Morgunblaðið - 27.01.1935, Síða 4

Morgunblaðið - 27.01.1935, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudaginn 27- jan. 1935. Hljómsveit Reykjavíkur. Fimm hljómleikar í vændum, þar á meðal „Uraniakvöld", helgað Mozart, annað kvöld helgað Bach og Hánd- el og tveir nemenda hljómleikar. Samtal við dr. Franz Mixa. Það hefir verið hljótt um Hljóm sveit Reykjavíkur að undanförnu, en það er ekki því að kenna að hún hafi lagst í dá, heldur hefir hún verið að búa sig undir nýar framkvæmdir og aukin afrek. MorgunMaðið fór á fund dr. Mixa, stjórnanda hljómsveitarinn- ar til þess að fá vitneskju um hvað Hljómsveitin ætlaðist fyrir á þessu ári, og vaf þá auðvitað fyrsta spurningin hvað liði hljóm- leikunum, sem Reykvíkingar bíða með óþreyju, og hve marga hljóm- leika sveitin ætlar að halda á þessu ári. — Æfingar undir hljómle'ikana eru byrjaða r fyrir löngu, sagði dr. Mixa, og íýrstu hljómleikarnir munu verða haldnir um miðjan febrúar. — Hvers vegna byrja hljóm- leikarnir seinna á þessu ári en áður var venja ? — Það skal jeg segja yður. Á- stæðan er sú, að við höfum ráðið hingað ágætan „Holzbláser" frá Wien, en hann getur ekki komið hingað fyr en 3. febrúar, og auð- vitað vildum við hafa hann á fyrstu hljómleikunum. Hann heitir .Tohan Kriiger. Hefir hann lokið prófi með ágætis vitnisburði eft- ir 6 ára nám við „Wiener Alta- Dr. Franz Mixa. idemie fur Musik“. Eftir því sem kennari hans og námsbróðir minn, prófessor Leopold Wlach, hefir skrifað m.jer, getum við búist við að gera hljómieika okkar bæði fjölbreyttari og betri en áður, eft- ir komu þessa 'manns. — Hafið l)jer ákveðið hvað leikið verður á fyrstu hljómleik- unum ? — Já, það verða Mozart-hljóm- leikar, forleikur, klaverkonsert, einleikur á klarinet og symphonia, en auk þess á að sýna myndir úr lífi Mozarts og skýra þær á milli þess sem leikið er. Myndirnar eru frá „Wiener Ur- ania“. Þessi ágæta menningarstofn un liefir sýnt oss. þá velvild, að leggja mjer upp í hendur efni í fullkomið „Mozart-kvöld“. Slík kvöld eru sjerstaklega þekt í Wien og kölluð „Uraniakvöld“. Þar skiftast á mvndir, leiksýningar, söngur, hljómleikar á allskonar hljóðfæri, fyrirlestrar o. s. frv. Af ýmsum ástæðum getum vjer ekki, því miður, gert kvöldið svona fullkomið, en vjer gerum vort besta. Og þar sem oss hefir tek- ist að ná sambandi við þessa stofnun, vona .jeg að vjer getum seinna boðið Reykvíkingum upp á fullkomið „l/raniakvöld“. Hans Stephanek. — Hvað verða margir hljóm- Jeikar á þessu ári? ; — Þeir verða fimm eins og í fyrra. Aðrir hljómleikarnir vérða helgaðir Bach og Hándel í tilefni af 250 ára afmæli þessara meist- ara. Þar verður feikinn fiðlukon- sert og klaverkonsert fyrir 3 klayer; taka allir 4 lcennarar Tón- listarskólans og skólastjórinn þátt í þessum hljómleikum. Næstu 2 hljómleikar verða svo nemendahljómleikar. Á undan- förnum tveimur árum hafa Reyk- víkingar sýnt, að þeir hafa mikinn óhuga einmitt fyrir nemendahljóm leikiinum, enda er það ofur auð- skilið að fólk langi til að fylgj- ast með framförum hinna ungu listamannaefna frá ári til árs. — En hvenær verða svo sein- ustu ldjómleikarnir, þeir fimtu? — tt- miðjan maí. Þá verða leikin lög eftir ýmis tónskáld, og mun þá klarinettistinn Johan Krúger leika eitthvert „virtuosa- verk“ á hljóðfæri sitt. Vjer ætlum oss þann metnað að klykkja út á sem skemtilegastan hátt. — Verður sama fyrirkomulag á sölu aðgöngumiða og síðastliðinn vetur, þannig að selt verði fyrir- fram á alla fimm hljómleikana? — Já, það fyrirkomulag hefir gefist mjög vel. Síðastliðinn vet- ur seldist þannig mestur hluti að- göngumiðanna. Hljómsveitin á nú orðið hjer í bænum marga góða vini, sem fylgjast vilja með öjlu starfi hennar, og vilja fúslega kaupa aðgöngumiða á alla hljóm- leikana fyrirfram- Hljómsveitinni bætast árlega margir nýir kraftar, sem gera henni kleift að ráðast í veigameiri verkefni. Að þessu sinni vonum vjer að enginn telji því fje illa varið, sem þeir fórna hljómlistinni. Reykjavíkurbrjef. 26. janúar. S j ómannaver kf allið. Loksins eftir langa mæðu tókst það nú í vikunni að fá stjórnir sjómannafjelaganna hjer í Reykja vík og í Hafnarfirði til þess að halda fundi og ræða um það, hvort sjómenn vildu ganga að því, að hafa kaupgjald óbreytt í ár eins og það hefir verið undan- farin 5—6 ár. Þegar á fundinn kom hjer í Reykjavík hömuðust sósíalista- „broddarnir" eins og þeim var mögulegt, gegn því, að sjómenn samþyktu tilboð útgerðarmanna um óbreytt kaup. Átti það að vera minkun og smán fyrir fjelagið og sjómannastjettina í heild, ef vik- ið yrði frá kauphækkunarkröf- unni til handa hásetum á þeim togurum er flytja fisk, er aðrir veiða. Um kaup við fisk.veiðar er eng- inn ágreiningur, sem kunnugt er. Og hækkunarkrafan var, sem kunnugt er, borin fram og sam- þykt á mjög fámennum fundi í haust, þegar togarar flestir voru á veiðum eða við flutninga. Svo þeir fáu menn, sem þá voru í landi, og á sjómannafundinum, koma í raun og veru togarahá- setum heldur lítið við. Svo á það, eftir kokkabók sósí- alistabroddanna, að vera til mink- unar fyrir togaraháseta, að fylgja ekki samþ. er gerð var á fundi,þar sem þeir komu hvergi nærri. Og útgerðin á að stöðvast, fiskflutn- ingar að stöðvast og bjargræðis- vegir þjóðarinnar, af því að nokkr ir „landkrabbar“ í Sjómannafje- lagi Reykjavíkur hafa gert sam- þykt um kauphækkun á' þeim tíma, sem allir vita, að útgerðin er rekin með tapi. Af sjómannafundi. Á fundi þeim, sem Sjómannafje- lag Reykjavíkur helt, talaði Sig- ur.jón mest, formaður fjelagsins. Hann mintist á, að fjelagið ætti 90 þús. krónur í verkfallssjóði, þaðan gætu verkfallsmenn fengið styrk, ef á þyrfti að halda. 90 þúsund krónur, laglegur skild- ingur á éinum stað, en lítil stoð, þegar dreifa skal á 1000 manna, eða svo. Eða eru þau á þenna veg bjarg- ráð .rauðliða í atvinnuleysinu? Er það með kauphækkunum og verk- föllum sem rauða stjórnin ætlar að afnema atvinnuleysið, bæta fjárhag einstaklinga og þjóðar og borga skuldirnar? Það lítur helst út fyrir að svo sje. Sjómaður einn, sem fekk að segja nokkur orð á fundinum um daginn, ympraði á því, að ef landsstjórnin kærði sig um að jafna sjómannaverkfallið og koma • togurum út, þá myndi það vera henni í lófa lagið. Því mikið hefðu stjórnarblöðin. gumað af því, að landsstjórnin hefði yfir einni miljón að ráða, til þess að bæta fiskmarkað, og ljotta undir með útgerðinni. Það kæmi ekki stórt. skarð í miljón þessa, þó af henni væri tekið það fje, sem þyrfti til þess að hásetar á flutningatogurum fengju kröfum sínum fullnægt. Var og á mönnum að heyra, sem á fundinum voru, að líti'ð væri með markaðsleitarfje að gera, ef veiðiskipin yrðu í höfn þetta ár- ið. Kosniug í út- varpsráð. Samkvæmt hinum nýju lögum um rekstur útvarpsins eiga út- varpsnotendur að kjósa 3 menn í útvarpsráð, með hlutfallskosningu. Bendir alt til þess, eins og í pott- inn er búið, að kosning þessi verði pólitísk, og útvarpsnotendur greiði frambjóðendalistunum at kvæði eftir því í hvaða stjórn- málaflokki framb.jóðendur eru. Um framboð mun ekki vera full- ráðið enn. Utvarpsnotendaf jelög eru tvö hjer í bænum; og munu þau vafalaust bjóða fram sinn listann hvort þeirra. Sjálfstæðis- menn hafa yfirhöndina í öðru þessara fjelaga, en stjórnax-liðið hefir liitt fjelagið í sinni hencH. Listi er kominn fram með Pálma Hannessyni rektor sem fyrsta manni. En hvorugt fjelaganna styður þann lista. Vín og tóbak. Þá nálgast sá tími, að útsala byrjar á sterkum vínurn, og er bannófagnaðuxánn þá úr sögunni, eftir að hann hefir haft sín sið- spillandi áhrif á þjóðina í 20 ár. Hin sterku vín verða seld við því verði, að vafalaust dregur mjög úr notkun hinna svonefndu „Spánar‘í-vína. Þegar minst er á víninnflutn- ing getur maður ekki komist hjá því að láta hugann hvarfla til fjárha^s- og yerslunarástands þjóðarinnar. Erfiðleikar eru á' því, að fá gjaldeyri til þess að greiða með ýmsar nauðsynjar landsmanna, og öll viðskifti heft og hnept í fjötra. En tvær óhindraðar flóðgáttir innflutnings eru inn í landiS, tó- baks og víns, eins og ]>ær vöru- tegundir sjeu öllu nauðsynlegri. Og þetta er að því leyti rjett, að óhófseyðslunni í ríkisbúskapn- um verður ekki viðhaldið stund- inni lengur, ef tekjur þverra af tóbaki og víni. Svo illa hefir óstjórn undan- farinna ára leikið þjóðina, að hún er ekki ósvipuð óráðsíumanni, sein neitar sjer um, eða hefir ekki kjark til að gera sjer grein fyrir hvernig efnahagnum er komið — én heldur áfram á óheillabraut sinni, með þrálátri notkun víns og tóbaks. Mjólkin. Með margvíslegu móti reynir stjórnarliðið að niðra Reykjavík og gera bæjarbúum torvelt að reka atvinnu sína. Þrálát ofsókn þeii-ra í garð Reykvíkinga kem- ur fram því nær við hvert fót- mál á stjórnmálaferli þeirra. Eitt hið gleggsta dæmi eru af- stíifti stjórnarliðsins af mjólkur- flutningi til bæjarins og mjólkur- söl unni. . Mjólkurlögin voru til þess sett, að fx'-amleiðendur gætu .í‘eii<^.ð hærra verð fyrir afurðir sínar og neytendur fengju mjólkina lægra verði. Á þetta gátu menn orðið prýðilega sáttir, nema hvað vafi gat á því leikið, hvernig skifta ætti ágóðanum, hvort leggja ætti meira kapp á verðhækkun til bænda, eða verðlækkun. til neyt- enda. ♦ Á þeim útreiknixigi myndi vera eðlilegt að hafa hliðsjón af fram- leiðslukostnaði mjólkurinnar, því aldrei getur mjólkurframleiðsla verið í lagi, nema hún beri sig sem sjálfstæð atvinugrein. Nú hefir formaður Alþýðuflokks ins, Jón Baldvinsson, lýst því yfir í útvarpinu, hvernig þessi hags'- munaviðskifti milli framleiðenda og neytenda eigi fram að fara. Með hverri eyrishækkun á út- borguðu mjólkurverði til bænda, eigi neytendur að fá eyrislækkun á útsöluverði mjólkurinnar. Er líklegt að úr því það ér for- maður Al'þýðuflokksins, Jón Bald- vinsson, sem talar, að þá hafi liann gert samning um þessi helm- ingaskifti við hjáleigubændur Al- ])ýðuflokksins, þá Hriflunga,. Farganið. Fyrir fólk út á landsbygðinni er það erfitt að fylgjast með í öllu því þvargi, sem orðið hefir hjer í bænum útaf mjólkursölunni. En almenningur getur áttað sig á aðalatriðunum. Tveir af senaisveinum Hrifl- unga á Suðurlandi, sr. Sveinbjörn Högnason og Egill Thorarensen, kaupfjelagsstjóri í Sigtúnum, eru í mjólkursölunefnd og hafa þar völcl með Guðmundi R. Oddssyni forstjóra brauðgerðarhúss Alþýðu- flokksins. Þessir tveir sauðtryggu Hrifl- ungapiltar, Sveinbjörn og Egill, hafa frá öndverðu hugsað sjer, að gera mjólkursölunua svo afkára- lega, að óviðunandi sje fyrir bæj- arbúa. Þeir þykjast vera að vinna að „umbótaskipulagi" og bera hagsmuni bæntla fyrir brjósti, En iðja þeirra er fyrst og fremst sú, að gera Reykvíkingum sem erfið- ■ast fýrir. Útsending mjólkurinnar haga þeir eins og gert var hjer fyrir áratugum. síðan. Heimilin eru svift möguleikum til að fá ó- gerilsneydda mjólk. Ungbörn veikj ast af því að mæðurnar eru þving- aðar til að breyta um fæðu þeirra. Brauðgerðarhús Alþýðuflokks- ins og brauðgerðarhús, sem Fram- sóknarmenn hafa yfir að ráða, fá einkarjett til brauðsölu í mjólkur- búðum. Skilvísir kaupendur fá engan greiðslufrest við' mjólkurkaup. — Fátæk barnaheimili standa mjólk- urlaus ef eig'i fæst greiðsla út í liönd fyrir mjólkina. Bæjarbúar erp útilokaðir frá því að fá mjólk frá Korpúlfsstöðum, enda þótt hún liafi lxlotið almenna viðurkenningu fyrir sjérstök gæði. Alt er þehfa gert til þess að skaprauna Reykvíkingum og valda erfiðleikum fyrir húsmæður « ''

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.