Morgunblaðið - 16.02.1935, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.02.1935, Blaðsíða 3
LaugaYdaginn .16. febr. 1935. M 0 R G UNBLAÐIÐ ksmnr 3 mnm Fyrsts dagurion á Aiþingi. SkyxKdiloggf ðf Mfgreidd mvm Máleg^ 12 xnilf. Mröii^ láiia®- heimild li£aiad£i slfórzaioni. Guðsþjónusta. Alþmgi var sett í gær. 8ú athöfn hófst eins iog venja er tií með guðsþjómistu í dómkirkjunni. Síra Friðrik Hallgrímsson prjedikaði. Lagði hann út af textanum Matth. VII. 12.: „Jesús sagði: Alt sem þjer viljið, að aðrír menn gjöri yður, það skubið þjer og þeim gjöra“. Ræou HÍna byri.aði hann með þessum orðum: í dag kemur Alþingi saman. Þýðingarmikið samstarf kjör- inna fulltrúa þjóðarinnar er að hefjast. Hvernig verk þess lán- ast, hefir .áhrif til ,góðs og ills fyrir þjóðlífið alt og velfarnað ailra einstaklinga þjóðfjelags- ins . Síðan talað'i hann am það, að stjórnarfar landsins væri bygt á grundvellí lýðræðisins. En til þess að lýðrxeði gæti notið sín, þyrfti ábyrgðartilfinning ein- staklinga að vera þroskuð og vakandi. En til þess að halda ábyrgð- artilfinningunni vakandí hefir Frelsarinn gefið mannkyninu þessa gullvægu siðferðisreglu, sem ræðumaður lagði út af. Og hann vjek að stjórnmál- unum, og stjórnmálalífi lands- œs ,hverníg mönnum hætti til að láta ábyrgðartilfínning ekki segja til sín, þegar um væri aS .ræða meðferð opinberra eigna. Og hvemig, eins og hann sagði, að sjer fyndist stjórnmálamenn eiga það til, að snúa þessari hendingu við, eins og þeir gerðu sjer það að regju að gerða mönnum það, sem þeir vildu ekki að menn gerðu sjer. Að lokum talaði hann um hve mikils virði það væri fyrir hvera mann, að hugleíða jafnan hvaða hvatir ráða gerðum hans, að komast að raun um að þær væru jafnan af besta toga spunnar. Fyrir prjedikun var sunginn sálmurinn ,,Þú guð, ríkir hátt fyrir hverfleikans straum“, og eftir prjedikun „Faðir and- anna“. 1 sameinuðu þingi. Að lokinni guðsþjónustu komu þingmenn saman í neðri deildar sal Alþingis. Er þingmenn höfðu skipað sjer sæti, las forsætisráðherra Hermann Jónasson upp opið brjef konungs um setning Alþingis. Að því loknu bað hann þingmennina að minnast ættjarðarinnar og konungs og var það gert með ferföldu húrra. Þessu næst bað forsætisráð- herra aldursforseta þingsins, Sigfús Jónsson, 2. þm. Skag- firðinga að stýra fundi uns kosnirgs; forseta hefði farið fram. Minning Lárusar H. Bjamasonar. Aldursforseti mintist eins fyr verandi alþingismanns, er látist hafði síðan Alþingi kam síðast saman, Þ- e. Lárusar H. Bjama- sonar hæstarjettardómara. Er ;aldursforseti hafði farið nokkr- um orðum um Lárus H. Bjarna son risu þingmenn úr sætum sín. um til virðingar um hinn látna. Þessu næst var gefið 1-5 mín. fundarhlje, svo flokkarnir gætu tekið ákvörðun um kosningu forseta sameinaðs þings, því enn 'vantaði nokkra þingmenn. K.osmng forseta sameinaðs þings, Að loknu fundarhljeinu fór fram kosning forseta Sameinaðs Aiþingis og var Jón Baldvim&on kjörinn forseti með 24 atkv. (Framsoknar og sósialistum) ; Magnús Guðmundsson hlaut 16 atkv. &g 2 seðlar voru auðir. Fyrri varaforseti Sþ. var kjör inn Bjarni Ásgeirsson með 24 atkv.; Magnús Jónsson hlaut' 15 atkv. og einn seðill var auð- ur. — Annar varaförseti Sþ. var kjörinn Emil Jónsson með 24 atkv., en 16 skiluðu auðum seðl um. — Skrifarar Sþ. voru kosnir Jón A. Jónsson og Bjarni Bjarnason. Þar sem 7 þingmenn voni (ókomnir til þímgs, bjuggust menn alment við að fleira yrði ekki gert að þessu sinni. En þá kom í ljós að fjármálaráðherr- ann hafði í höndunum frum- varp um lántöku fyrir ríkis- sjóð. Svo mikið lá á afgreiðslu þessa frumvarps, að það þurfti nauðsynlega að verða að lögum þenna dag og símast út. En til þess að þetta gæti orðið, þurftu deildirnar að koma saman. Kosningar í deilum. Fóru því fram kosningar í deildum. Neðri deild. Forseti neðri deildar var kjör inn Jörundur Brynjólfsson með 15 atkv.; Gísli Sveinsson hlaut 8 atkv., en tveir seðlar voru auðir. Fyrri varaforseti var kjörinn Stefán Jóhann Stefánsson með 14 atkv.; Pjetur Ottesen hlaut 7 atkv., Jón Sigurðsson 1, Jón- as Guðmundsson 1 og einn seð- ill auður. Annar varaforseti var kjörinn Pál! Zophoníasson með 14 at- kv.; Jón Pálmason hlaut 7, M. Torfason 1 og einn seðill auður. Skrifarar voru kosnir Guð- hrandur fsberg og Jómas Guð- mundsson. Efri deild. Forseti efri deildar var kjör- inn Einar Árnason með 9 atkv.; Pjetur Magnússon hlaut 5 at- kvæði. Fyrri varaforseti var kjörinn Sigurjón Á. Ólafsson með*9 at- kvæðum. Annar varaforseti var kjör- inn Ingvar Pálmason. Skrifarar voru kosnir: Jón A. Jónsson og Pá!I Hermanns- aon Var því næst ákveðið að setja déildafundi raftur kl. 5 síðd. í Nö. og kl. 5(4 í Ed. Þar var tekið fyrír frumvarp Eysteins JÓnssonar fjármála- ráðherra um Lántöku fyrir ríkissjóð 1. gr. frv. hljóðar svo: „Ríkisstjórninni er heimilt að taka .handa ríkissjóði lán, alt að 11 miljónum og 750 þús. króná, éða jat’ngildi þeirra í er- lendri mynt“. 2. gr.: „Með lögum þessum eru úr gildi numin lög; nr. 19, ;9. jan. 1935, u.m lántöku fyrir ríkissjóð‘“. 3. gr.: „Lög þessi öðlast þeg- ar gildi“, Greinargerð frumvarpsins er svöhljóðandi: „Það hefir komið í ljós síðan á síðasta Alþingi, að Útvegs- banki íslands h.f. mun ekki komast hjá því að afla sjer fjár til þess að greiða upp 150 þús. sterlingspunda lán, sem hann ihefir nú í Hambros Bank Ltd„ London, og tekið var árið 1930 o,g 1931. Ríkissjóður er í ábyrgð fyrir lání þessu. Það er og nokkurnvegínn víst ,að erf- ítt verður fyrir bankann að fá lán til greiðslu framannefndrar fjárhæðar nema fyrir beina miiligöngu ríkissjóðs. M. a. af þessum ástæðum er í frumvarp inu lagt til, að í stað núgild- andi lánsheímildar fyrír ríkis- sjóð í iögum nr. 19 9. jan. 1935, verði samþykt önnur hærri með það fyrir augum, að ríkisstjórn in láni Útvegsbankanum fje af lánsfjárupphæðinni til þess að greiða framannefnt 150 þús. sterlingspunda lán hjá Ham- bros Bank. Þá er lánsheimildin og hækkuð til þess að hægt verði að taka í einu lagi lán til greiðslu á eldri lánum og hluta af láni því, sem heimilt er að taka samkv. lögum um fiski-, málanefnd 0. fl„ nr. 76 29. des. 1934, 13. gr. 3. mgr. Sú fjár- hæð, sem afgangs verður af láninu þegar greidd hafa verið eldri lán ríkissjóðs (sbr. þskj. 711 1934) og lán Útvegsbank- ans og kostnaðar við lántökuna telst því að sjálfsögðu til frá- dráttar þeirri lánsheimild. Heimildarlög um lántöku nr. 19 9. jan. 1935 eru úr gildi num ín, ef frumvarpið verður sam- þykt“. Þess skal getið, að lánsupp- hæðin í lögunum frá síðasta þingi var 7(4 milj. króna, svo upphæðin er nú hækkuð um rúmlega 4 milj. kr. Lántakan afgreidd með afbrigðum frá þing- sköpum Frumvarp þetta um lántöku fyrir ríkissjóð, var því næst tek ið til umræðu í Nd. Eysteiim f jármálaráðherra fylgdi því úr hlaði með stuttri ræðu, sem að mestu var upp- tekning á því,. er segir í grein- argerðinni. Ólafur Thors gat þess að fjármálaráðherra hefði þann 8. þ. m. snúið sjer til miðstjórnar Sjálfstæðisflokksins með þetta mál. Miðstjórnin hefði athugað málið og komist að þeirri nið- ur stöðu, að þar sem hjer væri aðeins um að ræða sumpart lánsheimild, er síðasta Alþingi samþykti einróma og sumpat verið að breyta eldra láni Út- vegsbankans, sem ríkið stæði í ábyrgð fyrir, en bankinn gæti ekki greitt, og þar sem enn- fremur fyrir lægi yfirlýsing ráð herra um það, að það sem hið nýja lán færi fram úr þessu hvorttveggja, yrði það látið ganga upp í aðra lánsheimild (lög um fishimálanefnd), þá sæi miðstjórnin eigi ástæðu til að standa í vegi fyrir þessari iánsheimiid og myndi stuðla að því, að frumvarpið næði fram að ganga. Hjeðinn Vaid. flutti þá breyt- ingartillögu við frumvarpið, að 2. gr. yrði feid burtu. Kvað hann ástæðuna fyrir brtt. vera þá, að það væri erfiðleikum bundið að fá lán erlendis ef nokkuð annað stæði í lögunum en lánsheimiidin. Myndi því rjettara að flytja sjerstakt frum varp um afnám heimildarlag- anna frá síðasta þingi, Ólafur Thors kvaðst vera andvígur brtt. H. V„ en myndi þó ekki setja sig á móti fram- gangi málsins ef fjármálaráð- herra gæfi yfirlýsíngu um það, að frumvarp um afnám fyrri lánsheimildarinnar yrði afgreitt með afbrigðum á mánudag. Því lofaði ráðherra og var brtt. H. V. samþykt. Flaug frumvarpið því næst gegn um Nd. með afbrigðum frá þingsköpum. Sömu meðferð fekk það svo í Ed. og var samþykt sem lög frá Alþingi. Þjóðverjar fallast á loftvarnaeáttmála Breta og Frakka. Berlín, 15. febr. FB. Svar þýsku ríkisstjórnarinnar við orðsendingu Frakka og Breta um samkomulagið á Lundúnafundinum var birt í dag, bæði í London og París. Tekur þýska ríkisstjórnin til- lögunum mjög vinsamlega og felst á það í grundvallaratrið- um að gerður verði loftvarna- sáttmáli, eins og Bretar og Frakkar hafa stungið upp • á. Kveðst þýska ríkisstjórnin munu athuga gaumgæfilega allar tillögurnar og leggur sjer staka áherslu á, að hún m-uni taka til athugunar hvað unt verði að gera til þess að koma í veg fyrir þá hættu, sem leiði af vígbúnaðarkepni þjóða milli. (United Press). Steady, danska flutningaskipið, sem tekið hefir hjer bátafisk til útflutnings kom í gær. Ýmislegt tíl íielgarínnar. Lúðuriklingur. Harðfiskur. Smjör. ítalskir ostar. Cr. Cracker. Sardínur, 45 aura dósin. Knekkbrauð. Egg- Epli. Bananar. Sítrónur, góðar. 15 appelsínur, 1 krónu. Marmelade. Hangikjötið. Silvokaffi. Gaffalbitar. Kjötbúðingur. Döðlur í pk. Fíkjur í pk. Hnetur, ódýrar. Konfektrúsínur. Likörar. Asparges. Sand. Spread . Asíur. líauðbeðu r. Nestlés Átsúkkulaði. Sælgæti, ítalskt, íslenskt. Mnnið ódýra sykurinn. lCílHírt/aldi, Aðalstræti 10, Laugayeg 43, Vesturgötu 48, Laugaveg 82. af fiallorðiiii f je, 40 og 50 anra Eínníg vænt í [Dilkakföí. Salt kf «1, c. | V sem að alHr lofaj— og nýkomlð |'g r æ liin e ( i. ffiit I ifiskmetísgetiin. Grettísgötn 64, Símar 2667 og 4467. 15 góðar áppeldnnr fyrir 1 krónu. Deiicious Epli 1 króna Vi kg. Bananar. Sítrónur. Munið eftir ódýra kjötinu. HarSfiskur ágætur. JÓKBSSOK3, Vesturg. 27. Sími 3504.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.