Morgunblaðið - 16.02.1935, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 16.02.1935, Blaðsíða 5
láttgardaginn 16. febr. 1935, MORGUNBLAÐIÐ Detblef Thomsen. fjcverandi kon§úll. Hann andaðist í Kaup- mannahöfn 12. þ. m., á 68. ald- aursári. Er þar fallinn frá þjóð- lcunnur maður, er mikla trygð bar til lands vors alla æfi, enda ,af íslensku bergi brotinn og um langt skeið einn athafnamesti borgari þessa bæjarfjelags, er á margari hátt setti sinn svip á höfuðstað vorn um og eftir .aldamótin síðustu. Dethlef Thomsen bar nafn afa síns, er varð verslunarstjóri í Keflavík 1827, en fluttist til Reykjavíkur 1837, og fór þá að .versla sjálfur, fyrst í Austur- stræti, en síðan í Hafnarstræti <og bygði húsið við Lækjartorg, sem enn stendur, þótt síðar væri bygt við það og ofan á það. Hann var ættaður frá Suður- Jótlandi og höfðu forfeður hans ,frá 1760 verið riðnir við versl- un á Islandi. Hann kvæntist Gythe Lever, er var dönsk í föðurætt, en átti íslenska móð- < ur.Sonur þeirra var Hans Theo- dor August Thomsen. Hann var fæddur 1 Keflavík árið 1834 og ■'ólst upp hjer heima, nema þann tíma, sem hann gekk í skóla 1 Kaupmannahöfn. Ungur, aðeins 23 ára að aldri, tók hann við versluninni í Reykjavík eftir föður sinn, er druknaði á póst- skipinu undir Svörtuloftum 1857. Stækkaði verslunin ár frá ári undir stjóm H. Th. A. Thomsens, enda fjekk mikið orð á sig fyrir vönduð og áreið- anleg viðskifti. Var Thomsen með rjettu talinn prýði stjettar sinnar vegna mikilla mann- kosta, en svo var hugur hans tengdur Islandi, að bein sín vildi hann láta liggja í íslenskri mold og er leiði hans í Reykja- víkur kirkjugarði. Hann andað- ist í Kaupmannahöfn 8. febrú- . ar 1899. Kona hans, Christine ‘ .Thomsen, var einnig af suður- jóskum ættum, göfug kona og mikilhæf, manni sínum sam- hent í öllu góðu. Hún lifði til 1917. Heimili þeirra var ann- . álað fyrir gestrisni; nutu marg- ir íslendingar þar mikils góðs, - ekki síst íslenskir stúdéntar í Kaupmannahöfn. Mun sá, er ; þetta ritar, aldrei gleyma því . ágæta heimili, gestrisni þess og . göfugmensku og þeim glaðværa -og heilbrigða anda, er þar var rríkjandi. Á þessu ágæta heimili ólst Dethlef Thomsen upp. — Var hann fæddur í Reykjavík 24. júlí 1867, en fluttist með for- eldrum sínum til Kaupmanna- hafnar fjögra ára gamall. Gekk hann þar í mentaskóla og tók fjórðabekkjarpróf 1883, en var stundum hjer heima á sumrum, sjer til mikillar ánægju. Hjer heima var hann fermdur 1882, en árin 1883—1885 var hann á Eyrarbakka hjá Guðmundi Thorgrímsen verslunarstjóra, til þess að kynnast sem best ís- lenskum verslunarháttum. Síð- an vann hann við verslun föð- ur síns, nema árin 1888—1889, er hann dvaldi í Þýskalandi og Englandi, til þess að læra mál og kynnast verslunarháttum | þessara landa. Síðar, á árunum Dethlef Thomsen. 1893—94, ferðaðist hann til Spánar og Portúgals, Frakk- lands og Italíu og víðar. Kynti hann sjer margt á ferðum þess- um, þó sjerstaklega alt, er varðaði sölu á íslenskum af- urðum. Ritaði hann síðan í ,,Andvara“ ítarlega skýrslu um þessa ferð sína og um mark- aðshorfur fyrir íslenskar af- urðir. Varð hann ári síðar, árið 1895, meðeigandi föður síns að verslun hans, 1896—97 kjörinn forstjóri ,,Hinnar íslensku eimskipaútgerðar“, en við and- lát föður síns, 1899, tók hann til fulls við verslun feðra sinna. Þá hófst hið framkvæmdaríka tímabil í æfi hans. Eins og sjá má af því, er þegar hefir verið sagt, var Dethlef Thomsen vel undir það búinn, er hann rúmlega þrí- tugur að aldri tók við forstöðu hinnar stóru verslunar föður síns. Beið hans þar mikið starf og víðtækt. En hann var stór- huga og ljet sjer ekki nægja, að halda öllu í sama horfinu, heldur skifti versluninni í deild ir eftir erlendri fyrirmynd og gerði hana að „Thomsens magasíni“. Skal hjer ekki farið út í það að lýsa fyrirkomulag- inu á þessari stóru verslun. Það eitt skal tekið fram, að árið 1907, þegar verslunin átti 70 ára afmæli, voru deildirnar orðnar 20, en 126 menn höfðu þar þá fasta atvinnu. Þeim, sem nánar vilja kynna sjer þetta, má vísa tli greinar í 1. blaði „Óðins“ 1907, með mörgum myndum. öllum má vera ljóst, hvílíkt feikna starf það hafi verið, að stjórna þessari umfangsmiklu verslun. En eigandi hennar gaf sig þó að mörgu öðru, enda var hann starfsmaður mikill. Árið 1896 varð hann þýskur konsúll og gegndi þeim störfum eftir það, meðan hann dvaldi hjer á landi. Einnig tók hann mik- inn þátt í fjelagslífi þessa bæj- ar og stuðlaði að margvíslegum framkvæmdum. Hlóðust þannig á hann ár frá ári fleiri og fleiri störf, uns hann á stríðsárunum seldi verslun sína og fluttist 1915 til Kaupmannahafnar, þar sem hann var búsettur og hafði starfsemi sína það sem eftir var æfinnar. . Dethlef Thomsen kvæntist 1898 Ágústu Hallgrímsdóttur, biskups Sveinssonar, er lifir mann sinn. Synir þeirra eru Hallgrímur Thomsen, lögfræð- ingur í Kaupmannahöfn, og Knud Thomsen, kaupmaður í Reykjavík. Það sem mest einkendi Thomsen konsúl var annars vegar framsækni hans, en hins vegar fjelagslyndi. Framsækni kom þegar fram hjá honum ungum, og gátu vin- ir hans snemma orðið þess var- ir, að hann hugði á endurbætur og framfarir í sem flestum greinum. Áræði átti hann í rík- um mæli og var ávalt fús á að reyna nýjar leiðir. Þetta kom best í ljós, er hann fór að breyta öllu fyrirkomulagi versl- unar sinnar. Skorti þar hvorki hugkvæmni, dugnað nje áræði. Um hitt skal ekki dæmt, hvort allar breytingar hans hafi verið tímabærar, eins og þá var á- statt hjer á landi. En framsæk- inn hugur hans fekst við fleira en verslun og mentun íslenskr- ar verslunarstjettar, sem hann hafði mikinn áhuga á. Hann beindist að margvíslegum fje- lagsmálum og sýndi Thómsen oft rausn mikla, er hann vildi koma einhverju í framkvæmd. Má þar t. d. nefna strand- mannaskýlið á Skeiðarársandi, sem hann kostaði að öllu leyti úr sínum vasa. Eitt árið varð það til þess að bjarga þrettán mannslífum. Fjelagslyndi Thomsens birt- ist í mörgum myndum, í þátt- töku hans í fjelagslífi alment og allri umbótalöngun hans, en þó ef til vill fegurst í gestrisni hans og greiðvikni. Þau hjón voru gestrisin með afbrigðum; kom það bæði fram gagnvart vinum þeirra, er þau ávalt sýndu hið mesta trygglyndi, en einnig gagnvart fjölda manns annara. Mun margur landi vor, er dvalið hefir í Danmörku, minnast gestrisni þeirra, ekki síst íslenskir stúdentar. Þá munu þeir ekki heldur vera fá- ir, sem minnast greiðvikni hans og hjálpsemi á margvíslegan hátt. Thomsen kaupmaður var ör í lund, eins og fleiri ættmenn haris, en einnig höfðingi í lund, eins og þeir. Enda hafði hann af miklu að miðla um langt skeið æfi sinnar. En síðustu ár- in varð hann fyrir miklum ó- höppum og fór þá að þrengjast um fjárhag hans. — En ekki heyrðist neinn kveifaralegur barlómur út af því. Þvert á móti. Hann tók þeirri breyt- ingu með karlmenskulund og gladdist yfir því, sem lífið hafði veitf honum. I „Dansk-islandsk Samfunds Aarbog 1934“ birtist all-löng grein eftir hann, er hann nefn- ir: „En gammel islandsk Köb- mands Erindringer“. Þar tekur hann sjer í niðurlagi greinar- innar orð skáldsins Drach- manns í munn: „Og selv om jeg satte min Skude paa Land, saa var det dog herligt at fare“. 14. febrúar 1935. S. P. Sívertsen. Kirk)umál Reykvíkinga. Síðustu áratugina hefir verið gjörð ný skipun á flestum málum Reykjavíkurbæjar, enda hefir í- búatalan margfaldast og bærinn vaxið upp úr öllum barnsfötunum, Kirkjumálin hafa þó að þessu mestmegnis orðið útundan og seg- ir sig sjálft að fyrirkomulag þeirra lilýtur að verða orðið úrelt og jafnvel óhæft. 1 nágrannalöndum vorum, eink- um Danmörku, þar sem bæirnir uxu fyr en hjer, hafa þessi mál verið mikið upp á téningnum síð- an fyrir aldamótin síðustu, og má segja að það sje einróma álit þeirra, er dómbærir eru í þess- um efnum, að ekki megi minna vera en að bæjunum sje skift í sóknir, er telji ekki meira en 10.000 manns hver og sjeu tveir þjónandi prestar í hverri slíkri sókn, Yerði sóknirnar fólksfleiri og prestarnir færri, geti prestarnir eigi rækt köllun sína á viðunandi hátt fyrir sig sjálfa og söfnuðinn. Og felst jeg fyrir mitt leyti al- gjörlega á þá skoðun. Árið 1909 var skipaður annar prestur“ við dómkirkjuna samkv. lögum frá 1907. Eru þá taldir 3470 manns á kjörskrá þjóðkirkju- safnaðarins og um 8000 manns alls í söfnuðinum, (samkv. Nýju kirkjublaði) og var því mjög hæfi- legt að ætla tveim prestum þjón- ustu þessa safnaðar þá. Má líjca minnast þess að fríkirkjan hafði þá starfað síðan fyrir aldamót, og ljetti eflaust fremur þá sem nú undir meS dómkirkjuprestunum, þar sem raunar aldrei hefir verið um neinn kenningarmismun að ræða, að því er snertir þessa söfn- uði, heldur eingöngu um formsat- riði. Síðan 1909 hefir bærinn vaxið miklu meira en allar hinar fyrri aldir. Árið 1930 er íbíiatalan 28.052 manns. Nú þegar víst um 30.000. Mættu því ekki vera færri en þrjár sóknir og 6 prestar nú í Reykjavík, enda er það vitanlegt, að þrátt fyrir landskunnugt ágæti og dugnað þeirra þriggja presta, sem þar eru nú, þá eru þeir langt um ofhlaðnir störfum. Ymsir hafa þegar hreyft þessu máli, og einkum lagt til að reist sje stór og fögur kirkja (Hall- grímskirja), sem þegar er víst búið að safna einhverju fje til. Ekki er jeg á móti þeirri hugmynd út af fyrir sig. En jeg vil fyrst og fremst að við tökum hjer hið víð- fræga „kirkjumál Kaupmanna- hafnar“ (Köbenhavn kirkesag) oss til fyrirmyndar, eins og frændur vorir Norðmenn og Svíar hafa gjört fyrir löngu. Yið erum ekki óvanir því að sækja ýmislegt til Dana þann dag í dag, og því ekki úr vegi að grípa þá til mestu fyrir myndanna. Það á þegar að hefjast handa. Byrja má á því að fá áhuga- menn til að starfa að kirkju og kristnimálum í úthverfum bæjar- ins, svo sem Sogamýri og Vestur- bænum með Seltjarnanesi. Á að reisa þar bráðabirgðarkirkju eða samkomuhús, sem messað er í á öllum helgum dögum, haldnir sunnudagaskólar o. s. frv. og um leið lagður grundvöllurinn undir nýja sóknarskipun. Því það er ekki endilega þörf á að nýju sókn- 5 ' irnar komisf undireips á fót. Hitt getur vel verið kagkvæmara að hinir 3, nýju prestar (færri mega þeir ekki vera) verði í fyrstu einskonar hjálparmenn dómkirkju- prestanna, uns myndaður er áhuga samur söfnuður í hinum fyrirhug- uðu sóknarhverfum, er getur áð mestu af eigin ramleik reist hinar nýju kirkjur og sjeð um viðhald þeirra. Mættu því dómkirkjuprest- arnir ásamt viðkomandi safnaðar- hlutum, eða áhugamönnum innan þeirra, að mestu ráðið vali þessara presta fyrst í stað. Þetta getur þegar komist á. Hjer þarf ekki að vera um önn- ur útgjöld að ræða fyrir hið op- inbera en laun prestanna. Ef við- komandi safnaðarhlutar fást eigi þegar til að reisa bráðabirgða- kirkjurnar eða samkomuhúsin með almennum samskotum, hlýtur að mega leigja eða koma upp slík- um fundarsölum fyrir fje, er feng- ist með frjálsum gjöfum þar og annarsstaðar, ef áhugamenn eru hjer að verki. Upphæðirnar verða svo lágar ef kröfunum er stilt í ■ hóf. Ríkið hefir, svo sölsað undir sig kirkjueignirnar, og þar að auki fækkað svo prestunum á síðari árum, að jeg vil' ekki þurfa að ætla að það skeiti um þessa „prestafjölgun“. En er til kæmi stæðu samt tvær leiðir opnar. Önn- ur þjóðráðið gamla að fækka prestunum enn um þrjá út á lands bygðinni (Ef þau þá veitast öll „auðu“ prestaköllin). Hin að slík- ur áhugi yrði vakinn, að þarna mynduðust nýir „fríkirkjusöfn- uðir“. Jeg geri ráð fyrir að andstæð ingar kirkju og kristindóms geri hróp að þessum tillögum. Telji kirkjurnar þegar of margar. En raunar kemur þeim málið ekki við. Hjer eins og annarsstaðar þar sem sakir standa eins, er um að gera, að þeir, er styðja kirkju og krisV indóm og kjósa sigur hans, skilji að þetta er lífsspursmál í sam- bandi við kirkjumál Reykjavíkur. Og ef þeir vilja geta þeir komið því fram. Jeg ætla ekki að fara að telja upp allar þær ástæður, er mæla með því, að hafist sje handa í þá átt, sem hjer er bent til. Jeg er aðeins að reyna að hefja upp merki, sem jeg vona að verði síðan haldið á lofti fram til sigurs. G. * Vftldft §já krókódllatár. Fyrii' skömmu vildi það til í dýragarðinum í Lundúnaborg, að maður kastaði alt í einu táragas- bombu þangað sem krókódílarnir voru. Þetta vakti mikinn usla meðal gestanna í garðinum, því að það hafði þau áhrif, að fólkið sem var þarna nálægt fór þegar að gráta. En aftur á móti fekk tára- gasið ekkert á krókódílana. Lögreglan tók manninn með táragasið þegar fastan. Hann sagði frá því, að hann hefði í mörg ár heimsótt krókódílana. Heitasta ósk sín væri að sjá hin frægu krókódílatár. En það hefði honum aldrei lilotnast. Þess vegna hefði hann gripið til þéssa bragðs me& táragasið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.