Morgunblaðið - 05.04.1934, Blaðsíða 2
2
jPtorgmiblm$id
Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk.
Rltstjórar: J6n Kjartansson,
Valtýr Stefánsson.
Ritstjðrn og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Slmi 1600.
Auglýsingastjóri: B. Hafberg.
Auglýsingaskrifstofa:
Austurstræti 17. — Simi 3700.
Heimasímar:
Jðn Kjartansson nr. 3742.
Valtýr Stefánsson nr. 4220.
Árni Óla nr. 3045.
B. Hafberg nr. 3770.
Áskriftagjald:
Innanlands kr. 2.00 á mánuBi.
Utanlands kr. 2.50 á mánuSi
í lausasölu 10 aura eintakiS.
20 aura metS Lesbök.
Efn hjörð.
Sósíalistastefnunni hef'ir aukist
mjög' fylgi innan Framsóknar-
flokksins við það að flokkurinn
klofnaði.
Þetta kom glögt fram á flokks-
þinginu á dögtinum, bæði í' með-
ferð þeirra mála, sem ,,þingið“
tók til meðferðar og eins í sam-
'bandi kosning' flokksstjórnar-
innar.
Faðir sósíalistastefnunnar hjer
á landi, Jónas Jónsson frá Hriflu
skipar nú formannssætið í Fram-
sóknarflokknum. Hingað til liefir
verið reynt að liaga því þannig,
að 1 sem minst bæri á Jónasi og
sósíalistahlið floklcsins, enda
liefir verið lagt aðalkappið á að
vinna fylgi bænda.
En eftir klofninginn ,-hafa Fram
sóknarmenn sjeð að ekki er til
neins að vera að leika þenna
skrípaleik. lengur. Oll þjóðin veit
nú orðið mjög vel, að Framsókn-
arflokkurinn er ekkert annað en
angi hinnar rauðu stefnu. '
Það ræður og að líkum, að nú
hefst enn nánari samvinna milli
Framsóknar og sósíalista.'.Sú sam-
vinna er þegar hafin.
Bæði floliksbrotin, Framsókn og
sósíalistar vinna í sameining að
undirbúningi kosninganna í vor.
Þau koma sjer saman uin. livern-
ig framboðum skuli hagað og mið
ast alt við efling og íramgang
rauðu flokkanna.
Til marks um þetta nána sam-
starf þeirra rauðu og rauðskjóttu,
má geta þess, að kosningableðill
Tímamanna hjer í bænum verður
á undan Alþýðublaðinu, að skýra
frá því, liverjir verði í kjöri í vor
af liálfu Alþýðuflokksins hjer í
Reykjavík. Er bersýnilegt af
þessu, að forráðamenn Framsókn-
arflokksins hafa verið með í að
ganga frá listanum.
Kosningarbleðillinn getur þess
ekki, hvort listi Alþýðuflokksins
verði sameiginlegur fyrir bæði
flokksbrotin. Sjái þeir rauðu sjer
einhvern vinning í því, mun
það vafalaust verða ofan á. Hitt
er þó senniíegra, að Tímamenn
setji lista fram — til málamynda.
Til Hallgrímskirkju í Saurbæ:
Samslcot frá Hallgrímsnefnd í
Alftamýrarsókn 22 lcr. f þ'essari
fámennu sókn hefir hvert einasta
mannsbarn tekið þátt í samskot-
unum og kunnugt er um, að svo
hefir verið í fleiri sóknum. Er
fátt ánægjitlegra en að finna svo
einskoraða samúð . með málinu.
Þökk fyrir hana li.jer og annar
staðar. 01. B. Björnsson.
Til Strandarkirkju, frá A. S.,
Siglufirði (afhent af síra Friðrik
Hallgrímssyni) kr. 10.00, ónefnd-
um kr. 2.00, N. N. kr. 4.00.
MQRGUHBLABIÐ
Ægilegt biireiðarslys.
Bifreið ekur á fvo drengi
og §la§ast annar svo §tér-
kostlega, að hann er fluff-
us* á §júkrahú§ og andast
skömmu §íðar.
Kl. á sjötta tímanum síðdegis í
gær varð ægilegt bifreiðaslys hjeí
innarlega á Laug'aveginum.
Fólksbifreiðin RE. 932 kom
neðan úr bænum og var henni ekið
með miklum h.raða og mjög ó-
gætilega.
Þegar bifreiðin kom móts við
húsið nr. 140, sem er hægra megin
við götuna, rakst hún á stein-
tröppurnar við húsið. ’Arekstur-
inn varð svo mikill, að bifreiðin
muldi úr steintröppunum, fram-
hjólin bengluðust saman og bæði
gúmíin fóru af framhjólunum.
Stöðvaðist bifreiðin ekki fyr en
móts við húsið nr. 144, eða 19 m.
frá árekstrinum, og það þótt bif-
reiðin væri svona leikin efti.r
áreksturinn.
Börn voru að leika sjer þarna
á götunni og' ók bifreiðin á tvo
drengi, 10 ára og 12 ára.
Annar drengurinn slasaðist stór-
kostlega; mun hjólið liafa farið
yfir höfuðið á honum og brotið
höfuðkúpuna.
Drengurinn var samstundis
fluttur 'suður á Landsspítala, en
þar andaðist hann kl. 10 mín. fyr-
ir 7. — Drengurinn hjet Þorlák-
ur (10 ára) sonur Ara Eyjólfs-
sonar forstjóra Garnahreinsunar-
stöðvar Samhandsins. Hinn dreng-
uriim slasaðist nokkuð, en ekki
hættulega.
Bifreiðarstjórinn á^RE. 932 var
Magnús Jóhannesson sjómaður á
Kára Sölmundarsyni. Hann hafði
fengið bifreiðina að láni og voru
tveir fjelagar hans af togaranum
með honum í bifreiðinni. Mag'nús
liafði verið undir áhrifum víns.
Lög'reglan var önnum kafin við
að rannsaka slys þetta í gær-
kvöldi. Fekk blaðið ofangreindar
upplýsingar sumpart frá lögregl-
unni og sumpart frá sjónarvott-
um.
Sendimennirnir
til Spánar.
Fyrirlestrar
dr. Ame Möller.
Heðan fara innan
skams bankastjór-
arnir Magnús Sig-
urðsson og Helffi
Guðmundsson.
Þess hefir áður verið getið hjer
í blaðinu, að Richard Thors, for-
maður Sölusambands ísl. fisk-
framleiðenda og Sveinn Björns-
son sendiherra væru farnir suð-
ur til Spánar, til þess að leita
samninga við spönsku st.jórnina
um saltfisksöluna.
Þessir tveir sendimenn eru fyr-
ir nokkru komnir til Spánar.
Engar nýjar fregnir hafa horist
frá Spáni og stendur því alt við
]>að sama þar.
Samkvæmt upplýsingum er
Morgunblaðið fekk í gær frá
Magnúsi Huðmundssyni ráð-
herra, hefir nú verið ákveðið að
heðan fari einnig tveir menn suð-
ur til Spánar, til þess að taka
þátt í samningunum þar. Fara
þeir bankastjórarnir Magnús Sig-
urðsson og Helgi Guðmundsson
þangað og leggja af stað mjög
bráðlega.
Gullforði þýska ríkis-
bankans minkar
stöðugt.
Berlin 4. apríl. FB.
Samkvæmt skýrslu ríkisbank-
ans í dag hefir gullforði bank-
ans enn minkað að miklum mun
og er nú alls 245.200.000 rm. og
hefir því minkað um 17.100.000
rm. frá 26. mars s.l. Gulltrygg-
ing seðlanna er nú að eins 6.7%
og hefir minkað um -1.3% frá
26. mars. (U. P.)
Dr. Arne Möller, sem liingað er
kominn til fyrirlestrahalds við
Háskólann hjelt fyrsta fyrirlestur
sinn í fyrrakvöld (þriðjudags-
kvöld). Var hvert sæti skipað í
1. kenslustofu Háskólans.
j Forseti guðfræðideildar, dr.
Magnús Jónsson, ávarpaði tilheyr-
endur nokkrum orðum um komu-
mann, lýsti áhuga hans á Islands-
málum og vísindastarfsemi hans,
og bauð hann velkominn.
Því .næst hóf dr. Arne Möller
erindi sitt. Hóf hann mál sitt með
nokkrum persónulegnm athug'a-
semdum um samband sitt við
ísland og upphaf starfsemi sinnar
að jslenskum fræðum. Leiddist
tal hans með þeim hætti sjálfkrafa
að því efni, sem hann tók fyrir í
þessu fyrsta erindi, en það var
skáldskapur ogþó einkum passíu
sálmar Hallgríms Pjeturssonar,
Lýsti hann því næst athugunum
sínum á því, hvaðan Hallgrími
hefir komið talsvert af efni Passíu-
sálmanna, en það er úr hinu vin-
sæla guðræknisriti „Eintal sálar-
innar“ eftir Martin Moller, en
rannsóknir sínar í þessu efni lief-
ir höf. sett fram í doktorsritgerð
sinni. Sýndi hann fram á það,
hvernig Hallgrímur notar þessa
lieimild. Hann notar líkingar og
sumstaðar jafnvel orðalag hókar-
innar, en mótar það þó alt per-
sónulega. Víða verður t. d. það,
sem er margort og" næstum því
væmið í frumritinu, kjarnort, ein-
falt og innilegt hjá Hallgrímu
Þá sýndi haim og fram á það,
að einmitt samanburðurinn við
heimildina gefur enn betra tæki-
færi til þess að kynnast því frum-
legasta og sjerkennilegasta við
skáldskap Hallgríms. Sambandi
Hallgríms við ,,Eintal“ lýsti hann
þannig: Hallgrímur hefir gefið
ísleudingbm það, sem Arngrímur
Eldgosið.
Jakarnir á Skciðarár-
§andi cru 15 meirar á
hæð og yfir 60 metr-
ar nmmál§.
Ufii 160 til 170 §íma§taurar
hala §kola§t af §andinum.
Skaftafelli 4. apríl.
(Einkaskeyti).
Sporrækt öskufall varð lijer í
nótt og' enn meira austur í Suður-
sveit.
Eldglæiúngar eru engar hjeðan
að sjá nú, en mistur í lofti.
' Fremra útfallið úr jöklin-
um er nú þurt orðið.
Skeiðará fellur nú meðfram
Jökulfelli og- undir Grjótliól og
hjer fram sandinn. Hefir flóðið
stigið 5 metra hjer npp í brekk-
urnar í Skaftafelli.
Oddur.
Skeiðarársandur.
Á 'þriðjudag gerði landssíma-
stjóri út leiðangur á Skeiðarár-
sand, til þess að rannsaka síma-
bilanir á sandinum. Fóru menn
úr Fljótshverfi austur á sandinn
og aðrir úr Oræfum vestur, uns
þeir mættust á sandinum.
Á austurliluta sandsins er sím-
inn farinn á ca. 8 km. svæði.
Hafa þar sópast burtu 140—150
staurar alls.
Sæluhúsið stendur óhaggað á
sandinum.
Á vesturhluta sandsins hafa
farið 20 staurar; er það aðállega
við Blautakvísl og á Sigurðarfit.
Ljótt er umhorfs á Skeiðarár-
sandi austanverðum. Eru jakar svo
þjettir, að ekki er viðlit að leg'g'ja
þar síma á staurum.
Jakar eru þarna um og yfir
15 metrar á hæð og yfir 60 metr-
ar ummáls og liggja niður á sand-
inn um 2 km. frá jökulröndinni.
Reynt verður nú að leggja svo-
nefndan jökulþráð yfir 'sandinn,
en það getur dregist n'okkuð að
símasamband fáist þarna yfir,
því að efni verður að flytja hjeð-
an.
Eldfresnír í gær.
Frá Gunnólfsvík er símað í g'ær:
Nokkuð öskufall liefir orðið hjer
í grendinni að undanförnu og
varð snjór á fjallinu Hágangur
dökkur af ösku. Á nóttum sjest
eldroði í stefnu á Vatnajökul.
Nokkrar truflanir á viðtöku út-
varps hafa verið hjer að undan-
förnu, að menn ætla af völdum
eldgossins.
Frá Djúpavogi sást dimmur
mistursbakki. Lagði hann með-
fram fjallgarðinum frá suðvestri
til norðausturs.
Frá Grímsstöðum á Fjöllum
sáust eldblossar öðru livoru á
mánudagskvöld og nóttina eftir
í stefnu yfir Herðubreiðarfjöll og
lærði vildi gefa þeim, er hann
þýddi „Eintal“.
Fyrirlestriuum var ágætlega
tekið af áheyröndum.
fylgdu því allliáar dunur og
dynkir. Frá Möðrudal sást g'osið
á Páskadagskvöld, og voru fram
’eftir nóttu stöðugir blossar, með
stuttu millibili, í stefnu syðst
yfir Herðubreiðartögl. Lítilshátt-
ar öskufaíl var þar á páskadag.
Frá Hólum í Hornafirði sást í
íb’rradag allþykkur öskumökkur
yfir Vatnajökli. Um kl. 18 færð-
ist öskuþyknið austur á bóginn
og fylgdi fjallahringnum. Um kl.
20,30 var himininn orðinn kaf-
þyklrur og gerði þá kolsvarta
myrkur. sem lielst til 21,30. Fór
þá að rofa til og' rigndi ösku, svo
vel varð sporrækt í bygð, en snjór
í fjöllum varð næstum dökkur.
Á Fáskrúðsfirði varð dálítið
öskufall. Fannir urðu g'ráar og
aðeiiis sporrækt á 'jörð. Askan
virðist lík þurrum jökulleir. Mist-
ur var þar í lofti fyrri hiuta dags
í gær.
Á Núpsstað var lítilsháttar
öskufall í fyrri nótt,, en ekkert
í gær. Dimmviðri var þar í gær
og sást ekki til eldstöðvanna.
Frá Vík í Mýrdal var símað
að þaðan hefði sjest mökkur frá
gosinu á þriðjudag.
Hernaðaræði Frakka.
Nú á að j?era Calais að
kafbátahöfn aftur.
Berlín 4. apríl F. Ú.
Franska stjórnin liefir með
höndum fyrirætlanir um að g'era
hafnarborgina Calais í Norðui'-
Frakklandi aftur að kafbátastöð,
eins og hún var í heimsstyrjöld-
inni. Síðan kafbátastöðin í Calais
var lögð niður, skömniu eftir stríð
ið, hafa oft heyrst raddir um það,
að engin borg væri eins vel fall-
in til miðstöðvar fyrir kafbáta,
einnig á friðartímum. Nú mun
verða hafin undirbúningur undir
það á næstunni að gera Calais aft-
ur að kafbátastöð.
Afvopnunarráðstefna.
London, 4. apríl. FÚ.
Framkvæmdarnefnd afvopnun-
arráðstefnunnar kemur saman á
fund, eins og áætlað hafði verið
10. apríl n. k. Franski fulltrúinn
Avenol kom til London í gær-
kvöldi, til }>ess að ræða við
Arthur Henderson, foj'seta ráð-
stefnunnar um undirbúning þessa
fundar framkvæmdarstjórnarinn-
ar. Munu þeir báðir halda áleiðis
frá London til Genf á t'östudag,
en nema staðar í París til þess
að ræða við utanríkismálaráð-
herra Frakklands, Barthou.