Morgunblaðið - 24.02.1934, Síða 3

Morgunblaðið - 24.02.1934, Síða 3
4 MORGUNBLAÐIÐ Siglufjarðarfrjettir. Siglnfirði 23. febr. FlT Kíkisverksmiðjustjórnin hefir Jialdið fundi um kaupgreiðslu verksmiðjanna í sumar komandi, og hefir ásamt stjórn og ltaup- taxtanefnd verkamannaf jelagsins gert uppkast að kaupsamningum, sem leggist fyrir fund verka- mannaf jelagsins. í ráði er að ætla (íagnfræða- skólanum hjer hiisnæði á kirkju- loftinu. Skólanefnd, sóknarnefnd, sóknarprestur og biskup eru því samþykk. Akveðið er að útbúa skólastofurnar í vetur ef lán fæst. Búist er við að samþykki bæjar- stjórnar verði auðsótt. Þetta mál hefir nú verið fengið fræðslumála- stjóm og húsameistara til um- saghar. Hafnarnefnd hefir nú lokið samningsgerð til Tynes síldar- kaupmann um lóðarrjettindi vest- an söltunarstöðvar Alfons Jóns- ^pnar, fyrir höfn og fiskaðgerðar- stöð smávjelbáta. Kaupverð á upp fyltri lóðinni ásamt dýpkun báta- hafnarinnar er 28 þús. kr. TJpp- fyllingin er 130 sinnum 50 metr- ar. Samningurinn vferður bráðlega lagður fyrir bæjarstjórn. Telst svo til, að þarna fáist svæði til að- gerðar, beitingar og fiskkeymslu handa 20 bátum. Aætlað verð mannvirkisins er 70 þús. kr. Skráning atvinnuleysingja hjer á tímabilinu frá 1. okt. fyrra árs 'til 1. jan. þessa árs, er nýlega lokið. Alls voru skráðir 100 karl- ar og 12 konur. Af þessu fólki eru 50 einhleypir og‘ 62 fjölskyldu menn. Á framfæri atvinnuleys- ingja eru 116 börn og 4 gamal- menfii. Sjúkradagar voru alls 450. Vinnudagar 68 manna voru alls á tímabilinu 668. Tekjur af þeirri vinnu voru 8306 kr. eða að með- altali 123 kr. á mann. Bátar hafa ekki róið vegna gæftaleysis. Vatnsskortur í London. London 23. febr. FTT Vatnsskortur allmikill er altaf öðru hvoru í London. og átti vatnsnefnd borgarinnar fund með sjer í því tilefni í dag. Lítur nefndin svo á, að óhæfilega miklu vatni sje eytt til þvötta á glugg- xim húsa, bifreiða o.þ.h. Nefndin varar borgarbiía alvarlega við gá- lausleg’ri vatnsnotkun! með því annars verði ekki komist hjá mjög alvarlegum vatnsskorti. Kaupdeila í aðsigi í Færeyjum. Oslo 23. febr. FÍJ. 1 Færeyjum er nú sögð óvenju- lega umfangsmikil vinuudeila í aðsigi, milli litgerðarmanna og sjómanna, er talið, að 60% sjó- manna hafi þegar bundist sam- tökui^ um verkfall, ef ekki geng- ur saman. Sakamál gegn rítstjóra. Ritstjóri danska dagblaðsins „Arbejderbladet" hefir verið úr- skurðaður í 5 daga varðhald, og höfðað á hann sakamál, fyrir æru- meiðandi nmmæli um stjórnina. (F. Ú.) Skákþingið á Akureyri. Ásmundur Ásgeirsson fær fyrstu verðlaun. .Vkureyri 22. febr. FÚ. Ellefta og síðasta umferð meistara í 1. fl. var háð í gær og fór svo, Ásmundur Ásgeirsson vann Pál Einarsson, Guðbjartur Vigfússon vann Svein Þorvalds- son, Þráinn Sigurðsson vann Guð- mund Guðlaugsson, Jóel Hjálm- arsson vann Jónas Jónsson, Eiður Jónsson vann Aðalstein Þorsteins- son og Sigurðnr Lárusson vann Stefán Sveinsson. f gærkvöldi afhenti forseti Skáksambands fslands, Ari Guð- mundsson, verðlaunin, en þau lilutu Ásm. Ásgeirsson 1. verðl., hafði hann lOJ/o vinning af ellefu, sem mest var hægt að fá. Þráinn Sigurðsson 2. verðl., hafði 9 vinn- inga. Jóel Hjállmarsson 3. verðl. hafði iy2 vinning, og 4. verðlaun skifti þeir með sjer Sigurður Lár- usson og' Guðmundur Guðlaugsson — hvor með 6 vinninga. Jafnframt þessu skákþiugi var haldin nhjer aðalfundur Skáksam- bands Islands, var stjórn þessi endurkosin. og hana skipa. Ari Guðmundsson forseti, Elís Guð- mundsson og Garðar Þorsteinsson. „Rannsókn á æðarkollumálinu“. Vegna greinar í Alþýðublaðinu í g'ær, 19. febr., er ber þessa yfir- skrift, vil jeg skýra lesendum blaðsins frá: 1. Að jeg mun stefna ritstjóra Alþbl. fyrir þau ósönnu urnmæli, að jeg hafi komist undir manna hendur fyrir eitthvert ódrengileg- asta spellvirki, sem hjer hafi átt sjer stað, og að jeg hafi orðið upp- vís að þjófnaði. 2. Að )>að er með öllu ósatt hjá blaðinu, að jeg hafi verið lát.inn g'era tilraun til að þekkja menn úti í Orfirisey. Jeg var kvaddur af rannsóknardómaranum út. í eyna og var spurður þar um eitt og annað, en engir menn sýndir mjer, er mjer væri ætlað að þekkja, nje neinar spnrningar bornar upp fyrir mjer þar að lútandi. 3. Að það er ósatt, að jeg t'yr eða, síðar hafi sótt um lögreglu- þjónsstöðu. 4. Að það er rangt, að jeg þafi höfðað meiðyrðamál á lögreglu- stjórann út af .því, að hann hn.fi krafist sakamálshöfðunar á mig fyrir meinsæri, enda hefir engin slík krafa komið fram að því er dómsmálaráðuneytið skýrir mjer frá. -Teg höfðaði málið vegna meið andi ummæla, er lögreglustjórinn hafði um mig undir rjettarrann- sókn. Mál það var tekið fyrir í sáttanefnd í dag, og' var það krafa mín, að lögreglustjórinn tæki kin meiðandi ummæli aftur, bæði fyr- irgefningar á þeim og greiddi sem sektir fyrir þau kr. 300.00 til Dýravemdunarfjelags fslands. — Sætt komst ekki á, því að um- bjóðandi lögreglustjórans fyrir sáttanefndinni mun ekki hafa tal- ið sig hafa heimild til að ganga að sektargreiðslu til þess fjelags. Til þess að spara mjer að fara fleiri orðum um þessa grein Alþbl. vil jeg' biðja lesendurna að gera svo vel að lesa að nýju greinina frá í gær og sjá hvort þeir við lesturinn og nána íhugun komist ekki að þeirri niðurstöðu, að greinin sje ósæmilega sundurlaus sem útdráttur úr rjettarfari, þar sem slitið er tu- rjettn samliengi í því skyni að halla rjettu máli sakborningi málsins, lögreglustjór- anum, í vil. Ra.nnsóknardómarinn, Arnljótur Jónsson, hefir tjáð mjer, að Alþbl. hafi engar upplýsingar fengið hjá sjer málinu viðvíkjandi. Skyldi mega geta sjer þess til, að sak* borning'ur muni sjálfur hafa rit- að greinina eða. látið skrifa hana. Reykjavík, 20. febrúar 1934. • Oddgeir Bárðarson. Stjómarfar á Balkanskaga. Það hefir lengi verið látið illa at stjórnarfarinu á Balkanskaga, jafnvel svo að friði í Evrópu væri búin hætta af því. Hinsvegar munu fæstir fylgjast með í því hvað helst sje þar að. svo vera kann að einhverjir hafi gaman af því að sjá, hversu kunnugur fræðimaður lýsir því (R. H. Mark- liam) í Encyclopædia of Social Scicnces, sem er að korna út. Stjórnmálaflokknnum ræður að nafninu landsfundur, eða flokks- þing, en það velur aftur 40: manna flokksráð. Ráð þetta lcýs svo 7 manna framkvæmdanefnd, sem stjórnar öllum flokksmálum. en í raun og veru er alt valdið í höndum formannsins, sem öllu ræður, og einnig kosningunnm til ílokksþingsins, Enginn þingmaður nær kosningu, og jaafnvel enginn borgarstjóri, án samþykkis flokks- foringjans. Þannig rjeði Stambul- jsky í Bixlgaríu og Venizelos \ Grikklandi. í flestum af löndum þessum eigá embætti að heita tryggar stöður, en eru í raun rjet.tri lier- fang stjórnmálaflokkanna. Nýir ráðherrar sópa öllum gömlu em- bættis- og starfsmönnum burtu og setja vildarmenn sína í staðinn, jafnvel lítilfjörlegustu járnbraut- arstarfsmönnum og dyravörðum opinberra stofnana. Enginn þarf að hugsa til að komast í neina stöðu nema að hann fylgi stjórn- arflokkunum.Umsækjendnr ganga því milli flokkanna og reyna að koma sjer í mjúkinn, til þess að geta fengið eitthvað að Iifa af, Pjöldi manna á því alt sitt nndir því, hver betri hærri hluta í stjórn- málaorustunni, enda er hún hin illvígasta og hefir hverskonar spillingu í för með sjer. Sumir embættismennirnir reyna tál þess að tryggja sig með því að ganga í tvo eða fleiri flokka samtímis. Pjáruppspretta flokkanna er að- allega ríkissjóðurinn, beint eða ó- beint. Þeir eiga því erfitt upp- dráttar, sem lengi hafa setið í minnihluta. Nú eru flokkarnir margir í Búlgaríu og Grikklandi og þess vegna eru sambræðslu- stjórnir tíðar. í Búlgaríu ræður bændaflokk- urinn mestu og cr þó stjórn hans ljeleg. Foringjarnir hugsa næst um það að hafa völdin. I Albaníu kveður lítið að flokk- unum. Zog konungur ræður þar mestu, og þar eru ekki aðrir í boði við kosningar en stuðnings- menn hans. — Ekki er þess getið, að Balk- anlöndin hafi reynt að koma sjer upp pólitískum hæstarjetti. Svo langt eru þau þó ekki leidd. G. H. Luxemburg-stöðin. Nú á að gera alvöru úr því að koma í veg fyrir að Luxem- burg útvarpsstöðin sje vargur í vjeum í loftinu. Ef hún vill ekki .góðfúslega taka upp þá stutt- hylgjulengd, sem henni hefir ver- ið ætluð, þá á að láta einhverja sterka útvarpsstöð í Evrópn höfuð sitja hana og trufla alt útvarp hennar. Dagbók. Veðrið í gær: Við Vesturströnd Islands er lægðarmiðja, er veldur hægri S-átt á S-landi en á hægri NA-átt á Vestfjörðum og Breiða- firði. Á NA-landi er vindur aU- hvass A og snjókoma. Hiti er 2—4 st. sunnan lands — víðast 1—3 st. frost. nyrðra og eystra. Snður af Vestmannaeyjum er lægð á hreyfingu austur eftir. Lítur því út fyrir að N-átt muni ná. sjer um alt land á morgun. Veðurútlit í dag: Allhvass NV og N. Nokkur snjójel. Messur á morgun: í dómkirkj- cnni kl. 11 síra Friðrik Hallgríms- son; ld. 5 síra Bjarni Jónsson (altarisganga.) í fríkirkjunni kl. 5, síra Árni Sigurðsson. í fríkirkjunni í Hafnarfirði kl. 2, síra Benjamín Kristjánssou prjedikar. f Aðventkirkjunni kl. 8. Allir velkomnir. Pyrsta barnaleiksýning. sem Leikfjelagið heldur á þessum vetri verður á morgun. Leikurinn, sem sýndur er, heitir „Æfintýrið um undraglerin", og er eftir hinn unga höfund Óskar Kjarr.ansson, sem samið hefir ýmsa æfintýra- sjónleiki, sem hjer hafa verið sýndir. í sambandi við sýninguna verður happdrætti með sjerstöknm hætti. Hverjum aðgöngumiða fylgir leik endaskrá leiksins og í henni happ drættismiði, en í lcikslok, eft.ir siðast.a þátt, verður drégið um vinningana í happdrættinu, en þeir eru: 1. vinningur skíða- eða sportföt úr besta Álafossefni (verð kr. 40.00—50.00), 2. og 3. vinn- ingur Leikföng frá verslurtinni Edinborg (verð kr. 8,00—10.00). Eggert Guðmundsson listmálari onnar í dag sýningu í Oddfjelága- húsinu uppi. Sýnir hann þar aðal- legá teikningar, vatnslitamyndir og ,,grafik“. Sýningin verður opin í nokkra daga. Níræðisafmæli á í dag frú Hólm fríðnr Sigurðardóttir, Vesturgötu 26 C. Er hún móðir Geirs Sigurðs- souar skiþstjóra og þeirra syst- kina. Oamla konan er enn hin ernasta. TTnefa)eikafielag Reykjavíkur. Æfing verður á morgnn kl. 1%- « ^ Jaffa appelKnur stórar, sætar og safamiklar. Ki D DA2 íJ Ð Sími 4060. tlVtt: Hvítkál, Rauðkál, Ranðrófnr, Gulrætur, Blómkál, Sítrónur. Tómatar. Skrá] yfir gjaldendur til ellistyrktor- sjóðs í Reykjavík árið 1934 iiggur fijammi almenningi til sýnis á skrifstofum bæjarins, Austurstræti 16, frá 1.—7. inars n.k.. að báðmo dögum meðtöldum, kl. 10—12 árd og kl. 1—5 síðd. Kærur yfir skránni sendast borr arstjóra eigi síðar en 15. apríl. Borgarstjórinn í Reykjayík, 23. febrúar 1934. Jón Þorláksson. Tómatar Rabarbari Hvítkál Rauðkál ’Púrrur Selleri. Vertlunin KJÖt & Fisknr. Símar 3828 og 4764. Fuglaelgendur. At.hugið, að nú fer að verða hver síðastur að panta hhvar heimsfrægu GLEVUM útangunaor- vjelar og fósturinæður, fyrir var- ið. Dragið ekki lengur að yður. Talið við okkuur nm kaupin einhvern næstu daga. Hjólkurfjelag Reykjav£kur, *

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.