Morgunblaðið - 20.02.1934, Blaðsíða 3
M O R G V N B L A t> I f>
Vjelstiðrafielsg islsnds
tultugu oo fimm íra.
Fyrir 25 árum, eða 20. febrú-
ar 19,09, komu nokkrir menn
saman á kaffihúsinu „Hekla“,
3em þá var innarlega á Grettis-
götu. Þetta voru nokkrir af þeim
svokölluðu vjelmeisturum, sem
vildu stofna með sjer fjelags-
skap, þá var komin hjer nokkur
gufuskipaútgerð og virtist vera
að þróast. Þessir ísl, „vjelmeist-
arar“ sáu, að nauðsynlegt var, að
þeir hjeldu hóp, og mun tilgang-
urinn ekki hvað síst hafa verið
sá, að verjast útlendingum, og
svo hitt, að reyna að menta
sjálfa sig, og hefir það alltaf
verið meginþáttur í starfsemi
vjelstjóranna.
Þarna var þá fyrsta íslenska
vjelstjórafjelagið stonfað, og
hlaut það nafnið ,,Eimur“ (en
breyttist síðar í „Vjelstjórafje-
lag íslands“). Jeg ætla að rifja
upp nöfn þeirra manna, sem
þarna voru að verki, og munum
við, þessir eldri Reykvíkingar,
kannast við mennina. Þeir voru
, Sigurjón Kristjánsson, nú vjel-
stjóri á e/s. Kóp, Sigurbjarni
Guðnason (dáinn), Ólafur Jóns-
son (Ólafur á Laugalandi), nú
bóndi á Keldum í Mosfellssveit,
Jón Steinason, nú innheimtu-
maður í Reykjavík, Magnús S.
Daðason (Mangi Daða), nú vjel-
Sigurjón Kristjánsson,
fyrsti formaður fjelagsins.
i-Stjóri á e/s. Fróða, Sigurður
Árnáson/ nú vjelamaður við
grjótnám bæjarins, Eyjólfur
Björnsson, nú bóndi á Laxnesi í
Mosfellssveit bg Jakob Bjarna-
son, er fórst á ð/s. Skúla fógeta,
'Og var Sigurjón kosinn formaður
hins nýstofnaða vjelstjóraf je-
lagsi
Strax bar á því, að fjelags-
skppur þessi yildi hafa horn-
stein sinn traustan, og má nokk-
uð marka"það 'af'því, að þeir
fengu Svein Björnsson, þáverr
;andi málaflutningsmann, til þess
að ganga frá lögum fjelagsins,
>en ekki mun efnahagurinn hafa
verið góður, því að þeir urðu
að taka 50 kr. víxillán til þess
;að borga Sveini rheð. Jeg minn-
ist þessa fjelagsskapar mest
vegna þess, að framkoma hans
hefir i öll þessi ár, sem hann
hefir starfað, verið nokkru öðru-
vísi en tíðast er hjer í höfuð-
staðnum. Finnst mjer, að nokk-
uð megi af því læra. Það virðist
>ekki vera aðalkappsmál fjelags
•
þessa, að standa í kaupdeilum;
svo hljóðlega hafa kaupsamn-
ingar þess verið framkvæmdir,
að almenningur veit varla af
því. Vjelstjórafjelagið hefir
aldrei gert verkfall og aldrei
heldur fengið á sig verkbann;
þó virðast vjelstjórar hafa sæmi-
leiga afkomu. Vjelstjórafjelagið
vinnur eitt sjer og er algjörlega
ópólitískur fjelagsskapur og er
ekki sE^meiginlega háð neinum
utanst j ettar fjelagsskap. Það
sem mjer finst alltaf hafa borið
einna mest á hjá fjelaginu. er
Frú Jóhanna Fossberg,
form. kvennadeildar fjelagsins
frá byrjun.
það, hversu !nka áherslu það
hefir lagt á það, að menta stjett-
ina sem mest; það hefir fyllilega
fylgst með framþróuninni á
þessu sviði og hreint og beint
heimtað og barist fyrir því, að
við ættum fyllilega mentaða
v jelstjórastj ett.
Vjelstjórafjelagið barðist fyr-
ir því, að Vjelstjórapkóli var
stofnaður hjer; þeir sáu fram á
það, að hjer myndii skip ’stækka,
og vjelar þeirra • verða marg-
brottn,ari. Þessi skólahugmynd
þeirra mætti nokkurri andúð, og
blaðagrein kom um það, að þetta
næði ekki nokkurrÞátt; ef vjel-
stjórar fengju . svona mikla
skólamentun, þá myndu þeir
öðlast rjettindi til þess að
stjórna jafnstórri vjel eins og
væri í e/s Botníu, og mun grein-
arhöfundi hafa fundist það ó-
trúlegt, að hægt væri að trúa
íslendingi fyrir slíku. Skólinn
var stofnaður og íenginn útlend-
ur kennari, M. E. Jessen að
nafni. Það val mun hafa heppn-
ast mjög vel, því að Jessen er
mjög vel látinn af nemendum
sínum.
Fyrir nokkrum árum fór að
brydda á því, að full-lítið var af
vjelstjórum hjer; vildu þá sum-
ir taka útlendinga, en aðrir
verja.st þeim; útlendingarnir
komu ekki, og íslendingar sátu
að sínu. Á þessu tímabili varð
að taka menn til starfans, sem
voru orðnir ,,vanir“, þótt ekki
væru skólagengnir. Fyrir 3 ár-
um fóru að koma fram ýms
frumvörp í þinginu, þess eðlis,
að þéssum bráðahirgðamönn-
um, sem kallaðir voru „undan-
þágumenn“, yrðu veitt full rétt-
indi í stað undanþágunnar. Vjel-
stjórafjelag íslands beitti sjer
eindregið á móti þessu og komu
því til leiðar), 'að stofnuð var
Hallgrímur Jónsson,
núverandi formaður fjelagsins.
sjerstök deild við Vjelstjóraskól-
ann fyrir þessa menn. Fyrsti
árgangur hefir útskrifast þaðan
nýlega, og hafa þeir menn nú
rjettindi til þess að vera vjel-
stjórar á minni skipunum. Alt
miðar þetta í sömu átt hjá Vjel-
stjórafjelaginu; meiri þekking,
en ekki verið að sneiða hjá erf-
iðleikunum. Fjárhagslega starf-
semi hefír fjelagið einnig með
höndum innhyrðis og mun hafa
veitt á síðustu 10 árum um 20
þúsund krónur, aðallega til
barna og ekkna látinna fjelags-
manna. Fyrir 6 árum stofnaði
Vjelstjórafjelagið kvenfjelag,
sem heitir ,,Keðjan“; það eru
vjelstjórakonurnar, sem þar
eru að verki; formaður þess
fjelags er frú Jóhanna Fossberg
og hefir verið það frá byrjun.
Starfsemi kvenf jelagsins fer ein-
göngu í þá átt, að styrkja og
gleðja bæði fjárhagslega og
fjelagslega þá, sem mest þurfa
þess innan fjelagsskaparins.
,Það er eftirtektarvert, hversu
starfslínur Vjelstjórafjelagsins
eru hreinar og beinar, og merki-
legt, að þessir nýju tímar skuli
ekki megna, að setja hlykk á
þær, og jeg efast um það, að
nokkurt stjettarfjelag hjer hafi
eins beint kjölfar.
Þökk fyrir starfið, vjelstjór-
ar! Þið hafið sýnt okkur Reyk-
víkingum og sannað, að það er
ennþá hægt að vinna skynsam-
lega og láta bera á því, að ís-
lendingar sjeu að verki.
Reykvíkingur.
Bruní.
Heyhlaða og fjós
brennur ,á Stað í
Súgandafirði.
í gær kom upp eldur í hevhlöðu
á prestssetrinu Stað í Súganda-
firði og brann luin til ltaldra kola,
ásamt öllu heyi. sem í hlöðunni
var. en það voru á annað lmndrað
hestar.
F'jós var áfast við lilöðuna og
eyðilagðist það einnig, en grip-
um var bjargað.
Tjón prestsins, síra Halldórs'
Kolbeins er mjög tilfinnanlegt,
því að þarna brann alt- það hey
sem liann átti.
Samsætf
var Gunnari Olafssyni kaupmanni
í Vestmannaeyjum haldið í G. T.
húsinu þar á sunnudagskvöldið í
tilefni af sjötugsafmæli hans. Sat
það samsæti á þriðja hundrað
manns, eða eins margt og í húsið
komst. Var þar f jör mikið og g'leð-
skapur og stóð hófið fram til kl.
414 um morguninn.
Margar ræður voru haldnar, en
aðal-ræðurnar hjeldu þeir Ólafur
Lárusson læknir og síra Jes Gísla-
son. Gunnar Ólafsson svaraði flest
um ræðunum og' ljet í ljós hvað
sjer fyndist mikið til um þá sam-
xið og þann vinarhug sem sjer
hefði altaf verið sýnt í Eyjum.
Þá var honum flutt kvæði eftir
mann sem nefnir sig Hallfred,
en er formaðuv á vjelbát í Eyjum.
Kvæðið er þannig:
Heyrið sögunnar mál,
þar til sigurs er stál,
talið sjálfsagt og örugt. í hvers
konar stríð.
Þó mun vilji og þor
liafa víkingsins spor
einna i'erklegast mótað frá
ómuna tíð.
Hjerna sjáum vjer hann
þennan sjötuga mann
er með síungum vilja
að hetjunnar sið
sýnir drengskap og' trygð,
vekur dugnað í bygð,
og með dáðríki liöfðingjans örvar
sitt lið.
Mætti landið vort senn
eignast líka þjer menn
mundi leiðir til sjálfstæðis
» greiðast að mun.
Mundi áhugans hjör
bæta amlóðans kjör
svo að óttast ei þyrftim vjer
manndómsins hrun.
Þú ert víkingur enn
svo að vandræða menm
fá ei veg þínum spilt,
yfir mannlífsins dröfn.
Þjer er ljett um að sjá
hverri leiðinni á
muni ljðugust sigling
í örugga höfn.
Vjer. sem þekkjum þig best,
viljum þakka þjer mest
fyrir þróttmikinn drengskap
og' karlmenskulund.
Megi auðnunnar völd
gera ævinnar kvöld
bæði ylríkt og bjart
fram á síðustu stund.
Frá samborgurunum í Vest-
mannaeyjum var Gunnari færð af-
mælisgjöf, forkunnarfagur les-
lampi. Óteljandi heillaskeyti bár-
ust honum úr Eyjum, Skaftafells-
sýslu. Reykjavík og .víðar að.
Að hófinu loknu fylgdi alt sam-
sætisfólk honum og fjölskyldu
hans heim, og kvöddu þau þar
með innilegum árnaðaróskum.
Aðalfundur Sendisveinadeildar
Merkúrs verður haldinn í kvöld
kl. 8I/2 í Ingólfshvoli. Ættu með-
limir Sendisveinadeildarinnar ■ að
fjölmenna á fundinn þar sem kos-
in verður stjórn fyrir S.D.M. og
ýmsar mikilsvarðandi ákvarðanir
teknar. Nýir f jelagar géfi sig fram
í dag við Einar Bjarnason á skrif-
stofu S.D.M. Lækjartorgi 1, sími
4292.
3
Eldsvoði
í Vestmannaeyjum.
Vestmannaeyjum 18. febr. FÚ
Eldur kom upp um kl. 15 í
gær í Vöruhúsi hjer, sem er stór
v erslunarby gging, eig'n Einats
Sigurðssonar. Eldurinn ltom upp
í þakhæð vesturálmu hússins, og
læsti sig eftir þakinu endilöngu.
Slökkviliðið kom á vettvang og
tókst eftir nokkurn tíma að
slökkva eldinn. Efri liæð þessarar
álrnu hússins er stórskemt, en hús-
munum var bjargað lítt skemdum.
Eldurinn braust út frá rafkign
rcilli þilja.
-----<my>—-—
Vígbúnaður?
Hlutabrjef í hergagnaverk-
smiðjum hækka í verði.
LRP 19. febr. FÚ.
A kauphöllinni í Lundúnum
voru það innlendu verðbrjefin.
sem einkum var eftirspurn eftir
í dag, og vakti það athygli, að
það voru einkum hlutir í vopna-
og efnasmiðjunum „Imperial
Chemicals“ og járnbrautum, sem
mest eftirspurn var eftir. Annars
var markaðurinn vfir höfuð ró-
legur.
Viðskiftasamningur
Rússa og Breta.
London 17. febrúar.
United Press. P.B.
Bretar og Rússar hafa náð sam-
komulagi um viðskiftamál sín, og
var þar að lútandi samningur full-
gerður og undirskrifaður í gær.
f samningi þessum er gert ráð
fvrir, að livor þjóðin um sig verði
aðnjótandi bestu kjara af hálfu
hinnar. Gert er ráð fyrir, að bresk
skip verði notuð eins mikið og unt
er til vöruflutninga milli Rúss-
lands og Bretlands. Um síldarsölu
og skuldamál er ekki neitt sagt i
samningunum, en telja má víst, að
af samningúnum leiði að mark-
aður fáist fyrir breska síld í Rúss-
landi. — Gert er ráð fyrir að á
næstu fimm árum færist smám
saman í það horf, að hvor þjóðin
um sig geri ámóta mikil viðskifti
við hina .
Dagbók.
I. O. O. F. Ob. 1.P 1152208l/« =
E. I. = N. K. == Hst.
Veðrið í gær: Vindur er hvass
NV um alt land með 1—6 st.
frosti, Á N- og V-landi em snjó-
jel en þurt eystra.. Ný lægð er að
nálgast B-Grænland, og mun hún
hafa í för með sjer S-læga. átt' og
þíðviðri hjer á landi á. morgun.
Veðurútlit. í dag: Vaxandi S-
átt. Slydda og síðar rigning.
Óveður var í Danmörku í fyrri-
nótt og seinkaði mjög skipaferð-
um fram eftir degínum. f höfn-
inni í Kaupmannahöfn var vat.ns-
borð 40 em. hærra en venjulegt
er. (FÚ).