Morgunblaðið - 27.06.1934, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.06.1934, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ | Smá-auglýsingai | Saumakona, sem vill sauma jakka, getur fengið atvinnu við Hraðsaumastofuna Álafoss. — Upplýsingar á afgr. Álafoss. Saumakona óskast til að að sauma drengjaföt. Halldóra Sirurðardóttir, Steinhólum við Kieppsveg. Hreinsum gamalt og nýtt fiður. Sendið okkur sængumar yðar. Afgreitt samdægurs. Fiðurhreinsun íslands, Sími 4520, Aðalstræti 9. Xálverk, veggmyndir og konar' rammar. Freyjngðtu 11. Kaupum gamlan kopar. Vald. Paulsen, Klapparstíg 29. Sími 3021._________________ * Rúgbrauð, franskbrauð og nor- maibrauð á 40 aura hvert. Súr- brauð 30 aura. Kjarnabrauð 30 aura. Brauðgerð Kaupfjel. Reykja- víkur. Sími 4562. Nú er tímiiin kominn til að taka myndir. Myndavjelar, Kodak- og Agfa- filmur og' allar ljósmyndavörur fást hjá oss. Einnig framköllun, kopiering og etækkun. Komið og skoðið hinar stækk- nðu litmyndir vorar. Pilmur yðar getið þjer líka feugið afgreiddar þannig. F. A. THIELE. Austurstræti 20. •«••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••< Timbupvepslun P. W. Jacobseii & SSn. Siofnuð 1824. Slmnefnli Granfuru — Carl-Lundtgade, Köbenhavn C. Selnr tímbnr í stærri og smaerri sendingum frá Kaupmhöfn. Eik tíl skipasm£Sa. — Kinnig heila skipsfarma frá Svíþjóð. Hefi verslað við ísland í 80 ár. II • • • • • • e • • • • • I si Danskar og útlendar BÆKUR. Fagfurfræðirit og kenslubækur fyrst frá EINAR HARCK. « Dönsk og erlend bókasala. Fiolstraede 33, Köbenhavn. Biðjið um frían verðlista. Haupsýslumenn! moismmsEsmasmsaam^amaBmmamsai flytur auglýsingar yðar og tilkynningar til flestra blaðlesenda um alt land, i sveit og við sjó - utan Reykjavikur. Blaðið kemur út vikulega 8 siður samanlimdar. — Auglýsið í ísafold og Verði. R. PEDERSEN. S A B R O E - FRYSTIVJELAR, MJ ÓLKURVINSLXTV JELAR. SÍMI 3745, REYKJAVÍK. Nýjar bækur: Jonas Lie: Davíð skygni: Þýðing eftir Guðm. Kamban Verð: heft 3.80, ib. 5.50. Páll ísólfsson: Þrjú píanóstvkki kr. 3.00. Tónar I. Safn af lögum fyrir harmóníum. Eftir ís— lenska og erlenda höf. Páll ísólfsson bjó til prentun-- ar. Verð kr. 5.50. — Pást hjá bóksölum. BÉkaverslnn Sigf. Eymnndssonar og Bókabúð Austurbæjar BSE, Laugaveg 34. Fyrirliggjandi: Appelsínur. Epli. Kartöflur. Laukur. Gráfíkjur. Rúsínur. Eggert Kristjánssoii & Co. Grand-Hótel 85. öilu saman, þó það svo væri með viðbjóðslegasta kalli, — bara komast bart':' íha’h’ peninga — já, auðvitað fyrir peninga. Peningar eru svo mikils verðir — og hver, sem segir annað, er bara að hræsna. Preysing hafði lofað mér þúsund mörkum. Það eru miklir peningar. Fyrir þá hefði ég komist taisvertGangt. En nú verður ekkert úr því, og svo stend ég jafnnær. Og heima er svo andstyggilegt. — Það þekki ég. Það get ég vel gert mér í hug- arlund, svaraði Kringelein. — Heima er allt svo leiðinlegt. Maður fer ekki að vera almennileg manneskja fyrr en maður eignast peninga. Ekki einu sinni loftið er eins og það ætti að vera, þegar maður hefir ekki pen- inga — því maður tímir ekki að fá sér hreint loft í húsið, til þess að eyða ekki dýra hitanum. Og maður getur ekki farið í bað, af því heita vatnið kostar kol. Rakvélablöðin eru gömul og rispa mann. Þvottinn verður að spara — enginn dúkur og engar handþurkur. Sápan er spöruð. Engin hár í hárburstanum, kaffikannan gömul og við- gerð, skeiðarnar orðnar svartar. Stórir, þungir klumpar af slæmu fiðri í koddanuip. Allt sem bilar heldur áfram að vera í lamasessi — aldrei gert við neitt. Lífsábyrgðina verður að borga. Og svo hefir maður ekki einu sinni hugmynd um, að maður lifi vitleysislega —- maður heldur, að allt sé eins og það á að vera. Hann hafði lagt höfuð sitt að höfði litlu Ftamm, og í þeim steílingum sátu þau, meðan þau lásu upp raunarrollu fátækt- arinnar, hvort fyrir annað og reru sér eftir þess- um óbreyttu orðum. Þau voru bæði þreytt og taugaóstyrk og töluðu eins og í hálfgerðri Ieiðslu. — Litli spegillinn er brotinn, sagði litla Flamm, — og ekki hefir maður efni á að kaupa sér annan nýjan. Maður verður að sofa á legubekk, bak við lausavegg. Altaf gaslykt. Á hverjum degi rifrildi við húseigandann. Og svo er manni núið um nasir, að maður geti ekki borgað fyrir fæðið sitt, af því maður hafi enga stöðu. En þau skulu ekki -geta stungið mér í vasann eða kúgað mig, sagði hún með áherslu, og settist svo hátt upp í rúm- inu, að ábreiðan slóst við hné Kringelein, heit af hörundi hennar. Kringelein fann til þessa hita eins og honum væri gefin stór kærkomin gjöf. — Ég skal hafa mig áfram, sagði litla Flamm og blés í fyrsta sinn aftur ennislokknum upp í loft, en það var merki þess, að lífskraftur hennar og fjör væri að komast í lag aftur. — Ég þarfnast ekki yfirforstjórans -— Ég skal komast áfram án hans. Kringelein hafði heilan herskara af erfiðum hugsunum að sigrast á, og þegar honum hafð1' tekist það, reyndi hann að koma þeim í orð — Ég hefi ekki tekið eftir því fyrr en nú fyrir nokkrum dögum, hvernig peningunum er varið, sagði hann stamandi. — Maður verður alveg ann- ar maður, þegar maður hefir penniga, — þegar maður getur keypt. En, að maður gæti líka keypt sér svona hluti, hafði mér samt ekki dottið í hug. — Hvaða hluti? — Jú, svona hluti. Svona eins og þig. Svcna fullkomlega fagurt. Við hinir vitum alls ekki, að neitt svona eins og þú ert, sé til. Við þekkjum ekk- ert og sjáum ekkert, og höldum, að hjónabandið og allt sem konum við kemur, þurfi að veia hversdagslegt og unaðarlaust, — ánægjulaust — eða þá siðspilling, eins og á staðnum, sem ég kom á. En svo þegar þú Iást þarna og varst meðvit- undarlaus — guð minn góður! — ég þorði næstum ekki að líta á þig! Guð minn góður, hvað það var fallegt — hvað það var fallegt! Og svo hug:-ar maður með sér: — Er þetta virkilega til? — Þetf er sjálft undrið. Já, svona er nú ástatt fyrir Kringelein. Hann situr á rúmstokknum og talar ekki sem f jörutíu og sjö ára gamall bókhaldari, heldur sem biðill. Hin raunverulega sál hans, viðkvæm og ósjálfbjarga, skríður úr fylgsni sínu og tifar á litlu nýju vængj- unum. Litla Flamm leggur handleggina um Imé sér og hlustar á með undrandi og tortryg-gnu brosi. Öðru hvoru heyrist ofurlítið snökt frá henni, eins og barni, sem hefir verið að gráta. Kringelein er ekki ungur, ekki fallegur, ekki glæsilegur, ekki heilbrigður né hraustur — hann hefir ekki einn þeirra eiginleika til að bera, sem konur heimta af elskendum sínum. Og þegar klaufalega stamið,- augnagot með rauðbryddum augunum og feimn- islega fálmið, getur þrátt fyrir allt haft áhrif á litlu Flamm, þá hlýtur það að eiga sér einhverjar - dýpri rætur. Ef til vill er það blátt áfi-am þekking hans á þjáningunum, og hin ákafa löngun hans ■ til að drekka lífið sjálft í löngum teygum, jafn- framt hinni þögulu fyrirlitningu hans á dauðanum,. sem gerir þessa mannrolu að karlmanni og gefur sem gerir þessa mannrolu að karlmanni og gefur' honum einskonar aðdráttarafl, þó er því nú ekkí þannig varið, að litla Flamm sé orðin ástfangin. af Kringelein, nei, lífið hefir ekki slík undur á hverju strái. En hjer í gistihúsherberginu finnur' hún einhverskonar öryggi, sem henni finnst betri. að byggja á en bráðabirgðasamböndin, sem hún hingað til, hefir haft mest af að segja í hinni flögrandi fiðrildis-tilveru sinni. Kringelein masar- og skrafar, — honum detta altaf ný og ný orð í hug; hann skrafar allt hvað af tekur, og honum virðist á þessu augnabliki alt sitt líf hafa verið lif- - að fyrir þetta eina mark, þessa einu fullkomnun,. þetta eina undur, sem hefir fallið honum í skaut,. þessa fullkomnu fegurð, sem liggur þarna í rúm- inu hans, stúlkuna, sem kom frá Preysing og til hans. Litla Flamm, hafði engar háar hugmyndir um sjálfa sig. Hún vissi vel, hvers virði hún var sjálf. Tuttugu mörk fyrir að láta taka mynd af sér. Eitt hundrað og fjörutíu mörk fyrir eins mánaðar- skrifstofuvinnu. Fimmtán pfenninga fyrir eina bláðsíðu skrifaða, með afriti. Litla loðtreyju, tvö> hundruð marka virði, fyrir ást í eina viku. Hjálpi oss vel, hversvegna ætti hún að hafa háar hug- myndir um sjálfa sig. En í orðum Kringeleins fann hún fyrst sjálfa sig, sá sjálfa sig eins og í spegli, dýrmæta, gullna hörundið, hárið, sem var eins og hvítagull, og limi sína, sem hver fyrir sig var fullkomin fegurð og dýrð, blóma sinn og á- hyggjulausu tilveruna og framsæknina — hún fann í stuttu m'áli sagt sjálfa sig, eins og hvern annan fjársjóð, seem gráfin hefir verið í jörðu. — Já, en það er þó ekkert sérlega í mig varið„.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.