Morgunblaðið - 07.07.1934, Síða 7
! Hurðarhúnar •
# •
• mjög ódýrir, nikk. m. hand- *
J föng úr horni og trje frá Z
J kr. 1.90 p*rið. •
2 Banziger skrár.
• Lamir, •
• r HurSarpumpur, •
• Smekklá«ar, ódýrir, 2
• Varalyklar f. smekklátwi, 2
2 skornir eftir sýnishorni. 2
: fi. Einsrsson & Funk j
2 Tryggvagöira 2«. •
niBiiit.
grænar baunir, nýjar
kartöflur fæst í
Wtrslunin ,Java“.
Laugaveg 74. — Sími 4616.
ssigœti
í nestið er gott að kaupa í
„VerslBBin ]ava“.
Laugaveg 74. — Sími 4616.
Ódýrt
kjöl.
38 aura kostar */2 kg.
kjöt af ám.
Fyrsta flokks Dilkakjöt.
Reyktur Lax.
Harðfiskur,
Ýsa og Riklingur.
Biörn lonssan
Vesturgötu 27. Sími 3594.
Hrassabutt
fæst í
Kjötbúðinni,
Týsgötu 1.
Sími 4685.
NINON
Austurstr. 12 uppi.
Opið í dag
frá 10—12
og 2—4.
Revktir lax
lækkandi yei’ð.
Rauðmagi, reyktur.
Hangikjöt.
Saltkjöt.
Egg.
Smjör.
Ostar.
Harðfiskur.
Riklingur.
Afbragðs gott
alt saman.
Þeir,
sem vilja sækja um veitingaleyfi
á Skeiðvellinum á moygun, tali
strax við
Dan. Daníelsson,
Kodak
Og
Stílcb
filman geymir best minn
ingarnar úr sumarfríinu.
BdkhtaiúH
Lækjargötu 2, sími 3736.
Samanburður á útgjöldum
nokkurra landa.
Bftir skýrslum, sem birtar eru
í Annúaire Statistique de la
Sociéte des Nations (árhók Þjóða-
bandalagsins), hefir verið tekin
saman fróðleg skrá um árleg út-
gjöld helstu landa á síðastliðnu
fjárhagsári og skattabyrði þá, sem
hvílir á hverjum íbúa þeirra. Skrá
j>essi birtist. í ritinu „Eeonomia
Italiana“ og lítur þannig út:
Á mann
Bandaríkin 49.732 125.000 398
Belgía 6.185 8.160 758
England 50.456 46.340 1088
Frakkland 31.234 41.950 745
ítalía 21.766 42.000 718
Rússland 332.307 165.700 2005
Spánn 7.152 23.800 300
Þýskaland 37.807 64.776 583
Af þessu yfirliti sjest, að Spán-
"verjar og' ítalir eru sparsamastir,
en Rússar i eru mestu eyðsluklærn-
ar, og er þess þó tæp-
lega að vænta, að öll kurl komi
til grafar í opinberum skýrslum
sem þessum.
Qagbók.
Veðrið (föstudag kl. 17): Grunn
lægð og nærri kyrstæð yfir ís-
landi. Talsverð rigning í dag á S.
og V-landi en úrkomulaust á A-
og NA-landi. Hiti víðast 12—14
st. en surnst. á Austurl. 15—20 st.
Veðurútlit í Rvík í dag: Hæg-
viðri. Smáskúrir en hjart á milli.
Messað í dómkirkjunni á morg-
un kl. 11, síra Bjarni Jónsson.
I Hafnarfjarðarkirkju á morg-
un kl. 2, síra Þorgrímur Sigurðs-
son. ,
Útvarpið í dag: 10.00 Veður-
fregnir. 12.15 Hádegisútvarp. 15.00
Veðurfregnir. 19.00 Tónleikar.
19.10 Veðurfregnir. 19.25 Tón-
leikar (Útvarpstríóið). 20.00
Klnkkusláttur. Prjettir. 20.30 Er-
indi: Á eftir þorskinum (Árni
Friðriksson). 21.00 Grammófón-
tónleikar: a) Beethoven: Leonora-
Overture nr. 3. b) Moussorgsky:
Kórar úr óp. „Boris Godounow“.
Danslög til kl. 24.
Eimskip. Gullfoss er á leið til
Kaupmannaliafnar frá Vestmanna-
eyjum. Goðafoss er í Hamþorg.
Brúarfoss kom frá útlöndum í
gærkvöldi. Dettifoss kom til Siglu-
fjarðar í gær kl. 1. Lagarfoss er
í Kaupmannahöfn. Selfoss er á
leið til Leith frá Kaupmannahöfn.
Kvöldskemtun heldur fþrótta-
skólinn á Álafossi í kvöld. Þar
verður margt til skemtunar. 1 úti-
leikhúsinu þar leika þau frú Soffía
Guðlaugsdóttir og' Brynjólfur Jó-
liannesson smáleik, sem heitir
„Fullkomna h jónabandið'l. Auk
þess lesa þau upp sitt í hvoru
lagi. Hljóðfærasláttur er á milli
og seinast verður dans í stóra
tjaldinu. Skemtunin hefst kl. 8%.
íþróttamót Borgfirðinga og
Mýramanna. verður haldið á Hvít-
árbökkum á morgun. Suðurland
fer til Borgarness í fyrramálið
kl. 8i/2.
Bifreiðaskoðunin. í dag á að
koma með til skoðuriar að Arnar-
hváli bifreiðar og biflijól RE 151
—200.
Skemtiferðaskipin. Sænska
skemtiferðaskipið „Kungsholm“
fór hjeðan í gær. „Reliance“ var
væntanlegt hingað í nótt.
Höggmyndasafn Ásm. Sveins-
sonar, Freyjugötu 41 verður op-
ið á morgun kl. 1—7.
Happdrætti Háskólans. Fimti
dráttnr fer fram á þriðjudaginn
kemur. Munið að endurnýja miða
yðar, svo að þjer missið ekki af
vinningum.
Heimatrúboð leikmanna hefir
samkomu í Hafnarfirði í húsi K.
F. V. M. í kvöld.kl. 8i/2. Allir
velkomnir.
Fyrirhleðslan fyrir Hafursá í
Mýrdal er nú svo langt á veg kom-
in, að búið er að veita ánni úr
sínum gamla farvegi, og' rennur
hún nú vestur á Klifanda. Verð-
ur unnið út þenna mánuð til að
fuljgera stíflugarðinn.
Tveir jarðskjálftakippir fund-
ust á Siglufirði í fyrramorgun um
klnkkan 7, og var annar þeirra
allharður. (F.Ú.).
Landsfundur kvenna, í dag ld.
1—4 verður rætt um heilbrigðismál,
en kl. 5—7 verður rætt' um ýms
sjermál sveitanna: Hjúkrunar-
konur, hjálþars'túlkur, áhaldakaup
og fleira.
Skip SameinaÖa. Drotningiii kom
liingað í gærmorgun að norðan og
vestan og fer. hjeðan annað kvöld
áleiðis til Kaupmannahafnar. ís-
land fer frá Kaupmannahönf á-
leiðis hing'að á morgun, en Botnía
í dag frá Leith.
Gjafir til Kvennadeildar Slysa-
varnaf jelagsins í Hafnarfirði:
Frá Sigurlaugu Jónsdóttur 2 kr„
Ón. 10. kr„ Áheit frá K. og G. 5
kr.,Skipverjum á b.v. „Sviði“ 231
kr,, E. og A. 2 kr., Guðrúnu Guð-
mundsdóttur 8 kr„ Elísahet Egils-
son 3 kr. — Kærar þakkir. — Ó. Þ.
Þýskir flotaforingjar í Noregi.
Þýska herskipið Schleswig'-Hol-
stein, sem Þjóðverjar fengu að
lialda að stríðinu loknu. er nú í
heimsókn í Osló. Auk Försterns
aðmíráls á því skipi, eru þrír aðr-
ir þýskir aðmírálar staddir í
Noregi sem stendur. Eru þeir á
ferðamannaskipi. Það eru þeir
Trota og Hauer, sem báðir tóku
þátt í sjóorustunni míiklu hjá
Jótlandi, og Souchou, sem var
foringi þýsku flotadeildarinnar í
Miðjarðarhafi í stríðinu. Á ferða-
mannaskipinu eru 400 menn úr
flotaforingjafjelaginu þýska.
Oscar Olsson, hátemþlar kom
hingað í gærkvöldi rir ferð til
Norðurlands. Flytur hann erindi í
dag í Norræna f jelaginu um skáld-
skap Strindbergs. Á morgun fer
hann austur að Húsátóftum á
Skeiðum ög flytur þar erindi á
ungmennasamkomu um bindindis-
starfsemi og fræðslumál.
Skólasýning. Nú eru síðustu
forvöð að sjá skólasýninguna, því
að á morgun (sunnudag) er síð-
asti dagur sýningarinnar.
Hjónaband. Gefin voru saman
í hjónaband síðastl. laugardag
ungfrú Ólöf Ólafsdóttir frá Reykj
um í Mosfellssvelt og Christian
Hvldahl Christensen, hóndi í
Klömhrum við Reykjavík. Síra
Hálfdán Helg'ason á Mosfelli gaf
þan saman.
Fiskaflinn á öllu landinu var
talinn 1. júlí 57.019.780 kg. miðað
við fullverkaðan fislc. Er það
6.751.280 kg. minna en á sama
tíma í fyrra. Lækkun þessi kemur
niður á öllmn landsfjórðungum,
en tiltölulega langmest á Norðlend-
ingafjórðungi, því að þar er afl-
irm ekki helmingur á móts við
það, sem hann var í fyrra.
Skýrslur um starfsemi Nýja
spítalans á Kleppi fyrir árin 1930
—1933 eru komnar út frá yfir-
lækninum og fylg’ja sjerprentaðar
maí-júní töluhlaði Læknablaðsins.
Skemtiferðin í Vatnaskóg. Mið-
ar verða seldir eftir hádegi í dag
í Konfektbúðinni á Laugavegi 12,
og í bókabúðinni á Þórsgötu 4.
Síldveiði Norðmanna. I Bergen
hefir verið stofnað nýtt útgerðar-
fjelag og ætlar það að gera út tvö
skip á síldveiðar við ísland. Skip-
in heita Juan og Björnöy.
•Jw —iri iiiniinni im nm ,M , , ,
Frúin: í vikunni sem leið sá jeg
yður kyssa mjólkurmánninn á
hverjum morgni og nýlenduvöru-
salann bæði kvölds og morgna.
Sennilega or eins unð siálrarann.
— Nei, nei frú, hann kemur
■ ekki nema tvisvar í AÚku.
Kálfakjöt,
dilkakjöf,
hráar rúllupylsur og kæfa. Nýjar
kartöflur og gulrætur. Harðfiskur
og ísl. smjör. Appelsínur og epli.
Alt fæst á sama stað.
Jón&Geirí
Vesturgötu 21. — Sími 1853.
Til helgarinnar.
Nýr lax.
Reyktur lax.
Hangikjöt afbragð* gott.
Frosin dilkahm.
Jóhannes Jóhannsson
Grundarstíg 2. Sími 4131,
M.s. Dronning
Alexandrine
fer annað kvökl kl. 8 til
Kaupmannahafnar um Vest-
mannaey.iar og Thorshavn.
Farþegar sæki farseðla
i dag og vörur komi í dag.
Skipaalgreiðsla
Jes Zimsea.
Tryggvagötu. — Sími 3025.
Garðyrlian
a Revkiuu
í Mosfellssveit.
Gróðrárhúsin eru aðeins opin fyr-
ir'gesti kl. 4—6 síðd. — Á sunnu-
dögum frá 10—12 árd. og 4—6 síðd.
Garðyrkjtistjórínn.
SiiOr.
Ostar.
Sardínur
margar teg. og
ntður§uða
margskonar.