Morgunblaðið - 24.06.1934, Síða 4

Morgunblaðið - 24.06.1934, Síða 4
MORGUNBLAíJIÐ 12 HÖTEL ROSENKRANTS BERGEN, NORGE. Er í miðjum bænum við Þýskubryggju. Herbergi með heitu og köldu vatni, síma og baði. Sanngjarnt verð. Skothnrða- hjól og skinnur, og Skothurða skrár, með húnum, nýkomið. Ludvig Storr Laugaveg' 15. WINDOLENE er óviðjafnanlegt fægiefni á gier og spegla, Þar sem þjer sjáið ryklausa og táhreina búðarglugga, er það oftastnær að þakka Windolene. Húsmóðirin í hverju húsi þarf að nota 'Windolene, svo að gluggar, speglar og annað haldist hreint og fag'urt. I lofti er besta bókin handa unglingum Skemtilegt efni Fallegar myndir. )) IÖLSEM (( ara Nýjar^bækur: Jonas Lie: Davíð skygni: Þýðing eftir Guðm. Kamban. Verð: heft 3.80, ib. 5.50. Páll ísólfsson: Þrjú píanóstykki kr. 3.00. Tónar I. Safn af lögum fyrir harmóníum. Eftir ís- lenska og erlenda höf. Páll ísólfsson bjó til prentun- a'r. Verð kr. 5.50. — Pást hjá bóksölum. BtkaversHu Stgf. Eynnndssonar og Bókabúð Austurbæjar BSE, Laugaveg 34. Til Þlngvalla alla daga, oft á dag. Allir eru ánægðir með hinar nýju, þægilegu bifreiðar. Bifreiðastöð Steindórs. Sími 1580. heitír tyggigúmmtíð, sem að allra dómí er það besta. íslensk framleiðsla. Fæst hjá kaupmanni yðar Efnalauq mim jScmísk fíataljreittstttt 0$ titun 5£asfave$ 3-4 ^íair 1300 aotk. Býður ekki viðskiftavinum sínum annað en fullkonma- kemiska hreinsun, litun og pressun. (Notar eingöngu bestu efni og vjelar). Komið því þangað með fatnað yðar og annað tau, er þarf' þessarar meðhöndlunar við, sem skilyrðin eru best og- reynslan mest. Sækjum og sendum. Grand-Hótel 83. ust frá enninu og lögðust 3Íðan niður aftur. Kringe- lein hljóp inn í baðherbergið, dýfði handklæði í kalt vatn, hellti í það dálitlu af ilmvatni (því það hafði Kringelein hinn fíni, útvegað sér daginn áð- ur, auk heldur annað), og sneri svo aftur til litlu Flamm. Hann þvoði varlega andlit hennar og gagnaugu, síðan þuklaði hann með hendinni eftir hjartslætti og fann hann undir hvelfda, þétta vinstra brjóstinu. Þar lagði hann kalda, vota hand- klæðið og stóð svo og beið við rúmstokkinn. Hann hafði enga hugmynd um það, að á andlit hans var kominn svipur, sem lýsti feimnislegri og •ótakmarkaðri undrun, er hann leit á ungu stúlk- una, þar sem hún lá. Hann vissi ekki, að bros, eins og á seytján ára dreng var komið fram á varir hans. Ef til vill vissi hann alls ekki, að á þessu augnabliki lifði hann í fyrsta sinn fullkomlega og fyrir alvöru. En það eitt vissi hann, að sú tilfinn- ing sem nú streymdi um hann eins og brennandi glóð, þessi Iéttleiki og þessi tilfinning, eins og hann væri gagnsær og að leysast upp, hana þekkti hann ekki nema úr draumum sínum, og hafði enga hug- mynd um, að það væri til í raun og veru. í svæf- ingunum hafði hann upplifað eitthvað, sem þessu líktist, rétt áður en bláa móðan varð svört, og í sínum allra leyndasta, innra manni hafði Kringe- lein hugsað sér dauðann eitthvað þessu líkan — eins og eitthvað óendanlega unaðslegt, eitthvað al- fullkomið, sem maður gæfi sig fullkomlega á vald og sleppti sér við. En í þessu augnabliki er Kringe- lein stóð yfir ungu stúlkunni, sem hafði leit- að verndar hjá honum, var hann um allt annað að hugsa en dauðann. — Svo það er þá til! — Það er til! hugsaði hann. Slík fegurð er þá til! Hún er ekki máluð eins og mynd og henni er ekki lýst eins og bók, eða vit- leysa eins og maður sér í leikhúsunum. Það getur þá í raun og veru borið við, að stúlka, sé nakin og svona unaðslega fögur —svona fullkomlega fögur, svona fullkomlega.-Hann leitaði að einhverju orði yfir hugsun sína, en fann ekki.-— Full- komlega fögur, var það lengsta, sem hann komst í lýsingunni. Litla Flamm hnyklaði brýrnar og teygði fram varirnar eins og krakki, sem ætlar að fara að vakna, og loks opnaði hún augun. Lampinn spegl- aðist í sjáöldrum hennar eins og kringlóttur, hvít- ur díll, hún deplaði augum, brosti kurteislega, dró djúpt andann og hvíslaði: — Þakka yður fyrir! Síðan lokaði hún augunum aftur og virtist ætla að sofna. Kringelein tók upp ábreiðuna, sem fallið hafði á gólfið, og breiddi hana varlega yfir stúlkuna. — Síðan dró hann stól að rúmstokknum, settist niður og beið. — Þakka yður fyrir! sagði litla Flamm aftur, eftir drj’-kklanga stund. Hún var ekki lengur meðvitundarlaus, en hún átti bágt með að koma hugsunum sínum í lag og hverri á sinn stað. Dálítið tafði það hana í því verki, að hún ruglaði í fyrstunni Kringelein hin- um mjóa, saman við annan mann, sem hún hafði haft kynni af löngu áður, og orðið að skilja við, með miklum söknuði. Það voru bláröndóttu nátt- fötin og viðkvæma umhyggjusemin, sem skein út úr stellmgum Kringeleins, sem orsökuðu þennan rugling. — Hvernig er eg komin hingað?, spurði litla Flamm. — Hvað ert þú að gera hjá mér? Þetta óvænta „þú“, kom að vísu Kringelein unaðslega á óvart, en úr því að undrið var á annað borð skeð, var ekki ástæða til að verða upp- næmur fyrir því. — Þú varst meðvitundarlaus þegar þú komst inn til mín, sagði hann því, blátt áfram. Nú upp- götvaði litla Flamm ruglinginn, sem áður var nefndur; hún mundi eftir öllu, sem gerst hafði og þaut upp úr rúminu. — Fyrirgefið! hvíslaði hún. — En það er svo hræðilegt! Hún grét ákaft, skærum, fögrum tár- um, og létti þannig á hjarta sínu og svalaði sorg sinni. Hún greip ábreiðuna og þrýsti henni að and- liti sér, svo hún var alsett hjartalöguðum, rauðum blettum eftir málaðar varir hennar. Kringelein horfði á þetta, óendanlega hrærður, en loks lagði hann hönd sína á hnakka Iitlu Flamm. — So-so, ekki gráta, sagði hann. Litla Flamm leit á hann tárvotum augunum. — Nú, eruð það þér? tautaði hún ánægð. Nú. fyrst þekkti hún aftur granna manninn við rúm-- stokkinn — að hann var enginn annar en sá, sem í morgun hafði sýnt sig svo hugrakkan í orðasenn- unni við Preysing. En hvað hann klappaði henní. blíðlega á hnakkann, gerði það að verkum, að ,hún fann til vellíðanar og öryggis. — Við þekkjumst, sagði hún og hnipraði sig milli handa hans með ósjálfráðri þakklætistilfinn- ingu eins og eitthvað hrætt, lítið dýr. Kringelein hætti að klappa henni, en hleypti í sig ótrúlegum kröftum — kröftum og vígahug. — Hvað hefir komið fyrir yður? Hefir Preysing gert yður nokkuð mein? spurði hann. — Ekki mér, svaraði Flamm. — Ekki mér. — Á ég að draga hann til ábyrgðar? spurði Kringelein. Eg er ekki hræddur við Preysing. Litla Flamm leit á Kringelein, sem hafði rétt úr sér og hert upp krafta sína, — og fór að hugsa.. Hún reyndi að muna hina hræðilegu sjón í nr. 71 — mennina tvo í grænu birtunni á gólfinu---------- dauða mannann, sem lá endilangur, og ruglaða manninn, lifandi, sem sat á hækjum við hlið hans. En myndin var þegar þurkuð út úr hinum heil- brigða og teygjanlega huga hennar. Þó urðu varir- hennar stirðar er hún hugsaði til sjónarinnar, og æsingurinn gerði kippi í handleggjavöðva hennar.. — Hann hefir drepið hann, hvíslaði hún. — Drepið? Hver? — Preysing. Hann hefir drepið baróninn. Kringelein var nærri því horfinn inn í suðu,. sem hann fann til hið innra með sér, en harkaði þó af sér og varð fljótt eins og hann átti að sér. — Það — það — getur ekki verið satt? Það get- ur ekki----------stamaði hann. Hann hafði ekki hugmynd um það sjálfur, að hann lagði báða arma um háls litlu Flamm og dró andlit hennar að sér. Þannig starði hann í augu hennar og hún starði jafnfast á móti. Loksins kinkaði hún kolli, hljótt og með áherslu, þrisvar. En þó undarlegt sé, trúðí Kringelein fyrst er þessi hreyfing kom, sögunni ótrúlegu, sem hún hafði verið að segja. Hendur hans féllu máttlausar niður. — Dauður? sagði hann. — Já, en hvernig getui

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.