Morgunblaðið - 18.07.1934, Page 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
|$má" a u gl ýsmgarj
Útsprungnir rósaknúbbar fást
hjá Yald. Paulsen. Klapparstíg 29.
Sími 3024.___________________
Reynið okkar ágæta súra bval
og sundmag'a. Súrt skyr pr. 0.50
kg. Kaupfjelag Borgfirðinga,
sími 1511.
Smurt brauð í nesti til ferða-
laga kaupa þeir er reynt bafa í
Svaninum við Barónsstíg.
3Sálv«rk, veggmyndir og marBj-
frouar rammar. Freyjugðtu 11.
Iútil íbúð, 2—3 herbergi og eld-
bús, með nýtísku þægindum, ósk-
ast 1. október. Þrír í beimili. Upp-
lýsingar í síma 3837 til kl. 21/'2
eftir hádeg'i.
Munið! 1. flokks Kjötfars að-
eins 45 aura y2 kg. Glænýr. lundi.
Aðalfiskbúðin. Sími 3464.
Farþegar með Brú.arfossi frá
Rvík til Leith og Kaupmannahafn'
ar í gær voru þessir: Sigurður
Björnssón Brynleifur Tobiasson,
Þórbergur Þórðarson, Þórður Guð-
johnsen læknir, Margrjet .Jóns-
dóttir, Anna Guðjónsdóttir, As-
laug Símonardóttir, Logi Einars-
son, Gunnlaugur Ingvarsson, Sig'-
ríður Tómasdóttir, Hanna Eiríks-
son og margir útlendingar.
Útvarpið í dag: 10.00 Veður-
fregnir. 12,15 Hádegisútvarp. 15,00
Yeðurfregnir. 19,10 Veðurfregnir.
19,25 Tónleikar. 19,50 Tónleikar.
20,00 Klukkusláttur. — Tónleikar
(Útvarpstríóið). 20,30 Ferðasag'a,
I (Guðbrandur Jónsson). 21,00
Frjettir. 21,30 Grammófóntónleik'
ar: Schubert: Symphonia Nd. 4.
Skólanefnd liefir lagt. til við
bæjarráð, og Jeggur áherslu á
það, að gerðar verði ráðstafanir
til að byggja barnaskólahús fvr-
ir Skildinganes svo timanlega, að
ka megi það til notkunar vetur-
inn 1935—’36.
Rúgbrauð, franskbrauð og nor-
malbrauð á 40 aura hvert. Súr-
brauð 30 aura. Kjamabrauð 30
aura. Brauðgerð Kaupfjel. Reykja-
víkur. Sími 4562.
2 kaupakonur vantar að Grímars
stöðum í Borgarfirði. Hppl. í
síma 2902 (fyrir kl. 6).
Fyrir sumarbústaði
fáið þið besta Prímusa og
Oiíuvjelar í
Ódlýr t!
Svið, af fullorðnu pr. stk. kr. 0.50
Kindalifur úr ís pr. kg. — 0.40
Kaupfielag Borgfirðlnga.!
Sími 1511.
Tollverðimir fundu 60 flöskur
af ólöglegu áfengi um borð í
Goðafossi, er hann kom síðast.
Hefir þjónninn á fyrsta farrými
danskur maður, játað að eiga
mestan hluta þess.
Byggingarfjelag verkamanna
hefir sótt um leyfi til að bygg'ja
12 samstæð tvílyft íbúðarhús úr
steinsteypu við Asvallagötu, Hofs
vallagötu og Hringbraut. Bygg-
ingarleyfi hefir verið veitt.
Svínahús úr steinsteypu hefir
Ciir. Mortensen verið leyft að
b.t^gja á erfðafestulandinu Kringlu
mýrarbletti XIX.
Stúdentagarðurinn tekur senni-
lega til starfa 1. okt. næstkom-
andi. Tvær stöður við hann eru
auglýstar lausar, brytastaða og
kyndara- og dyravarðarstaða. Þó
getur komið til mála, að brytinn
taki að sjer kyndingu og dyra-
vörslu.
Sigurður Ólafsson rakari hef-
ír bftðið bænum til kaups eign sína
Brú og Brúarenda á Þormóðsstaða
bletti, fyrir skóla handa börnum
á Grímsstaðaholti og í Skerja-
firði. Skólanefnd hefir fengið er-
indið til athugunar.
Sorpbílar. HeilbrigðisfuIItrúi
hafði stungið upp á því að bærinn
keypti 2 bíla til sorphreinsunar.
Á bæ.jarráðsfundi var út af þessu
samþykt tillaga um að leigja
bíla til sorphreinsunar fyrst um
1 sinn.
Gáfumönnum gætni ber,
gegnumrýna hana,
alveg vissir velja sjer,
Völundmótorana.
Til heigarinnar.
Nýr lax.
Reyktur lax.
Hangikjöt afbragðs gott.
Frosin dilkalæri.
Jóbannes Jóhannsson
Grundarstíg 2. Sími 4131.
UDPboö.
Opinbert uppboð verður haldið
í nýlenduvöruversluninni í Þing-
holtsstræti 15, föstudaginn 20. þ.
m. kl. 10 f. h. og verða þar seldar
allar vörur verslunarinnar.
Greiðsla fari fram við hamars-
hög'g.
Lögmaðurinn í Reykjavík.
Bálstofan. Bæjarverkfræðingur
hefir athugað uppdrætti að fyrir*
hugaðri bálstofu, og' hefir lionum
verið falin frekari athugun í sam-
vinnu við stjórn Bálfarafjelagsins.
Laugamesskóli. Á seinasta bæj-
arstjórnarfundi voru lagðir fram
frumdrættir að byggingu væntan-
legs barnaskóla fyrir austurhverfi
bæ.jarins (Laugarnes), ásamt laiis-
legri kostnaðaráætlun, sem nemur
um 50 þús. krónum. Auk þess er
talið að húsbúnaður og kenslu-
áhöld muni kosta um 5 þús krón-
ur. Samþykt var að halda áfram
undirbúningi málsins, bjóða út
bvgginguna og reyna að koma upp
hluta af húsinu næsta haust, svo
hægt verði að halda þar uppj,
kenslu næsta vetur.
Sjúkrahús Hvítabandsins hefir
farið fram á að fá eftirg'jöf á
dráttarvöxtum á fasteignagjaldi.
Bæjarráð hefir ekki viljað verða
við því.
Hjá Gullfossi hafa verið sett*
upp veitingatjöld og svefntjöld
fyrir ferðafólk. Nú er verið að
reisa þar veitingaskála og -verð'
ur hann kominn npp um næstu.
m-
Nýkomin til vinnu. Hægur - djúpur svefnc.
Vinnan leið og erfið, strax frá Byrjið nú þegar að taka Svefninn verður heilbrigður og;
byrjun. Ovomaltine á kvöldin. djúpur. Þegar þjer vaknið er
þreytan horfin, en í hennar stað
komið starfsþrek .
Vaknið þjer þreyttir?
OVOMALTINE
veitir starfsþrek
og heilbrigðan svefn.
Ef svefninn veitir yður ekki þá hvíld,
sem skyldi og þreytan segir tii sín
áður en þjer farið á fætur, og ef
skapið er styggt og engin löngun til-vinnu,
er eitt ráð til, sem breytir þessu, „OVO-
MALTINE4.
Hversvegná?
Það er ekkert deyfilyf, er svíkur
áður en yfir lýkur. Einmitt þess vegna er
það ráðið. Það eyðir ástæðum svefnleysis
og þreytu. Færir yður kyrð og þægindi í
svefni. Það er fundið upp af Dr. G.
Wander í Bem, til þess að útrýma nautn
deyfislyfja. Það er bragðgóður drykkur,
sem framleiddur er við útdrátt úr bestrn
næringarefnum og er svo kjarnmikið, að'
einn einasti bolli inniheldur meiri nær--
ingarefni en 4 bollar af kjötseyði með-
eggjum. Það flýtir einnig fyrir neytslut
annara næringarefna og bætikraftur þess
styrkir allan líkamann. Að þessu öllu
fengnu, kemur svefninn — djúpur. og
hressandi. Kaupið Ovomaltine í dag.
Notkunarreglur; Hrærið Ovomalt-
ine út í volgri mjólk eða vat.ni
og rjóma, en þó aidrei sjóðandi.
Suðan eyðileggur fjörefnin. Bætið
í sykri eftir vild.
FÆST í LYFJABÚÐUM
OG VERSLUNUM.
GuOjón Jónsson
Vatnssfig 4. umboðsverslun Sími 4285.
mánaðamót. Fastar bílferðir eru
að Gullfossi á laugardagskvöldum
kl. 6 og koma bílamir hingað aft-
ur á snnnudagskvöldum.
Skemtiför fer Fjelag matvöru-
kaupmanna til Þingvallji á sunnu-
dagiun kemur. Verður lagt á stað
kl. 9 frá Lækjartorgi. í Valhöll
verður sameiginlegt borðhald og’
dans. Þeir, sem vilja vera með
eiga að gefa sig fram fyrir kl. 3 á
föstudag.
Hjónaband. 12. þ. n*. voru gef-
in saman í hjónaband af síra
Bjama Jónssyni, dómkirkjupresti,
ungfrú Jónína Herdís Jónsdóttir,
Njálsgötu 12 og Maron Berg’-
mann Oddsson sama stað. Heimili
ungu hjónanna verður á Njáls-
götu 12.
S.s. Hekla kom til Genúa í
fyrradag.
Gjaldþrot. Samningur sá, um
gjaldþrot, er Danmörk, Finnland,
island, Noregur og Svíþjóð undir-
skrifuðu 7. nóv. 1933, gengUr í
gildi 1. janúar 1935.
Verslunarsambönd. Innflutnings
og umboðsfirma í Rotterdam æsk-
ir að komast í samband við út'
flytjendur fi.skimjöls, nauta og
sauðatólgs (242). Umboðsfirma í
Manchester vill komast í samband
við útflytjendur niðursuðuvarn-
ings (244). Upplýsingar lijá Uden-
rigsministeriet (Erhverskontoret)
Christiansborg, Kbh.. með því að
geta jafnframt um tölurnar, sem
eru í svigum.
Alheims berklavamasambandið
heldur ráðtefnu í Varsjá 3.—10;
sept .n. k. Fyrir Dana hönd mæt-
ir þar Medicinaldir. dr. med. Johs.
Frandsen.
25 skólaböra fóru þau með
hjónin Bjamveig Ingimundar-
dóttir og Aðalsteinn Eiríksson
kennari, norður í land fyrir rúmri
viku. Fyrsta daginn skoðuðu þau
Borgarfjörð (komu við á Hvann-
eyri) og gistu í Fornahvammi um
nóttina. Næsta dag yfir Húna'
vatnssýslur og alja leið að Hól-
um, þriðja daginn til Akureyrar
og fjórða daginn inn Eyjafjörð, í
Vaglaskóg og að Laugum. Fimta
daginn upp í Mývatnssveit (far-
ið í Slúttnes og víðar). Síðan
var snúið heimleiðis sömu leið,
nema hvað Vatnsdalur var skoð-
aður og komið við í Reykholti.
Veður var yfirleitt mjög gott
allan tímann, oftast sólskin og
höfðu börnin mikla ánægju af
ferðinni. Heim var komið í fyrra-
kvöld og hafði ekkert óhapp hent.
Eimskip. Gullfoss er væntan-
legUr til Vestmannaeyja í dag og
hingað í kvöld. Goðafoss fer vest-
ur og norður í lcvöld, aukahöfn
Patreksfjörður. Brúarfoss fór tíl
Leith, Grímsby og Kaupmanna-
hafnar í gærkvöld kl. 10. Lagar-
foss fór frá Leith í gær á leið til
Vestmannaeyja .Selfoss var á
Vopnafirði í gær. Dettifoss fór
frá Huíl í gærkvöld áleiðis til
Hamborgar.
Grænlandsmynd þeirra Dr. Bur'
kert og Frank Albert verður sýnd 1
I kvöld í Nýja Bíó. Eins og kunn-
ugt er, eru þeir fjelagar nú að
ferðast hjer um landið og' taka.
kvikmynd af náttúrufégurð, þjóð-
lífi og atvinnuháttum.
Hjúskapur. Síðastliðinn laugar-
dag voru gefiin saman í hjónaband
af síra Garðari Þorsteinssyni, -
ungfrú Matthildur Sigurðardóttir
og Stefán Sigurðsson kaupmaður
í Hafnarfirði.
K. R. keppir við „Atlantis“. í
ltvöld kl. 9 keppir K. R. við hinn
góðkunna knattspyrnuflokk af"
skemtiferðaskipinu „Atlantis“. —
Undanfarin ár hefir K. R. képt við
þennan flokk og hefir bæjarbúum
þótt það liin besta skemtun. Eru *
f þessum enska flökki nokkrir
ágætir knatttspymumenn og leik
K. R’.-íng'a þekkja allir knatt-
spyrnuvinir. Mun því verða fjöl-
ment á vellinum í kvöld. Kl. 8%
leikur Lúðrasveitin á Austurvelli
og' verður lagt á stað þaðan suð-
ur á völl kl. rúmléga Sy2. Áður
en leikur hefst færir formaður K.
R.-flokksins „Atlantis“-keppendum ?
að gjöf .fagran og stóran útskór-
ínn íslenskan ask. Er K. R. þar
með að endurgjalda gjöf þá hina
fögru. er flokkur „Atlantis“ gaf
því í fyrra.
Trúlofun sína háfa opinberað
ungfrú Kristín Reykdal frá SeG -
hergi og Hans Uhristiánsen kaup-<-
maður.