Morgunblaðið - 19.03.1935, Síða 4
4
Þriðjudaginn 19. mars 1935,
Einveldið á Islandi.
Hvað er að gerast?
Stjórnarflokkarnir báðir, Jafn-
aðarmenn og Framsóknarménn,
róa að því öllnm árum, að koma
hjer á einveldi, aö rússneskri fyr-
irmynd, með kúgun og niðurskurði
álls frelsis fyrir einstaklinga og
sjálfstæðis fyrir þjóð vora.
Að þessu ákveðna og ófagra
markmiði, vinnur nú hver einasti
maður í landinu, sem styður nú-
verandi rikisstjórnarflokka. Hver
einasti Jafnaðarmaður og Fram-
sóknarmaður til sjós og sveitar
gerir það, svo og Kommúnistar,
Bændaflokksmenn og Sjálfstæðis-
menn, þeir allir, sem að einhverju
leyti, af hræðslu, sauðþægni eða
eigingirni hanga aftan í eða binda
trúss við stjórnina og flokka henn-
ar. Vafalaust gerir fjöldi bænda
og verkafólks þetta af góðum hug,
og í þeirri barnslegu trú og fá-
fræði, að þetta sje þeim f^TÍr
bestu. Margir þeirra munu 'ein-
blína á einhvern svipstundar hag
fyrir sjálfa sig, en hugsa ekkert
út í erfiðleika og framtíðar vand-
ræði íyrir alla þjóðina, sem óhjá-
kvæmilega fylgir ófriði, einokun
og illri fjármálastjórn. Af ein-
feldni og trúgirni, en ekki illvilja
í fyrstu, hlusta þeir á ábyrgðar-
iausa gasprara níða og rógbera
andstæðinga á flokksfundum og í
dagblöðum. Síðan sýkjast þeir
smám saman af hinum örgustu
ódygðum: eigingirni, öfund, hatri
og hefnigirni við alla sjálfstæða
menn, sem helst hafa efni, orku og
úrrræði til þess að bjarga þjóð-
ínni frá gjaldþroti og glötun
frelsis hennar og sjálfstæðis.
Kommúnistar eru ekki verstir
eða hættulegastir í þessu efni.
Þjóðin er tæplega ennþá orðin
UfSsjá Trtorgunblaðslns 19. mars 1935
fituinnudeild
uið fiáskólann.
Eftir thcir IhDrs.
Það hefir lengi verið að
því fundið og það með rjettu,
að Háskóli vor væri of ein-
hæfur. Nu liggur fyrir Al-
þingi frumvarp, sem ráða á
bót á þessu, þar sem farið er
fram á að stofnuð verði at-
vinnudeild við Háskólann, er
hafi lífræmt samband við at-
vinnuvegi landsmanna. Hjer
hirtist fyrri hluti framsögu-
ræðu Thor Thors, sem er
fyrsti flutningsmaður frum-
varpsins á Alþingi.
Þetta frumvarp sem hjer ligg
ur fyrir miðar að því, að koma
hið fyrsta á stofn sjerstakri
nýrri deild við Háskóla íslands,
er nefnist atvinnudeild og hefir
það verkefni með höndum, að
kenna hin hagnýtu fræði, er
geta komið að notum í atvinnu
lífi voru. í sambandi við þessa
atvinnudeild skal starfrækja
rannsóknar- og tilraunastofnun
í þágu atvinnuveganna og skal
þessi rannsóknarstofnun starfa
svo spilt, að hún geti ekki varast
þá, meðan þeir þora að sýna hrein-
lyndi og segja það afdráttarlaust,
að þeir vilji hefja fljótvirka rúss-
neska byltingTi — með öllum þeim
hörmungum, er þar með hljóta að
fylgja.
Lævísin er xniklu hættulegri.
Það er búið að sýna sig, að þjóð-
in Icann ekki að varast grímu-
klædda kommúnismann og hæg-
fara byltinguna, eins og Fram-
sóknarmenn og Jafnaðarmenn
framkvæma hana. Hún hefir blind-
að svo marga góða drengi, svo
þeir sjá ekki, að á sínum tíma kem
ur alt í einn stað niður.
Dæmin eru þó deginum ljósari
fjTÍr ölhrm þeim, sem geta opnað
augun og vilja sjá það og vita,
hvað hjer er gert og er að gerast:
Flestir skólar landsins eru orðn-
ir „rauðlitaðir", og allan æskulýð
landsins á að ala upp í auðsveipni
við ok Kommúnista. Aiþingi er
gert að svívirðilegustu samkundu
flokkadrátta og kúgunar. Fje al-
þjóðar er tekkið frá sjálfsbjargar-
mönnum til kjósendafylgis og í
eyðsluhítir óhlutvandra og heimtu-
frekra mónna.
Ríki voru er sökt í botnlausai;
skuldir, og búið að koma því á
barm gjaldþrots og glötunar.
Dómstólar landsins og eina ör-
yggi dómsmálanna, hfestirjettur, á
að lúta vilja flokksstjórnar.
Aldraða heiðursmenn má rekka
úr embætti frá ungum Kommún-
istum.
Frjálsa og sjálfstæða fram-
leiðslu, bæði til lands og sjávar, r
verið að drepa.
„Rauðka“ — ásamt fleiri nefnd-
um og lögum — er sett til þess
í þremur deildum er nefnast
landbúnaðardeild, fiskideild og
iðnaðardeild. Skal hver þessara
deilda hafa með hcndum rann-
sóknir í þágu þeirra atvinnu-
vega, sem nöfn þeirra eru tengd
við. Þetta frumvarp byggist á
frumvarpi um stofnun atvinnu-
deildar, sem lagt var fyrir síð-
asta Alþingi, en það er fyllra
og víðtækara en frumvarpið frá
því í fyrra, þar sem bætt er inn
í það ákvæðum um fullkomna
rannsóknarstofnun í sambandi
við atvinnudeildina. Jeg vil enn
fremur geta þess, að frumvarp-
ið á rót sína að rekja til tillagna
ýmsra háskólakennara. Það
mál sem hér var til umræðu á
undan, sem sé frumvarp skipu-
lagsnefndar atvinnumála um
rannsóknarstofnun í þarfir at-
vinnuveganna tekur að nokkru
leyti til sama efnis, en er að
dómi okkar flutningsmanna
þessa frumvarps ófullnægjandi
að ýmsu leyti.
Það sem fyrst og fremst ber
hér á milli er það samband sem
þessari rannsóknarstofnun er
ætlað að hafa við Háskóla ís-
lands, svo og það veigamikla
atriði hvort hefja skuli sem
fyrst kenslu í hinum hagnýtu
fræðum við Háskólann og gera
á þann hátt íslenskum stúdent-
MORGUNBLAÐIÐ
:að eyðileggja stærstu framleiðsl-
una og mestu atvinnubótina,
frjálsa stórútgerð. Og- sömu leið-
ina á að fara sjálfsbúðin og bestu
búin í sveitum landsips.
Líf „rauðu“ flokkanna liggur
við, að þeir geti drepið af sjer
alla sjálfstæða efnaða menn í
landinu. Vegna þess eru kaupmenn
nú líka eltir á röndum, níddir og
rógbornir, heftir og kúgaðir, eins
og stórútgerðarmennirnir.
Sambandið (S. í. S.), sem níi
;er orðið stórveldi í landinu, á að
sölsa undir sig alla verslun og
drepa efnalega sjálfstæða bændur,
kaupmenn og útgerðarmenn.
Alþýðusambandið er annað stór-
veldið. A'erkafólkið saklaust og
sauðþægt, er hlekkjað saman, til
þess að geta svo þegar færi gefst,
sigað því í einum hóp á atvinnu-
rekendur, blinduðu með rógi og
ofstæki, og aukið þannig á atvinnu
leysið og vandræðin.
Árlega er miljónum skuldabagga
bætt á sligað bak atvinnuveganna
og ránshendi hrifsað meðan eitt-
hvað er eftir hjá þeim mönnum,
sem hafa. viljað sjá farborð fyrir
sig og sína.
Reykjavík.
Af því að Reykjavík hefir fram
að þessu — þrátt fyrir liógværð
og eftirlæti við alla „rauðu“ flokk-
ana — gnæft talsvert upp úr öllu
skuldafeni landsbúa, og lagt af
mörkum langsamlega mest, bæði
til ríkisþarfa og líka til þess að
kaupa vörur af bændum; þá er
nii alveg sjerstaklega ráðist á
hana, með öllum viljakrafti oga
óheillráðum „raxiðliðanna“ samein-
aðra. Sökkva skal henni líka, eins
og öllu öðru í botnlausa skulda-
fenið, svo alt landið verði ein og
sama rússneska flatneskjan.
Lævísin bírtist í mörgum mynd-
um. Menn vara sig síður á henni
þégar hún er skreytt mörgum og
um það kleift, að ganga í þjón-
ustu atvinnulífsins og njóta til
þess æðri mentunar.
Fyrir okkur flutningsmönn-
unum vakir það, að efla hinn
unga og fáþætta Háskóla vorn,
að gróðursetja þar nýjan stofn
sem við höfum trú á að með
tíð og tíma geti orðið sterkur
og teigt greinar hinnar æðri
mentun^r inn í hið fáskrúðuga
og fallvalta atvinnulíf vort.
Við lítum því sivo á þetta
mál, að aðstaðan til þess bygg-
ist fyrst og fremst á því, hvern
hug menn bera til Háskólans,
hvert hlutverk menn vilja ætla
honum í menningarlífi þjóðar-
innar og hvert hlutskifti þeir
þar af leiðandi vilja skamta
honum. Tel jeg því rjett í þessu
svo veigamikla atríði í fram-
tíðarlífi Háskólans, að minnast
nokkrum orðum á sögu hans
með þjóðinni og lýsa því hverj-
ar vonir ýmsir af forvígismönn-
um þjóðarinnar hafa frá upp-
hafi þessa máls tengt við þessa
æðstu mentastofnun hjer á
landi.
Það er greinileg táknmynd
þýðingar hinnar æðstu menta-
stofnunar fyrir sjálfstæði lands
vors og menningarlíf þjóðar-
innar, að þetta mál skyldi vera
eitt hinna allra fyrstu er borin
fögrum litum — eins og bollu-
vöndur barna, þó hún reynist svo
þyngsti refsivöndur.
Þannig munu kjötsölulögin reyn-
ast bændum þungur vondur að
lokum, fremur en bæjarbúum, þó
þau sjeu skreytt, fögnim litum:
Verðjöfnunarsjóði. Sjóði, sem kjöt-
sölunefndir og umsjónarmenn,
skrifstofubákn og þægir flokks-
þjónar munu betur þjena á en
bændurnir. Betur en sunnlensku
bændurnir, a. m. k. þeir, sem af
8—14 kg., 2. ílokks kroppum, eiga
að greiða háan skatt t,il uppbótar
á 15—20 kg,, 1. flokks kroppa á
■Norður- og Austurlandi. Og gjald-
ið skulu sunnlensku bændurnir
greiða um leið og væna kjötið er
flutt til Reykjavíkur í tugatonna-
tali, t.il þéss að eyðileggja markað-
inn þar fyrir rýra kjötið og drepa
Sláturfjelag Suðnrlands, eða koma
því inn í S. í. S.
Síst er betra að segja um fagra
litinn og gyllinguna á mjólkur-
sölulögunum. Þau stefna að því
fyrirfram ráðna markmiði, að
drepa alla mjólkurframleiðslu í
Reykjavík, að gera fjökla smá-
bændna þar að viðbót við atvinnu-
leysingjahópana, eða að beinum
þurfalingum bæjarins, um leið og
mörg hundruð þús. lcr. verðmæti í
ræktaða landinu, eru gerð arð-
laus fyrir bæjarbúa. Og' þá er
ekki síður það markmiðið, að
drepa alla dáð úr stærstu og vönd-
uðustu mjólkurframleiðendum,
sem heima eiga í bænum og greitt
hafa st-órfje til bæjarþarfa. Mest
kapp er lagt á það (með Samson
t,il fyrirmyndar?) að þrífa burt
stoðirnar, sem bærinn stendur á.
Hvað verður gert?
Húsmæður í Reykjavík hafa nú
í mjólkursölumáíinu gert það, er
þær gátu, og sjálfsagt var að gera,
sjálfum sjer til varnar. Þegar
þeim, eftir kurteisa beiðni, var
voru fram á hinu fyrsta þingi
hins endurreista Alþingis árið
1845. Og vissulega eykur það
rjettmæti og nauðsyn þessa
máls, að sá maður sem þetta
bar fram skyldi einmítt vera
hinn glæsilegasti forvígismaður
þjóðarínnar, Jón Sigurðsson, sá
er allir íslendingar nú telja að
verið hafi sómi íslands, sverð
þess og skjöldur. Krafa Jóns
Sigurðssonar og fjelaga hans
laut að stofnun allsherjar æðri
mentastofnunar og vildu þeir
nefna skóla þennan þjóðskóla.
Þeir vildu rökstyðja þetta nafn
með því, að þar eigi fyrst og
fremst að kenna þjóðleg fræði,
íslenska tungu og norræna bók
vísi. Ennfremur skyldi þar
kenna forspjallsvísindi, guð-
fræði og lögfræði og einnig
segir svo í bænarskrá þeirri, er
Alþingi var send ,,að hið bráð-
asta verði stofnuð kensla í skól
anum handa þeim sem girnast
mentunar, en ætla þó ekki að
verða embættismenn“. Til skýr-
greiningar þessa fór Jón Sig-
urðsson þessum orðum: ,,Þá er
því næst að nefna mentun
þeirra sem ekki ætla að verða
embættismenn. Þessir eru eink-
um, sem segir fyr í bænar-
skránni, sjómannaefni, kaup-
mannaefni og iðnaðarmenn. Það
neitað um þá mjólk sem þær vildu
ltaupa: hreina, holla' og óméngaða
nýmjólk, þá er mjög eðlilegt að
þær láti ekki, með ókurteisi og ill-
yrðum, neyða sig til þess að kaupa
nema lítið eða ekkert af þeirri
mjólk, og þannig meðhöndlaðri,
sem þær vilja ekki. Og enginn
þarf að ætla, að þær hviki frá
þessu, fyr en þær fá þá vöru sem
þær vilja.
Ilúsmæður í Reykjavík hafa orð-
ið fyrri ti] en aðrir foringjar bæj-
arins, að bera klæði á vopn þeirra
ránsmanna, sem nú em að berjast
um yfirráð bæjarins.
Samskonar vörn geta allir veitt
— ka.rlnienn ekki síður en kon-
ur — allir, sem meta meira frið-
samleg síörf og hagsæld kaupstað-
arins, en herferðir rán og fjár-
hagslega oyðilegging friðsamra
borgara og alls bæjarfjelagsins.
AUir þeir, er það vilja, geta
gætt þess vel, hvað þeir kaupa
og af hverjum þeir kaupa. Þeir
geta takmarkað það, staðbundið
og einskorðað, eftir því, sem efni
leyfa og ástæður krefjast.
V. G.
Sjálfvirk tryggingartæki.
Ameríkumenn eru hugvitsamir
menn. Þeir finna ávalt upp á nýju
og nýju. Það lítur út fyrir
að þeir sjeu orðnir leiðir á um-
boðsmönnum ti-yggingarfjelag-
anna, sem elta menn uppi og láta
þá ekki í friði, fyr en þeir tryggja
sig, því að nú hafa þeir komið
upp sjálfvirkum tryggingartækj-
um. Þau eru þannig, að ekki þarf
annað en setja pening í tækið, þá
veltur út miði, sem gefur til kynna
að maður sje vátrygður næstu vili-
una eða mánuðinn. Aðallega eru
þetta slysatryggingar. Hafa þær
gefist vel meðal almennings. Fjöldi
fclks hefir trygt sig á þennan auð
vekla hátt.
er ljósara en frá þurfi að skýra
hversu slíkir menn þurfa ment-
unar við, enda er mjer og kunn
ugt að það er almenn ósk, að
kostur mætti gefast á kenslu
handa þeim og þjóðin mundi
fúslega styrkja til að slíku
mætti verða framgengt“. Þessi
orð og þessar óskir eru greini-
lega vottur um hina miklu fram
sýni þessa forvígismanns þjóð-
arinnar. Þar er ennfremur at-
hyglisvert í sambandi við þann
ágreining, sem nú kann fram að
koma á þingi um meðferð þessa
máls, að Jón Sigurðsson lagði
rika áhei*slu á það, að þjóð-
skóli þessi gæti „veitt svo mikla
mentun sjerhverri stjett sem
nægði þörf þjóðarinnar" og
ennfremur tók hann það skýrt
fram, að þetta yrði þá alt einn
skóli, því að með því móti yrðu
og einnig best notaðir allir þeir
kraftar sem varið verður til
kenslunnar. Mjer hefir þótt
hlýða, að rekja þetta mál hjer,
enda þótt það fjelli niður að
þessu sinni og hugir manna
hneigðust í þess stað að því, að
koma hjer á fót slcóla fyrir em-
bættismenn landsins. Raunin
varð líka sú, að þessir skólar
komust upp fyrst með Presta-
skólanum árið 1847, síðan hófst
innlend læknakensla árið 1862
t