, sá. er hann auglýsti eftir á sunnudag- ínn var. MORGUNBLAÐIÐ Albert Belgíukonungur hrapar til bana í Ardennafjöllum. Hins vinsæla konungs mins^ með hluttekningu um alla álfuna. Ríkiserfingí tekur við völdum á föstudag. Aðalfundur SIy§avarnarfjelag§ íslands. Fjelagið hefir nú safnað áíitlegum sjóði til kaupa á björgunarskútu. Konungur var éinn á ferð. Kalundborg 10. fehr. FÚ. Síðast á laugardaginn var hrap- aði Albert Belgakonungur til bana þar sem hann var á fjallgöngu í Ardennafjöllum. Var liann þar einn á ferð með þjóni sínum, en lagði í gönguna og bað þjóninn að bíða sín í bifreiðinni, svo sem í 2 stundir, en er konungur kom ekki að þeim tíma liðnum varð þjónninn órólegur, og gerði em- bættismanni viðvart um hvarf konung's, en sá sneri sjer þegar til embættismanna hirðarinnar. — Yar nú liáfin leit að konungi, og fanst hann ekki fyr en nokkru eftir miðnætti á sunnudagsnótt.— Hann hafði hrapað, að því er virð- ist úr 40 m. hæð, og var höfuð- kúpa hans mölbrotin. Nýhrundar grjótskriður voru á veginum, þar nálægt, sem lík konungs fanst, og er þess getið til, að hrapað liafi undan honum fótfesti hans. Útförin verður á fimtudag. Jarðarför konungs hefir verið ákveðin á fimtndag, og verður þar viðstatt ýmislegt stórmenni, frá öllum löndum álfunnar, og sendiherrar fjölmargra ríkja utan hennar. M. a. mæta þau þar af liálfu Danmerkur Kristján kon- nngur X. og Alexandrína drotn- ing, af hálfu Noregs Ólafur krón- prins og kona hans, sem einnig er sænsk prinsessa, enn fremur prinsinn af Wales f.h. Bretakon- ungs. Minning konungsins. Mjög míkið er ritað uni Albert konung í heimsblöðunum í dag, og er hans sjerstaklegá minst í sambandi við atburði þá, er arðu í ófriðnum mikla, er hann tok að s.jer forustuna í vörninni gegn Þjóðverjum, af hálfu Belgíu, og þótti þar með liafa unnið sam- bandsþjóðunum ómetanlegt g'agn. Var þessa minst í neðri málstofu breska jiingsins í dag. T fulltrua,- deikt franska þingsins. komst ut- anríkismálaráðherrann svo að orði í minningarræðu um hinn latna konung, að það væri ekki einn einasti Frakki, sem ekki tæki fregninni um dauða hans. eins og þjóðarsorg. Albei-t 1. konungur var fæddur í Briissel 8. apríl 1875. og var sonur Philips hertoga af Flandern. hróður Leopolds II. og Maríu prinsesKu af Hohensollern. Hann var því ekki borinn til ríkiserfða í Belgíu, og það því síður, sem hann var yngri sonur Fhilips her- toga, en Leopold TI. átti aðeins einn son. sem dó' ungur, 22. juni 1869, og varð Baldvin prins, bróð- Albert Belgíukonung-ur. i ir Alberts, þá ríkiserfingi. En hann dó einnig kornungur 23. jan. .1891. og bar ]iá ríkiserfðirnar nndir Albert. J Þann 1. des. 1909 tók Albert konungur við völdum. Leopold ríkiserfingi verður konungur. Brússel, 19. febr. United Press. P.B. Leopold krónprins tekur við völduin í Belgíu föstndag næst- komandi. Konungsheiti hans verð- ur Tæopold IIÍ. Kommúnistar og sósíalistar ósammála. Brússel, 19. febr. Kommúnistar bafa byrjað und- irróður gegn því, að Leopold verði kommgiir, og vilja, að tækifterið verði notað til þess að stofna sovjetríki í Belgívi að rússneskri fyrirmynd. — Jafnaðarmenn hafa lýst því vfir. að þeir sjo sam- þykkir því, að komingsættin verði áfram við völd í landinu. Aðalfundur Slysavarnaf jelags íslands var haldinn 'hjer í hænum á SUnnudaginn. Forseti fjelagsins, Þorsteinn Þorsteinsson, skipstjóri, | setti fnndinn. Fundarstjóri var 1 Sigurjón Á. Ólafsson og fundar- ritari Geir Sigurðsson. Fyrst. gaf forseti skýrslu stjórn ai'innar um starf f jelagsúis á árinu sem leið. Hefir það komið upp sex nýjum fluglínustöðvnm, og einnig gengist fyrir því, að sem flest skip fengi sjer íínu- byssur. Er það að margra sjó- manna áliti eitthvert besta ör- yggi ]>eirra. og bafa nú mörg skipin okkar fengið línubyssur, eins og áður er skýrt frá í blað- inu, og vonandi verður þess ekki langt að bíða að línubyssur vei'ði í öllnm hinna stærri skipa. Arið 1933 varð fjelaginu betur tii fjár en nokkuru. sinni áður. Björgúnarskiútusjóðurinn er nú orðinn kr. 41,884.14, en var við árslok 1932 aðeins kr. 4546.05. — Sýnir þetta glögglega hvers virði menn telja björgunarskútu hjer í Faxaflóa. Auk þess hafa kvenna- déildir Slysavarnafjelagsins safn- að kr. 27,000 í björgunarskútu- sjóðinn, og má telja það framúr- jskarandi dugnað, Konurnar hafa i löngum átt um sárast að biuda. þega.r sjóslys ber að höndum. og því var ]>að ekki nema eðlilegt. að þær yrði öruggustu fjelagar Slysa- varnafjelagsins, og sýndu mest- an áhuga fyrir starfi þess. Afrek þeirra bei'a líka ljósan vott þess. Deildir Slysavarnafjeflagsins vorti j 42 við árainót, þar , af þrjár kvehnadeildir. Fjelagar í árslok tæp 6500. TJinib.jörgnnarstöðvar fjelagsins voí'ii við'áramót 18, og auk þeirra 2 björgunarstöðvar (í Saúdgerði og Vestmannaeyjum). Á árinu sem leið hefir fjelagið keypt tvo brimbáta til hjálpar við lendingu vjelbáta. Er annar þeirra í Sel- vogi, en liinn á Sándi. Druknanir á árinu. Forseti skýrði frá því, að árið sem leið hefði fleiri menn drukn- að heldur en á nokkru öðru ári síðan Slysavarnafjelagið hóf starf sitt. Druknuðu á þessu ári sam- tals 80 Islendingai’ í sjó og vötn- um, og er aðalleg'a um kent rosa- tíð og umhleypingum. En þó var á þessu ári 68 mönnum bjargað frá druknun, þar af 61 fyrir at- beina Slysavarnaf jelagsins, og ank þess bjargaði Óðinn 14 mönn- um af belgíska togaranum ,,Jan Velcffers“. Fyrirætlanir f jelagsins. Nú mun fjelagið leggja alt kapp á það að fá björgunarskiitu hjer í Faxaflóa. Var stjórninni heimil- að á fundinum að undirbúa smíði hennar og kaup og' hraða því ^ sem mest — helst að hægt væri |að fá skútuna á þessu ári. Ymsar aðrar tillögur voru sam- , þvktar á fundinum, þar á meðal tillag’a um að stjörnin reyndi að fá hærri styrk en áður frá Álþingi og koma því til vegar að öllum vitagjöldum yrði varið til þess að fjölga vitum og sjávarmerkj- um. Stjórn fjelagsins. Fimm manna stjórn var kosin til næstu tveggja ára.og eru í henni: Þorsteinn Þorsteinsson skipstjóri (forsetij, Geir Sigurðs- son skipstjóri (ritari), Magnús Sigurðsson bankastj. (gjaldkeri), Sigurjón Á. Ólafsson afgrm. og' Guðm. Kristjánsson skipamiðlari meðstjórnendur. Til vara voru I. kosnir: Halldór- Kr. Þorsteinsson skipstj., Guðmundur Jónsson skip- stjóri, Hafsteinn Bergþórsson skip stjóri, Sveinbjörn Egilson ritstjóri og Sigurður Ólafsson gjaldkeri. Endurskoðendur; Benedikt Sveins son bókavörður ' og Gunnar Þor- steinsson cand. jur.. til vara: Guð- bjartur Ölafsson hafnsögun\aður og Arni Geir Þóroddsson út.gerð- armaður. Slflkfahús HvltabaHdsins Á sunmidaginn var vígt hið kl. 2. Ræður hjeldu síra Bjarni j nýja sjúkrahús Hvítabandsins við Skólavörðustíg hjer í bænum, og mun það taka til starfa í dag. Fjölda gesta var boðið að vera við vígsluathöfnina. Hófst hún Jónsson dómkirkjuprestnr. nngfrú Guðlaug Bergsdóttír, formaður Hvítabandsins og Kristinn Björns- son yf'irlæknir spítalans. og milli þess voru sungnír sálmar og’ kvæði, orkt við þetta tækifæri. Síðan var gestum sýnd öll húsa- kynni og fyrir alíöehiiihg, sem vildi skoða liúsið.l var ]>að opið langt fram á kvöld, og var þang- að sífeldur straumur karla og kvenna. 4; Til hússins hefir verið vandað eftir föngum, um skipulag, bygg- ingu, innanstokksmuni og lækn- ingaáhöld. Yerður nánar skýrt frá því síðar, og eins hvaða þrekvirki ITvítabandið hefir af höndum leyst með því. að koma stofnun þessari á fót. , Línubyssurnar. SkeJ jungur, olíu flutningaskip Sliellfjel. fekk línu- byssu fyrir 11/> ári síðan. Dregur byssa þessi jafn langt og byssur þær, sem Slysavamafjelagið not- ai í björgunarstöðvum sínum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.