Morgunblaðið - 24.03.1934, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.03.1934, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ 8 Samsöngur í Gamla Bíó. Karlakór K. P. U. M. safnaði .áheyrendum sínum saman í fyrsta sinn á þessum vetri í Gamla Bíó í fyrrakvöld, og fyltu þeir nær salinn. Kórinn hafði sjer til að- stoðar að þessu sinni auk ungfni Önnu Pjeturs, sem ljek píanó- xtndirleik við eitt lagið, Pjetur dónsson .póerusöngvara og einnig yngri deild kórsins, sem nefnir sig „Kátir fjelagar“. Söngurinn fór í lieild sinni mjög vel fram, var hreinn og fág'aður og var honum •stjórnað af smekkvísi og ná- kvæmni af söngstjóranum, Jóni Halldórssyni. Um misfellur var «ngar að ræða svo teljaridi sje, •en þó har á því á stöku stað, að fyrsti tenór væri þvingaður, og' var eins og þreyta gerði nokkuð vart við sig hjá þeirri rödd, í vögguvísu Palmgrens var og fyrsti ísbassi full sterkur á þeim kafla er hann bar uppi aðal- TÖddina. En annars hefir kórinn Sbætt við sig nýjum blæbrigðum (registrum), er mýkja söng'inn fil muna. Að öllu samanlögðu: vandaður og fágaður söngur. En ■ef skrifa ætti eitthvað sjerstakt um hvert einstakt verkefni, þá er það jafn vandasamt og að skrifa um heiðbláan himininn, svo að mað- ur taki sjer orð Robert Schumanns í munn. Efnisskráin. Að undanteknum Hermaunakórnum úr „Faust“, ■eftir franska tónskáldið Gounod, voj*u öll viðfangsefnin eftir norð- Tirlandaliöfunda, þ. e. a. s. eftir Norðmenn, Svía og Finna. Sum þeirra voru áður góðkuun, svo sem t. d. hið ágæta ramm-norræna lag Monrad Johansens „Gamle Noreg“, „Styrbjörn Starke“ eft- ír Körling og’ þá ekki síst „Du garnla du fria“. í tveim þessara síðasttöldu lag'a söng Pjetur Jcns- ■son einsöng. Söngur lians naut sín fagurlega í „Styrbjöru Starke“ Þótt sólóin væri stutt, brá þó fyr- 5r þeim dramatiska krafti, sem Pjetur býr yfir. Tvö ágæt lög voru á söngskránni eftir Palm- gren: „Átti jeg þjer söng að syngja“ og „Yögguvísa" sú er fyr var getið. Af nýrri lögum var athyglisverðast lag Josef Hedars, „Líðandi stund“. Nýiiðarnir, K. F„ runnu vel saman við aðalkórinn og varð það þegar ljóst, að þeir hafa verið teknir duglega í karphúsið. Bætist kórnum þarna mikillstyrk- ur, þar sem K. F. er, og munu þeir auka mátt haiis og getu að miklum mun í framtíðinni. Jafnágætur kór og K. F. U. M., ætti að færa sig upp á skaft- ið hvað val á viðfangsefnum snert- ir. Hin smærri viðfangsefni g'eta vitaskuld verið ágæt ef vel ei’ valið, en korinn er þess vel megnugur að flytja meiri háttar verk, sem fela í sjer meira lista- •gildi. Og hvað er um liinn „póly- fóna“ söng? Ékkert getur þroskað rsöngvarana eins og einmitt hann, eklcert uppeldismeðal getur, sem betra sje fyi-ir kór; þar við bæt- ist að öll hin g'öfugasta kónnúsik er samin í þeim stil. Fyrir jafn- þjálfaðan kór og eins vel mönn- iim skipaðan og K. F. U. M. er, virðist ])essi leið vera sú eina til áframhaldandi þroska. Páll ísólfsson. William Morris. 1834—1934. Hátt í lofi lifi listfagur ástvin Braga — maður kenni þat manni — Morris á foldu Snorra! Matth. Jochumsson. Ilætt er við, að það verði um aldur og ævi sjaldgæfur viðburð- ur að íslendingar, umkomulitlir og „langt frá öðrum þjóðum“ eins og skáldið kvað, verði iilekk- ur í keðjunni þegar meningar- þjóðir heimsins taka höndum sam- an. En í dag gerist þessi við- burður. í dag er spent keðja um aílan hnöttinn, því í dag minnist gervallur hinn mentaði heimur eins af stórkonungum nítjándu aldar, í ríki andans og listarinnar. Það er skáldið, listamaðurinn og spámaðurinn "William Morris, sem þjóðirnar, dreifðar og ólíkar, eru. þrátt fyrir alt reiptog og alla úlfúð, samtaka og sammála um að hylla á þessum merkisdegi er þær minnast aldarafmælis hans. I þessari hyllingu tekur hin fá- menna íslenska þjóð sinu þátt af meira stolti en nokkru sinni áð- Ur er lieimurinn laut miklum manni; því hún minnist þess, að þessi fárbæri maður unni henni mest allra þjóða, þegar frá er talin hans eigin, og hjelt hennar hróðri svo hátt á lofti, að óhætt mun að segja, að í því efni liafi engrim enn tekist, að kom- ast til ja.fns við hann, hvorki fyr nje síðar. Hingað hafa borist fregnir, sem sýna það, að heimsblöðin bresku hafi þegar getið um þann þátt, sem ísland muni taka í minning- arathöfn dagsins. Ríkisútvarpið íslenska minnist Morrisar á þeim tveim tungumálum, sem lionum voru kærust — móðurmáli hans sjálfs og móðurmáli fslendinga. í kvöld verður víðsvegar um Bret- land — ef til vill tuu fleiri lönd — hlustað á Reykjavík. Það mun Arera í fyrsta sinni að slíkt á sjer stað og ]iað fer einkennilega vel á því, að þetta minningarkvöld skoli g'efa fyrst.a tilefnið, því við erum nú að minnast þess manns, sem vildi láta alia bresku þjóðina hlusta á það, sem ísland hafði að segja. William Morris vildi gera það að skyldu, að í hverjum ein- asta skóla á Bretlandi yrðu börn- in látin kynnast sögunum okkar og Eddunum — meira að segja læra nokkuð úr þeim. En á þessum hátíðisdegi minn- ist. ísland ekki einungis síns horfna og ódauðlega vinar. Það minnist einnig dóttur hans, sem í sjón og raun er nm svo margt lilc sínum ágæta föður, og hefir telcið í arf ást lians til þessarar litlu og aí'skektu þjóðar og' num- ið tungu hennar eins og hann. Miss May Morris hyllir íslenska þjóðin í dag. Ef það er sat.t, að hugsanir okkar berist á einhverj- um ósýnilegum öldum gegnum veg'lausan geiminn, þá er ]iað heill flóð af ástfólgnu þakldæti, sem í dag steypist yfir hina á- gætu ensku konu frá fjölmörgum íslenskum hjörtum víðsvegar um þetta land, sem er henni svo kært. Það er mælt, að forsætis- ráðherra fslands og' kona hans sem undanfarna daga hafa dvalið Kaupurðu góðan hlut þá, mundu hvar þú fjekst hann. Að kaupa sjer föt fyrir Páskana, úr ísl. efni er það besta sem hægt er að gera. Nýtt kamgarn er komið frá Álafossi og er það hið fínasta og besta fataefni sem framleitt hefir verið lijer á landi. Nýr klæðskerameistari er kominn til Hraðsaumastofunnar frá einu fínasta verkstæðinu í New York, með nýtt snið o. fl. Hraðsaumastofa vor getur því nú fullnægt öllum þeim kröfum nútímans í klæðagerð, sem þykja bestar. — » Það er því óþarfi fyrir yður, að kaupa erlend tilbúin föt, þegar þjer getið fengið þau hjer í Álafoss, sem fara betur — klæða yður betur — eru ódýrari. Eflið atvinnulífið hjer í landi. — Verslið beint við framleiðendur. Verslið við „ÁLAFOSS“ Þingholtsstræti 2. Hannikiðl mjöff vænt. Grænar baunir- margar teg. á Englandi, muni hafa ætlað að fara á fund dóttur skáldsins til þess fyrir íslands hönd að hylla hana og minningu föður hennar. Þetta er okkur gleðiefni og í fjarlægðinni tölr- um við undir þá játningU þakk- lætis og ástar, sem þau hjónin hafa. borið fram fyrir okkar liönd. í íslenskum sögum er vart ann- ar dómur um ágætan rnann fræg:- ari en sá, er Haraldur konungur Sigurðsson kvað upp um Gizur Isleifsson, að gera mætti úr hon- um þrjá menn: víkingahöfðing'ja, konung og biskup, og- væri hann i til alls vel fallinn. Eitthvað líkt | mundi honum liafa virst um j William Morris, því ef vafi hefði j leikið á um liæfileikami til bisk- ’ upsembættis, mundi annað hafa j komið í staðinn. Dæmi um hæfi- j leika svo stórfelda og margbreytta sem hans eru fágæt. í sögunni, i enda mun afreka hans lengi verða ! minst, en fyrir hugskotssjónum l°kaðir í kvöld og annaÖ kvöld íslendinga hefir hann einkum eftir kl. 8, staðið sem rithöfundur og skáld. Þegar fslendingurinn lýtur Morr- veSna samkvæmis. is, minnist hann drápu Matthíasar og mun fúslega taka sjer í munn orð Gnðmundar Friðjónssonar , m m , , þar sem hann ávarpar Bessastaða-, skáldið ágæta : Hárgreiðilu , . . ,. I og Snyrtistofan Hofmannaskald! jeg hneigi þjer j Bergstaðastræti 36. Sími 2458. Hvar mvndi vera sæmra á knje Hinn eðlilegi ljósi „Henna“ að falla? litur kominn aftur. j Einnig hinn eftirsótti augna- Lifi minning Vilhjálms Morris-'brúnalitur. Járn-, vatns-, og ar a íslandi! i ameríkanskar krullur. Sn. J. j -----o—»------ | Sigríður Gísladóttir. Veítingasalir OddfellQwtiússins Kjötseyðisteningar, kraft- miklir, bragðgóðir. Olítinámur í Bretlandi. Möndlur hakkaðar do. spændar Flórsykur, Cocosmjöl, og alt annað til bökunar ætíð best í Aðalfundur Bííndravinaffelags íslands London, 23. mars. FÚ. Mikla athygli hefir tilkynning Runciman’s, verslunarmálaráð- herra Breta, vakið, er hann lýsti því yfir á þingi í gær, að lagt mundi verða fyrir þingið frum- varp til olíulaga, sem miðaði að því, að greiða fyrir olíuleit og olíuvinslu á Bretlandseyjum. Nú kemur sú frjett, að verið sje að bora eftir olíu í Sussex, og að fundist hafi olía, er komið var 3000 fet í jörð niður. Til Hallgrímskirkju í Saurbæ: i.Úieit frá Þóru Þ. 2 kr. Kærar þakkir. ÓI. B. Björnsson. Hótel Borg allir salirnir opnir i kvöld. verður haldinn á sunnudag'inn 24. þ. m. kl. %y2 í Varðarhúsinu. DAGSKRÁ sam k-v æmt f j elagslö gu m. Stjórnin. Fondarboð. Aðalfundur Nautgriparæktar og mjólkursöluf jelags Revkvíkinga, verður haldinn, snnnudaginn 25. mars, kl. 1 e. h. í Yarðarhúsinu. Fjelagar vinsamlega beðnir að mæta. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.