Morgunblaðið - 13.10.1934, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ
3
Tekjnskattnrica meir en
IvBfaldaðnr ð
lánnm iekjnm.
I ræðu þeirri er / jeg flutti á
Alþingi við 1. umr. um tekju-
•g eignaskattsfrumvarp stjórn-
arinnar, sýndi jeg fram á,
hversu gífurleg skatthækkun
feist í ákvæðum frumvarpsins.
Hefir ræðu þessarar ve'rið getið
hjer í blaðinu, og greint frá
nokkrum af þeim tölum, er jeg
nefndi máli mínu til sönnunar.
Hvorki fjármálaráðhen’a nje
máisvarar sósíalista treystust til
að vjefengja-þær tölur við um-
ræðurnar á Alþingi. Hins vegar
hefir fjármálaráðherra látið
dagblað sitt flytja skýrslur, r
eiga að sanna að jeg hafi farið
með rangt mál á Alþingi, og
talið skatthækkunina mikið
hærri en rjett er, og í Alþýðu-
blaðinu er í dulnefnisgrein
nartað eitthvað í mig, aðallega
þó fyrir heimsku og mann-
vonsku. Su grein, og aðrar í Al-y
þýðublaðinu, sem merktar eru
„S,“, eru eftir meðframbjóð-
anda minn í Gullbringu- og
Kjósarsýslu við síðustu Alþing-
iskosningar, Sigfús Sigurhjart-
arson, sem sósíalistar nú hafa
kosið endurskoðanda landsreikn
inganna. Mjer þykir rjett að
segja frá þessu, til leiðbeiningar'
lesendum Alþýðublaðsins. Sjálf-
ur sakfelli jeg Sigfús Sigur-
hjartarson ekkert fyrir þetta.
Þegar við hittumst, er hann ein-
staklega kurteis og viðmótsþýð-
ur og sanngirnin sjálf. Þar sje
jeg sjálfsagt hans innri mann
og hugarfar. Það læt jeg mjer
alveg nægja. Geti hann svo unn
ið fyrir sjer með nafnlausum
ófrægingum um mig, má mig
það einu gilda. Hvort sem er
hefi jeg verið og verð altaf
níddur í Alþýðublaðinu. Hver
það gerir skiftir mig engu.
í ofannefndri ræðu minni tók
jeg það skýrt fram, að hækkun
persónufrádráttar dragi úr raun
verulegri skatthækkun frum-
varpsins, en sagði jafnframt
sem er, að það raskaði ekki
verulega heildarsvipnum. Hins
vegar bygði jeg útreikninga
mína á skattstiga frumvarpsins
án 10% viðaukans. Rjett er að
reikna með viðaukanum. Að jeg
gerði það ekki, veldur því, að
niðurstöðutölur mínar sýna yfir-
leitt skatthækkunina ekki meiri
en hún er, heldur þvert á móti
minni og það enda þótt fult tillit
sje tekið til hækkaðs persónu-
frádráttar. Af þessu sjest jafn-
framt, að jeg hafði enga til-
hneigingu til að færa á verra
veg fyrir fjármálaráðherra,
enda er þess síst þörf.
Staðhæfingarnar í blaði fjár-
málaráðherra eru því alveg til-
efnislausar, og skýrslurnar eru
ýmist villandi eða rangar. Vill-
andi af því að skýrslan sýnir
aðeins skatthækkunina í Reykja
vík, en þar er hún hlutfallslega
lægst. Rangar vegna þess, að
samanburður er ekki gerður á
frumvarpinu og gildandi lögum,
heldur á frumvarpinu og laga-
ákvæði, sem aðeins gilti í eitt
ár og gildir nú ekki.
Til sönnunar því, að jeg hafi
síst hallað á fjármálaraðherra
í ádeilu minni á þetta frv., birt-
ist með grein þessari skýrsla, er
sýnir áhrif frumvarpsins á skatt
gjaldið af þessa árs tekjum, þ.
e. a. s. með 10% viðaukanum.
Felst að vísu í frumvarpinu
heimild til þess að hækka skatt-
inn enn um 25% með einföldu
fjárlagaákvæði, en ekki þykir
ástæða til að reikna með því
að þessu sinni. í þessum saman-
burði á frv. og gildandi lögum
er reiknað með þeirri ívilnun
sem leiðir af hækkuðum per-
sónufrádrætti.
Þessi skýrsla sannar ótvírætt
hversu geigvænleg hækkunin er,
og að hún er hlutfallslega mest
á éinstaklinga utan Reykjavík-
ur. Hækkunin er á þeim 41%
miðað við skattgjald af 1000
kr. skattskyldum tekjum eftir
gildandi lögum. Á 4000 kr. tekj
um er hækkunin komin upp í
102%, kemst hæst í 124% af
6000 ,kr., en fer svo lækkandi,
og því hraðar sem tekjurnar
verða hærri, er á 20 þús. kr.
komin ofan í 53 % og fer síðan
lækkandi. Þessar tölur eru
nokkru lægri fyrir Reykjavík,
eða hæst 108% í stað 124%.
Fyrir hjón með 3 böm er hlut
fallshækkunin ofurlítið minni
Hæst 116% utan Reykjavíkur,
98% í Reykjavík. Aðrar tölur í
svipuðum hlutföllum.
Sje miðað við tekjur áður en
persónufrádráttur er gerður, en
það gerir fjármálaráðherra í
skýrslu sinni til f járhagsnefndar
neðri deildar, byrjar skatthækk
unin lítið eitt síðar, og hlut-
fallshækkunin er aðeins.minni
Kemst þó upp í 122%' á ein-
staklingum utan Reykjavíkur,
en 109% í Reykjavík. Fyrir
fimm manna fjölskyldu utan
Reykjavíkur er hækkunin kom-
in upp í 100% á 7 þús. kr.
tekjum, kemst hæst í 115% af 9
þús. kr., en lækkar síðan og því
hráðar sem tekjurnar vaxa. í
Reykjavík er hækkun þessi hæst
97% á 10 þús. kr. tekjum.
Stóryrðum og fúkyrðum Al-
þýðublaðsins og dagblaðs fjár-
málaráðherra svara jeg með of-
angreindum tölum. Jeg skora á
f jármálaráðherra að hrekja
eina einustu þeirra ef hann
treySitir sjer til þess. Geri hann
það ekki, vænti jeg að öllum
megi ljóst verða að hin nýja
skattbyrði er mjög þungbær, og
það er mjög eftirtektarvert, að
hækkumin er hlutfallslega lang-
mest á lágum tekjum og meiri
, í sveitunum en í Reykjavík. í
i þessu felst skýlaus játning þess,
að fjármálaráðherra er ljóst, að
| skattaæðið keyrir úr hófi, ella
1 muhdi hann ekki hlífa hærri
Samanburður á gildandi lögum og* frumvarpi stjórnafinnar með 10rr
viðaukanum. Sýnir samanburðurinn jafnframt þær ívilnanir sem skatt-
begnum er veittur með bækkuðum persónufrádrætti:
Einhleypingar: 5 manna fjölskylda:
Skattskyldar Gildandi utan Reykjavíkur í Reykjavík utan Reykjavíkur í Reykjavík
tekjur: lög: Frumvarpið : Hækkun : Frumvarpið: Hækkun: Frumvarpið : Hækkun: ■ Frumvarpið: Hækkun
1000 7 10 41% 8 10% 9 26% 6 - -21%
2000 22 31 41% 26 20% 29 30% 22 0%
3000 42 73 70% 64 47% 68 62% 55 31%
4000 72 146 102% 131 82% 139 92% 116 60%
sooo 112 243 117% 223 100'% 233 108% 204 82%
6000 162 362 124% 338 108% 350 116% 314 94%
7000 222 493 123% 466 105% 480 116% 440 98%
8000 292 635 117% 606 104% 620 112% 578 98%
9000 372 785 106% 757 103% 772 107% 726 95%
10000 462 952 106% 919 99% 935 102% 886 92%
12000 672 1302 94% 1267 89% 1285 91% 1232 87%
14000 922 1675 82% 1638 78% 1657 89% 1601 74%
20000 1912 2926 53% 2882 51% 2904 52% 2838 48%
í skýrslunni er aurum og hluta úr prósentu slept.
Stærðlrsðisnðmskelð.
Um miðjan október mun jeg byrja 3 mánaða námskeið í stærð-
fræði fyíir þá, sein ætla að ganga undir gagnfræðapróf, bæði fyrir
byrjendur og þá, sem lengra eru komnir. 3 tímar á viku. Kenslu-
gjald 30 kr. — Ennfremur mánaðar
Reikningsnámskeið
fyrir þá, sem vilja æfa sig í hagnýtum reikningi.
Sigurður Tliorotldsen
Fríkirkjuveg 3. Sími 3227.
Spaðsaltað dilkakjðl.
Eíns og á undanförnum haustum
höftim við fyrirliggjandi 1. flokks
jsaltkíöt í V^ttmntim.
Litlð óselt. Pantið strax.
I. Brynjólfsson & Kvaran.
tekjunum og ekki Reykjavík,
jafnvel þótt nær allir ráðamenn
stjómarflokkanna sjeu hátekju-
menn. '
Heildarniðurstaðan er sú, að
með frumvarpinu er skatturinn
tvöfaldaður og meir en það á
lágum skattskyldum tekjur. —
Það er þetta sem hinn nýi end-
urskoðandi landsreikninganna,
framsögumaður Alþýðuflokks-
ins í þessu máli kallar: „Spor
í rjetta átt“.
Það er þetta sem dagblað
f jármálaráðherra kallar „að
hækka ofurlítið skatt á þeim
mönnúm, sem lifa við háar tekj-
ur og miklar eignir“.
Slík málfærsla er ekki ein-
göngu ósvífin. Hún er líka frá-
bærlega heimskuleg. i
Ólafur Thors.
Jéhann Brieni
ÍAFOSS
MVlIMOD* C6
HMiNunsvvíi;*
%'Uuri.tiM
Hafnarstrajti 4. Sími 3040.
Tómatar.
Hvítkál.
Rauðkál.
Gulrætur.
Rauðrófur.
Gulrófur.
Púrrur.
Selleri.
^íiB 1 V
Agurkur.
Yale
lístmálarí.
og
BKS
smekklásar eru bestir.
Fást í
JÁRNVÖRUDEILD
Jes ZiEnsen.
Rennum
allskonar - hannyrðir, einnig að
Jóhann Briem frá Stóra-Kúpi
opnar má 1 ve/kasýnin gu í Good-
templarahúsinu í dag. Hann hef-
ir stundað málaralist í Dresden
síðan haustið 1929 og þangað tiJ
liann í vor lauk námi AÚð listhá-
skólann þar. Fimm missiri stund-
aði liaim nám við þanu skóla, og'
síðast var liann í tölu úrvalsnem-
enda (Meisterschúler), en þeir
fá ókeypis vinnustofu og nokk-
urt fje til þess að geta launað
fvrirmyndir (inodel).
Jóhann hefir aðallega lagt
stund á að mála mannamyndir.
Hann kom hingað heim í sum-
mála á dúkapúða, borðrenninga
og borðpentudúka í allskonar
efni. Málum líka eftir pöntunum-
Systurnar frá Brímnesi
Þingholtsstræti 15 (stftinliúsið).
ar. Málaði hann um tíma á Þing-
völlum og ern nokkrar myndir á
sýningunni þaðan. f fyrrasumar
var hann hjer heima um tíma, og
málaði þá í Borgarfirði og í
Þjórsárdal Þaðan sýnir hann
vatnslitamyndir.