Morgunblaðið - 09.03.1935, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 09.03.1935, Qupperneq 5
Langardaginn 9. mars 1935. MORGUNBLAÐIÐ 5 ^rægur iþróttamaður ikominn hingað. Albert Larsen 99 ■ Sleggjudómar Alþýðumanniins '*■ Jssb «6 hlaupari. Nú fyrlr nokkru kom hingað ’danski íþróttamaðurinn Albert Larsen ásamt frú sinni, og ætla il>au að dvelja hjer um tíma. Albert Larsen. Albert Larsen 'hefir um ^Jangt .skeið verið éinn af bestu hlaupurum Norðurlanda, aðal- dega á vegalengdunum 800 og 1500 metrum. Árið 1923 varð hann í fyrsta ;skifti danskur meistari í 1500 metra hlaupi, en 17 sinnum hefir hann alls orðið meistari. ■ 8 sinnum í 1500 m. hlaupi; 7 sinnum í 800 m. hlaupi og 2 ■ sinnum í 400 m. hlaupi. Besti tími Albert Larsen í ^400 m. hl. er 50,5 sek., í 800 m. hlaupi 1,56 sek., og í 1500 m. hlaupi 3,59,2 sek. Þessar rtölur set jeg hjer bæði til að sýna hve góðum árangri má ná með skynsamlegri þjálfun °S einnig sem fordæmi fyrir íslenska íþróttamenn til eftir- breytni, að hætta ekki við fyrsta unnið meistarastig, en reyna stöðugt að fullkomna sig í íþröttmni og halda áfram með fjelögum sínum að settu marki. Albert Larsen hefir verið ;fjelagi sínu „Köbenhavns Idrætsforening“ ómetanlegur hraftur og á vonandi eftir að "Vera það lengi ennþá. Þá hefir hann mörgum sinn- um keppt fyrir land sitt er- lendis og oft borið glæsilegan sigur úr býtum. Þó Albert Lar- sen hafi tekið eins mikinn þátt 1 kappleikum eins og raun ber vitni um, þá hefir það aldrei verið aðaltakmark hans við íþróttaæfingar, heldur hitt, að hann hefir manna best skilið gildi íþróttanna og þann heilsu gjafa, sem íþróttir geta verið fyrir þá, sem þær iðka á rjett- an hátt. Jeg vil óska að Albert Lar- sen og frú hans megi njóta þess tíma sem best, sem þau 'dvelja hjer og þau fari heim Bieð góðar endurminningar frá •för sinni til landsins. Jón Kaldal. 4. tbl. „Alþýðumannsins" þ. á. frá Akureyri barst upp í hendurnar á mjer. Feitletruð fyrirsögn: „Átök um mjólkur- söluna í Reykjavík“ o. s. frv., blasti við mér á fremstu síðu blaðsins. Jeg fór að lesa, og þótt jeg ætli mjer ekki að elta ólar við ritsmíð þessa, eða svara henni rækilega, þykir mjer rjett að gera hana lítilsháttar að umtalsefni. Auðsjáanlega er greinarhöf. sárreiður út af samtökunum vegna mjólkursölumálsins og ber mjög á ókunnugleika og skilningsleysi höf. á þeim raun- verulegu ástæðum, sem fyrir lágu í málinu; hann gerir sem allra minst úr misfellunum á mjólkursölunni, er hann telur áð hafi verið full-lagfærð þeg- ar á þriðja degi eftir að sam- salan hófst. Það eru vitanlega of mörg vitni hjer í bænum um það „á- gæta lag“, á samsölunni, er greinarhöf. talar um, svo að um það atriði er ekki eyðandi orð- um, allra síst við jafn-ókunn- ugan mann málavöxtum, eins og þessi talsmaður mjólkursöl- unnar virðist vera. Þá fer hann álíka sönnum og viturlegum orðum um útvarps- umræðurnar um mjólkurmálið, sem margir muna, nógu margir til þess að vita með vissu að þar fer „Alþýðumaðurinn“ með hreinar og beinar staðleysur, er furðu gegnir að skuli vera birtar á prenti. Því er sem sje haldið fram, og að því er virð- ist, í alvöru, að áður en mjólk- ursamsalan tók til starfa, hafi mjólkursölumál Reykjavíkur verið í megnasta ólagi. Jeg hefi gaman af að lofa lesendum mínum að sjá með eigin augum þessa visku blaðs- ins. Hún er svona orðrjett: „Þá (þ. e. áður en samsalan hófst) voru fátæklingarrfir látn ir sækja mjólkina í mjólkur- búðirnar sjálfir og greiða hana um leið. Heim til efnamann- anna var mjólkin send endur- gjaldslaust, þeim lánuð hún um lengri tíma, og ofan á þetta fengu þeir svo mjólkina með miklum afslætti. Gekk þetta svo langt, að um 60 aura af- slátt var stundum að ræða á einum rjómalíter. Þessi fríð- indi varð almenningur í Reykja vík að borga í óheyrilega háu mjólkurverði, en hins vegar fengu bændurnir óheyrilega lágt verð fyrir mjólkina. Mjólk ursalan svifti „höfðingjana“ þessum fríðindum. Nú er mjólk in send heim, jafnt til fátækra og ríkra, og allir verða að borga hana um leið. Þessu vill bur- geisaliðið ekki una“. Hvernig líst mönnum svo á ,,sannleikann“, sem hjer er sagður? Líklega hefir greinarhöf. komist að þessari niðurstöðu út af kröfum húsmæðra hjer í bænum, um að mjólkurkaup- endum væri gefinn lítilsháttar gjaldfrestur á mjólkinni, þar sem þess væri þörf, þótt sú krafa sje vissulega í fullu sam- ræmi við undanfarna venju og víðskifti manna í brauða- og mjólkurbúðum. Eins og menn rekur og minni til, notaði síra Sveinbjöm í mjólkurræðu sinni í útvarpið þessa kröfu húsmæðranna, eins og nokkurs konar Grýlu á bænd ur, — hræddi þá á því að Reykjavíkurbúar ætluðu sjer á þennan hátt að sölsa undir sig fjármuni þeirra, fer því að von- um að „einfaldir menn í sínu hjarta“ leggi trúnað á slíkar kenningar, ekki síst af prests- vörum, og virðist mjer því vor- kunnarmál þótt greinarhöf í Alþýðumanninum verði sú skyssa á. Jeg býst við að það sje þýð- ingarlítið að reyna til að skýra það fyrir honum, að t. d. fá- tækum verkamönnum, sem fá kaup sitt greitt eftir á, kæmi það betur að eiga kost á að borga mjólkurreikninginn sinn vikulega eins og viðgengst hjer og líklega víða annars staðar, án þess að truflun valdi í við- skiftunum. Greinarhöf. lætur sem að mjólk hafi eigi verið heimsend endurgjaldslaust, öðrum en efnafólki. Kunnugir vita að/ þetta er algerlega rangt. Mjólkin var send öllum jafnt, þeim er þess óskuðu, og höfðu ekki ástæður til að sækja hana sjálfir, og það var einmitt eitt af því, sem fólki brá mest við, eftir að sam salan tók við, hvað heimsend- ing mjólkur gekk seint og illa. Þvaður greinarhöf. um af- slátt á mjólkurverðinu til efna- manna, afslátt, sem fátækur al- menningur í Reykjavík hafi svo orðið að borga með óheyrilega háu mjólkurverði, er ekkert annað en illgirnislegur þvætt- ingur, sem staðreyndirnar koll- varpa með öllu. Það er afsak- anlegt að greinarhöf í Alþýðu- manninum, sje ókunnugur mjólkurmálum Reykjavíkur, að fornu og nýju, en hitt er óaf- sakanlegt, að hlaupa í blöðin með ósannindi eins og þessi. Greinarhöf. kveður upp þann dóm að mjólkursamsalan í Reykjavík sje í „ágætu lagi“. Hvað kallar hann „ágætt lag“? Er það „ágætt lag“ að ný- mjólk (ógerilsneydd) er því sem næst ófáanleg í mjólkur- búðum samsölunnar, og alls ó- fáanleg nema gegn læknisvott- orðum, sem stundum koma þó jafnvel ekki að gagni. Máli mínu til sönnunar get jeg nefnt nýtt dæmi úr daglegu lífi hjer í bænum. Veikindi koma upp á mann- mörgu heimili. Heimilismenn leggjast í rúmið hver af öðrum. Sjúklingarnir biðja um mjólk. Ekki gerilsneyddan samhell- ing með blikkbragði, heldur bragðgóða nýmjólk, ómengaða eins og hún kemur úr kýrspen- anum. Húsmóðirin sendir til læknis eftir vottorði, sendir það í mjólkurbúð, en fær það svar að vottorð verði að koma dag- inn áður en mjólkin. sje af- greidd. Sjúklingar með háan hita verða þá að bíða eftir dropan- um heilan sólarhring! Daginn eftir er aftur sent til þess að vitja mjólkurinnar. En hún er ókomin. Líður enn góð stund, þá er farið í þriðja sinn að vitja um nýmjólkursopa handa sjúklingunum, en mjólk- in er því miður ekki komin í búðina og mjólkurkannan er borin tóm heim aftur og þar við sat. Segi menn svo að þetta sje „ágætt lag“! Greinarhöf. minnist á „verstu íhaldskonurnar", sem sjer til ,,hugarhægðar“ og „afþreying- ar“ sjeu að „káka“ við að stofna húsmæðrafjelag, sem reyndar engir gangi í nema nokkrar „fínar frúr“, sem „þyk ir sæmd sinni misboðið með því að verða „að greiða sama verð fyrir mjólkina, eins og óbreytt- ar alþýðukonur“. Þessi fáránlegi samsetningur er ekki svaraverður. Hann er sýnishorn þess innrætis, er sífelt reyndir til að ala á öfund og sundurlyndi manna á milli, og mun „Alþýðumanninum" síst of gott að gera það sjálfum sjer til ,,hugarhægðar“. Jeg skil það vel að greinar- höf. gremjist að stofnun hús- mæðrafjelagsins gekk vel. Til þess að gefa honum ofurlitla hugmynd um fjelagsskapinn, skal honum tjáð, að á stofn- skrá fjelagsins rituðu hátt á 5. hundrað konur nöfn sín. Síðan hafa margar konur bæst í hóp- inn, og nú mun Húsmæðrafje- lag Reykjavíkur vera eitt hið fjölmennasta kvenfjelag lands- ins. — Loks kemst greinarhöf. að þeirri niðurstöðu að deilan út af mjólkursölunni hjer í Reykja vík sje alþjóðarmál! Og ætlar hann að telja mönnum trú um að „samfylkingin“ í Reykjavík (sjálfsagt fyrst og fremst hús- mæðrafjelagið) sje að gera til- raun til að brjóta á bak aftur „bjargráðastofnanir“ stjómar- innar! Getur öllu broslegri staðhæf ingu en þetta? Setjum svo að mjólkursölu- lögin hafi verið sett bændum til bjargráða, — og því hefir enginn neitað, — að hvaða gagni verður þó sá góði til- gangur góðra laga, ef að þeir menn, sem settir eru til þess að beita lögunum — framkvæma þau, gera það á þann hátt, að afleiðingin verður bæði fram- leiðendum og neytendum til tjóns? En það er einmitt þetta sem hjer hefir skeð — þess vegna og þess eins risu hús- mæður í Reykjavík öndverðar gegn ólagi og fráleitri tilhög- un á framkvæmd mjólkursölu- laganna, því er það sönnu nær að húsmæður í Reykjavík hafi bundist samtökum til stuðnings bjargráðamáli bænda, einu hinu stærsta, því að mjólkurmark- aðurinn í Reykjavík er enginn smáræðis liður í viðskiftum bændanna á verðjöfnunarsvæði — Reykjavíkur og Hafnarfjarðar. Kröfur húsmæðra í mjólkur- málinu eru engu síður miðaðar við hagsmuni bændanna sjálfra heldur en hagsmuni heimil- anna. Bændur sjá það, og við- urkenna það. Lögmáli heilbrigðra viðskifta er haggað, sje fyrir borð bor- inn eða hallað rjetti annars hvors hinna óaðskiljanlegu að- ilja — framleiðanda og neyt- anda. Afleiðing þess verða stirð og óhagstæð viðskifti, öllum til stórhnekkis. Þetta var húsmæðr um ljóst. Fyrir því báru þær fram umkvartanir og óskir, sem allar beindust í þá átt að lagfæra ágalla, sem fyrirsjáan- lega urðu þess valdandi að mjólkursala færi þverrandi. En óskirnar voru að engu hafðar, og húsmæður urðu þess brátt áskynja að þeirra hlutverk átti að vera að þegja og — kaupa, þrátt fyrir hið megnasta ólag á ,,versluninni“, og bein óþæg- indi fyrir þær sjálfar. Hefði mjólkursölunefndin þá sýnt alvarlega viðleitni þess að mæta óskum húsmæðra, — hóg látum óskum og kröfum er þær fóru upphaflega með á fund nefndarinnar, væri nú öðru vísi um að litast á mjólkurmark- aðinum hjerna. Þar ríkti þá friður í stað ófriðar, ánægja í stað óánægja, auk þess að spar ast hefðu mörg ill orð og Ijót. Vel má vera, að forráðamenn mjólkursölumálanna gangi enn um hríð fram hjá kröfum vor- um og óskum, þeir um það. En vjer húsmæður munum heldur ekki hverfa frá ásetningi vor- um, og því áformi að fá fullar lagfæringar á mjólkursölunni hjer í bænum. Guðrún Lárusdóttir. Úheppilegur elösunöi. Slökkviliðsstjórinn í Burbauk (það er úthverfi San José borgar i Kaliforníu) varð fyrir léiðin- legu óhappi nýlega, á meðan hann var að segja fyrir um livernig skyldi slökkva eld í húsi. Það kom sem sje eldur uj)p í honum sjálf- um. í bakvasanum á buxum sínum l.afði hann eldspýtur og spjald úr ií essing, og nú vildi svo til að eldspýturnar höfðu einhvern veg- irn nuddast við spjaldið og kvikn- aði á þeim. Var nú hvellur mikill og í sama vetfangi stóð sitjandinn á slökkviliðsstjóranum í ljósum loga. En þótt liann gæti komist að eldi hvar sem var í borginni, komst hann ekki að því að slökkva þennan eld, því það var svo um- hent. Einn af slökkviliðsmönnum tók eftir þessu og beindi vatns- slöngunni á yfirboðara sinn og fekk slökt eldinn. En þá var svo komið að slökkviliðsstjórinn gat alls ekki sýnt sig á almannafæri og varð að aka honum til læknis og þaðan á spítala. Komið í dag á kosningaskrif- stofu Útvarpsins, og kjósið B- listann.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.