Morgunblaðið - 25.07.1934, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.07.1934, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ Styrkir úr Snorrasjéði. Úthlutun á styrkjum úr Snorra- sjóði 1930, hefir nú farið fram í fjórða sinn. Alls voru til út- hlutunar kr. 5.300.00. Þessir stúdentar, sem allir hafa notið námsstyrkja úr Snorrasjóði, hlutu í ár 900 kr. hver til náms við háskólann í Ósló: Ásgeir Hjartarson frá Arnarholti og Geir Jónasson frá Akureyri, til sögunáms, Ármann Halldórsson frá ísafirði til heimspeki- og sál- arfræðináms og ungfrú Hólm- fríðuur Jónsdóttir frá Hofteigi í Hörgárdal, til bókmentanáms. Aðrir styrkhafar eru: Haukur Jörundsson frá Skálholti, frajn- haldsstyrkur til búnaðarnáms í Noregi, kr. 500.00. Ásgeir Ás- geirsson frá Reykjavík, fram- haldsstyrkur til búnaðarnáms við landbúnaðarháskólann í Ási, kr. 700,00, frk. Halldóra Bj'arna dóttir kenslukona, utanfarar- styrkur til þess að athuga fram- farir í heimilisiðnaði og fyrir- komulag vérklegra barna- og unglingaskóla 3, Norð:urlönd- um, kr. 200,00 — og loks ung- frú Sólveig Benediktsdóttir frá Húsavík, til þess að stunda nám við Statens Lærerindeskole for Husstell, í Stabæk, Noregi, kr. 300.00. (Tilk. frá ráðuneyti for- : sætisráðherra. FB.) 5 ára áætlunin. Vekur megna andúð í Færeyjum. Krafist þingrofs og nýrra kosninga. Fyrir skemstu afhenti Stauuing - sendinefnd Færéyinga 5 ára áætl- un fyrir Færeyjar, og heflr verið : sagt frá henni hjer í blaðinu áður. Áætlunin hefir vakið mjög mikla óánægju i Færeyjnm, sjer- ■ staklega hjá atvinnurekendum til sjávarins og kaupmönnum. Þeir -segja, að atvinnan til sjávarins fái ekkert nema fyrirheitið um hafnirnar tvær, í Yestmannahöfn ' og Klaksvík. Þetta sje óþolandi, þar sem öll atvinmu hvíli svo að segja á útgerðinni. Á fjölmennum fundi, sem hald- inn var í Þórshöfn fyrir skömmu, var samþykt að hafna áætluninni - og kréfjast nýrra kosminga (að lögþingið verði rofið). Br í ráði . að mynda nýjan flokk, sem kall- : ast „Erhvervspartiet", og gefa út nýtt blað til að berjast fyrir á- hugamálum. atvinnulífsins. Útgerðin hefir gengið saman hin síðari árin, og steðjar at- vinnnleysi að hjá sjómönnum, ef svo gengnr til lengdar. Á fimm ; árum hefir fiskiflotinn minkað um .20%. Síldveiði í Jökuldjúpi. Akranes, 24. júlí. FÚ. í dag kom vjelbáturinn Yer til Akraness, með 124 tunnur síldar, sém hann hafði veitt í reknet á . Jökuldjúþi. Síldin er fryst. Aðrir . Akranesbátar hafa ekki enn byrj- ;að síldveiðar. Áttræðisafmæli. Próf. dr. phil. Eugen Mogk. Hinn 19. júlí varð prófessor í germönskum fræðum og trúar- bragðasögu, dr. phil. Eugen Mogk í Leipzig, áttræður að aldri. Hann er ættaður frá Döbeln í Saxlandi og stundaði nám við Fúrstensehule í Gvimma í Sax- landi. Að loknu háskólaprófi í Leipzig 1875 lagði hann stund á germönsk fræði og sögu. 1879— 1880 vann hann á bókasöfnum í Stokkbólmi, Kaupmannahöfn og Uppsölum. Árið 1883 varð hann yfirkennari við mentaskólann í Leipzig og 1893 prófessör í nor- rænum fræðum við háskólann þar, og gengdi kenslu til 1925. Hann hefir ritað margar kenslu- bækur og vísindabækur, var með- útgefandi að „Altnordischen Sagabibliotek“ og* ritaði forn- norræna og íslenska bókménta- sögu. Próf. Moglt hefir alla jafna ver- ið ágætur íslandsvinur og í viður- kenningarskyni fyrir í’itstörf hans hefir Hið íslenska bókmentafjelag gert hann að heiðursfjelaga sín- um. Kvenfjelagið á Kálfshamarsvik. Konur leggja akbraut. Eins og' kunnugt er, gengur nes mikið til norðurs milli Húnaflóa og Skagaf jarðar. Það er nefnt Skagi. Ér þetta fremur arskekt og fátæk sveit, þó stórbýli finnist þar líka svo sem Hafnir á Skaga, en ekki er það ólíklegt, að nýtt líf færist í þetta bygðarlag ef útvegsbær myndast á Skagaströnd. Þar er nú verið að byggja höfn. Á Skaganum vestanvert og ut- ai’leg'a er dálítið fiskiver, sem Uefnist Kálfshamarsvík og þaðan var mjer nýlega sögð þessi saga: Þó Kálfhamarsvík sje lítið þorp og afskekt, er þar kvenfjelag, sem lætur höndur standa fram úr ermum. Því þótti það mikið mein, að Skagastrandai’brautin náði hvergi nærri út að Kálfhamarsvík, svo ferðir og flutningar þaðan inn á Skagaströnd og inn í hjerað voru erfiðir. Þegar hreppsbúar sáu sjer ekki fært að legg'ja slík- an veg, tók kvenfjelagið til sinna ráða.. Einn góðan veðurdag komu konurnar með sltóflur og önnur nauðsynleg tæki og byrjuðu sjálf- ar á vegagerðinni. Ekki var þess getið að karlmenn hefðu kornið þar nærri, hvort sem konurnar hafa rekið þá burtu eða þeir ekki boðist til að rjetta þeim hjálpar- hönd. Sóttist konunum vegagerð- in svo greiðleg'a, að þær höfðu lokið við að g'era 4 kílóm.af „ágæt um bílvegi“, eins og sögumaður minn orðaði það. Eklti vildi jeg vera karlmaður á Kálfshamarsvík ef hjer er rjett sagt frá, því þá verða þeir frægir fyrir framtaksleysið en konurnar fyrir dugnaðinn. Og víst eiga þær skilið að komast í bíl á ball, þegar akbrautin er komin til Skaga- strandar og' þar er risinn upp myndarlegur útvegsbær, morandi af kátum og efnilegum sjómönn- um með fulla vasana af peningum. En hvernig sem ]retta er, þótti mjer sagan svo fágæt, að jeg áleit, að fleirum en mjer þætti gaman af að heyra hana. G. H. Var þreytu um að kenna? Alþýðublaðið kemst svo að orði í gær, í grein um nýju stjórnina: „Valið á þeim (þ. e. ráðherrun- um) sýnir vilja flokkanna, • til að láta óþreytta menn taka að sjer hin þyngstu og- ábyrgðarmestu störf“. Er sýnileg’t að þarna er blaðið að gefa í skyn, að rauða sam- fylkingin telji Jónas Jónsson, með- al þeirra „þreyttu manna“, og sje hann ekki lengur fær um að gegna ábyrgðarmiklum störfum. Rauðar hendur. Á járnbrautarpóststofunni í Schlesíu, hafði étt sjer stað þjófnaður í mörg ár. Bæði brjef og bögglar voru opnaðir og' inni- haldinu stolið. Lengi reyndist ómögulegt að segja hver væri valdur að þessu, en að síðustu hepnaðist lögreglunni að hand- sama þjófinn, sem var ung stúlka. Það atvikaðist á þessa leið: Dag nokkurn sendi lögreglan brjef á skrifstofuna og setti inn í það 10 marka seðil. Þegar það kom í hendur þess er raðaði brjef- unum fann hún strax hvað inni- haldið var og stóðst ekki freisting- una og' opnaði brjefið og tók seð- ilinn. En um leið og hiin tók seðilinn, rann út úr umslaginu rautt duft, sem makaðist á hend- ur hennar. Hún reyndi að þvo það af sjer en þegar vatnið kom við duftíð hafði það þau áhrif að það festist enn betur, svo að hendur hennar urðu blóðrauðar, og komu þær upp um hána. Dagbók. Veðrið í gær: Úægðarmiðjan er yfir Suðurlandi og veldur rign- ingu um allan suðurhluta lands- ins. Mest hefir rignt á Vattarnesi í dag (13 mm.), en víðast er úr- koma 4—5 mm. Vestanlands er að koma N-átt og mun hún breiðast austur yfir landið í nótt og á morgun. Veðurútlit í Rvík í dag: N-kaldi. Úrkomulaust. Þurkleysi hefir verið á Apst- fjörðum undanfarna daga, en dá- góður fiskafli. Gestir á Borg’. Max Zernieh kaupm., Berlín, Niels Hellwig um- boðsm. fyrir Bennett ferðaskrif- stofu, J. Hawarth forstjóri, Hull, J. Wright, forstjóri Hull, A. Stewens og frú frá Kanada. Salmonsen veitir þekkingu — Þekking er máttur. SaimoBsens Loksikoi ætti nú ekki að vanta lengur á nokkra skrifstofu, fyrirtæki eða í vinnuherbergi mentamanna. IVf. s er verðið ^ lágt. 26 stór og þykk bindi innbundin í ekta skinn. krónur gegn staðgreiðslu eða Öll 26 bindin eru afhent í einu lagi 420 krónur gegn afbofg- ~ unum sem greiðast með Salmonsens Leksikon gefur svar við öllu. Allar upplýsingar gefur aðalumboðsmaðurinn á íslandi: * Gnðjóti Jónsson Vatnsstíg 4. Sími 4285. á mánuði. krónum Nákvæm lýsing með mjmdum af verkinu send þeim er óska. Kommúnistar fagna nýju stjórninni. Kommúnistar boða I til fundar í Iðnó (húsi stjómar- liðsins) í kvöld, og verður um- ræðuefni: Nýja stjórnin og stefnuskrá hennar. Er formönn-, um rauðu stjórnarflokkanna j boðið á fundinn. Kommúnistar ætla að þakka nýju stjóminni j fyrir niðurlagning varalögregl- unnar og annað góðgæti í stefnu skránni. Haukanes seldi í gær í Grims- by, 1355 vættir af bátafiski frá Vestfjörðum fyrir 1425 sterlings- pund. Júpiter lagði af stað í gær frá Hafnarfirði á ísfiskveiðar. Trúlofun. Síðastl iðlnm laugar- dag opinberuðu trúlofun sína frk. Klara Karlsdóttir frá Eskifirði og Isleifur Árnason jámsmSðanemi Bragag'ötu 22. Samsæti verður norsku skátun- um haldið í kvöld í Oddfjelaga- liúsinu. Skátar og skátastúlkur rnint á að ná sjer í aðgöngumiða í Bókhlöðunni. Nýkomið: ísl smjör. Harðfiskur. Riklingur. Frosið dilkakjöt. Saltkjöt og alls konar grænmeti. Jóbannes Jóhannsson Grundarstíg 2. Sími 4131, NINON- útsala. Engin hefir ráð á að fara fram hjá titsðin NINONS. Afar fallegir kjólar með gjafverði. Slys. Á sunnudaginn var Ásgeir Halldórsson bilstjóri frá Hákoti á Alftanesi að klifra í Nikulásar- gjá á ÞingVöllum. Tók liann þá hakfall og festi annan fótinn, niilli steina og varð sveiflan svo snögg, að fóturinn brotnaði fyrir ofan ökla. Sjúkrabifreið var fengin frá Reykjavík, til þess að sækja mann- inn. General von Streuben, þýskt skemtiferðaskip kom hingað í gær- morgun. Farþegarnir fóru í 117 bílum austur að Grýtu og Þing'- völlum. Er það sú stærsta bíla- lest, sem hjer hefir sjest. Var það Guðmundur? Ekki hefir hinn svokallaði umsjónarmaður Þingvalla, liins friðhelga staðar, enn þvegið burtu ósómann af Al- mannagjárhamrinum. Eru nú sum- ir farnir að geta þess til, að hann muni sjálfur hafa málað þetta. Vilja eklti yfirvöldin benda Guðm. á þá skyldu hans að afmá ósóm- ann, að viðlögðum dagsektum. Mun þá sjást á þvi, hve lengi hann dregur það, hvað honum þykir mikið varið í áletrunina. NINON Austurstræti 12. 3 læknakandidatastöður eru laus- ar fyrir Islendinga í Danmörku frá 1. okt. Umsóknir eiga. að koma til Kandidatanefndar Háskólans fyrir 15. ágúst. Skaftfellingur er á forum til Víkur og Skaftáróss. Tímarit Verkfræðingafjelagsins. I seinasta hefti þéss birtist skýrsla og álit þeirra norsku verkfræðing- anna Berdal og Nissen um virkjun Sogsins. SteingVím- ur Jónsson ráfmagnsstjóri skýrir fjárhagsafkomu Rafmagnsveitu Reykjavíkur í sambandi við fyrir- hugaða Sogsvirkjun. Seinast er áætlun urn rekstrarreikning Raf- m agUs ve i tunn a r og Sogsvirkjun- arinnar, árið 1937.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.