Morgunblaðið - 02.10.1934, Síða 8

Morgunblaðið - 02.10.1934, Síða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Allur „Speffillinn“ frá byrj un, til sölu. Uppl. á Grettis- ífötu 38. Stúlka óskast í vist á gott heimili í Borgarnesi- Upplýsingar á Barónsstíg 65. Sími 3859. Vegna breytinga seljum við næstu daga allskonar húsgögn með miklum afslætti. Reynir, Sölubúð, Laugaveg 11. Nýtt hvalrengi á 30 aura V2 kg'., selt á bak við verslun G- Zoega, við hliðina Beykisvinnustofunni. Hver síðastur að fá sjer hval til vetrarins. Glænýr silungur. Yerðlækkun. — Stór lúða og ótal margt fleira. Sími 1456, 2098, 4402 og 4956- Hafliði Baldvinsson. Fæði, gott og ódýrt og einstak- j ar máltíðir frá 1 kr. Bnnfrémur kaffi, te, mjólk og gosdrykkir all- an daginn. Café Svanur við Bar- ónsstíg. — Þjónn, pantáði jeg ekki bauta hjá yður? —Jú. — Það gleður mig, að þjer skul- uð enn vera á lífi- Ðamapúður Damasápur Bamapetar Barna- 8varapar Guramidúkar Dömubindi og allar tegundir al lyfjasápum. Má jeg gera mönnum skil? Meininguna krota. Höggpípuna hefi til, hana á að nota. Gleymska. Dómarinn: Er það satt að þjer hafið sagt um hann Pál að hann sje skítbuxi? — Ekki man jeg betur. — Og asni? — Eitthvað rámar mig í það. — Og ræfill? — Nei — því gleymdi jeg al- veg. Tvær stúlkur óskast upp í sveit, önnur sem ráðskona, mætti hafa með sjer barn. Upplýsingar á Óð- insgötu 14P>. Dívanar, dýnur og allskonar »toppuð húsgögn. Vandað efni, vðnduð vinna. Vatnsstíg 3. Hús- gagnaverslun Reykjavíkur. Innlendir körfustólar eru sterk- astir. Verð frá kr. 34.00- Körfu- gerðin, Bankastræti 10. Smart. Flutt í Kirkjustræti 8. 'Sími 1927. 100 ísl. leirmunir verða seldir fyrir hálfvirði næstu daga í List- vinahúsinu. 9 TeikniðhOld: Teiknibestik* Reglustikur Teiknihorn Linealar Teikniblýantar Strokleður Reiknistokkar Teiknipappír Fixativ Tvær stúlkur g’eta fengið að læra kven- og barnafatasaum. Verslunin Lilla, Laugaveg 30. Nokkrir menn g'eta fengið gott og ódýrt fæði. Jóhanna Odds- dóttir, Barónsstíg 19. Kjötfars og fiskfars, heimatilbú- ið, fæst daglega á Fríkirkjuvegi 3. Sími 3227. Sent heim. Stúlka óskast í vist 1. okt. til Sigurðar Olafssonar, rakara. Sími 4137. 0 .fi. er best að kaupa í Bökaverslun Pör. B. borlðkssonar. Bankastræti 11. Spaðkjödið er komið^ Eins og að undanförnu seljum vjer valið og metið spaðsaltað dilkakjöt, úr bestu sauðfjárhjeruðum landsins. Kjötið er flutt heim til kaupenda, beím að kostnaðarlausu. Samband isl. §)nin^iiii3iif|€klagae. Sími 1080. SYSTURNAR. 27. yður. Þjer vilduð gjarna vinna yður inn svolítinn hundraðshlut af verðinu, og- þegar þjer svo fenguð hann og þar að auki örlátan biðil, þá hjelt jeg, að jeg væri búinn að gera yður greiða. Og það tölu- vert stóran greiða, finst yður það ekki? Hann tal- aði lágt og með mjúkri, næstum silkimjúkri rödd. Og samt var eitthvað frámunalega ósvífið í fram- komu hans. Hann laut svo langt fram, að hnje hans næstum snertu hnje Lottu. — Vitanlega var það aldrei ætlun mín að gera þetta af eintómri ósíngjarnri góðmensku — það leiðir af sjálfu sjer. Trúið þjer á ósíngjama góð- mensku? Ef svo er, verðið þjer að lesa upp og læra betur. Því hún er ekki til. En það er til fólk, sem ekki er auðvelt að sjá tilganginn hjá. Jeg er aftur á móti, eftir því sem hægt er, hreinskilinn bæði við sjálfan mig og aðra. Það verðið þjer að venja yður við, og það verðið þjer sjálf að vera gagnvart mjer, ef við eigum að verða vinir — sem jeg vona að verði. Hann drakk konjaksglas og leit storkandi og ertandi á Lottu. — Það skal ekki standa á hreinskilninni hjá mjer, sagði Lotta, — og er best að byrja á því að segja yður, að þetta orðaskvaldur yðar fer hræði- lega í taugarnar í*mjer. Viljið þjer ekki segja í stuttu máli, hvernig þjer ætlist til að jeg launi yður greiðann? — Það er ósköp lítið, sem jeg ætla að biðja yður um: aðeins það, að þjer hafið af fyrir föður mín- um. Að þjer uppfyllið þíer sáralitlu kröfur, sem hann gerir til heimilislífs og viðkvæmni. Því, sjáið þjer til; pabbi hefir að vísu ekki mikinn tíma að eyða í þessa svokölluðu sál, en hann hefir samt sál, sem meira að segja tvisvar eða þrisvar á viku hverri gerir sínar kröfur. Og þegar svo engin kona er viðstödd, fer hann að bjástra við uppeldistil- raunir á mjer. Þá heidur hann langar ræður um skyldur mínar sem erfingja mikils manns. — Þjer hafið áreiðanlega orðið vör við, að hann er fram- úrskarandi ræðumaður, svo jeg verð stundum al- varlega hræddur um, að honum muni takast að sannfæra mig og spilla þannig þeim ánægju, sem jeg hefi af mínu Ijettúðuga lífi. Eða þá að jeg verð að tefla skák við hann, sem ekki er stórum betra. I stuttu máli sagt — jeg hjelt, að lítil, falleg búð- arstúlka, gæti bætt úr þessu öllu. Hann þagnaði og leit ósvífnislega framan í Lottu. — Mjer finst þjer ekki fara sjerlega göfugmann- lega að, sagði hún. — Það getur verið álitamál. Við höfum tímann fyrir okkur að rífast um það, hvað sje göfugmann- legt og ekki göfugmannlegt. Öll löngu vetrarkvöld- in þegar við sitjum við arininn öll þrjú, pabbi og þessi hrífandi, unga mamma mín og jeg, .... Lotta hafði stokkroðnað, en sagði ekkert orð. — Nú, jæja þá, hjelt hann áfram með silki- mjúku röddinni, — þá komum við að þessum ekki ómerkilegu afleiðingum af litla blindingsleiknum yðar. í staðinn fyrir litlu búðarstúlkuna, sem hefði getað stytt föður mínum stundir tvisvar á viku, á jeg nú að sitja uppi með þessa hrífandi mömmu. Og þvert ofan í vilja minn, — svo jeg haldi áfram að vera hreinskilin: Jeg þykist hafa verið prettað- ur. Þetta hafa verið slæm kaup fyrir mig. — Þetta skuluð þjer segja föður yðar, æpti Lotta og augun leiftruðu. — Segið þjer honum það! — Þá væri jeg heimskari en jeg hefi leyfi til að vera. Maður, 58 ára gamall og auk þess bráðskot- inn, tekur ekki sönsum. En annað mál er að reyna að tala við yður. Þjer eruð þó með fullu viti. Jeg meina, að þjer látið skynsemina ráða gjörðum yð- ar, — einnig í þessu máli? Lotta svaraði engu. — Sjáið þjer nú til, mín náðuga, nú væri tækifæri til að ávinna sjer vináttu mína. Viljið þjer svara hreinskilni minni á sama hátt, og segja mjer hvort þjer giftist föður mínum af ást eða klókindum? — Jeg er ekkert upp á yðar vináttu komins,. sagði Lotta og stóð upp. — Þetta grunaði mig. Jeg hefi ekki metið yður of hátt. Kona, sterkari en þjer, hefði getað sagt yaf ást“; og hana hefði jeg verið hræddur við. Nú fyrst stóð hann upp og gifti sig sverðinu og hneigði sig, kæruleysislega. — Hvað gerir anrjars Martin litli bróðir minn nú? spurði hann, í þeim tón, að sýnilegt var, að hann bjóát ekki við svari. Þegar hann var farinn, fór jeg að gráta, yfir allri þessari viðurstygð. Hellmut var andstyggileg- ur maður og leit Lottu svívirðilegum augum — og verst var, að hann hafði rjett til þess, frá sínu sjónarmiði sjeð. En Lotta stóð kyr við gluggann, föl eins og nár, og sagði: — Nú er jeg fyrst fyrir alvöru ákveðin í því. — Hvers vegna ætli þú sjert það? spurði jeg snöktandi (enda þótt jeg hefði ásett mjer að taka ekki þá ábyrgð að hafa nein áhrif á hana). — Hvers vegna ertu það ? Þú ert ekki fátæk stúlka,t og hefir aldrei liðið skort — á jeg að trúa því, að peningar og fínt fólk geti ráðið svona miklu um framtíð þína? — Hvað annað ætti svo sem að ráða henni? spurði hún um leið og hún gekk út. Svipurinn á andliti hennar og málrómurinn hrærði mig, og í einu vetfangi skildist mjer, að hún var ógæfusöm. Jeg fór á eftir henni til þess að spyrja hana nánar, en hún lokaði sig inni í herbergi sínu og Ijest hafa höfuðverk. Þegar Ried barón kom um kvöldið, sagði Lotta lionum, áður en hún fór með hann inn til föður síns, að Hellmut hefði komið til sín og ekki dregið dul á það, að hjónaband þeirra væri honurn mjög á móti skapi. Baróninn varð steinhissa. — Og hann sem var svo hrifinn af yðurl Hann kom heim og Ijek við hvern sinn fingur og óskaði mjer til hamingju. Og jeg er svo feginn, því jeg er

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.