Morgunblaðið - 30.05.1934, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 30.05.1934, Qupperneq 3
t MORGUNBLAÐIÐ 3 E-LISTI er listf Sfálfstæðis I I anna. Sjálfsábúð eða leiguliðaábúð. I "g^Eftir Magnús Guðmundsso”^ Það/ er kunnugt, að á síðustu áfatugum 9. aldarinnar yfirgáfu margir ágætir menn óðul sín í Noregi og fluttu búferlum hing- að. Þetta ráð tóku þeir upp, af því að þeir vildu ekki una harðræði Haraldar hárfagra, se*m þá hafði lagt undir sig Nor- eg, og heimti skatt af óðulum bænda og gerði þá með því í raun rjettri að leiguliðum. Sjálf- stæðisþrá þessara forfeðra vorra var svo sterk, að þeir vildu eiga óðul sín og lendur kvaðalaust. Hún var svo sterk þessi þrá, að þeir kusu heldur að flýja föður- land sitt en sitja að jörðum sín- um, bundnum kvöðum. Þeir vildu heldur leita ókunnugs lands, þar sem þeir gætu eignast kvaðalaust ábýli sín. Án efa hefir hún gengið í arf þessi sjálfstæðisþrá hinna fyrstu íslensku bænda og vonandi er hún ekki dauð enn, þó að meira en 1000 ár sjeu liðin. Um eign- arhald jarða hjer á landi hefir oltið á ýmsu. Stundum hafa harð æri og drepsóttir valdið því, að margar jarðir hafa komist í eigu sama mahns og kunnugt er, að biskupstólarnir eignuðust f jölda jarða meðan biskupavaldið var í blóma. En þrátt fyrir þessar öldur hefir jafnan meðal ís- lenskra bænda vakað sú löngun að eiga sem flestir ábýli sín. Til þess að seðja þessa löngun voru þegar í stað, eftir að landsstjórn in var flutt inn í landið, sett lög um sölu þjóðjarða og kirkju- jarða. Enginn efi er á, að leigu- liðar yfirleitt fögnuðu þessum lögum. Það sjest best á hinum mikla fjölda þjóðjarða og kirkjujarða, sem seldur var fyrstu árin eftir að lög þeösí komu í gildi. Lög þessi uppfyltu þrá, sem bjó í brjóstum íslenskra1 bænda. Síðan sósíalistum tók að vaxa fiskur um hrygg hjer á landi hef ir sú stefna skotið upp höfði, áð best væri bændum landsins, að ríkið eignaðist allar jarðir og að bændur yrðu allir leiguhðar, og nú er svo komið, að það eru ekki einungis sósíalistar, sem halda þessu fram heldur einnig sáhluti hins gamla Framsóknarflokks, sem nefna má Tímamenn. í því sem öðru beygja þeir sig undir ©k sósíalistanna. . jeg hygg að það hafi fyrst verið árið 1928 eða 1929, sem því var fyrst alvarlega hreyft á pólitískum fundum í sveitum, að stefna skyldi að því að gera alla bændur að leiguliðum. Það var < Haraldur Guðmundsson alþm. á Seyðisfirði, sem þá reifaði þetta mál í ferð, er hann fór um Norð- urland með Jónasi frá Hriflu. Jeg var með þeim á mörgum þes»ara funda og man vel eftir því, að þessi kenning var ein að- aluppistaðan í ræðum Haraldar. Jónas frá Hriflu sagði þá ekki, eftir því sem jeg best man, eitt orð um þessa kenningu, en jeg hafði á tilfinningunni, að eins- konar sálufjelag væri milli þeirra um þetta. Mun jeg hafa dregið það af því, að mjer var kunnugt um, að J. J. var gamall sósíalisti og hversu þeir fjelagar væru í öllu samrýmdir, enda var Ilaraldur algerlega á vegum J. J. í ríkissjóðsbíl. Nú er það komið á daginn, að þessi grunur minn var rjettur. Að öllum líkindum hafa um þetta verið samtök milli þeirra fjelaga. J. J. hefir ekki talið hyggilegt að hreyfa þessu máli sjálfur, enda var lítið tekið und- ir mál Haraldar um þetta á þeim fundum, sem jeg sat. En nú er feimnin farin af þeim Tímamönn um. Nú þora þeir að kveða upp úr um þetta. Nú er það orðið eitt af stefnuskráratriðum þeirra að ná jörðunum af bændum. Nú gengur ekki hnífurinn milli þeirra í þessu frekar en öðru. Nú telja þeir tímann hentugan. Þeir vita, ,að bændur eru nú bugaðir af undanfarandi versl- unaróáran. Þeir ætla að reyna að svíkjast að bændastjettinni meðan hún er í sárum. Mikil má breytingin vera orð- in á hugarfari íslenskra bænda frá landnámstíð og til þessá dags, ef þeir gína við þessari nýju flugu, enda þótt þeir sjeu aðþrengdir sem stendur. Mikihli mun gera.þeir þeirra Harald- anna, hins , hárfagra og þing- mannsins á Seyðisfirði, ef þeir afhenda nú jarðir sínar, þótt gegn einhverju gjaldi væri í orði, en vildu áður flýja óðul frekar en þola ábýlis skatt. En jeg er þess fullviss, að slík hug- arfarsbreyting hefir ekki yfir- leitt átt sjer stað meðal íslenskra bænda. Jeg, er þess fullviss, að hvötin til þes að eiga sjálfur ábýli sit er jafnrík og áður var, í kaupstöðum og kauptúnum keppast menn um að eignast hús handa sjer. Þar kemur fram sama hvötin og hjá bóndanum, sem vill eiga jörðina, sem hann býr á. Á þessu er enginn eðlis- munur. En hví halda þeir því ekki fram Tímamenn og sósíal- istar, að ríkið skuli eiga öU hús?f Af' hverj.u mega .. bændur ekki eiga jarðir sínar eins og Tíma- menn og sósíalistar mega eiga hús? Áf hverju reisir Hjeðinn Valdimarsson sjer veglegt íbúð- arhús? Af hverju gerir Jón Árna son í Sambandinu hið sama? Og- hví keypti- Jón Baldvinsson af mjer hús? Alt þetta er af þeirri einföldu ástæðu, að í þeim býr í raun og. veru sama hvötin og í bónda, sem kaupir ábúðarjörð- ina sína. En þá er ósvarað þeirrk spurningu, hvers vegna bóndinn má ekki eins fullnægja þessari hvöt eins og þessir herrar. Þeir svara án efa því, að það sje best fyrir bændurna að eiga ekki jarðirnar og þess vegna haldi þeir fram þessari ríkiseignar- stefnu. En ætli það sje ekki rjett ast að láta bændur sjálfa um, þetta. Jeg hygg, að flestum, sem þekkja til í sveitum sje það kunn ugt, að aðalreglan er sú, að sjálfseignarbændur bæta jarðir sínar meira en leiguliðar. Og það er alveg eðlilegt. í sumum sveit- um má þekkja úr jarðir, sem lengi hafa verið í sjálfsábúð, með því einu að sjá hversu þær eru hýstar og. hversu þær eru bættar. Að nema burtu eða minka verulega þessa hvöt til að bæta jarðirnar eru fjörráð við íslenskan landbúnað. Það er ör- uggasta ráðið til þess að draga niður þenna göfugasta atvinnu- veg vorn. Ekkert eitt mundi vera hægt að gera jafn áhrifaríkt til' bölvunar og niðurdreps landbún aðinum eins og bann við eignar- rjetti bænda að jörðum. Erfða- ábúð mundi ekki koma að not- um til varnar þessu. Hún væri skottulækning og ekkert annað. Það er auðvelt að sýna fram á. Þetta mál ætti að verða eitt af aðalkosningamálunum um sveitir landsins í sumar. Bændur ættu að sýna spyrðubandi sósíal- ista og Tímamanna greinilega hug sinn í þessu mikla velferð- armáli þeirra. ------------------ Bifreiðar á íslandi. Við síðustu áramót voru taldar 1865 bifreiðir á landinu, þar af 637 fólksflutningabifreiðir, 922 vöruflutningabifreiðir og 106 bif- hjól. Hefir þeim fækkað samtals um 8 á árinu (þar af bifhjólum um 6. Fólksflutningabifreiðum hefir fjölgað um 18, en vöruflutn- iugaliifreiðum fækkað um 20. Af vörubifreiðum eru nú hjer 25 tegundir, langmest af Ford, 394, og þar næst af Chevrolet 356. Af fólksbifreiðum eru til 43 tegundir (hefir fjölgað um 3 á árinu). Mest er af Chevrolet (95) 14,9%, og Buick (80) 12,6%. Næst koma Essex (57), Ford gamli og nýi (56) og SÍUdebaker (50). Þá er Pontiac (40), Nash (36) og Chrysler (35), Erskine (29), Austin (18), Citroen (14) og Dodge Brothers (14). Af bifhjólum eru til 19 teg., en voru 26 árið áður.Eru flest Triumphe 29, Harley Davidson 24 og B. S. A. 16. Rúmur helmingur allra bifreiða á heima í Reykjavík, eða 875. Næst er Gullbrjngu- og Kjósar- sýsla 125, Akureygi 109, Árnes- sýsla 70, Vestmannaeyjar 51, Eyjafjarðarsýsla og S-Þingeyjar- sýsla 34 livor, Mýrasýsla 33þ Borgarfjarðarsýsla 30, Húnavatns- sýsla 29, Skagaf jarðarsýsla og 'ísafjarðarkaupstaður 27, Siglu-. fjörður 26, Rangárvallasýsla 22, og svo færri í hinum sýslunum- f Barðastrandarsýslu og- Norður- Múlasýslu er aðeins sín bifreiðin í hverri. En nú munu vera bif- reiðar í öllunj sýslum landsins. Fnndlrnlr í Norðnr-ísafSarðarsýsln. Samtaí víð Magnús Jónsson. Með Goðafossi kom að vestan prófessor Magniis Jónssön. Ilefir hánn Iialdið fundi á ísafirði og í kauptúnum þar í kring, Hnífsdal, Bolungavík og Súðavík. Morgun- blaðið bitti hann að máli. Jeg var fjórar dagstundir vestra, seg'ir próf. Magnús, og helt fjóra fundi. Goðafoss kom til fsafjarðar kl. um 5 á fimtudaginn og klukkan átta hófst fundur í Hnífsdal, og þrem tímum eftir lok fundarins á ísafirði var jeg ltominn af stað suður. Vonr fundirnir vel sóttir. \ Þeir voru alir prýðilega sót.tir — eins og húsin rúmuðu. Var þó sjóveður gott. T. d. í Hnífsdal biðu margir með beittar lóðir og fóru ekki á sjó fyr en fundi var lokið Ábugi var mikill að kynna sjer málin og' ATar hlustað vand- lega, á ræðumenn. .Teg setti fund- ina alla fyrir hönd Miðst.jórnar Sjálfstæðisflokksins, tilnefndi tvo fundarstjóra, sinn af hvorum fiokki og flutti frumræðu. Gaf jeg með ]n-í andstöðuflokknum síðasta orð. Ekki var það til muná misbrúkað af þeim nema á ísafirði, þar sem Hannibal Valdimarsson steinþagði allan fundinn út í gegn þar til jeg hafði lokið mínu máíi, en hreytti þá úr sjer brigslyrðum til mín og rangfærslum um riiál- efni. Um fylgið á fundunum? Um það er erfitt að seg'ja. Til- töluleg'a lítill hluti fundár- manna ljet í Ijós skoðanir sínár með lófataki eða á annan hátt. I Hnífsdal A-ar mjer sagt, að and- stæðingarnir hefðu átt meiri liluta, en ekki get jeg orðið þess var í undirtektum. I Rolungavík Arar ,,stemmingin“ mjög áberandi með okkur. fsafjarðarfundurinn þótti mjer þó engu síður góður. , Þar hafa verið um 500 manns, og þar var hlustað svo, að hvert orð hlaut að heyrast, og var þó fund- ariiúsið all-erfitt (yörugeymslu- hiis). En það tel jeg bestan árang'- ur af 'fundi, að hafa fengið rökum, Sjálrstæðisflokksins komið til eyrna allra. Hinir mega svo skara fram úr í stóryrðum og þesshátt- ar mælskulist. Hverjir töluðu á fundunum? Á fundinum í N.-ís.-kjördæmi skiftum A'ið Jón A. Jónsson okk- aí fundartíma. En af hinna hálfu töluðu þeir síra Sigurður Einars- son, sem Vilmundur .fónsson fekk fyrir sig, og Hannibal Valdimars- son framan af. Þó tóku örfáir aðrir til m'áls. Vil jeg sjerstak- lega róma' ræðu Bjárna bónda Sig urðssonar í Vigur á Súðavíkur- fundinum. Á ísafirði áttumst við síra Sigurður einir við nema að því leyti, sem áður er getið, að Hannibal fekk að tala eftir að trygt var með fundarsköpum að ekki yrði svarað. Hvað er um frásögu Alþbl. um að Hnífsdælingar hafi ekki viljað hlusta á Jón A. Jónsson og hvern ig vaf Han'nibal hrópaður niður í Bolungavík? Jeg hefi ekki énn sjeð frásögn Aþýðubl., en get mjög vel hugsað mjer hvernig hún muni veia. En ekki veit. jeg- hvað blaðið á við með því að segja svo frá Hnífs- dalsfundinum. Frámkoma fundar- manna virtist mjer hin ágætasta. Þeg'ar klukkan var orðin langt gengin tólf tók nokkuð að fækka á fundinum, því að ýmsir fóru þá að hugsa til sjóferðar, enda var þá komið að fundárlokum. — En um Hannibal er það að segja, að Bolvíkingum virtist ekki getast sjerstaklega vel að gaspri hans, og þegar hann vaf búinn að tal.a í fullar 30 mínútur, en hafði eftir fundarsköpum 20 mínútna ræðú- tíma, Ijetu nokkrir fundarmenn í ljósi með harki, að þeir teldu nóg komið. Var það þó stöðvað, svo. ’að Hannibal fekk lokið máli sínu. En einhA^er missmíð héfir þeim Al- j þýðuflokksmörinum þótt á fram- komu bans, því að' á, Súðavíkur- fundinum næsta dag fekk hann ekki að segjá éitt ofð og á Isa- f jarðarfundinum " ekki fyr en í fundarlok. Hvernig erti börfurnar? Um þær vil'jég étígu spá. Jeg býst við, áð í'fbáðum þessum kjördæmum verði harðsótt kosn- ingahríð. Mjer þykir iriín för bet- ur farin en ófariri.'því að eng'inn efi er á því, að frindif þessir komu mikilli lireýfingtí'áf! stað. Var það og eftirtektarvert að á engum i fundinum tréystu • aridstæðingarn- ! ir sjér að ræða fjáirinál og atvinnu j mál landsins, en 'gérðu mest að j iipplestri úr göitílúm’blöðum og jþingtíðindum auk' ý'éh'jufegs murin renslis uin kúgun:'álþýð'u' og fleira af svipuðu tæ'gi, ’sem þeir hafa lært. af Jónaái! 'Hvérnig' sem verður um atþvæðat'öTurnar, þá er jeg viss um, 'að: þeir, sem um mál- in hugsa og kryfja þau til mergj- ar, þeir fylgja okkar fn'álstað. Islensk á egg 12 aura. K X E I N Baldursgötu' ,14. Símt 3073. Nýkonllðs > v Agætt ísl. smjör. Hangikjöt. Saltkjöt. ísl. egg á 12 aura. Jóhannes Jóhannsson Gnmdarstíg; 2. Sími 4131.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.