Morgunblaðið - 03.01.1935, Síða 2

Morgunblaðið - 03.01.1935, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudaginn 3. jan. 1935. Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Ritstjórar: J6n Kjartansson, Valtýr Stefánsson. Ritstjórn og afgreiósla: Austurstræti 8. -— Sími 1600. Auglýsingastjóri: E. Hafberg, Auglýsingaskrifstofa: Austurstræti 17. — Slmi 8700. Heimasímar: Jón Kjartansson, nr. 3742. Valtýr Stefánsson, nr. 4220. Árni Óla, nr. 3045. E. Hafberg, nr. 3770. Áskriftagjald: Innanlands kr. 2.00 á mánuði. Utanlands kr. 2.50 á mánuói. í lausasölu: 10 aura elntakið. 20 aura met5 Lesbók. Bandríkjaþing verður sett í dag.| mörg míkílsverð verk- efní fyrir höndttm. Washington, 2. jan. FB. Bandaríkjaþing verður sett á morgun. í fulltrúadeild þingsins eiga nú sæti 435 þingmenn, en í öldungadeildinni 96. Um öll Bandaríkin er þess beðið með mikilli óþreyju, að þingið taki til starfa til þess að ráða fram úr hinum ýmsu vandamálum, sem leysa þarf, einkanlega þeim málum, sem við koma viðreisn þeirri, sem reynt hefir verið að koma af stað, en eins og kunnugt er hafa nú fimm ár samfleytt ver- ið krepputímar í landinu, og þótt mikið hafi verið gert til hjálpar og viðreisnar, eru vanda málin engan veginn leyst enn. Er og beðið með mikilli óþreyju boðskapar forsetans, en hann nýtur enn, eins og glegst kom fram í kosningunum í haust, hins fylsta trausts mikils meiri hluta amerísku þjóðarinnar. Á meðal þeirra mála, sem fljótlega verða tekin fyrir, eru fyrst og fremst lögin til viðreisn ar iðnaðinum í landinu (The National Industry Recovery Act) og verða þau vafalaust endurskoðuð, einkanlega vegna þess að túlkun eins kafla þess- ara laga hefir valdið ágreiningi og ruglingi í sambandi við vinnu deilur þær, sem orðið hafa í landinu. Einnig mun verða rætt um stytting vinnutímans í 30 klst. á viku, fjárveitingar til atvinnu- bóta og framhaldsstarfsemi „The Civilian Conservation Corps“, sem hefir haft með höndum stórfelda varðveislu- starfsemi í skógum landsins o. fl .og hafa 300.000 menn starf- að undir stjórn þess. Þá verða landbúnaðarmálin og mjög rædd og frekari aðstoð bændum til handa. Loks verður án efa rætt um eftirlit með skotfæra- og vopna- framleiðslu og ýms vandamál önnur innlend og alþjóðleg. —- (United Press). Loftskeyti i ölluni skipum. Osló, 2. jan. FB. Samkvæmt símskeyti frá Montreal ætlar kanadiska rík- isstjórnin að beita sjer fyrir samtökum meðal allra þjóða, að öll skip, er um úthöf sigla, verði útbúin loftskeytatækjum. Alþýðublaðið helmtar að land§§t|órnlii beiti ofbeldi and§tæðingunum. Ætla rauðliðar að kvcikja i Alþingisliúsinu og kcnna unt það ? andstæðingunum Er vafi á því hvernig landsstjómin snýst_við kröfum blaðs sins? Alþýðublaðið birti í gær forystugrein, sem mun vekja óvenjulega athygli. Blaðið tilfærir nokkur orð úr áramótagrein Ólafs Thors, þar sem Ólafur segir, í sambandi við hugleiðingar sínar um atvinnulífið í landinu, að óvenjulegir atburðir sjeu í vændum og að til úrslita hljóti að draga um það, hvort lslend- ingar muni vera þess megnugir að sigrast á f jár- hagsörðugleikunum, sem framundan eru. Heimtar Alþýðublaðið, að stjórnin geri þeg- ar ráðstafanir til þess að beita ofbeldi gegn and- stæðingunum, sennilega með liðssöfnun, fangels- unum og öðrum slíkum aðferðum ofbeldisflokka. Við þetta bætir svo blaðið fáránlegum lygum um það, að formaður Sjálfstæðisfiokksins hafi lýst yfir því að Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði að stjórna með ofbeldi og kúgun, afnema skoðana- frelsi ritfrelsi og málfrelsi, ef hann kæmist að völdum. Þá segir Alþýðublaðið enn, að í blöðum Sjálfstæðisflokksins hafi verið gerð sú krafa að þjóðin „losaði sig við Alþingi, svo fljótt sem unt um í þpssum efnum. Og blaöið hikar ekki við að gefa í skyn hverjar þær eru, með því að birta ofbeldiskröfur sínar. En þá fer skörin upp í bekk- inn, þegar Alþýðublaðið þykist byggja kröfur sínar um ofbeldi á því að rauðliðar ætli að vernda þingræðið(!) Þessi ofstopafulli minnihluta- flokkur, sem ver rangfengið þingvald sitt eins og slæg meri folald sitt, þykist geta falið of- beldisinnræii sitt. Slíkum öfugmælum verður ekki svarað nema með fyrir- litningu. Enda gefa hinar erlendu íyr- irmyndir ofbeldisflokkanna fyr- irmyndir þær, sem Alþýðuflokk urinn hefir tekið sjer, fullkomið tilefni til þess að meta einkia þau látalæti Alþýðuflokksins að hann hafi þingræðið efst í huga. Því, eins og fyr segir, svo ná- kvæmlega hugsar Alþýðublaðið sjer að þræða götur erlendra ofbeldismanna, að blaðið virðist þegar vera farið að velta fyrir sjer að Alþýðuflokksmenn ættu að kveikja í Alþingishúsinu, til þess að geta kent Sjálfstæðis- flokknum um alt saman. Það furðanlegasta af þessu öllu er það, hve Alþýðublaðið er berort um þessi mál, hve ótvíræðlega og opinskátt það gefur alþjóð manna til kynna, hverjar fyrirætlanir landsstjóm arinnar kunni að vera, gagnvart andstæðingum sínum, á ári því sem er að byrja. llppreisn i Albaníu. Einkafulltrúi konungs stjórnar uppreisn- inni og eru uppreisnarmenn vel búnir að vopnum. Þeir gefa konungi að sök að hann hafi verið of hlyntur ítölum. U væri Svo nákvæmlega stælir þessi íslenski ofbeld- isflokkur hinar erlendu fyrirmyndir, að hann gef- ur það í skyn, að Sjálfstæðismenn ætli að kveikja í Alþingishúsinu! Þar sem slík grein birtist í málgagni lands- stjórnarinnar, er full ástæða til að ætla, að hjer sje verið að boða þjóðinni fyrirætlanir lands- stjórnarinnar á hinu nýbyrjaða ári. Aþenuborg, 1. jan. FB. Fregnum ber ekki saman um hvað er að gerast í Albaníu, en víst er, að þar hefir verið tíð- indasamt um áramótin og að ástandið er alvarlegt. M. a. hafa borist hingað fregnir um það, að Bairachter, einkafulltrúi Zogos konungs hafi verið hand- tekinn, vegna byltingaáforma með því markmiði, að reka Zogo frá völdum. Aðrar fregn- ir herma, að Zogo konungur hafi ekki getað bælt niður upp- reisnartilraunina og Bairachter hafi ekki verið handtekinn. Her uppreistarmanna er f jölmennur, um 3000 manns, og vel vopnum búinn. Aðalbyltingin er sögð vera í Divrihjeraði, samkvæmt þessum fregnum, og er Bair- achter talinn höfuðleiðtogi upp- reisnarmanna. Sagt er, að lið konungs sje illa búið að vistum og óhagstætt veður hafi háð því í baráttunni gegn uppreisnar- mönnum. —■ Gremja uppreisn- armanha kvað byggjast á því, að Zogo hafi verið Itölum vin- veittur um of. (United Press). Þannig er þá nýjársboðskap- r rauðliða. Þetta er það sem jórnarfylkingin hefir að segja m áramótin. Þegar talað er um að til úr- ita hljóti að draga í vanda- álum þjóðarinnar í atvinnu- álum, í verslunarmálum, í ármálum, þá sjer Alþýðublað- ekki annað en úrslitabaráttu ir sem ofbeldi er beitt. Þarf ekki að eyða um það örgum orðum til skýringar. ví hjer er ekki annað á ferð- ni en fullkomin uppgjöf rauð- 5a í því að leysa vandamál íóðarinnar á sæmilegan, þing- eðislegan hátt. Alþýðublaðið skilur hvernig itandið er í landinu undir inni rauðu stjórn. Vaxandi erfiðleikar á öllum riðum. Vaxandi atvinnuleysi. axandi öngþveiti á sviði við- áftamála. Versnandi fjárhag- ; ríkis, atvinnurekenda til ávar og sveita og allrar al- /ðu manna. Alþýðublaðið skilur, að stjórn | arfylkingin getur ekki lengi staðist rjettmæta gagnrýni and- stæðinganna. Og því er þess ; krafist að gagnrýnin sje kæfð, með ofbeldi. Af því er þessi bægslagangur sprottinn. Hjer ætlar stjórnin, eftir því sem Alþýðublaðið segir, að hverfa frá vettvang röksemda, frá vettvang frelsis. Alþýðublaðið gerir kröfur um aðra úrlausn, önnur úrslit, aðr- ar aðferðir, aðferðir ofbeldis- og einræðisflokka; ofbeldi, og einræðisflokka. Geta má nærri, að blaðið ger- ir ekki þessa ,,kröfu“ til síns ' eigin flokks, til landsstjórnar- i innar, til sinna eigin manna, nema blaðið hafi hugmynd um, hvernig þeim kröfum verður tek | ið á hinum æðri stöðum. í Ganga má út frá því gefnu, ! að ritstjórn blaðsins viti, hvaða | ráðagerðir, og fyrirætlanir ! landsstjórnin hefir á prjónun- Fara samningar Frakka og Itala í strand? Laval Kættur við Rómaborgarförina. KAUPMANNAHÖFN I GÆR. EINKASKEYTI TIL MORGUNBLAÐSINS. Um helgina voru menn farnir að vonast eftir því, að Frakkar og ítalir næðu fullu samkomu- lagi sín á milli. En alt í einu hafa Vönir manna í því efni dofnað, ef ekki kulnað út. Það sem strandar á er þetta: Mussolini átti að falla frá kröfum sínum og Ungverja um það, að athuguð yrðu landa- r . mæri Júgóslafíu, með tilliti til | jyOSKOll Dr011111ir» þess, að komið gæti til mála, að landamærunum yrði breytt. En þegar til kom mun Musso- lini ekki hafa sjeð sjer fært að falla frá kröfum þessum. Eftir því að dæma hefir La- val um tvent að velja. Annað hvort að halda vináttu sinni við „Litla bandalagið“ og láta sjer minna um sambánd Frakka við ítali, ellegar þá að fórna vináttu Bandalagsins fyr- ir vináttuna við Itali. Ilann mun fresta Rómaför sinni fyrst um sinn. Páll. Osló, 2. jan. FB. Lýðskólinn í Namdal brann í fyrradag. Þarna var einhver stærsti búgarður í Namdal.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.