Morgunblaðið - 18.07.1934, Qupperneq 2
1
MORGUNBLAÐIÐ
Útgef.: H.X. Árvakur. gtjkjtrlk,
Rltstjðrax: Jðn KJartanjiaoa,
Valtyr Stef&naaon.
Rltatjðrn og afgrrelðsla:
Auaturatrætl 8. — Pkml 1800.
AUfflýsinKastjðrl: E. Hafberc.
AuKlÝalnKaskrlfatofa:
Austurstrætl 17. — Slul 1700.
HelmaalmaT:
Jön KJartanaaon nr. 8718.
Valtýr Stef&naaon 1880.
Árnl Óla nr. *0'46.
E. Hafber* nr. 877*-
Áakrlftag-Jald;
Innanlanda kr. 8.00 A aaánuOi.
tJtantanda kr. 1.60 4 atAnuOl
1 lauaaaðlu 10 aura elntakiB.
10 aurai ntaB Laabðk.
Landkjörstjórn.
Ekki hefir. landkjörstjórn
enn auglýst stað og stund, er
hún kemur saman til að úthluta
uppbótarsætum milli flokkanna
og. eru þó 25 dagar liðnir frá
kjöfdegi.
Þessi mikli dráttur stafar af
því, að kjörstjórnir út um land
hafa örðið svo seinar á sjer með
að senda skýrslur og nauðsyn-
leg kjörgögn. Komu síðustu
skýrslprnar með Esju á sunnu-
daginn var, en ekki munu þær að
öllu leyti fulínægjandi, en reynt
verður úr því að bæta með sím-
skeytum.
Landkjörstjórn hefir látið
fram fara bráðabirgðatalningu
á atkvæðum flokkanna, eftir
þeim gögnum sem fyrir liggja og
einnig athugað atkvæðatölu
þeirra frambjóðenda, sem til
greina geta komið í uppbótar-
sæti.
Ekki getur neinn vafi leikið á
því, að uppbótarsætin skiftist
þannig milli flokkanna að Sjáif-
stæðisflokkurinn fái 4 uppbótar-
sæti, Alþýðuflokkurinn 5 og
Bændaflokkurinn työ. Ekki get-
ur heldur leikið neinn vafi á því,
hverjir úr Alþýðuflokknum og
Bændaflokknum hljóti uppbót-
arsætin, en þeir hafa áður verið
tilgreindir hjer í blaðinu. Að-
eins er nokkur vafi á því ennþá,
hver hljóti 4. uppbótarsæti Sjálf
stæðisflokksins. — Var álitið að
það myndi vera Torfi Hjartar-
son, en allar líkur benda til þess,
að það verði Gunnar Thorodd-
■sen. —
En sem sagt, úr þessu fæst
ekki skorið til^fulls fyr en land-
kjörstjóm hefir kveðið upp sinn
úrskurð, sem væntanlega verð-
ur eigi síðar en á morgun.
Afnáms
þrælahalds
minst.
London 17. júlí F.Ú.
Aldarminnmg þess, að þræla-
hald var afnumið í enskum lönd-
ur var í dag haldin hátíðleg í
London að tilhlutan fjelaganna
Anti-Slavery Sóeiety og Aborigi-
nes Protective Society. Sir .Tohn
Simon, Philip Cunliffe-Lister og
Fitzroy kaptéinn heldu ræður og'
kváðu afnám þrælahaldsins tákna
nýtt tímabil í nýlendustjórn
lendinga. Lögin um afnám
þrælahalds væru ein hin merk-
ustu, sem enska þingið hefði af-
greitt, og væri samþykt þeirra
enn af stórviðburðum sögunnar.
rá verkfallinu
H Kyrrahafströnd.
Búist við að það breiðist út.
Stjómin grípur til alvarlegra
ráðstafana.
oízýo nn;
Alt viðskiftalíf í San FraMC-
isco lamað. Verkfallsmenn
reynja að hefta matvæla-
flutninga til borgarinnar.
•. 1 íj jj Ij 11 f.J í ' . . .
/'i! (. ,'íigKT'London. 16. júlí. FU.
ÁatantUð í San Francisco er
m.ÍÖSf: ítiy#rlegt. Engir flutningar
fárát'fi^tn unft þorgarstrætm, nema
br^nða|;,pg mjólkurflutningar. ÖU
umferð ,yg alt Kf borgarinnar er
Taímað af þessu. Bifreiðar þær, sem
enu ei-u. í gangi um göturnar,
dragast áfram mjög hægt, til þess
að spara bensínið eftir föngum.
Hjólhestar, sem áður voru lítið
notaðir í borginni, eru nú dregnir
ffam nnnvörpum; sumstaðar á
götunum standa bílar, sem stöðv-
ast hafa fyrirvaralaust vegna
bensínskorts, og ekki komast af
stað. Það má heita, að alt athafna-
líf borgarinnar sje lamað, og kyr-
siaða á öllu nema við höfnina. Þar
va,r enn unnið síðari hluta dagsins
í óá", en þó þannig; að flutningar
fóru' fram á bílum sem vopnaðir
vóru vjelbyssum. Verkfallsmenn
halda vörð á öllum þjóðvegum til
borgarinnar, og á aðalgötum borg'-
árinnar sjálfrar, til þéss’ að hin'dría
mátvælaflutning þangað. Svo að
segja einu matvælin, sem fáanleg
Voru þar í kvöld, var fiskur niður
við höfn, og var þar "mikil ös og
'feht-i í ryskingum.
Yfirvöldin hafa lýst yfir því, að
þau sjeu staðráðin í því, að láta
verkfallsmenn ekki komast upp
með það, að hefta matvælaflutn-
ingana.
Starfsmenn við rafmagnsstöðv-
ar borgarinnar hafa lofað því, að
láta börgina ekki verða ljóslausa,
og sömuleiðis hafa þeir lofað því,
að liaida við símasambandinu um
borgina.
, að' gríþá ’verði tft"' þi*Ss-ráðs.' að
| lýsa bdfgina ?l}ihé¥iiáðat'ástand.
! Heraflinn í borgínni hefir verið
I aukinn upp í 500Q, ,Er herliðið 4
j verði hvaryetua yið höfnina. við
allar opinberar byggirig'ar og á
götunum. Fjelag gistihú.saeigetida
hefir símað líoosevelt forseta og
farið fram á að herjög verði sett í
borginni. — Merriam ríkisstjóri í
Californiu hafði í huga í gær-
kvöldi, að láta herinn takast á
hendur alla stjórn í bænum og ná-
grenpi, — Herliðið í borginni hef'
ir ..fengið til umráða tvo sjö smá-
lesta skriðdreka útbúna með vjel-
byssum.
Roosevelt.
ík<Æ(MSt 'íöí'xéti er nú staddur
í Portland í Oregon, og hefir í
hvtrim, aðyfonra til San Francisco
míðla málum.
tm t ýló áð borgin verði lýst
í hernaðarástandi.
San Francisco, 17. júlí F.B.
Astand og borfur eru nú þannig
í San Francisco, að búist er við,
Lögregluþjónar í San Francisco
hafa nú verið útbúnir með út-
varpsviðtæki, sem eru svo lítil fyr-
irferðar, að þeir geyma þau á
sjer innanklæða. Með þessu móti
geta þeir staðið í stöðugu sam-
bandi við lögreglustöðina. hvar
sem þeir eru staddir í borginni.
100 þúsundir manna hafa
flúið borgina.
Um 100.000 manns hefir flutt á
brott, úr borginni um stundarsakir,
til næstu bæja og upp í sveita-
hjeruðin. Þykir einkum foreldruru
ungra barna ótrygt að hafa þau
í bænum og liafa farið á brott
með þau.
önited Preas.
.. ’/■' 'l c ■ ,-•*• •. •••-.
V erkfallsmenn heldu vörð á
öílum veffum > í^fyrrinótt, til
atý -banna matvæJaflutninga.
Berlím. lgrjýlí Æ*C...
Yerkfallsrtienn- í 'Fi$Agiseo.
hCljtu vörð í. nótt 'á :ÖlÍ{u$i pjóð-
veylim. sem ligjfja til borgarinn-
ar, o<>' var þeim einkum ætlað gð
hindraItyiatvælaflutninga. Þessum
varosveitum. sem víða voru all-
fjölmennar, lenti á ýmsum stöðum
saman við vopnaða lögreglu, sem
dreifðu Verkfallsmönnum með vjel-
bvssuárásum.
1 Dálítil] hópur kommúnista gerðj
tilraun til þess, að koma af stað
uppreisn í' Los Angeles í nótt, en
uppþotið varð bráðlega bælt nið-
ur.
Skipaskurður vígður. Hinn fyrsti kafli af hinum svonefnda
Júlíönu-skipaskurði, sem á að teng'ja saman hjeraðið Maastricht
og skipaskurðina í norðanvé&u Hollandi, var nýlega vígður. A
myndinni sjást fremst Vilhelmína drotning og á bak við hana
Júlíana prinsessa. Skipaskurðurinn heitir í höfuðið á henni og
hún framkvæmdi vígsluna.
Ríkisstjórnm hótar að iáta
hart mæta hörðu.
Ríkisstjórinn í Califomíu hefir |
tilkynt. að méð því að matvæla' j
skortur sje yfirvofandi í borginni
muni stjórnin þegar í stað gera
ráðstafanir til þess, að borgin
verði birgð upp að matvælum,
hvað sem þa'ð kostar. Jafnframt
éru þeir, sem kynnu að hafa í
hyggju að hindra þær ráðstafan-
ir, alvarlega varaðir við því, með
því. að ekki verði hikað við að
beita hervaldi ef annars verði
ekki kostur.
Rostinn lægður í verk-
falísmönnum.
London 17. júlí F.Ú.
„Oryggi almennings á g'ruud-
velli mannúðarinnar“ er einkenrt-
isorð leiðtoga verkfallsmannanna
í San Franeiseo. Bamkvæmt þessu
hafa verið gefnar lit fyrirskipanir
um það, að vÖrubifreiðar, sem
hlaðnar eru matvælum skuli ekki
verða hindraðar í því að komast
leiðar sinnar; Sporvagnaverka-
möúnum hefir verið boðið að
hverfa aftur til vinnu, og í
gildaskálum hefir verið tilkynt,
að þeim muni verða leyft að opna.
Borgarstjórinn í borginni liefir
komið á; laggirnar 500 manna
hjálparnefnd, til þess að sjá um,
að matvælum yerði dreift fit þang-
að , .sem „þ^þr/4;., ^r- mest þörf, og
til þess;4<$' kKUpa í veg fyrir það,
að ^vo mikll}vleýti, sem unt er, að
fólk líði hungur, vegna verkfalls-
ins. Bensín er bannað að selja,
nema til bifreiða, lækna, sjúkra-
vagna og farartækja opinberra
yfirvalda. f dag hefir alt verið
kyrt í borginni, en í gærkvöldi
urðu nokkrar . minniháttar róstur,
að öðru leyti fer verkfallið fram
með skipulögðum hætti í dag'.
Þrjú þúsund hermannasv*út / er
komin til borgarinnar.
Búist við verkföllum miklu
víðar.
Annars sýnist verkfallið ekki
vera neitt nær lausn sinni en áð-
ur hefir verið, og í blöðunum í
aag berast fregnir af verkföllum
á öðrum stöðum. 350 vefnaðar"
verkamenn í Birmingham í Ala-
bama hafa lagt niður vinnu og í
Minneapolis lögðu 6000 flutn-
ingaverkamenn niður vinnu í
morgun. í St. Louis hafa 3Ó0
verkamenn í Macaroniverksmiðju
lagt niður vinnu, og vörubifreiða-
stjórar í Baltimore bafa hótað
verkfalii, nema f jelag' þeirra *T sje
viðurkent. Þá hafa verkamenn í
fatagerðar iðnaði í New York
einnig. hótað verkfalli.
Óstýrilátir fílar.
Cirkus Mijares-Schreiber ætlaði
nýl. að safa sýningu í Storuman
í Lapplandi. Tjaldið var svo að
segja alveg fult af fólki, en þegar
minst varði fóru tveir fílar að
fljúgast á inni í dýrageymslunni.
Var atgangur þeirra svo harður
að ekkert stóðst við og barst leik-
urinn inn í áhorfendatjaldið. Fólk
varð auðvitað skelfingu lostið og
flýtti sjer hver maður út og tóku
sumir það fangaráð að rista tjald-
ið sundur og flýja þannig' út. En
þótt allir kæmist lítt meiddir út,
þá tók ekki betra við þar, því að
fílarnir ruddust út úr tjaldinu og
heldu áfram bardaganum úti fyr-
ir, svo að engum var "þar óhætt.
Það var ekki.fyr en.eftir langa
mæðu að dýravöbðu.num tókst að
stilla þá.