Morgunblaðið - 18.07.1934, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.07.1934, Blaðsíða 4
4 MORÆUNBLA OIÐ KVENÞJOÐIN Oa HEIMILIN Tíska. Strandfötin. Þá sjaídan að blessuð sólin lætur sjá sig;, er ein.s og' við lifn um öll við og reynum að hrista af •okkur deyfðina og drungan, sem hvílir yfir okkur í þessu sífejda dimmviðri. Við finnum, að það er sumar og sól er á meðan er, og viljum njóta þess sem best. Við „förum í s,jóinn“ og liggjum í sólbaði. Því að hvað er yndis legra og meira hressandi ? Strandföt. En þá væri ekki úr vegi að eiga .strandföt, „shorts“, stuttbuxur eru aðaltískan í ár. En ef við höfum ekki því fall- legri fætur og líkamsvöxt, veljum við heldur síðar buxur og treyju, t. d. eins og hjer sjest á myndinni. Treyjan er einlit og sjerkenni leg í sniðinu. Sjálf fötin eru bak' laus, haldið upp að framan með silkibandi, sem bundið er í stórri slaufu í hálsinn. Hafi maður svo „striga“-hatt með stórum börðum, er maður reglulegá veí klæddur. Matreíðsla. Hagnýting matvæla. Smá léiðbeiningar. I þetta. sinn, set jeg hjer smá leiðbeiningar um hagnýtingu nokk urra matvæla Leifar af eplagraut. Eplagrautur. 65 gr. hrísmjöl. 2% dl. mjólk. 2 matsk. svkur. 2 egg. Saxaðar möndlur. ílafi maður ekki leifar af epla- graut eða öðrum ávaxtagraut, getur maður auðvitað soðið lítið eitt af ávöxtunum. Hrísmjölið og mjólkin er hrært saman og hitað yfir eldi. Það þarf altaf að hræra í því. Soðið í 2 mín. Eggjarauðurnar og sykurinn er hrært saman og grauturinn hrærður jjar út í. Þar í eru settar hinar söxuðu möndlur >(það má sleppa þeim). Þegar þetta er kalt er hinum stífþeyttu hvítum bland- að saman við. Eplagrauturinn er settur í eldfast fat, sem er smurt. Þar á hrísmjölsgrauturinn og nú bakað inni í ofni í 1 kl.st. Borðað heitt. (Auðvitað má einnig nota venjulegt form). Rabarbarakomplot. Nú er' rabarbarinn að byrja að koma, en meðan leggirnir eru smáir og fáir, býr maður oftast fil úr þeim kompot. Leggirnir eru þvegnir og flysjaðir ef þörf er á. Munið að skera aðeins á ská það neðsta af rabarbaranum. Legg- imir skornir í litja, jafnstóra bita, sem settir eru í hringmót með litlu vatni og sykri stráð yfir. Mótið sett í bökunarskúffu, sem vatn er í. Látið í heitan ofn þar til bitarnir eru meyrir. Tekið út og bíði til næsta dags. Þá munu bit arjiir vera mjiikir, heilir og fall- egir, Borðað með allskonar kjöt- rjettum, eða haft á kvöldborð. Súr mjólk í sósur. Sxira mjólk eða rjóma er hægt að hagnýta sjer á mjög margvís- legan hátt. Margir hafa súra mjólk í brauð, en hún er líka ágæt. í allskonar fiskisósur, sem auðvitað þurfa að bakast upp. Gott er að blanda súrri mjólk og fiskisoði saman í sósuna, og setja svo salt og' pipar og saxaða stein- selju út í, liafi maður hana. Þá mun sósan verða sætsúr og mjög góð. Að geyma rjóma. A sumrin þegar lilýindi eru, er stundum erfitt að geyma rjóma, ósúran, sem við ætlum að þeyta, til næsta dags, hafi maður ekki ísskáp. En maður getur soðið hann strax þegar hann lcemur, og geymt hann svo á svo köldum stað, sem maður hefir, og þá mun takast vel að þeyta hann. Að saxa steinselju. Steinselju notum við oftast til skrauts, en einnig til bragðbætis í allskonar mat. Er hún þá söxuð fyrst. Þegar búið er að saxa hana er hún undin í þurrum klút, því sje hún deig, vill hún setjast í smá hrúgur á það, sem henni er stráð yfir. Helga Sigurðardóttir. klæðileg. Buxurnar eru úr bláu ullarefni og blússan hvít og blá- röndótt. Leikföt barnanna. Stuttbuxur eru fallegar á börn, og það ér sjálfsagt að lofa börn- unum að vera Ijettklædd, svo að >au geti verið frjálsleg og notið ín. röndóttri peysu, og er akkeri saumað í bana. Buxurnar eru blá- ar. Og loks er nr. IV í rauð' og bláröndóttri peysu, rauðum stutt- buxum og rauðu vesti. Kvöld- og eftirmiö- dagskjóllinn. ■* mm 'tÍ4&+' '*• /•<&'' Í1 ' " * ' • Sportföt. Þá eru þessi föt ekki síður Litla stúlkan fremst á myndinni er í hvítum „strig'a“-kjól Blússan er þó með rauðum doppum og eins beltið, en kragi, uppslög og pils hvítt. Nr. II. er í röndóttum ljerefts- eðá strigafötum. Það eru leikföt, til þess að vera í í sól- skini og hita, og eru þau því bak- laus. Nr. III. er í hvít- og blá- Qarðrækt. Hirðing blóma. Það er eltki nóg að planta blóm um, heldur verður einnig að hugsa vel um þau. Það á að vökva þeim þegar þurkar eru, reita allan arfa í kring um þau og losa um mold- arskán, sem myndast við rign- ingu. Best er að vökva blómunum með vatni, sem hefir staðið í íláti nokkra stund svo að það sje orðið volgt. Arfann verður áð reita áður en hann fer að blómstra og helst í sólskini. Alla blómknappa, sem felt hafa blöð á að skera af, því að annars leggja blómin allan vöxt í fræ- myndun og' blómstra ekki aftur. Á fjölærum blómum á að skera stöngulinn alveg niður við jörð, því að slæmt er að láta hann standa yfir veturinn. Og sumar- blóminn á líka að klippa nokkuð mikið og gerir minna til þótt nokkrir óblomstraðir frjóknappar fari með. Sje moldin of mögur, er gott að vökva hana nokkrum sinnum með áburði, sem hrærður hefir verið út í vatni. Best er að gera það í regni, annars þarf að vökva á undan og eftir með hreinu vatni. Þess verður að gæta að sem minst af áburðinum fari á plönturnar. A. Sch. Smámunir. MörgUm konum hættir við því, þegar þær koma saman, að tala of mikið uin livar þær hafi verið í boðum og hvert þær sjeu boðn- ar. Þær g'era þétta í mesta hugs- unarleysi, og grunar ekki, að það geti sært neinn. En í raun og' veru verður að tala varlega um slíkt í samkvæmum. Og eins er með það að þakka fyrir síðast. Maður ætti ekki að þakka fyrir síðast þegar aðrir gestir eru viðstaddir. Því að það getur oft verið óþægilegt fyrir þann sem hefir boðið. Vel getur verið að einhver sje við- staddur, sem ekki hefir verið boðinn, og' kann hann þá að þykkj a.st við. Konur eru annars kænar og sagðar hafa ráð undir hverju rifi, én í þessu eru þær oft tilfinnan- lega hugsunarlausar. Þegar karlmenn eru að tala illa um konur, er það venjulega ein kona, sem þeir eru að tala um. Runy de Gourmont. Dökkur silki marocainkjóll. Það er þægilégt að eiga einn síðan, dökkan kjól, til þess að bregða sjer í á kvöldin, ef mað- ur fer í samkvæmi, eða vill hafa meira við. Þessi kjóll er heppilegur. Hann er úr dökkrósóttu silkimarocain, þröngur með flysjum á pilsinu. Þannig flysjur tíðkast mjög á eftirmiðdags- og kvöldkjólum. í þessum kjól er líka hægt að vera úti á götu í góðu veðri. En þá hefir maður dökkan stráhatt við hann. Hann er líka fallegur undir „swagger“. Hlátur lýsir fólki. Gamalt máltæki segir: Segðu mjer með hverjum þú ert, þá skal jeg segja þjer hver þú ert, eða eitthvað á þá leið. En Balzac sneri því þannig að segja: Hlæðu, og jeg skal segja þjer hver þú ert. Þeir, sem nota eingöngu hljóðstafi, þegar þeir hlægja, eiga að vera hreinskilnir og áreiðanlegir. En það á aftur á móti að vera örugt merki, að hjá undirförlu fólki er aðal- tónninn í hlátrinum venjulega e eða g. Þeir sem nota bæði a og o, eru greiðugir, en þeir sem hlægja á ó hræsn- arar. Þekkist tvær manneskjur, önnur sem hlær á a, en hin á o, eru þær sennilega mestu mátar, og sje annað karl, en hitt kona, er líklegt, að þar sjeu góð hjónaefni. Þrekið fólk hlær oftast nær hærra og dimmara en grann- vaxið fólk. Hjá því er hláturinn hvellur og stuttur. Konur hlæja oft, þegar þær gætu grátið. Maður ætti að forð ast fólk, sem aldrei hlær. Þeir sem reyna að halda niðri í sjer hlátrinum eins og logandi eldi sem fær ekki að blossa upp, eru oft ógæfusamir. Og að lok- um er reglan sú, að sá hlær best sem síðast hlær. M U N IÐ ---------að ávaxta- og vinblett- um er náð xir með: l)Bleikjun. Nýjum blettum með salti, sjóðandí vatni. Salti er stráð á blett- inn. — Efnið er strekt yfir bolla og sjóðandi heitu vatni lielt yfir. 2) Borax eða salmiakspiritus: Látið liggja í bor- ax ef með þarf. Við ullar- og silki- efni má reyna með salmiakspiritus eða borax og volgu vatni. ---------að 1 pjeturselja, salat og radísur geymast betur sje það ekki haft í vatni, en aðeins á fati með loki yfir, og á köldum stað. ---------að gas- og vatnsslöng- um er haldið hreinum með því að þurka af þeim með klút, vættum steinolíu. ---------að geyma aldrei súpu með jurtunum í, því að þá súrnar hviu fljótt. Þegar á að gevma mat, er liann látinn kólna áður en hann er settur til 'geymslu í skáp með öðru. — , — — — að gulir stráhattar verða sem nýir sjeu þeir nuddaðir með sundurskorinni sítrónu og' brennisteinsdufti. Síðan er aftur strokið yfir aðeins með sítrónu. Þegar hatturinn er orðinn þur er brennisteinsduftið burstað af. ---------að hægt er að hreinsa dökka filthatta með því að nudda þá með klút vættum í steinolíu. Hattinn verður að viðra úti nokkra daga, svo að lyktin hverfi. — — — að þvo pálmablöðin úr volgu vatni. Þau eru þvegin báðum megin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.