Morgunblaðið - 21.12.1934, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.12.1934, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ ?#****'.+•■* .mW% iim l'H'lHIWHJMWi Föstudaginn 21. des. 1934.1 Jólaifiberarnir eru komnir aftur. KventOskur í fallegu úrvali. Ifilagjallr er hægt að fá frá 75 aurum. Hljóðfæraverslun, Lækjargötu 2. 0 Minoi Nýtísku liálstrellar, smekkleg og kærkomin jólagjöf frá honum til hennar og frá henni til hans. Verð frá 2,25. HinOH Austurstræti 12, 2 hæð. — Opið 11—121/2 og 2—7. iaitisl.sinllr og 1. flokks HaBOimOI §elur Vaðnes. Laugaveg 28. Simí 3228. DHISY Raf- magns- bónívjelar Kr. 12,00. Tryggvag. 28. Pels. Nýr pels til sölu með tækifærisverði. Aðalstræti 9 B. (steiokíisið). Ný bók. Sig Eggerz: Sýnir. Útg. Þorst. M. Jónsson, Rvík 1934. Sigurður Eggerz er kunnastur fyrir framkomu sína á stjórn- málasviðinu, og hefir komist þar upp á hæsta þrepið. Hann hefir hvað eftir annað verið riðinn við útgáfu stjóriimálablaða og skrifað þar um áhugamál sín á því sviði. Líka hefir hann gefið út nokkur smærri rit um stjórnmál. En hann hefir jafnframt þessu altaf öðru hvoru fengist við skáld- skap, skrifað ýmislegt í blöð og- tímarit, oftast undir gervinöfnum, sem heyrir skáldskapnum til og er, meira að segja, góður skáldskapur. Enda segir hann í eftirmála hókar innar, að lesendurnir megi ekki ætla, að þar sje um hyj'janda að ræða; þær stundir, sem hann hafi varið til ritstarfa, sjeu orðnar margar. Hugurinn hafi sótt svo fast í þá áttina. í þessa bók hefir hann safnað saman sögum, kvæðum, æfintýr- um, náttúrulýsingum, mannlýsing- um, ræðuköflum o. s. frv., sem hann hefir samið á ýmsum tímum, alt frá æskudögum og fram á þennan dag. Bókin er því óvenju- lega fjölbreytt. Hún ér einnig skemtileg, og á án efa fyrir sjer að eignast marga vini. Hún hefst á stuttri ræðu fyrir íslandi. Þar næst er kvæðið „Al- faðir ræður“, sem fyrir löngu er orðið landskunnugt undir fögru lagi eftir Sigvalda Kaldalóns, sem Eggert söngvari Stefánsson, hefir mikið sungið. Þar næst er einstaklega falleg lýsing á dvol í sjúkraherbergi. — ,,Mjer virðist öll veröldin mín vera inni í þessu litla herbergi“, segir þar. ,,Þó jeg leiti niður í bæinn, sem jeg het'i unnað frá því jeg var barn, þó jeg horfi á stjörnu- dýrðina, þó jeg sæki hina morgu vini heim, þá hverfur þetta aít í fjarlægð áður en jeg veit af, — hugurinn eirir hvergi nema í litla herberginu með grænir veggjun- um. Þar netna aliar mínar vonir, allar mínar óskir staðar. Hvergi nema þar á jeg heima. . . .. En því að pína sig yfir því, hvernnig aðrir hugsa um mann? .... Því að vera að stritast við að hreykja stórri mynd af sjálfum sjer í hugum annara? Því ekki heldur að stækka sjálfan sig og láta það svo ráðast, hvort aðrir koma auga á þá stækk- un? ... Á milli grænu veggjanna hefi jeg hætt að hlusta á aðra, en hlustað á mitt eigið hjarta. Þar hafa stormarnir, liver á fætur öðr- um, farið um sálina. .. . Þessir stormar hafa þeytt mörgu burtu, sem skygði á útsýnina fyr- ir mjer. Hjegómanum þeyttu þeir burtu- Og þó var hann búinn að hreiðra svo vel um sig inni í sál- inni. Það var eins og hann sæti þar í öndvegi. .... En inni í þess- um stormum varð jeg skygn“. Þessi lýsing er nýrituð. Höf. hefir dvalið hjer í bænum um tíma af því að kona hans hefir Jegið hjer á spítala. „Bókin um lífið er einnig nýlega skrífuð, og er lengsta sagan í bók- inni og efnismesta. Það er sálar- stríðslýsing, sem kemur víða við, lýsing á manni sem sett hefir sjer takmark, sem hann stríðir við að ná, en getur ekki náð. Þar koma fyrir margar athuganir um af- stöðu manna til lífsins og viðfangs efna þess. Æfintýrið um viðtal höf. við guð, um embættaveitíngar á himn- um, er einnig frá síðari árum. Sömuleiðis sagan um Jón Og- mundsson, vel skrifuð saga um stjórnmálaforingja, sem alt geng- ur að óskum, enda þótt hann láti eigingirnina altaf ráða. ,,Fuglsunginn“ og „Múselló“ eru aftur á móti frá yngri árum, báðar prentaðar áður í Oðni á byrjunar- skeiði hans. „Grautarpotturinn“ er úr „Æringja“, sem fyrir mörgum árum gegndi hjer líku hlutverki og- „Spegillinn“ gegnir nú. Svo eru margar stuttar sögur eða lýsingar, sem helst mætti kalla Ijóð í lausu máli: „Höllin mín er reist. Ekki bygði jeg hana eins og þeir vísu byggja. Hallargólf þeirra er reynslan, veggina hlaða þeir úr höfgum hugsunum, en hallarhvelfinguna sjá þeir aldrei. — Bærinn andar svo undarlega, þungur eins og dauðadómur fellur hver regndropi úr skýjunum. — Sólin ritaði á vesturhimninum feg- ursta drauminn minn og hjarta mitt titraði af fögnuði“. Þannig byrja þrjár af þessum lýsingum. Stutt lýsing á baráttunni við hafn- leysið í Yík í Mýrdal. endar á þess ari athugasemd: „Jeg stend á sjáv- arströndinni með skínandi riddara krossinn á barminum og lofa Guð fyrir, að enginn þarf aÚ fara gegn um brimgarðinn til þess að ná í heiðursmerki“. í Vík mun líka Vera skrifað Ijómandi fallegt jóla- æfintýri, sem þessi kafli bókar- innar endar á. Síðasti kafli bókarinnar er kvæði á dönsku, ort á síðustu árum höf. í Kaupmannahöfn, en hafa hvergi birst á prenti fyr en nú. Með kvæð unum fylgir ræða á dönsku, sem höf. flutti fyrir minni Georgs Brandes, er hann eitt sinn var gestur íslenska stúdentafjelags- ins í Khöfn. Þeir voru miklir mátar höf. og Jóhann heitinn Sig- urjónsson, sem fyrstur íslenskra skálda rjeðst í að gefa skáldrit sín út á dönsku. Vafalaust hefði S- E. einnig getað náð viðurkenningu sem ljóðskáld á dönsku, ef hann hefði lagt inn á þá braut, það sýna kvæði þau, sem hjer eru prentuð. Þau eru mjög ljóðræn, .stemnings'- kvæði, flest um ástir, en geyma líka glöggar og vel dregnar mynd- ir, svo sem „Mod Bunden“, „Sol- drömmen“ o. fl. Flest eru leikandi ljett, t- d. „To Roser“: „Hun holdt frem to Roser, en hvid og en röd, Og vælge mig böd. I stille Vemod mit Hjerte slog, Den hvide jeg tog. Jólagjafir kaupið þjer bestar og ódýrastar í Verslnnin Goðafoss svo sem: Dömutöskur, Naglaáhöld, Burstasett, Seðlaveski, Peningabuddur, Púðurdósir, Púður og Crem Allskonar Laugaveg 5. Ilmvatnssprautur, Ilmvötn, Samkvæmistöskur, Silfurplettborðbúnaður, Eau de Cologne, Skrautskríni, ^ Vasagreiður. Kristalvörur. Sími 3486. eru jólaspilin er þjer skuluð biðja um hjá kaupmanni yðar. IHeildversluo Oarðars Qíslasonar. Sími 1500. Mýorpiii egg. Húsmæður! Hafið þjer athugað að kaffibrauðið verð- ur bragðbetra úr nýjum eggjum en gömlum? Ef ekki, reynið þá nýju eggin frá Eggjasölusamlaginu nú í jóla- baksturinn, og þjer munuð sannfærast um, að þjer komist af með minna af þeim og fáið þó betri kökur. Eggin frá Eggjasölusamlaginu eru stimpluð og flokk- uð, og koma daglega ný-orpin á markaðinn. Fást í heildsölu hjá Slátnrffelagi Snðnrlands. Sími 1249. Jeg hefi verið beðinn um að selja eftirtöld verðbrjef: Kr. 7000.00 af &/2% Bæjarsjóðsláni frá 1921. — 5500.00 Veðdeildarbrjef III. flokks. — 560.00 hlutabrjef í H/f Kol & Salt. — 1200.00 hlutabrjef í H/f íshúsfjelag Faxaflóa. Tilboð í verðbrjef þessi í heild eða einstök brjef ósk- ast fyrir 29. þessa mánaðar. Lárns Jáhannesson, hæstarjettarmálaflutningsmaður. Suðurgötu 4. Sími 4314. r-t ri-i iirnTTirn-g—nTnTmnæinrTimirCTOi»iniiiiiiMimiiiinniiMjn«iB>wrnrrmnfTwnTOiM«rTHMHiMiiUMnn—nn——ri Vfelstfóraffelag íslands Men i hendes Öjne en Taar stod, Og ned for min Fod Rev hun den röde Blad for Blad Og sukkede — for hvad? Det Suk forstod jeg dog ej; Det hænder saa tit i en Rosenleg, Men livis hun mig atter de Roser böd, Jeg valgte en röd.“ Allur frágangur á bókinni er vel vandaður. Þ. G. hfldur liiatrieiskeBtn fyrir fjelagsmenn, konur þeirra og börn, laugardaginn 29. þ. m. í Alþýðuhúsinu „Iðnó“, kl. 5 síðd. — Aðgöngumiða má vitja í skrifstofu fjelagsins í Ingólfshvoli, Vjelaversl. G. J. Fossberg, Hafnarstræti 18, G. Jh Fossberg, Valhöll, Verslunin Sjöfn, Framnesveg 38, Erlends Helgasonar, Leifsgötu 24, frú Elín Guðmundsson, Klapparstíg 18, Jafet Hjartarson, Rafveitunni. 1 Hafnarfirði hjá Alexander Guðjónssyni, Hverfisgötu 5. SKEMTINEFNDIN. Viator, fisktökuskip, fór í gær. Tekur farm á höfnum úti um land.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.