Morgunblaðið - 18.11.1934, Side 8

Morgunblaðið - 18.11.1934, Side 8
8 MORGUNBLAÐIÐ |Smá-augltfsingar| Gott píanó til söln. Upplýsingar í síma 4066. Píanó sem nýtt til sölu. Skifti á bíl gæti komið til greina. Skóla- vörðustíg 27. Bifreiðastöð íslands, sími 1540. Fæði og einstakar máltíðir ó- dýrt og gott í Café Svanm- við Barcnsstíg. Mjólkurafgreiðsla Korpúlfs- *taðabúsins, Lindargötu 22, hefir síma 1978. — Þú átt ekki að berja mann- inn þegar þú ert búinn að fella kann. — Nú. til hvers heldurðu að jeg hafi felt hann? Dívanar, dýnur og allskonar stoppuð húsgðgn. Vandað efni, yðnduð vinna. Vatnsstíg 3. Hús- fagnaverslun Rejkjavíkur. Kelvin Diesel. — Sími 4340. Slysavamafjelagið, skrifstofa við hlið hafnarskrifstofunnar í hafnarhúsinu við Geirsgötu, seld minning'arkort, tekið móti gjöfum, áheitum, árstillögum m. m. Rúgbrauð, franskbrauð og nor_ malbrauð á 40 aura hvert. Súr- brauð 30 aura. Kjamabrauð 30 aura. Brauðgerð Kaupfjel. Reykja- víkur. Sími 4562. Altaf best og ávalt fremst, er Fiallkonu “I frá gllðvaxið H.í. Efnagerð Revkjavikur. Gíról- gólfbón liöfuin við aftur fyrirliggfandi. Eggert Krístiánsson & Co. Þeir sem ðska bess fá ókeypis hefti með lýsingu á tilhögun Fornritaútgáf- unnar hjá bóksölum. Hvtisku matarstellin og kaffistell, úr ekta postulíni, eru komin aftur; eru seld fyrir 2 til 24 manns, eða einstök stykki eftir vild. Sama lága verðið. Bðkavarslnn Siyf. Eymnndssonar og Bókabúð Austurbæjar, BSE, Laugaveg 34 K. Einarsson & Ejörnssan.. Bankastræti 11. SYSTURNAR. 50. leg ef jeg þegði um svona leyndarmál. Jeg skildi vitanlega strax, að þetta var ekki nema hárrjett, og jeg hreifst af og furðaði mig á því, að þau voru þur. . — Vesalings ógæfusama barn. Þykir þjer mjög vænt um hann? — Hvern? Harry? Nei, jeg elska hann ekki. Hún sá, að hún hafði gert mig hálfringlaða, og bætti við, heldu-r dræmt: En mjer er ósköp mein- laust til hans. Jeg hefði viljað spyrja um hitt og þetta, en til hvers hefði það verið? Jeg vissi líka óspurt, hvert svarið myndi verða, því það hafði jeg nýlega heyrt af vörum frú dr. Bloem: ,,Við gerum það, sem okkur langar til — og svo búið talið“. En jafnvel þó frú Bloem hefði ekki sagt neitt, var það ein- hvem veginn smogið inn í meðvitund mína, að unga kynslóðin væri ekkert viðkvæm gagnvart slíku lengur, og notaði ekki einu sinni ,,hina miklu ást“- sem afsökun. Já, afsökun við hverju? Því fanst, hvort sem var, ekkert vera til að afsaka. Alt í einu fór Lotta að tala við sjálfa sig. — Elsku Eula mín, þú mátt ekki vera hrygg. Jeg er ekki spiltari en stúlkur gerast nú, á mínum aldri. Og ekki skaltu hafa áhyggjur fyrir framtíð minni. Þú getur reitt þig á, að jeg skal koma heiðarlega fram í viðskiftum mínum við hvern sem er. — Meinarðu, að þú munir aldrei elska neinn mann? — Já, einmitt, það er mín hjartans sannfæring. Jeg mótmælti alt hvað jeg gat. Jeg veit ekki, hvort það vakti fyrir mjer að sannfæra hana eða mig sjálfa um að það, sem hún var að segja, væri vitleysa. Jeg minti hana á öll „skotin“ hennar, alt frá því, að hún var svolítið telpukorn; húslæknir- inn, Franz frænda og kennarann. — Jæja, því er nú einu sinni svo farið um undra- börn, sagði hún með glettni. — Það sem vex fljótt upp, er visið áður en það er fullþroska. I þessu vetfangi datt þessi hugsun í mig: „Hjer hefir einhver f.jöður sprungið.“ — Þetta er ekki heilbrigð sál, sem er að leita eðlilegra skemtana æskunnar. Jeg þekki ekki neitt til hins fólksins í hópnum, sem hagaði sjer nákvæmlega eins og Lotta. Á öllum tímum hefir lifað innantómt og kærulaust fólk. Áður hafði það lifað í innantómu og kærulausu hjónabandi, en nú lifði það bara í jafn innantómum og kærulausum lausaleik. Eng- inn — jafnvel ekki Lotta sjálf — hefði getað talið mjer trú um, að Lotta tilheyrði þeim hóp. — Já, „sprungin fjöður!“ Jafnvel þótt ljómandi andlit hennar bæri þess ekki vott, og framkoma hennar væri glaðleg og virtist í jafnvægi — þá var samt einhversstaðar sprungin fjöður dýpst niðri í þessu dularfulla verki hinnar ungu sálar. — Þetta er vitanlega klaufaleg samlíking, því sálin er ekk- ert ,,verk.“ Jeg ætti kannske heldur að segja, að þetta væri eins og sjúkðómur í rót jurtar, eða gefa í skyn á einhvern þvílíkan hátt, að eitthvað lif- andi væi’i sýkt eða kyrkt í þróun sinni. En jeg veit, að það voru samt þessi orð, sem aftur og aftur flugu mjer í hug: „Hjer hefir einhver fjöð- ur sprungið.“ Og þess vegna skrifa jeg það líka þannig niður. Lotta var staðin upp, og hafði kyst mig á ennið, og ætlaði út úr herberginu. — Lotta!, sagði jeg. Það er bará eitt, sem mig: langar til að vita. Jeg skal aldrei tala um það- framar við þig, ef þú bara segir mjer það: — Elsk- aðirðu Martin? — Nei, svaraði hún, og fór út. Grammófónninn gargaði til klukkan þrjú unts nóttina. Það virtist ekki svo sem æskulýðurinn um þess— ar mundir þyrfti mikillar hvíldar eða svefns við.. — Ef jeg hefði á mínum yngri árum dansað tili klukkan þrjú um nótt, hefði jeg ekki getað gert verk nfln daginn eftir. En á þessum tímum Ijet unga fólkið það ekki á sjer sjá, að það hefði sofið aðeins fimm klukkustundir. Franzi Braun sat við ritvjelina sína í banka Timmermanns klukkan átta að morgninum, qg Timmermann var líka kominn í sína skrifstofu klukkan átta. Frú dr. Bloem var til- búin í líkskurðarsalnum klukkan átta og Mary Martens var á sama tíma í fullum gangi að rífast við listvefnaðarstúlkurnar, sem unnu hjá henni. Khuenberg greifi æfði sig undir tenniskappleik, áður en hartn fór í bankann, en þangað getur mað- ur í haiis stöðu komið á hvaða tíma sem hann vill., Jafnvel Gerda Donath hafði atvinnu, ef atvinnu skyidi kalla. Jeg tek svo til orða, af því atvinnan hefir sennilega ekki gefið af sjer meir en fyrir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.