Morgunblaðið - 02.10.1934, Qupperneq 4
4
MORGUNBLAÐIÐ
Suidhillin I Rcykiavlk.
Eftir Kjartan Þorvarðarson.
vi.
Þá vil jeg leyfa mjer að spyrja
meistarann og' prófessorinn. Hvern
ig vérða þessar misfellur lagaðar.
Ennfremur vií jeg' spyrja hann,
1. Hvar ætlar hann að koma fyr-
ir 10 kerlaugum; en það er
óhjákvæmilegt?
2. Hvar ætlar hann að koma fyr-
ir jafn mörguin eða fleyri
stéypiböðum?
3. Verður gert við þakiðyá for-
stofunni? Mætti ekki byggja
ofan á hana? Þar yrði þláss
fyrir 1 — 2‘ herbergi, sem nægi-
leg þörf er fyrir?
4. Verður of dýrt að setja þak á
sólbaðsskýlið og g'lugga' alt í
kring, með ruðum,'sem sólar-
ýeislar komast í gegnum ? Enn-
fremur, er þá ekki hægt að
koma fyrir þar „sólarljóss-
Íömpum og upphitun. Væri
þetta gert, er hægt að nota
sólböð allan ársins hring en
það væri þægilegt fyrir alla,
yki aðsókn að sundhöllinni og
þessi sólböð erðu almenningi
mjög ódýr. (Það skal tékíð
fram að þessi uppástunga er
gerð af mjer og nokkrum öðr-
uni mönnum, en hefir ekki
verið ráðgjörð í fyrstu). En
minna má á, að eins og skýlið
er nú, er ekki liægt að nota
það nerná part úr árinu-
5. Verða austur-svalirnar lagað-
ar, þannig að hægt verði að
nota þær til sólbaða o. fl. ?
6. Ilvar verður hægt að koma
fyrir sælgætissölu? En þær éru
við nær allar sundhallir er-
lendis og gefa góðar tekjur.
7. Hvar verður komið fyrir her-
bergjum fyrir, leigu og sölu
á baðfötum ?
8. Ef nota á þessa litlu skonsu
sem nefnd er „varðarherbergi"
fyrir skrifstofú og íverustað
forstjórans, hvar verður þá
komið fyrir herbergi fyrir
starfsfólk hallarinnar? Eitt-
hvert herbergi verður það að
hafa út af fyrir sig.
9. Verðurhægt að koma fyrir
herbergjum fyrir lækni og
rakara- og snyrtistofu? Þetfa
ér naúðsýnlégt. Þarna gæti
farið fram skoðun á íþrótta-
1 mönnum og þeim öðrum er
þess kynnu að óska. Læknir-
inn gæti einnig fýlg'st þar
með framförum þeirra sem
þurfa að nota böð og sólböð,
o. fl. o. fl. — Eins og' n er-
í
lendum suuclhöllum virðist
sjálfsagt að þarna sje rákara-
og snyrtistófa, svo menn gætu
j strax eftir böðin látið Ijúka við
j ]>að, sein á vantar til Iirein-
lætis og fegrunar. Farið í bað
að morgni dags, látið síðan
raka sig og klippa um leið.
Kon.ur ættu einnig þarna að
j geta fengið alt það, sem þær
■ þurfa með, hársnyrting'u o'g
livað ])áð nú er sem þær þurfa
blessaðar. En þó jeg sje nú
heldur illa að mjer í kven-
fólksfegruninni, þá veit jeg
það, að þetta gæti orðið
stór tekjulynd fyrir bæinn,
sém auðvitáð leigði plássið
fagmönnum.
10. Hvar er lierbergi fyrir vjela-
mann? A Iiann aðeins að hafá
afdrep við vjelarnar og' mið-
stöðina, ef Sundh.' verður op-
in ca. 12—14 tíma á dag ?
11. Hvar verður biðherbergi kom-
ið fyrir ? Það er óhjákvæmi-
legt-
12- Hvar verður lítill salur fyrir
ljettar æfingar, fimleika o. s.
frv? Uppdráttur meistarans er
, svo útkrassaður, að maður
veit ekki nema ætlast sje til
að einhverjir veggir verði rifn-
ir og slíkum sal komið fyrir
á kostnað einhvers annars.
13- Hvar eiga ajlar nauðsynleg-
ar geymslur að vera?. Áhöld
sundkennara, geymsla liús-
varðar og stólar, bekkir eða
pallar, ef sett verður upp á-
horfendasvæði?
14. Hvar á að kenna byrjendum
súnd á landi?
15. Verður fjölgað búningsklefum
einstaklinga? Nú eru þeir of
fáir.
í þessum spurningum mínum
felst ýmist það, sem meistafinn
hefir gert rangt, vanrækt og svo
hið megna forsjárjeysi hans fyrir
hag bæjarfjelágsins. Ennfremur
eru þarna nokkrar tillögur frá
mjer t. d. áhorfendaplássíð, sæl-
gætissalan, læknjsherbergi, rak-
ara og snyrtistofa o. fl., sem alt
miðar að því að auka aðsókn al-
mennings. En allir sjá, að húsa-
meistari hefir ful]komlega van-
rækt þetta. Saníkvæmt hans til-
Íögum feng'i Sundhöllin engar
tekjur nema af lauginni sjálfri,
sem .sundlaug. En auðvitað stend
jeg eklti einn að öllum tillögun-
um, því þær hafa fylgi margra
manha.
1 VII.
Kostnaðarhþð málsins að því ev
viðkem.ur rekstrinum sjerstaklegá
hefi jeg einnig athugað rækilega.
Mun koma fram með tillögur mín-
ar þar að lútandi síðar, ef mjer
þykir nauðsyn til bera. En svo
mikið er víst, að ef hún ekki þarf
að greiða byggingarkostnaðinn
! (allan stofnkostnað) þá ætti hún
eftir 2—3 ár að geta borið sig
1 sæmilega ef farið verður eftir til-
lögum mínum, að því viðbættu, að
forstjóri hennar hefði áhuga á
starfinu, kynni að reka kappmót,
í gæti vakið áhuga fyrir aðsókn að
lauginni, væri stjómsamur, bók-
haldari og yfirleitt maður sem
íþróttamenn þektu og almenning-
ur væri ekki mótfallinn.
Ennfremur að sundkennararnir
og annað starfsfólk væri vel
kurteist og dug'legt og gott í allri
umgengni. Tveir af simdkennunm-
um eru þegar til, bræðurnir Jón
og Ólafur Pálssynir, sem nú hafa
verið við þéssi störf hjá bænum
yfir 15 ár. Væri sjálfsagt að bær-
inn byði þeim stöðurnar með sæmi-
Jegum launum. En fvrsta skilyrð-
. •
ið td þess að reksturinn geti
gengið vel er það. að alt starfs-
fólk geti unnið vel saman og
hafi áhuga fyrir þessu máli.. Því
vérður bæjarstjórn að vanda vel
til alls starfsfölksins.
Vonast jeg nú eftir svari húsa-
meistara ríkisins, þó vel megi bú-
ast við því, að fTeiri stingi niður
penna um þettá mál af vinum
hans, sem vildu gera tilraun til
að hjálpli honuih.
En það skal tekið fram, að allur
almenningur þessa bæjar á heimt-
ingu á svari frá þessum embættis-
manni ríkisins, og sem nú starfar
fyrir bæinn að framhaldsbygg'-
ingu Sundhallarinnar. Hvað kunn-
ingjar háns skrifa um það, skiftir
engu má]i. Og vonast jeg nú til að
meistarinn gleymi engri af þeim
spurningum sem jeg hjer liefi lagt
fyrir hann.
Orgeltónleikar
í dómkirkjunni.
Georg Kempff.
Georg Kempff hjelt org'eltón-
leika í fyrrakvöld á hið nýja orgel
dómkirkjunnar. Hann hefir tví-
vegis áður lieimsótt oss og haldið
tónleika og hefir mikið þótt til
orgelleiks hans koma. Kempff er
einstakur T sinni röð. Til skams
tírna hefir hann verið þjónandi
prestur, en jafnframt ferðast víða
uni og leikið á -orgel og sungið.
Nú hefir liann þó horfið frá prest-
'skap og helgar nú tónlistinni alla
krafta sína. Hann hefir hlotið veg-
lega stöðu sem tónlistarstjóri við
hóskólann í Erlangen, en ér um
leið ,einn af helstu sjerfræðingum
í orgelsmíði í Þýskalandi.
Tónleikarnir í fyrrakvöld voru
helgaðir Bach. Vorn öll verkin
eftir hann að einu undanskildu,
en það var „Improvisation" eftir
orgelleikarann sjálfan og leikin
af „fingrum fram“. Hið nýja orgel
naut sín hið besta í höndum lians,
og' komu hin margvíslegu radd-
brig'ði þess vel í ljós. Víð smíði
orgelsins hefir verið farið eftir
þeirri stefnu, sem á síðnstu árum
hefir rutt sjer til rúms í Þýslra-
landi, en liún er sú, að nálgast
aftur sem mest hljómblæ hinna
gÖmíu hljóðfæra frá tímum Bachs
j og þar áður. Svo virðist, sem vel
liafi tekist um smíði orgelsins.
| Raddir þess eru margar undra
fagrar ög sjerkennilegar, en
hljóðmagnið mikið og glæsilegt,
þá er allar raddir koma saman. Þó
mætti þungi bassans vera énn
meiri en hann er.
Kemp'ff er mjög sn.jall orgel-
leikari. Leikni hans er mikil og
örugg, en svipur þróttmikfls lista-
nianns yfir öllum flútningi hans.
Aðsókn var góð og munii menn
hýggja g'ott til næstu foiileik-
anna, sem verða í kvöld.
Páll ísólfsson.
-----------------—
|
J
Síldarútgerð Dana. Danslri síld-
arleiðangurinn, sem hjer var í
sumar undir forystu A. Godtfred-
sen, kom til Kaupmannahafnar 19.
september með 4000 tunnnr af
kryddsíld og saltsíld. Segir Godt-
fredsen að síldin sje óvenjulega
góð. Sjómennirnir eru og ánægð-
ir lúeð aflann, segir í „Dag'ens
' Nyheder".
Grænlandsfðr
99J
í norska blaðinu „Aftenposten“
13. september segir frá því, að
„Njáll“ sje nii lrominn út; úr ísn~
um og á leið til fslands. Svo segir
blaðið:
— Um það, að „Njáll“ skyldi
sleppa heilu og höldnu út úr ísn-
um, má segja að heppnin er meiri
en fyrirhyggjan. Þesái för ,Njáls“
ætti að vérða til þess, að Danir
leyfi ekki framvegis smábát, 37
smálesta, sem ekki liefir aflmeiri
hreyfil en 80—90 hestafla, að fara
í leiðangra á slíkar slóðir.
Það virðist vægast sagt koma
úr liörðustu átt að Norðmenn skuíi
mælast til þess að Danir banni
íslendingum (því til þeirra mun
sneiðin vera) a.ð skreppa til Aust-
ur-Grænlands, þegar svo stendur
á, enda þótt á litlum •bátum sje.
Bennett forsætisráðherre
Itaneda ðtti að ræna.
Um miðjan september var hand-
samaður innbrotsþjófur í Ottawa-
Þegar hann var yfirheyrður játaði
hann það, að hann vissi um þá
fyrirætlun, að R- B. Bennett, for-
sætisráðlierra Kánada ætti að
ræna. Undirbúningur lxefði staðið-
í heilan inánuð. Fyrirætlunin var
sú, sagði hann að ráðast inn í
lieimiíi forsætisráðherrans, Lauriér
höll, taka hann þar með valdi og
flytja liann til einhvers 'öruggs
felustaðar. Síðan átti að krefjast
stórfjár í lausnargjald fyrir hann.
Innbrotsþjófurinn viðurkendi að
lxann vissi ekki gjörla um það
hvei’su ráninu skyldi haga, en
þetta hefði sjer verið Sagt, er
hann var beðinn að taka þátt í
því.
Bennett forsætisráðlierra lagði
á stað til Genf hinn 31- ágúst.
Eftir því hafa bófarnir bugsað
sjer að ræna honum þegar hann
kæmi aftur.
Bennett, liefir aldrei liaft neinn
. vörð um sig. Hann hefir gengið
eínn síns liðs um götur borgarinn-
ar, eins og hver annar og aldrei
nggað að sjer. Ilafi liann ferðast
eitthvað í bíl, hefir enginn verið
með honum nema bílstjórinn.