Morgunblaðið - 02.08.1934, Page 3

Morgunblaðið - 02.08.1934, Page 3
MÖRGUNBLAÐIÐ 3 Eldur í rafmagnsstöðinni hjá Elliðaánum. Nokkrar skemdir urSu á einni rafmagns- vjelinni, en það er hægt að gera við þær með litlum kostnaði. íBruninn hefir engin áhrif á rafmagns- framleiðsluna. I gærdag átti að mála loftið í • v.jelasal rafmagnsstöðvarinnar lijá Elliðaánum. En til þess að máln- ingaslettur drypi ekki á vjelarnar, 'voru breiddar seglábreiður yfir ;þær. Ein vjelin, sem framleiðir .1000 hestöfl, var þá í gangi og með loftþrýstingi sog'aði liún á- ' breiðuna inn í sig og kviknaði í ábreiðunni. • I stöðinni voru til tveir slökkvi- í brúsar, en vegna þess að mikill hiti var af ábreiðunni meðan hún var að sviðna, og eins vegna þess að vjelin var í hröðum gangi og ekki hægt að stöðva hana fljót- lega, enda þótt vatnsþrýstingur- inn væri tekinn af henni, þótti ekki örugt að hægt mundi að slökkva með þessum tækjum. Var því Slökkviliðið kvatt þangað inn eftir. En þeg'ar það kom þangað hafði eldurinn verið slöktur, og ekki þurft að eyða til þess nema úr öðrum slökkvibrúsanum- Steingrímur Jónsson rafmagús- stjóri var staddur þarna innfrá þegar þetta vildi til og átti Morg- unblaðið tal við hann seinna í gær. Sagði hann að nokkrar skemdir hefði orðið á rafmagnsvjelinni af völdum brunans, en það mundi hægt að g'era við þær hjer með litlum tilkostnaði. Engin áhrif kvað hann þetta óhapp mundu hafa á rafmagnsframleiðsluna, því að varavjel, jafn sterk þeirri, sem skemdist, liefði þegar verið tekin í notkun. Útflutningur „Matjessíldar“. Bráðabirgðalög útgefin. Frá því var skýrt lijer í blað- inu nýlega, að útgerðarmenn og síldarútflytjendur nyrðra, hafa stofnað samlag um útflutning' á ljettsaltaðri síld, „matjes“-síld. Ætluðust stofnendur til þess, að ríkisstjórnin gæfi samlaginu einka í'jett um útflutning þenna. 1 gær gaf stjórnin út bráða- birgðalög um sölu og útflutning á Ijettsaltaðri síld, þar sem svo er fyrir mælt (1. gr.) að ríkis- stjórninni sje heimilt að skipa svo fyrir að leyfi ráðherra þurfi til að selja eða flytja út ljettverkaða saltsíld og (2- gr.) ríkisstjórn sje heimilt að skipa nefnd til að hafa á hendi nánari framkvæmd laga þessara, eftir því sem reglug'erð ákveður. Eiinfremur er svo fyrir mælt, að brot gagnvart lögum þessum eða reglugerð varði sektum alt að 25 kr. á tunnu, sem útflutt er eða seld úr landi án heimildar. Munu meðlimir hins nýstofnaða samlags telja víst, að með lögum þessum sje ríkisstjórnin að fram- kvæma óskir samlagsins og fela stjórn þess að annast útflutning á vöru þessari. Qagbók. Veðrið (miðvikudag kl. 17); Austan lands er svartajioka og súld og á SA-landi liefir rignt 3— 8 mm. í dag. Vestan lands og úorðan liafa víða orðið smáskúrir eða leiðingar en úrkoma varla telj- andi. Lægðarmiðjan er nú yfir landinu og' er útlit fyrir breytilega vindstöðu og dálitla rigningu um alt land'á morgun. Veðurútlit í Rvík' í dag: Ilæg'- viðri. Smáskiírir. Eimskip. Gullfoss fór frá Vest- mannaeyjum í gærmorgun á leið til Kaupmannahafnar. Goðafoss kom til Hamborgar í fyrrakvöld- B'rúarfoss fór frá Leith í gær- morgun á leið til Vestmannaeyja- Lagarfoss fór frá Vestmannaeyj- um'í gærmorgun á leið til Leith. Selfoss fór frá Akureyri í gær. Ljósmyndastofum Kaldals. Poly- foto á Laug'aveg 3 og á Laugaveg 11 verður lokað 4,—13. þ. mán. Ferðafjelag íslands. Auk þeirra skemtiferða, sem áður hafa verið auglýstar um næstkomandi lielgi ráðgerir Ferðafjelagið skemtiför á Esju næstkomandi sunnudag. Verður lagt upp kl. 8 árdegis frá Steindóri, Hafnarstræti, og ekið þaðan upp fyrir Bugðu. Gengið ])aðan fram hjá Flekkudal upp Sandfjall og vestur Esju og á Há- tind. Er þetta ljettasta leið, sem hægt er að fara á Esju og ágætt út sýni og fagurt að líta ofan í Eyja- dal og Eilífsdal. Af Hátindi verð- ur haldið vestur á móts við Mó- gilsá og gengið þar niður og ekið á bifreiðum til Reykjavíkur, kl. 6 síðdegis. — Viðvíkjandi Hvítár- vatnsförinni er fólk beðið að at- huga, að farmiðar verða. að sækj- ast eigi seinna en kl. 5 í dag- og einnig hitt, að veg'na fjölmargra óska verður lagt upp á laugardag- inn kl. 5 frá afgreiðslu Fálkans, Bankastræti, en ekki kl. 4, eins og áður hefir verið auglýst. Heimatrúboð leikmanna. Vatns- stíg 3. Samkoma í kvöld kl. 8. All- ir velkomnir. 7000 erlendir ferðamenn komu með skemtiferðaskipum til Reykjavíkur í júlimánuði. úFráSögn Björns Ólafssonar stórkaupmanns. I gær hafði blaðið tal af Birni — Það er ómögulegt að segja. Ólafssyni stórkaupmanni, en liann Fer það alt eftir því, hvernig er, sem lvuúnugt er, einn þeirra ferðalífið yfirleitt verðúr. Mjer manna er annast móttökur hinna heyrist á forgöngumönnum skemti « erlendu skemtiferðaskipa, er liing ferða, að draga muni yfirleitt úr . að koma. skemtiferðum á sjó. Hann sagði m. a.: En ef ferðamannastraumurinn — Með þeim 13 skemtiferða- eykst hnigað, kemur það m. a. til slripum, er komið liafa til Iieykja- af þv;? ag ferðafólk er orðið leitt víkur í júlímánuði hafa komið alls a hinum „gömlu“ ferðamanna- nm 7000 farþegar. löndum, Noregi, Svíþjóð o. fl. og í einum manuði mun því aldrei leitar því eftir nýjungum Iiingað. fyr hafa komið hingað jafnmargir _ Er ekki erfitt að f4 leið. erlendir gestir. sögumenn hjer fyrir liið erl- ferða- — Hvað veldur? —• Að svo mörg' skip Iiafa kom- ið Iiingað í ár, kemur fyrst og frerrfst til af því, að vitagjöldin voru lækkuð- Þurftu skipin áður að gj-eiða 50 aura á smálest í vita- ; gjald. En gjaldið hefir verið lækk að í 25 aura. Jeg er viss um, að ■ ef þessí lækkun hefði ekki feng- ist, hefði helmingi færri skip kom- ig hingað. Því í raun og veru er vit.ag'jald, er skip þessi verða að greiða, aukakostnaður fyrir þau, framyfir kostnað við slíkar við- komur í nágrannalöndunum, þar . sem skípín sleppa við slíkt g'jald. — Hvert hafa ferðamennirnir aðallega, farið, meðan þeir hafa ’ haft viðdvöl hjer .’ — Aðallega til Þingvalla og til •Grýtu, og af tveim skipum var farið til Guílfoss. En viðstaða skipanna er yfir- leitt, að verða styttri og styttri. iStafar það1 af því, að skipafje- lögin eru altaf að gera skemtiferð- irnar styttri og ódýrari. T. d. var hægt að fá far með „Monte Rosa(< er hingað hom um daginn, fyrir 170 mörk í 14 daga ferð frá Þýskalandi til Islands og Noregs- — Búast menn við að komum skemtiferðaskipa, hing'að fjÖlgi á næstu áruntf fólk. — Mestir erfiðleikar eru á því að fá nægileg'a marga, sem kunna að tala frönsku, þegar fránskir ferðamenn koma hingað. Ferða- fólk vill hafa ungt leiðsögufólk. Það skeytir minna um, þó leið- sögumenn hafi ekki mikinn land- fræðislegan eða sögulegan fróðleik á reiðum höndum. Annars býst jeg við að við hættum við að útvega leiðsögumenn um bæinn. Hjer er svo lítið að sjá, að leiðsögn er í ráun og veru óþöi’f. — En væri þá ekki rjett að hafa snotran leiðarvísi handa ferðamönnum á þeirra eig'in tungu? —- Slíkan leiðarvísi höfum við fyrir Þingvelli. — Engar nýjungar annars í sambandi við gestakomuna í ár? — Eitt er í frásogur færandi. Við höfum t.ekið eftir því, að er- lendir ferðamenn, sem hingað1 koma í sumar, hafa óvenjulega margir íslenska seðla meðferðis- Er sagt að þeir hafi fengist keypt- ir erlendis fyrir nokkru lægra verð, en liið opinbera gengi er. En um þetta veit jeg ekki nákvæm- lega. Nýja Bíó sýnir í kvöld mynd sem heitir „Heiður ættarinnar“. Er hún tekin eftir frægri skáld- sögu franska skáldsins Honoré de Balzac- Leika í henni frægir am- erískir leikendur sem lijer eru löngu kunnir, og aðalhlutverkið hefir Bebe Daniels á liendi. — Önnur mynd er sýnd líka. Heitir hún ,.Næturhjúkrunarkonan“, og lýsir vel lífi hjúkrunarkvenna í hinum stóru sjúkrahúsum Banda- ríkjanna og' hvernig fólk kynnist þar. Gamla Bíó sýnir nú óvenju- lega kvikmynd, sem kölluð er „í undirdjúpunum“. Er það kafbáta- mynd, sem gerist í Miðjarðarhaf- inu á ófriðarárunum. Innan um hið alvarlega efni myndarinnar er víða fljettað gamansömum at- vikum, til dæmis þegar Jimmy Durante (maðurinn með langa nefið) fer í hnefaleik við pokadýr, enda nötrar þá húsið undir lilátri áhorfenda. Sjerstaklega er eftir- tektarvert hversu neðansjávar- myndirnar eru vel Ijósmynda.ðar og myndin öll vel leikin. X. Togararnir. Belgaum kom frá Englandi í gær. Geir kom af veið- um með 1600 ltörfur og helt áfram til Englands. Vinur kom frá Eng- landi- Dettifoss fór hjeðan vestur og norður um land í gærlcvöldi. Til Hallgrímskirkju í Saurbæ: Afli. af sr. Einari Guðnasyni. Á- heit frá Guðm. Sigurðssyni Kol- stöðum í Hvítársíðu 5 kr. Afh. af Sn. J. Áheit frá G. M. Bergmann 5 kr- Áheit frá konu úr Keflavík 5 kr. — Kærar þakkir. Ól. B. Björnsson. Gunnlaugur Einarsson læknir er á förum til útlanda til að kynna sjer nýjungar í sinní fræðigrein. Útvarpið í dag: 10.00 Vtður- fregnir. 12.15 Hádegisútvarp. 15.00 Vci'uifregnir. 1.9-10 Veðurfregnir. 19.25 Lesin dagskrú 'næstu viku. 19.30 Tónleikar (Úfvarpsldjóm- sveitin). 19.50 Tónleikar. 20.00 R lukkusláttur. Beethoven-tónlist, ineð skýringum (Jón Leifs)- 21.00 Frjett.ir. 21.30 Grammófónn: a) Norðurlanda lög. b) Danslög. Bragi Steingrímsson, dýralækn- ir, sonur Steingríms Matthíasson- ar læknis á Akureyri, er nýkom- inn hingað til bæjarins og ætlar að stunda hjer dýralækningar. Hann tók próf í Hannover í Þýskalandi. íþróttaskólinn á Álafossi. Nám- skeiði því, sem nú st.endur þar ýfir. verður lokið á laugardag'- inn kemur. Þá verða börnin lát- in sýna hve mikið þau liafa lært þar, og er foreldrum þeirra boðið að horfa ]iar á. Tsæsta námskeið skólans hefst á mánudaginn kem- ur- Dánarfregn, í fyrradag andað- aðist að heimili sínu, Barónsstíg 33. frú Jónína Sigurrós Jónsdóttir, kona Oclds Gíslasonar bókbind- ara. Af börnum þeirra lijóna eru kunnastir Jón skipstjóri og út- gerðarmaður í Hull, og Gísli skip- stjóri, sem fórst á „Leifi liepna“ 8. febr. 1925. Skaftfellingur hleður til Öræfa á þriðjudaginn kemur. Verður þetta seinasta ferð hans þangað á þessu ári. Halldór R. Gunnarsson kaup- maður, sem verslað hefir í Aðal- stræti 6, undanfarin ár, er nú hættur versluninni og hefir firm- að Silli & Valdi kevpt allar vöru* birg'ðir hans. Dánarfregn- I fyrrakvöld and- aðist frú Sigurveig Guðmunds- dóttir, Bergstaðastræti 24, kona Jóns Einars Jónssonar prentara. Hún var mörgnm Reykvíkingum að góðu'kunn. Hjónaband. í dag verða gefm saman í hjónaband, í Wien, ung- frú Katrín Ólafsdóttir, Björns- sonar ritst'jóra, og dr. Franz Mixa. Utanáskrift ungu hjónanna er, Hadersdorf-Weidlingau, London- strasse 10, Bei Wien. Skemtigarður Hafnfirðinga. — Skemtigarðurinn Hellisgerði í Hafn arfirði er öllum opinn á sunnudög- um kl. 10—12 f. hád- og kl. 1 %— 7 e. hád. Aðgangur kostar ekkert, hvorki fyrir Hafnfirðinga nje að- komumenn. Er hann bæði ein- kennilegur og fagur og mun því mörgum þykja vænt um að fá að koma þjjngað. Ríkiserfingi veikur. Friðrik rík- iserfingi hefir lagst á sjúkradeild dr. Strandgaards í borgarsjúkra- húsinu í Árósum, til rannsóknar á veikindum í maga. (Sendiherra- frjett-) Níræðisafmæli á Sigurður Hall- dórsson, faðir Halldórs úrsmiðs í dag. Gamli maðurinn er enn hinn ernasti og ljettur á fæti. Dönsku ráðgjafarnefndarmenn- irnir fóru á mánudaginn austur til að skoða brúna á Markarfljóti. í dag fara tveir þeirra sennilega áustur að Gullfossi. Ráðgjafarnefndin heldur fundi sína í Alþingishúsinu. Ýmis mál eru á dagskrá, en engin stórvægi- leg. Seinasta fund sinn heldur nefndin á sunnudagsmorgun, og þá um kvöldið halda dönsku full- trúarnir heimleiðis. Haraldur og varalögreglan. í útvgrpsfrjett frá Seyðisfirði segir svo í fyrradág: Haraldur Guð- mundsson ráðherra fór hjeðan frá Seyðisfirði ásamt fjölskyldu sinni kl. 24 í nótt með „Óðni“ alfluttur til Reykjavíkur. — ,,Óðinn“ kom hingað snemma í gærmorgUn og var þá enginn til þess að taka á móti hinum árvakra ráðherra, því að ekki var kominn vinnutími hjá alþingismanninum og afgreiðslu- manni ríkisskipanna, Sigurjóni A. Ólafssyni. Var nú leit^ð fyrir sjer víðsvegar um bæinn. hver feng'ist til þess að koma ráðherranum og farangri hans í land- Varð hann seinast að leita til þess aðstoðar varalögreglunnar, er kom lionum tif liins nýja bústaðar að Hótel Borg. Verndið Sovjetstjórnina. Á mánudaginn var, um það leyti sem þeir Hermann og' Eysteinn fóru upp í Stjórnarráð, sá vegfarandi á símastaur sunnan við kirkju- garðinn. eldrauðan miða og á hann letrað: „Verndið Sovjet- stjórnina.“ Leiðrjetting. í skilagrein um sauiskot til jarðskjálftafólksins, birtri í Morgunblaðinu 5. júlí var misprentun 10 kr. í stað 100 kr. frá konum í Miðdölum í Dalasýslu. Peningar þessir Aroru afhentir af síra Ólafi Ólafssyni á Kvenna- brekku- Til Strandarkirkiu: N. N. 6 kr., J. B. 4 kr„ G. Ö. 10 kr., Skagfirð- ingur 2 kr„ S- M. kr. 1.25 Breikkun gatna. Bæjarverkfræð ingur hefir lagt til, að Túngata breikki til suðurs upp í 15 metra frá Hofsvallagötu og' að beygj- unni ofan við Hólavallagötu. Enn fremur að 3 inetra breiður gang- stígur komi frá Hávallagötu yfir á Túngötu, og sje síðasti kafl- inn jafnhliða austurhlið Landa- kctsspítala ,og 14 métra frá henni. Meulenberg biskup hefir fyör hönd eigenda Landakots lýst yf- ir. því, að hann sje samþykkur þessu skipulagi, og geri ekki fjár- kröfur á hendur bæjarsjóðs fyrir breikkun IlofsA’alIag'ötu og Tún- r.ötu. Hefir byggingarneUid sam- þykt þessar tillögur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.