Morgunblaðið - 09.03.1935, Page 8

Morgunblaðið - 09.03.1935, Page 8
8 MQRGUNBLAÐIÐ Laugardaginn 9. mars 19$v- Smá-auglðsingarJ 'F.iTin sjómann vantar á vjelbát. XÍppl. Hallveigarstíg 2, kl. 12—1. Óska eftir nokkrnm ábyggilegnm mönnum í fæði. Fæðið er gott og ó3ýrt. Elísabet Guðmundsdóttir, Hressingarskáli Yesturbæjar, Vest- urgötu 17. Yið höfum mikið úr- val af sjálfblek- ungum og því penna við hvers manns hæfi. Þektar tegundir til dæmis: Pelikan, Wonder, Swan, Rappen o. fl. Innbrotsþjófur (kominn í æsing út af spilum): — Sláðu út trompi maður — eláðu út trompi! BdklitaiaH Lækjargötu 2. Sími 3736. Vicki Baum, hin fræga þýska skáldkona, sem meðal annars hefir skrifað skáld- söguna „Grand Hotel“, sem birtist | neðanmáls í Morgunblaðinu, var jnýlega á ferð á Hawai-eyjum. Var , mynd þéssi tekin af henni í Hono- jlulu, og er innfædd kona að sýna henni hvernig á að leika á hinn nafnkunna Hawai-guitar. Kanpum gamlan kopar. Vald. Poulsen, Edapparstíg 29. Sími 3024 1456, 2098, 4402 hafa verið, eru og verða, bestu fiskisímar bæjar Ins. Hafliði Baldvinsson. Postulíns kaffistell, matarstell og bollapör með heildsöluverði. Laufásveg 44. Spflkfefttt kföt af fullorðnu fje á 40 aura % kg. í frampðrtum og 50 aura í lærum. Besía saltkjötið, sem ál bæjac- ins hefir flutst, fæst í undirrit- cðri vei*slun. Alt sent heim. Verslan Sveíns Jóhannssonar, BéTgstaðastræti 15. Sími 2091, Spameytni. Verslunarmaður einn í New York þykist eiga það skilið að fá heimsmeistaranafnbót fyrir það að hafa notað sama skyrtuhnappinn daglega í 55 ár samfleytt. Það er talið víst að hann sje af skoskum uppruna. Kvenrjettindi? Prjedikun þjóðernis-jafnaðar- manna í Þýskalandi, um það að kvenfólkið eigi heima á heimiiun- um við húsverk, hefir þegar haft sín áhrif. Upp á síðkastið hefir kvenstúdentum fækkað um 57 tií 58%. * Hnmgw x Olsíem f COLMAN’S LINSTERKJA geilr ginali liálslíii sem NÝTT. Hár. NV Hefi altaf fyrirliggjandi hár við íslenskan búning. Verð við allra hæfi. Versl. Goðafoss Laugaveg 5. Sími 3436. Nýff naulakjöt og svínakjöt. Munið eftir ódýra kjötinu á 1 Þannig útlítandi umbúðum, er sár.. 40 og 50 aura þg kg. sem gerir skófatnaðinn fljótt og __ _ _ ^ !faHega glansandi. Það er Fjall- Milnersflrao, __ J konu-skóáburður, sem mýkir leðr- Laugaveg 48. Sími 1505. ið, en brennir það ekki. BABYLON. 40. hlje meðan verið var að útvega meiri peninga. i— Hvað sagði jeg yður? sagði Racksole og gekk að öðru borði, sem var dálítið lengra frá þeim. Hundra'ð forvitin augu mændu á eftir honum. Gömul kona, sem hafði reynt að mála sig unga, bað hann að leggja fimm franka fyrir sig, og fekk honum peninginn. Hann tók við honum og fekk henni brátt hundrað franka í staðinn. Hún greip um seðilinn með áfergju og flýtti sjer aftur að borðinu þar sem hún hafði verið áður. Við hitt borðið var fólkið á talsverðri hreyfingu. Þar sat meðal annara kona í flegnum samkvæmis- kjól úr svörtu silki og með stóran hatt. Hún virt- ist vera hjer um bil 28 ára gömul, og hafði dökk augu, þykkar varir og greinilegt gyðinganef. Hún var falleg, ®en fegurð hennar var þessi fráhrind- andi fegurð, sem stundum er kend við Juno. Þessi kona dró að sjer athygli allra við borðið. Fólk var að pískra um það, að hún væri búin að vinna 160 þúsund franka við spilaborðin þá um daginn. — Þjer eruð sannspár, sagði prinsinn við Racksole, — þarna er konan frá Berlín. — Ja, hver andskotinn! Hefir hún sjeð yður? Þekkir hún yður? — Hún myndi sennilega þekkja mig, en hún hefir ekki litið upp enn. — Haldið þjer yður þá bak við hana. Jeg ætla að fá henni umhugsunarefni. Með slyngleik tókst Racksole að ná sjer í sæti beint andspænis konunni frá Berlín. Frægðin hafði fylgt honum frá hinum boPðunum, og fólk vissi, að hann var hættulegur spilari við að eiga. í fyrstu umferð lagði konan 1000 franka á tvö núll. Rack- sole lagði hundrað á 19 og þúsund á ójöfnu töl- umar; 19 vann og hann fekk 4400 franka. Níu sinnum í röð lagði Racksole á þessar sömu tölur og vann, og jafn oft lagði konan á tvö núll og tap- aði. Aðrir spilarar, sem urðu þess varir, að þetta var einskonar einvígi, hættu að spila og gerðu ekki annað en horfa á þau. Aribert prins hreyfði sig ekki þaðan sem hann stóð bak við konuna með fitóra hattinn. Leikurinn hjelt áfram. Racksole tapaði einstöku sinnum óverulegum upphæðum, en í níu skifti af hverjum tíu var heppnin með hon- um. Eins og Englendingur einn, sem á horfði, sagði, „gat hann ekki tapað“. Þegar miðnætti var komið, átti konan ekki eftir nema 1000 franka. þá fór hún að vinna næsta hálftímann, en klukk- an eitt var hún orðin uppiskroppa. Af þessum 160 þúsund þúsund frönkum, sem hún var sögð að hafa unnið um daginn, hafði Racksole nú 90 og bankinn hitt. Juno með rauða hattinn var sigruð. Hún stökk á fætur, stappaði fætinum niður í gólfið, og flýtti sjer út. Aribert prins gætti þess að vera nógu langt frá henni, en hann og Racksole eltu hana samt, er hún fór. — Það væri kannske ekki úr vegi að athuga hvað hún tekur fyrir, sagði Racksole. Úti í glampanum frá stóru bogaljósunum, náði Juno sjer í leiguvagn og ók burt. Prinsinn og Racksole náðu-sjer í annan og eltu hana. En þeir höfðu ekki ekið nema hálfa mílu þegar prinsinn bað ekilinn að stansa, greiddi nonum farið og hann ók burt. — Jeg held jeg viti nokkurn veginn, hvert hún er að fara, sagði prinsinn, — og okkur verður eins gott að fara gangandi það, sem eftir er. — Þjer meinið, að hún sje að fara þangað sem atburðirnir gerðust í nótt? — Einmitt. Nú skulum við fá tvo fugla í einu skoti. Tilgáta Ariberts prins var rjett. Vagn konunnar frá Berlín stansaði fyrir framan húsið, þar sem Nella hafði talað við ungfrú Spencer kvöldinu áð- ur og konan hrarf inn í núsið rjett í því þeir komu fyrir götuhornið. í stað þess að halda áfram eftir þeirri götu, fór prinsinn með Racksole yfir á stíg- inn, sem lá bak við húsið og taldi húsin, sem þeir fóru fram hjá eftir stígnum. Eftir nokkrar mínút- ur höfðu þeir klifrað yfir vegg, eins og innbrots- þjófar, og læddust nú eins varlega og kostur var, upp eftir ofurlítilli garðræmu þangað til þeir stóðu bognir undir glugga, sem tjald var fyrir, en var samt ekki alveg látinn aftur. ( — Hlustið þjer á, sagði prinsinn, þær eru að tala saman. — Hver? — Konan frá Berlín og ungfrú Sþencer. Racksole var svo djarfur að opna gluggann dá- lítið betur og lagði eyrað við rifuna, sem dálítill Ijósbjarmi skein í gegn um. — Komið þjer hingað, sagði hann við prinsinn. — Þær tala þýsku og þjer skiljið þær betur. Þeir skiftu um stöðu undir glugganum, svo ekk- ert heyrðist til þeirra, og prinsinn hlustaði spentur. . — Þjer neitið þá? sagði gesturinn við ungfrú Spencer. Ungfrú Spencer svaraði ekki.. — Ekki einu sinni þúsund franka? Jeg segi yð-- ur satt, að jeg er búin að tapa 25 þúsundum. Ekkert svar. — Þjer hafið fengið yðar kaup útborgað, sagði konan og varð óðamála af reiði. — Jeg gerði það, sem jeg lofaði. Jeg ginti hann hingað og þjer geymið hann örugglega í kjallar- anum hjá yður, veslings drenginn, og svo viljið þjer ekki láta mig hafa skitna þúsund franka. — Þjer nafið fengið yðar kaup útborgað, sagði ungfrú Spencer loksins. Orðin voru köld og róleg. . — Jeg þarf þúsund til. — Það hefi jeg ekki. — Þá skuluð þjer fá að sjá hvað skeður. Aribert heyrði pilsaþyt — og svo heyrðist hurð- - arskellur og ljósbjarminn, sem hafði komið út um gluggaglufuna, slokknaði snögglega. Hann opnaði nú gluggann upp á gátt. Herbergið var dimt og virtist tómt. — Komið þjer nú með þjófaluktina yðar, sagði hann við Racksole, þegar hann nafði þýtt fyrir hann samtal kvennanna. Racksole dró ljóskerið upp úr hinum rúmgóða vasa, sem var á rykfrakkanum hans, og kveikti á henni. Geislinn skein á jörðina. — Hvað er þetta? sagði Aribert prins og æpti upp yfir sig, er hann benti á jörðina fyrir fótum sínum. Ljóskerið lýsti á grindur rjett vi’ð fætur þeirra, og gegn um þær mátti sjá inn í kjallara. Þeir lögðust báðir á hnje og norfðu inn í kjallara- rúmið. Á brotnum stól, sem þar var inni, sat ung- ur maður, eins og máttlaus og með lokuð augu og

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.