Morgunblaðið - 19.03.1935, Síða 2
MOI.GUNBT.AÐIÐ
ijáiaaaflteciiátiak
Þriðjudaeinn 19. n»ars 1935,
-*r* ■ -...- - — *---------
3^rgnsHa$i$
Útgvt.: H.f. Árvakur, R»yk1avtk.
Hitatjörar: Jön KJartansaon,
Valtýr Stefánsson.
RJtatJðrn og afgrelBsla:
Austurrtratl 8. — Sfrr-1 160«.
Aoglýslngasijðrl: B. Haíberg.
Auglfslngaskrffstofa:
Austurstrsetl 17. — Sfml S7f)í.
Hefr'asfmar:
Jðn Kjartantson, nr. 3742.
Valtýr Stefánsson, Xv. 4229.
Árni Óla, nr. 8045.
H. Hafberg, ar. 8779.
Áskriftagialð:
Innanlands kx. 2.C8 á mánubl.
Utanlandf kx. 2.59 á rnftnuH.
1 lausajsblu: 19 aura j^taklO.
29 aura meS Lesbðk.
Hæstirjettur.
Betra er ilt að gera en ekki
néitt, virðist vera hugsun stjórn
arflokkanna á Alþingi.
Þeir munu hafa ákveðið að
knýja í gegn, áður en þingi
verður frestað, frumvarp þeirra
Bergs Jónssonar og Stefáns
Jóhanns, um breytingar á
hæstarjettarlögunum.
Eins og áður hefir verið skýrt
frá hjer í blaðinu er með frum-
varpi þessu stefnt að því, að
gera æðsta dómstól landsins
háðan hinu pólitíska umboðs-
valdi. Fella á burtu dómara-
prófið, sem skapar Hæstarjetti
fullkomið öryggi gagnvart um-
boðsvaldinu. En flutningsmenn
frumvarpsins láta sjer ekki
nægja að nema burtu þetta ör-
yggi, heldur beinlínis fyrir-
skipa þeir, að dómsmálaráð-
herra skuli jafnan velja vara-
dómara í rjettinn, þegar aðal-
dómari verður að víkja sæti í
máli. Með þessu verður Hæsta-
rjettur beinlínis háður pólitísk-
um ráðherra í mörgum mál-
um.
Sjálfstæðismenn í allsherjar-
nefnd, þeir Garðar Þorsteins-
son og Thor Thors flytja breyt-
ingartillögur við frumvarpið,
er allar miða til umbóta.
Þeir leggja til, að 5 dóm-
arar skipi Hæstarjett, þegar
margbrotin mál eru, umfangs-
mikil, þýðingarmikil eða vanda
söm og skulu þá hinir 2 auka-
dómarar vera 2 af kennurum
lagadeildar Háskólans.
Þegar hæstarjettardómari
víkur sæti í máli, á samkv. til-
lögu G. Þ. Og T. T. dómurinn
að velja einhvern kennara
lagadeildar, hæstarjettarmála-
flutningsmann eða hjeraðsdóm-
ara, sem er kjörgengur dóm-
ari í rjettinn.
Dómaraprófið á að haldast,
samkv. tillögu þeirra G. Þ. og
T. T.
Þetta mál, breytingin á
Hæstarietti, er komið til 2.
umr. í neðri deild og fer senni-
lega fram atkvæðagreiðsla þar
í dag. Fæst þá úr því skorið,
hvort stjórnarliðum er alvara,
að fremja það skemdarverk á
Hæstarjetti, sem stefnt er að
með frumvarpi þeirra Bergs og
Stefáns Jóhanns.
Skyldi þjóðin þakka fyrir, ef
þetta verður það eina, sem á
að liggja eftir þetta eftirminni-
lega þing?
Konsúll látinn. Hinn útsendi að-
aðkon&úll Dana í Shanghai, Ove
Lunde, er látinn í Kaupmannahöfn
61 árs að aldri. (Sendiherrafrjett)
Herskyldan í Þýskalandi.
Fögnuður um alt land.
Frakkar standa sem þrumu
lostnir. Englendingar búast við
mjög alvarlegum afleiðingum
út af tiltæki Hitlerstjórnarinnar.
KAUPMANNAHÖFN í GÆIL
EINKASKEYTI TIL MORGUNBLAÐSINS.
Franska þjóðþingið samþykti á laugardags-
morgun að lögleidd skyldi tveggja ára herþjón-
ustuskylda.
Fáum klukkustundum seinna birti Hitler lög
um almenna herskyldu í Þýskalandir þrátt fyrir
ákvæði Versalasamninganna.
Hann segir í tilkynningunni að Þjóðverjair
hafi afvopnast samkvæmt fyrirmælum samning-
anna. Aðrar þjóðir hafi aftur á móti þverskallast
við að af vopna heldur þvert á móti hafi þær auk-
ið herbúnað sinn.
Undir þessum kiingum stæðum sjé það nauð-
synlegt að binda enda á varnarleysi Þýskalands.
Þýska frjettastofan segir að ákvörðun þessi
sje fyrsta skrefið til þess að afnema Versala-
samningana með öllu.
Þýsku blöðin fagna þessu mjög. Þau segja að
nú sje lokið niðurlæging Þjóðverja osg þræls-
f jötrarnir, sem Versalasamningarnir hneptu þjóð
ina í, sje nú brotnir. Hitler hafi unnið sögulegt
hreystiverk með þessum framkvæmdum sínum.
1 gær var minsc í Þýskalandi þeirra manna>
sem fallið höfðu í stríðinu mikla.
í sambandi við það var hin stærsta hersýning,
sem sjest hefir þar síðan á dögum keisarans.
Lögin um herskyldu í Þýskalandi komu eins
og þruma úr heiðskíru lofti og vöktu ótta og á-
hyggjur um alla Evrópu.
Eftir bestu heimildum í Englandi er það haft,
að Englendingar búist við mjög alvarlegum af-
leiðingum af því, að Þjóðverjar hafa nú að engu
hernaðarákvæði Versalasamninganna og hafa
hrifsað jafnrjetti í vígbúnaði án samþykkis ann-
ara þjóða.
England hefir að vísu verið því fylgjandi, að
Þjóðverjar fengi jafnrjetti í hernaðarmálum
með samkomulagi, en ekki með samningsrofum.
Það er talað um það að Sir John Simon muni
hætta við að fara til Berlín, en þó er það senni-
legra að hann fari þangað.
Frakkar eru nú sem steini lostnir. Blaðið
„Figaro“ kallar ákvörðun Þýskalands valdahrifs
á kostnað alþjóða. ,,Temps“ segir að Þjóðverj-
ar hafi nú kastað grímunni og viðurkent að þeir
hafi hervæðst í laumi. Og blaðið undirstrykar
það, að þeir hafi hervæðst í því skyni að leika
sama leikinn og 1914. ,,Sol“ segir að ákvæði
Versalasamninganna um sjálfsákvörðunarrjett
sje fyrir borð borin, og eins hernaðarákvæðin;
ekkert sje eftir nema ákvæðin um landaskipun,
en hve lengi muni þau standa? Allir spyrji hvað
ú komi næst.
Frakkar telja það óforsvaranlegt ef ekki
erði hegnt fyrir samningsrof Hitlers. Nokkrir
ilja þó koma í veg fyrir stríð.
Stjórnin mun nú reyna að koma á varnarsam-
andi milli Frakka, Rússa, Englendinga og ítala.
Stjórnmálamenn í Frakklandi, Englandi og
talíu sje nú sem stendur nánar samtengdir en
okkru sinni áður, segja Frakkar.
lEtler.
Orðsending Breta
til Þjóðverja.
Londori 18. rnars.. FtJ..
Orðsending' bresku stjórnar-
innar út af þýsku herskyld-
urmi var send til Beflínar-í dag
í morgun. hjelt breska stjórnin
fund í hálfa aðra klukkustund
til þess að ræða uppkast a£>
orðsendingunni, sem Sir Jðbn
Simon hafði samið í samráðf við
Matr Donald og Mr. Baldwin.
Orðseitdingin verður biirf í
London undir eins og viSur-
kenning hefir fengist fyrir n*ót
töku hennar í Bérlih.
Mr.. Lansbury spurðist fýrír
um það, í þinginu í dag,. hwrt
fulltrúar Bandaríkjanna • og
annara þeirra ríkja,. sem, skrff-
að hefðu undir Versalasamn-
ingana, mundu verða kallaðir á
fúnd, til ,þe$s að ræða um her-
skyldu ályktun Þjöðverja. Sir
Johra Simon svaraði þvf, að>
stjórnÍQ væri að> athuga þetta.
Frönsku blöðin ræða um það
hispurslaust í d’ag að samband
nxilli Frakkland’s, Italíii og
Stóra Bretlands sjé nú knýj-
and’i nauðsyn, vegna yfirlýsinga
Þjóðverja.
Laval og Flandin ætla að
tala í öldrangadeild franska
þingsins á miðvikudag um
þýsku málin, en áður verður
haldin um þau stjórnarfundur.
Ef Sir John Simon fer til
Berlínar, kemur hann við í Par-
ís í leiðinni.
Þýska stjómin lítur svo á, að
jafnrjetti Þjóðverja til vígbún-
aðar eigi hjer eftir að verða
grundvöllur umrseðanna milli
ríkjanna.
von JTeurath
utanríkismálaráðherra Þýskalands
Æsingar í Austurríki.
1. Austurríki eru talsverðar
æsmgar út af herskylduyfírlýs-
ingu Þjóðverja og því ást&Tidi
sem hún hefír skapað. Þar
virðist sú skoðun vera ríkjandi
meðal ráðandi manna, að Aust-
urríki hljóti að ejga sama rjett
eins og Þýskaland. En hinsveg-
ar muni Æasturríkismenn ekki
bjóða út til herskyldu, nema
með samþykki þeirra þjóða sem
að Versalasamningunum standa
Er þýska stjórnin enn fús
að taka á móti Sir John
Simon og Eden? spyrja
Bretar.
Berlín 18. mars FÚ
Breski sendiherrann í Berlín,
!Phipps, fór í dag á fund utalr-
ríkismálaráðh. Þýskalands og
afhenti honum orðsendingui frá
bresku stjórninni.
í orðsendingunni er spurst
fyrir um það, hvort þýska stjórm
in sje enn fús til þess; að taka
Sir John Simon
utanríkismálaráðherra Breta.
á móti ráðherrunum Sir John
Simon og Antony Eden, á. grund
velli tilkynningar Bretastjóm-
ar í s.l. mánuði.
Orðsendingin inniheldur einn-
ig mótmæli gegn lögleiðingu
almennrar herskyldu í Þýska-
landi, sem hafi leitt til vaxandi
kvíða meðal allra þ.jóða í álf-
unni og geri það að verkum,
að það verði miklum erfiðleik-
um bundið að ná alþjóðasam-
komulagi friðnum fil örygffis.
Orðsendingin var samin á
fundi ríkisstjórnarinnar í morg
un af Sir John Simon í sam-
ráði við Mac Donald og Stan-
ley Baldwin og því næst lögð
fyrir alla stjórnina til athugun-
ar og samþyktar. (UP).
Loftvarnirnar.
London 18. mars.,FÚ.
Fyrirspurn kom fram um
það I enska þinginu í dag, hve-
nær hefjast ætti leiðbeining í
vömum gegn loftárásum. Mr.
Mac Donald svaraði því að inn
an skamms mundi verða farið
að semja um þetta við sveitar-
stjómir út um alt land.
Anthony Eden var spurður
þess í . enska þinginu í dag,
hvort Stóra Bretland mundi
gera samninga við Frakkland
eitt um samvinnu loftflotanna
gegn árásarþjóð, ef Þjóðverjar
neituðu þátttöku.Mr. Eden svar
aði þessu neitandi.
Páll.
■••9