Morgunblaðið - 21.12.1934, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.12.1934, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ « Föstndaginn 21. des. 1934. Silkiundirföi fálð þið fallegust í Derslun IngibjargQrJohnson Sími 3540. Mest úrval af bestu RvðxtDm og góðgæli K1D DABIJ D Njrtsamar jólagjaiir: Bónkústar, Búrvogir Þvottavindur, Kolakörfur, Teppakústar, Gasbakarofnar. o. fl. o. fl. frá H. BIERING. Laugaveg 3. Sími 4550. PlOiuflagar. Nú eru allar óskapluöturnar komnar. 10% afsláttur af ÖLLUM PLÖTUM. sem keyptar eru á tímanum frá kl. 9—4, föstudag og laugardag. Gefið plötur í jólagjöf. Munið jóla- lögin. Hljóðfærahúsið, Bankastræti 7. Skipstjóra og stýrimanna- fjelag Reykjavtkur heldur fund í Varðarhúsinu í kvöld kl. 8. Tillögur um launakjör o. fl. á dagskrá. Fjelagsmenn fjölmennið. STJÓRNIN. RannsoknastQfa Dungals. Merkileg og nytsöiu stofmsn. Jeg nefni hana Rannsókna- stofu Dungals, þó rjettu lagi heiti hún Rannsóknastofa Há- skólans, sem er sama stofnun- in og kúldrast hefir undanfarin ár í gamla húsinu í Kirkju- stræti, sem Halldór Kr. P'rið- riksson átti á sínum tíma, og litlum breytingum hefir tekið. En geta má nærri hvemig húsa- kynni þar eru fyrir vísindalega rannsóknastofu, er bygð voru sem venjulegt íbúðarhús hjer í Reykjavík, er mikið lifði af 19. öld. NíeU Dungal. Fyrir ötula forgöngu Niels Dungal prófessor, hefir Rann- sóknastofan nú fengið mjög gott hús til umráða á Lands- spítalalóðinni, reisulega bygg- ingu, 12X20 metra að grunn- fleti, tvílyft hús með allháum kjallara, og kpstaði húsið upp komið um 120 þúsund krónur. Níels Dungal hefir boðið slaðamönnum að skoða þetta nýhýsi og kynnast um leið þeirri starfrækslu, er þar fer fram, en kunnust er af því, að rannsóknastofu Háskólans hefir á undanfömum ámm ver- ið framleitt bráðapestarbólu- efni og bóluefni við lungnapest, sem mjög hefir orðið skæð í sauðfjenaði. Níels Dungal er kunnur öllum bændum og búa- ýð þessa lands, fyrir afskifti sín af þessum málum. Við komum inn í rúmgóðan nýtísku forsal í byggingu þess- ari, þar sem alt er svo gljáandi og hreint, að útlit er fyrir að )ar gæti engin óviðkomandi aakteria leynst. En mjög sting- ur í stúf við allan gljáann, að forsalnum er hreinræktuð fjár íúslykt, svo eigi var um að vill- ast, að stofnunin væri í „lífrænu sambandi“ við sauðfjárræktina. — Það er best við byrjum í cjallaranum, sagði Dungal, og ^angað fórum við. Þar eru margar vistarverur. Þar varð fyrst fyrir okkur upp- haf fjárhúslyktarinnar, kindur tvær, hver í sinni stíu og hver sjúk af sinni tegund lungna- orma. Eru þær þar til lækninga- tilrauna og athugana. I kenslustofu uppi á Iofti kyntumst við lungnaormunum nánar síðar af eigin sjón. En fleiri skepnur eru í kjall- aranum en kindurnar tvær. Þar eru í smáherbergjum uppeldis- stöðvar fyrir tilraunadýr. Hefir Dungal nú fjórar teg- undir tilraunadýra; kanínur, marsvín, rottur og mýs. Er mjög skemtilegt að skoða dýr þessi, sælleg og bústin flest, nema rottur nokkrar í sjerstök- um búrum, sem þar eru til fjör- efnarannsókna, og hafa haft sjerstakan fæðisskamt, til þess að athuganir yrðu gerðar á þrifum og vanþrifum þeirra. Annars eru mýsnar aðallega notaðar til þess að reyna á þeim bóluefni — og verða margar að týna lífi áður en fengið er þettta nauðsynlega lyf til varð- veislu á saufjárstofni lands- manna. Þá er í kjallaranum lík- skurðarstofa. Þó rannsóknir þær, sem þar eru gerðar, leiði hugan að dap- urlegum endalokum mannlífs- ins, finna aðkomumenn, sem heimkynni þessi sjá, ekki til þess. Því þar er fyrst og fremst um að ræða vísindalega rann- sókn. Þar veita hinir látnu eftr irkomendunum tækifæri til þess að grandskoða og læra margt um sjúkdóma, líðan og vanlíð- an manna. Á líkskurðarstofum, þar sem mörg lík eru krufin, fá læknarnir mikinn fróðleik um líf og heilsu manna, sem annars færi sem hulinn leynd- ardómur í gröfina. Lögfest er það nú, að allir sjúklingar sem deyja á ríkis- spítölum, sjeu krufnir. Þó stutt sje síðan að þessi regla var upp tekin, segir Dungal, að ýmis- legt hafi læknar þegar lært af rannsóknum þessum. T. d. segir hann, að menn hafi ekki áður veitt því eftir- tekt, að skjaldbrjóstkirtill manna hjer sje óvenjulega lít- ill. En þetta sjerkenni er talið. stafa af því, hve mikill fisk- matur er hjer borðaður, og lík- ami manna fái því nægju sína af joði. Þá hafa læknar og komist að raun um það, betur en áður, að æðakölkun í stærri æðum er tiltölulega mjög sjaldgæf. Víða um lönd er það venja, að æða- kölkun gerir vart við sig á all- flestum, er þeir eru komnir á vissan aldur. En jafngamlir menn hjer í Iandi hafa oft eng- an vott af slíkum ellimörkum. Margar eru fleiri vistarverur í kjallara hússins, til ýmsra nota, og verður ekki rakið hjer. Á stofuhæð hússins eru aðal- rannsóknastofumar. í blaðagrein eru ekki tök á að lýsa öllum þeim merkilegu verkfærum og áhöldum, sem þar gefur að líta. I stofum þessum eru í notkun rannsóknaáhöld þau hin dýru, er Þjóðverjar gáfu hingað 1930 og áhöld þau, er Rockefeller- stofnunin í París gaf Rann- sóknastofunni nokkru síðar. Þar er sjerstök stofa sem aðallega er ætluð rannsóknum á vefjum og líffærum manna og dýra, en önnur fyrir bakteríurann- sóknir. Krisfal skálar fallegar. Hentugar til jólagjafa. Hatiin Viðar. Hljóðfæraverslun, Lækjargötu 2. Gott píanó í mahogni-kassa, ódýrt» til sölu til jóla. Hljúðfærahúsið. Jólatrjesfæturnir cru komnir. Húsgagnaverslun Hristlðns Siggeirssonzr. Laugaveg 13. mmmmmmmmmmmmnmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm- Nýreyktur lax. KaupQelag Borgfirðinga« Sími 1511. Appelsínnr 5 teg. Epli, 2 teg. Vínber. Hnetur. Konfekt-kassar margar teg.- Alt í jólabaksturima o. m. fl. Jón & Geirft Vesturgötu 21. Sími 1853. Allftr fttiðja tim Síríus súkkulaði. *v-:<

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.