Morgunblaðið - 18.11.1934, Page 4

Morgunblaðið - 18.11.1934, Page 4
4 MORtíUNBLAÐIÐ §párnaðaráðsföfun rauðu sfjórnarinnar. Allftr embættismenn og opin- berir starfsmenn, §em náð hafa 65 ára aldri, skulu vikja úr embætti, svo gæð- ingar stjórnarinnar komist ' að fötunni. Stjórnarliðar í allsherjarnefnd ðfri deildar flytja f. h. dóms- málaráðherra frumvarp um ald- urshámark opinberra embættis- og starfsmanna. Frumvarp þetta er ekki langt og þykir því rjett að birta það í heilu lagi. Það er svo hljóðandi: 1. gr. Hver sá opinber em- bættis- eða starfsmaður í þjón- ustu ríkis, bæjar- eða sveitar- fjelaga eða stofnana, sem þau ráða yfir eða eiga, hvort sem hann er skipaður af konungi eða ráðherra eða öðrum lögleg- um aðila, eða þó hann sje fast- ráðinn, skal leystur frá embætti sínu eða starfi sínu af sama að- ila, er veitti honum það eða rjeði hann til þess, þegar hann er orðinn fullra 65 ára. Heimilt er þó, að þeir opin- berir embættis- og starfsmenn, sem þykja til þess nógu ernir til líkama og sálar, sjeu látnir halda störfum sínum þar til þeir eru fullra 70 ára, en enginn má vera í opinberu embætti eða stöðu, sem eldri er. Ákvæði þessarar greinar ná ekki til ráðherra, alþingis- manna og annara opinberra full trúa, sem kosnir eru almennri kosningu. 2. gr. Þegar opinberum starfs mönnum er veitt lausn frá störf- um sínum samkv. 1. gr., skal miða lausnina við 1. dag næsta mánaðar eftir að þeir urðu 65 eða 70 ára. Hafi opinber starfsmaður ekki verið leystur frá embætti sínu eða stöðu, er hann varð 65 ára, getur hann orðið leystur frá stöðunni hvenær sem er á tímabilinu þar til hann er 70 ára og verður að láta af störf- um skilmálalaust. 3. gr. Þeir opinberir embætt- is- og starfsmenn, sem eru orðn- ir 70 ára er lcg þessi öðlast gildi, skulu víkja úr stöðum sín- um 1. janúar 1935, eða gangi lögin síðar í gildi, þá 1. dag næsta mánaðar eftir að lögin öðlast gildi. í greinargerð segir m. a,: „Það er alkunnugt, að þegar menn eru búnir að ná vissum aldri, hætta menn að þroskast og standa þá í stað andlega og líkamlega um skeið, og eru menn þá taldir vera á mann- dómsárunum. Úr því verða hvorki andlegar nje líkamlegar breytingar á mönnifln, nema aft urför ein. Það er staðreynd, að afturförin gerir vart við sig hjá flestum úr því að þeir eru orðnir 60 ára, enda þótt hjá sumum sje fyrr, en að allmikil brögð sjeu orðin að henni hjá allflest- um þegar þeir eru orðnir 65 ára, enda þótt margar undan- tekningar geti verið frá því. Jafnframt er það staðreynd, að mönnum, sem farið er að förl- ast andlega, er það sjaldnast Ijóst sjálfum, sjerstaklega ef þeir eru ernir að líkamsburðum, og hafa slíkir menn það til að sitja í embættum sínum löngu eftir að þeir eru orðnir ófærir um að ánna þeim.-------- Það mun víst, að langfæstir þeirra manna, sem hafa náð 70 ára aldri, sjeu fullernir til þess að annast opinber störf, en þeir á þeim aldri, sem fullfærir geta talist til þess ,svo fáir, að ekki sje rjett að miða almenna reglu við þá. Hefir hið endanlega há- mark því í frumvarpinu verið sett 70 ár. — —------------- Sjálfsagt þótti að undan- þiggja þá menn, sem kos'nir eru almennum kosningum um á- kveðin kjörtímabil, því að ráð þeirra hafa kjósendur að stað- aldri í hendi, og sama er að segjá um ráðherra, því ekki þyk ir ser.nilegt, að Alþingi muni líða þann ráðherra í stjórnar- sessi, sem fyrir aldurs sakir væri kominn að fótum fram. Sú stjórn, sem nú fer með völdin í landinu, er um sína tíð fastráðin í því að fara eftir þessum reglum, en þykja þær hins vegar svo sjálfsagðar, að ekki sje rjett að láta það vera komið undir geðþótta ríkis- stjórna fyrr og síðar, hvort þeim sje beitt, og vill hún því láta lögfesta þær.“ Kostnaðurinn auka-atriði. Hinn fátæki ríkisbúskapur okkar Islendinga er þess vald- andi, að allur þorri embætt- ismanna og opinberra starfs- manna hefir miklu lægri laun hjer hjá okkur en tíðkast með- al annara menningarríkja. Af þessu leiðir það, að flest- ir starfsmenn hins opinbera á okkar landi eru fátækir og efnalausir menn alt lííið, hversu löng sem þeirra þjónusta er í ríkisins þágu. Af þessu leiðir einnig það, að ríkið hefir ekki sjeð sjer fært að setja aldurs- hámark fyrir sína starfsmenn, því það hefir ekki haft ráð á að greiða þeim lífvænleg eftir- laun. Nú kemur stjórn rauðliða með frumvarp um að aldurshá- mark embættismanna og opin- berra starfsmanna skuli vera 65 ár, nema þeir að dómi stjórn arinnar þykja nógu „ernir til líkams og sálar“ — þá mega þeir sitja í embætti til 70 ára Utuarp5umrcúðumar um Rauðku. Góða barnið. Bjarni Ásgeirsson talaði í þessu máli og las aðallega upp úr 4 ára áætlun Alþýðuflokks- ins og mintist á kverið í því sambandi. Er það ekki ófyrir- synju, þar sem þessi stefnuskrá Alþýðuflokksins virðist fram- sóknarmönnum samskonar heim ild og kverið er fermingarbörn- um. Annars fór nú Bjarni aðal- lega í þau atriði, sem flestir flokkar eru sammála um og voru sum atriðin sem hann las upp, tekin beint úr stefnuskrá „Heimdallar“. Eitthvað mintist Bjarni á góðu börnin og er það vel við eigandi, því að sennilega hefir honum verið ýtt út í það forað, að tala í þessu máli til þess að tryggja það, að hann yrði góða barnið við atkvæða- greiðsluna. Asgeir og bjoð- nýtingin. Ásgeir Ásgeirsson gekk þar fram í skjöldu fyrir stjórnar- liðið og varði eindregið afskifti ríkisvaldsins af atvinnurekstri einstaklinganna. Kvaðst hann þó vera utanflokka. Ekki vildi hann taka það alvarlega, að nefndin ætti að undirbúa þjóð- nýtingu og gerði með því mjög lítið úr atvinnumalaráðherra, sem hefir lýst þessu yfir, og sömuleiðis Alþýðublaðinu. Tals- vert var Ásgeir hrifinn af því afkvæmi Rauðku, að heimta af- skifti ríkisvaldsins af bifreiða- flutningum hjer á landi. Þó fekk það frumvarp þá meðferð í þinginu, að nær því hverri grein þess var gjörsnúið af öll- um flokkum. Ásgeir virtist halda því fram að kolaiðnaður Breta væri að nokkru leyti þjóðnýttur. Veit hann ekki, að þjóðstjórnin slepti öllum afskiftum hins op- inbera af .iðnaði þessum árið 1931? Og árangurinn var sá, að fyrstu 6 mánuði þessa árs jókst kolaframleiðslan um 8 milj. smál. og útflutningurinn um 600 þús. smál.; á sama tíma aldurs; en þá skulu þeir ,skil- málalaust“ láta af störfum. .Slík lög sem þessi myndu ó- hjákvæmilega hafa all-mikinn kostnaðarauka í för með sjer fyrir ríkið, því þeir yrðu ekki fáir, sem með þessu kæmust á eftirlaun. Morgunblaðið spurðist fyrir um það í Stjórnarráðinu, hve margir væru nú í þjónustu rík- isins, sem náð hafa aldurshá- markinu. Svarið var, að þetta vissi hið háa Stjórnarráð ekki! Þetta «r líka vafalaust algert aukaatriði fyrir rauðu stjórn- inni. Fyrir henni vakir vissu- lega það eitt, að með slíkum lögum myndi hún fá nokkur embætti og stöður til úthlutun- ar handa pólitískum gæðing- um. fjölgaði námumönnum um 26500. Rauðka og stjórn- arskráin. Magnús Torfason kvaðst vera á móti frumvarpinu vegna þess að slík rannsóknarheimild sem frumvarpið gerir ráð fyrir ætti einungis að veitast af þinginu samkv. 34. gr. stjórnarskárinn- ar. Væri þar skilyrði, að rann- sóknarnefndin væri kosin hlut- fallskosningu í þingínu og að í henni væru einungis þing- menn. En þetta hvorutveggja hefði stjórnin ekki gert. Þjóðnýting og samvinna. Eysteinn Jónsson hafði aðal- lega orð fyrir Framsóknarflokk inn. Var ræða hans veigalítil þótt ekki vantaði þar óskamm- feilni. Miklum tíma eyddi Ey- steinn í að ræða um kjötlögin og mjólkurlögin og ýms við- fangsefni, sem Sjálfstæðismenn hafa ætlað Fiskiráðinu að vinna — en vitanlega kom þetta Rauðku ekkert við. Enga á- stæðu gat Eysteinn fært fyrir því, hversvegna Sjálfstæðis- mönnum hefði eigi verið boðin þátttaka í nefndinni. Þegar hon um var bent á, að starfsbrcðir hans atvinnumálaráðb. hefði lýst yfir því, að þetta væri vegna þess að Sjálfstæðismenn væru fylgjandi einstaklings- rekstri, þá gaf hann engin önn- ur svör en þau, að Sjálfstæð- ismenn hefðu gefist upp í þessu máli. Þeirri bamalegu fyrru hjelt Eysteinn fx*am, að með þjóðnýtingu ættu sósíalistar við samvinnu. Virðist hann hafa fengið góða fræðslu og uppeldi í Samvinnuskólanum. Blekkingar Har- alds. Haraldur Guðmundsson hafði síðastur orðið í þessum umræð- um og notaði hann þá aðstöðu á þann mjög svo óviðeigandi hátt, að slá fram ýmsum stað- leysum sem andstæðingarnir áttu engan kost á að hrekja. Þannig taldi hann t. d. að Rauðka fengi aðeins samskonar heimild og skattanefndar. Sjá þó allir hve mikill munur er hjer á þar sem skattanefndir mega aðeins fá skaftaframtöl manna og i’eikningshald, en Rauðka má heimta allar upp- lýsingar um atvinnurekstur landsmanna sem henni þykir þörf á. Sömuleiðis sagði Har- aldur að Rauðka væri sams- konar nefnd og milliþinganefnd in í sjávarútvegsmálum! Vildi Haraldur láta líta svo út, sem Rauðka væri mesti sak- leysisgripur og besta skepna og bað hann menp vera góða við hana. Glottu þá Jónas og Hjeð- inn. Haraldur gei'ði sig beran að þeirri fáfræði, að ekki mætti E „AROMA“ kaffi er blandað, brent og malað á þann hátt að yður hlýtur að líka það vel. „ARÓMA‘-kaffi fæst í næstu búð. Fiður, Hálfdúnn, Fiðurhelt og dúnhelt ljereft. Nýkomið., J. Austurstræti 1. Leikfangagerð w Islands. Laugaveg 15. Sími 2673. Hllskonar leikfdng, smærri og stærri. Gjörið svo vel að skoða fram leiðslu vora, því altaf bætast nýjir hlutir við. Hjer munuð þjer ábyggilega fá það^sem hentar best börr\ um yðar og er varanlegast. Heildsala. Smásala. ELFAR, Laugaveg 15, og Thomsens-sundi við Lækjartorg. Mbillar, Vatnsfötur, Glerbrettí, Snúrur, Klemmur. JÁRNVÖRUDEILD Jes Zimsen. flytja út nema 6.500 kjöttunn- ur til Noregs, nú í ár samkv. norsku samningunum, sem hann einu sinni taldi landráð. Er þó flestum kunnugt að innflutnings heimildin í ár er um 10 þús. tunnui'.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.