Morgunblaðið - 07.07.1934, Side 8

Morgunblaðið - 07.07.1934, Side 8
« MORGUNBI/AÐIÐ | Smá-auglýsingai | Borðstofahúsgögn til sýnis og sölu fyrir mjög lágt verð kl. 4— 7 sí5d. í dag á Hverfisgötn 46. Soðin díikasvið, ágæt í nesti. Að- alfiskbíiðin. sími 3464. Nýskotinn Svartfugl á 50 aura stk.. hamflettnr og lieim sendur. Fisksalan, Nýlendugötu 14, sími 4443. Rabarbari, góður og ódýr til sölu. Suðurgötu 31. Sími 1860. Smurt brauð í nesti til ferða- laga kaupa ]>eir er reynt hafa í Svaninum við Barónsstíg. ■álverk, veggmyndir og marBi konar rammar. Freyjugötu 11. Lines Bros barna- vagnar eru þeir bestú. sem tii landsins flytjast. Mikið úrval. — Vatnsstíg 3. — Húsgagnaverslun Reykjavíkur. Brynjólfur Þorláksson er flutt- uf í Eiríksgötu -15. Sími 2675. Slæ grasbletti við hús með hand ■eláttuvjel (og ljá). Sími 2165. Borðdans. Marg'ir munu kannast við borð- ! dans, og ináske hafa sumir fengið borð til þess að fara af stað og jafnvel fengið einhverjar „upp- lýsingar“. „Borð dans er ekki nein bábilja, sem sprottin er af nútíma hjá- trú“, segir Aftenposten. „Prestar Egyptalands þektu hann þegar á elstu tímum. Frá Egyptum barst hann til Rómverja. Terulhan kirkjufaðir reyndi að tala um fyr- ir þeim, er gerðu borðið að Spá- manni sínum. En það bar lítinn árangur. Fólltið taldi það víst að það kæmist í samband við æðri verur gegn um borðdansinn. Aftur á móti vilja nútímavísindin skýra liprðdansinn þannig, að hann stafi af ósjálfráðum vöðvasamdrætti (hjá þeim er við borðdansinn fást. I>:ið eru til gámlar sag'nir (frá því | u:a 350 eftir Krist) um ýmsar sið- j I veiljur í sambandi við borðdans. , Borðið áti helst að vera úr vígð- um lárviðartrjesgreinum. Á plöt- j una voru krotuð ýms tákn og leyndardómsfull vers. Allir stafir í stafrofinu voru ritaðir á brún- ina á málmfati. Margir hringar hengu frá borðbrúninni, og snertu þeir bókstafina eft-ir því hvernig borðið lireifðist. Þannig var hægt að fá svör hjá borðinu og tala við það. Sjerstaklega var talið heppi- legt að konur og börn tækju þátt í tilraunum þessum, en ekki var jafngott að hafa lcarlmenn við borðið. Vantar efni? Skaðann skil, skort á vali nægu, eirpipurnar eru til, aftur, þessar frægu. Til Hallgrímskirkju í Saurbæ: Frá konu í Borg'arfirði 5 kr., göml um manni 3 kr., E. K„ Hafnar- firði 5 kr. Ef þjer haíið ekki notað ! Selofilmur áður, þá reynið þær nú. þær eru víða seldar. Dað Darf enginn að hafa slæmar hendur þó hann vinni við fiskþvott, hrein- g'erningar o. þ. u. 1. ef Rósól-glyce- rine er notað eftir að hafa þvegið vel og þurkað hendur sínar. Það varðveitir hörundsfegurð handleggja og handa. Þetta þekkja þeir sem reynt hafa. H.f. Efnagerð Reyklavfkur Kem. tekn. verksmiðja. Bill fer til Ólafsvíkur mánudaginn 9. þ. m. frá B i f r ö s t, Sími 1508. I§lensk egg. Klein Baldursgötu 14. Sími 3073. KNOCK OUT Otrymið hœttulegum a$klaberum, eins og flugum og: öðrum skor-- lcvikindum með liinu óbrigðula - skordýra-dufti „Knock Out“. Helgi Magnússou S Gu. Hafnarstræti 18. Grand-Hótel 87. þaut hann á fætur. — Bíðið þér ofurlítið, hvíslaði hann eða öllu heldur æpti hátt. — Heyrið þér, herra Kringelein — eg hefi meira, sem eg þarf að fala um við yður, áður en — við — köllum á lögregluna. Það er — það er í sambandi við stúlkuna. Þér segist fara með hana burt. Gætuð þér ekki — þér segið, að hún sé 1 yðar herbergi — gætuð þér ekki látið hana vera þar áfram? Eg meina, Kringelein — við erum karlmenn. Það, sem hér hefir skeð, skal eg svara fyrir. Eg átti hendur mínar að verja, skiljið þér. Það er greinilegt. Það er svo sem nógu slæmt, en eg skal taka alla ábyrgð af því. En hitt myndi gera mig ómögulegan mann. Getur ekki — er það nauðsynlegt, að lögreglan fái að vita þetta um ungfrú Flamm? Það var hægt..... eg þarf ekki annað en læsa dyrunum að 72. Ungfrú Flamm hefir verið yfir nóttina hjá yður og þarf ekkert að vita. Þér vitið heldur ekkert, herra Kringelein. Þá er það í lagi og allt gengur eins og í sögu. Þér farið og þurfið ekki að bera vitni, og ungfrú Flamm verður ekki yfirheyrð. Þér skiljið mig herra Kringelein. Þér þekkið kqnuna mína. Þér hafið þekkt hana næstum eins lengi og ég. Og gamla manninn — Þér þekkið gamla manninn. Þér eruð þó einn úr verksmiðjunni, herra Kringe- lein — svo ég þarf ekki að skýra það nánar fyrir yður. Staða mín hangir í bláþræði — bezt að segja það eins og það er. Og það er vel hægt að fara í hundana á svona asnastryki — einni kvenna- farssögu, eða þessháttar hégóma. Herra Kringe- lein — ég elska konuna mína, og get ekki slitið mig frá henni og bömunum, sagði hann grátbiðj- andi — eins og hann væri að tala við Múllu sjálfa. — Þér þekkið telpumar, hema Kringelein, ef þetta um ungfrú Flamm kemmst fyrír réttinn. Eg — er — eg hefi ekkert haft með ungfrú Flamxn að gera. Upp á mitt æruorð — alls ekkert. hvíslaði hann — því nú fyrst varð honum sú stað- reynd ljós. — Hjálpið mér, Kingelein, — við erum karlmenn. Takið þér það að yður. Látið þér niður í kofortin yðar og farið burt með stelpuna, þegið, og lofið mér svo að sjá um Mtt. Þér þurfið ekki annað að gera en þegja. Og svo bara fá stelp- una til að .þegja líka. Ekkert annað. Farið þér — langt burt — ég gef yður — heyrið þér nú, Kringelein; við höfum skifst á skömmum í dag. Látum það vera gleymt. Þér misskiljið mig. Mis- skilningur milli forstjórans og starfsmanna á sér allsstaðar stað, og er ekki ástæða til að leggja svo mikið upp úr slíku. Við tilheyrum þó sömu heildinni, togum í sama spottann, góði Kringelein. Eg skal — ég gef yður -— þér fáið ávísun hjá mér og farið svo leiðar yðar. Farið þér nú yfir í 72, og læsið dyrunum; ungfrú Flamm heldur sér saman og þá fer allt vel. Ef þér verðið spurður að einhverju, þá hafið þér verið alla nóttina inni í yðar herbergi og vitið ekkert, hafið ekkert séð og ekkert heyrt, herra Kringglein, ég bið yður . . . Kringelein hlustaði á þetta óðamála og næstum vitfirringslega hvísl Preysings og horfði á hann. Hvíta birtan frá glólömpunum sjö, sem voru í ljósakrónunni, gerðu svarta skugga í andlit hans, sem var æðisgengið og baðað köldum svita. þung- Iamalegir pokar voru undir dapurlegu augunum, skegglausa torkennilega efrivörin skalf, kippir sáust í augnlokunum, og hárið klesstist niður í kaupsýsluhrukkurnar á enni hans. Hendur hans voru máttlausar og veikar að sjá, er hann Iyfti þeim og endurtók: — Eg bið yður — eg bið yður. — Grey skinnið, hugsaði Kringelein allt í einu. Þetta var ótrúleg, spáný hugun, sem braut hlekki og reif niður múrveggi. — Örlög mín eru, í yðar hendi, hvíslaði Preys- ing. Hann var orðinn betlari; og hann skammaðist sín ekki fyrir að viðhafa svo hátíðlegt orð sem örlög, — Og mín örlög, hugsaði Kringelein. . . . En það leið hjá og hvarf úr huga hans. — Herra yfirforstjórinn gerif of mikið úr valdi mínu yfir stúlkunni. Ef herra yfirforstjórinn vill Ijúga sig frá öllu saman, verður hann víst að gera það af eigin ramleik, sagði hann kuldalega. — En þó vil ég ráða til að tilkynna Iögreglunni þetta, því vanræksla í því efni gæti leitt til allskonar óþæginda. Nú fer ég með farangur ungfrú Flamm inn í herbergið mitt, nr. 70, ef herra yfirforstjór- inn skyldi þui’fa á mér að halda. 1 bili ætla ég að kveðja. Preysing reys við, sigraðist á máttleysi sínu og lyfti sér á fætur. en hneig strax. máttlaus niður aftur. Kringelein hljóp til og studdi hann. —- Grey skinnið hugsaði hann aftur, — grey skinnið. Preys- ing studdi handleggnum þungt á Kringelein og datt nú aftur í hug eitthvað til.að segja: — Herra Kringelein, ég skal sleppa þessu með sjúkrasamlagið. Eg skal ekki rannsaka hvernig þér hafið fengið peninga til svona ferðar. Eg skal — t— þegar þér komið heim aftur,.skal ég sjá, hvort ekki er hægt að bæta eitthvað stöðu yðar. Eg skaí. gera fyrir yður allt sem ég get. En þá fór Kringelein. að þrosa, alveg uppgerðar- laust og án nokkurrar móðgunar, og án alls þakk- lætis, bara létt og eðlilega. — Kærar þakkir, sagði hann. — Kærar þakkir fyrir velviljann. En það verður ekki þörf á því. Hann hallaði Preysing upp að veggnum og lét hann standa þar með breiða bakið upp við bylgju- málaða veggfóðrið í nr. 71, og eins á svipinn og maður, sem hrapað hefir ofan í jökulsprungu.. Úti á ganginum logaði ekki nema annað hvprt Ijós, . og fyrir enda hans var aðvörun með ljósletri: Varlega. Þrep. Stofuklukkan sló þrjú með forn- - aldarraust sinni. Klukkan hálffjögur var næturvörðurinn hringd- ur upp, þar sem hann stóð hálfmókandi yfir morg- - unblöðunum, sem voru nýkomin. — Halló! æpti hann inn í svörtu trektina. . Halló? Halló? Ekkert svar. En loks heyrðist ein- hver ræskja sig. Síðan var sagt: Sendið þér forstjórann undir eins upp til mín.. Preysing, nr. 71. Og náið í lögregluna. Hér hefir viljað slys til..... I stóra gistihúsinu, eru örlög manna ekki end- anlega útkljáð. Af þeim er þar ekkí annað en brot, og molar; fólk býr fyrir innan hurðimar, kærulaust og skrítið fólk, fólk, sem fer upp og niður og í hring -—- hamingja og stórslys eru þar nágrannar, svo ekki munar nema eínum dyrum. Hverfuhurðin er á sífeldri ferð og það, sem upp- lifað er milli komu og burtferðar, er ein heild með upphafi og endi. Ef til vill eru engin örlög til í heiminum, heldur eitthvað, sem veltur á tilviljun; byrjanir, sem ekki er haldið áfram, endalok, sem ekkert var á undan. Margt er eíns og tilviljun,. og lýtur þó samt föstum lögum. Og það, sem;

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.